Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Hjólum saman ERTU að fara á enn einn fundinn pabbi, spurðu börnin. Það létti þó yfir þeim þegar í Ijós kom að á fundinum átti að ræða um hjólreiðar og bætta aðstöðu hjól- reiðamanna í Reykja- vík. Mundu bara að biðja um fleiri hjóla- stíga. Samkvæmt upplýs- ingum frá Umferðar- ráði hafa rúmlega 200.000 reiðhjól (tvö hundruð þúsund) ver- ið flutt til landsins frá 1977-1993. Árlega geta því verið fleiri ný reiðhjól á götunum en bílar. Reiðhjólið býður upp á óendan- lega möguleika til notkunar og hjólreiðar hafa ýmsa kosti umfram annan ferðamáta. Á reiðhjóli kom- ast menn tiltölulega greitt leiðar sinnar og geta yfirleitt lagt hjólinu á áfangastað og þurfa ekki að leita Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardðgum kl. 11 -16 að hjólastæði. Á síð- ustu árum hef ég hjól- að mikið um höfuð- borgina, bæði í vinnu og til upplyftingar. Börnin hafa upp á síð- kastið oft verið með í ógleymanlegum hjóla- ferðum um borgar- landið þar sem ýmsir staðir hafa verið skoð- aðir. Þau nota líka hjólið oft í styttri ferð- ir og læra smám sam- an að nýta sér kosti þess til að komast leið- ar sinnar á hagkvæm- an og fljótvirkan hátt eftir því sem aldur og þroski leyf- ir. Á hjóli geta börnin t.d. farið í skólann, skroppið í sund, kíkt í heimsókn til vina og kunningja eða farið í bíó. Einnig er hægt að skjót- ast í sendiferðir á hjóli í verslanir eða hjóla sér til skemmtunar og njóta útivistar eða æfa þol og þrek. Kostnaður við rekstur reiðhjóls er hverfandi, ekki þarf að borga fyrir eldsneyti, hjólastæði, eða sér- stök hjólreiðagjöld eða vegaskatta. Auk þess fá hjólreiðamenn holla hreyfingu og líkamsrækt í kaup- bæti og njóta jafnframt útivistar. Reiðhjólið mengar ekki umhverfið og eru því sérlega vistvæn. Hvers vegna eru reiðhjól ekki notuð meira þegar kostir þess að hjóla eru ótvíræðir og hjólaeign jafn- mikil og raun ber vitni? Ýmsar úrtöluraddir heyrast gegn hjólreiðum hér á landi. Því er haldið fram að veðurfar hér sé óhentugt til hjólreiða; snjór, kuldi, rok og rigning nánast alla daga áreins. Staðreyndin er hins vegar sú að veður hamlar hjólreiðum Guðni Olgeirsson Reiðhjólið býður upp á óendanlega möguleika til notkunar, segir Guðni Olgeirsson, sem telur það og hafa ýmsa kosti umfram aðra ferðamáta. afar sjaldan hérlendis og fjarska einfalt er að klæða sig eftir veðri og vindum. Ég hjóla þó yfirleitt ekki í svartasta skammdeginu. Aðrir tala um að landið sé erfitt yfirferðar, eintómar brekkur og hæðir. Ekki eru það haldbær rök gegn hjólreiðum á höfuðborgar- svæðinu, flest hjól eru með mörg- um gírum og brekkur yfirleitt auðveldar yfirferðar. Hæðarmun- ur í landslagi er ákjósanlegur ef fólk vill komast í þokkalega þjálf- un og vanir hjólreiðamenn sækja í brekkur og áreynslu sem þeim fylgir. Margir nefna að raunverulegt vegakerfi vanti fyrir hjólreiða- menn og af þeim sökum sé ógjörn- ingur að hjóla, t.d. á höfuðborgar- svæðinu. Áð mínu mati eru þessi rök haldbærust gegn hjólreiðum þvi allt of víða hefur gleymst að gera ráð fyrir hjólreiðamönnum í umferðinni. Eiga hjólreiðamenn þá að gefast upp? Öðru nær, þeir þurfa að stilla saman stengi allir sem einn og krefjast vegakerfís fyrir hjólin þannig að umferð hjóla og bíla skarist sem allra minnst. Akbrautir eiga að vera fyrir vél- knúin ökutæki og hjólreiðamenn eru þar í stöðugri hættu. Engum dytti í hug að leyfa hestamönnum að ríða um akbrautir bæjarins. Gangstéttar eru í fæstum tilvikum hentugar fyrir hjólreiðamenn, víða eru erfiðir kantar og þar er yfir- leitt tafsamt að hjóla. Hjólreiða- menn vilja að sjálfsögðu komast greitt og örugglega leiðar sinnar og eina viðunandi lausnin er að útbúa sérstakt hjólreiðastígakerfi. Slíka stíga þarf að merkja mark- visst og útbúa leiðabók og kort yfir stígana þannig að almenning- ur geti áttað sig á ólíkum leiðum. Hjólreiðar ættu skilyrðislaust að vera settar í öndvegi við borgar- skipulag og vegaframkvæmdir. Á síðustu árum hefur þó nokkuð áunnist í gerð hjólreiðastíga 1 Reykjavík, einkum í nýjum hverf- um. Mikið verk er óunnið í teng- ingu stíga um alla borgina og við nágrannabæi. Einnig er víða óleyst hvernig hjólreiðamenn eiga að komast leiðar sinnar í gamla bæn- um. Lagning hjólreiðastíga ætti að verða eitt af forgangsverkefn- um hér á landi á næstu árum. ís- lendingar ættu að sýna hjólhestin- um virðingu og stefna að aukinni og öruggari umferð hjólreiða- manna. Með auknum hjólreiðum má spara umtalsverða fjármuni sem annars færu í einkabílinn og slit á götum minnkar. Einnig stuðla hjólreiðar að aukinni úti- veru, ókeypis líkamsrækt, betri heilsu og vellíðan og gefur fjöl- skyldum fjölbreytilega möguleika til samveru og styttri ferðalaga. Tökum öll þátt í hjóladegi fjöl- skyldunnar í Reykjavík 15. maí næstkomandi og hefjum reiðhjólið til vegs og virðingar sem þarfan þjón. Munum að hjálmurinn er höfuðatriði hjólreiðamannsins. Höfundur er fulltrúi SAMFOK í undirbúningshópi fyrir hjólndag fjölskyldunnar 15. maí nk. Álfasala í þágu unga fólksins HÉR Á landi er 20 ára aldurstakmark til að kaupa og neyta áfengis. Engu að síður sýna kannanir að börn og unglingar neyta þess í vaxandi mæli. Tæpur helmingur 14 ára unglinga notar áfengi. Við sjáum sumar af afleiðingum þessar- ar drykkju. Við fregn- um af ölvun unglinga á almannafæri, á skólaböllum og í heimahúsum. Þegar samræmdu prófunum Anna Ólafsdóttir Björnsson lauk nýlega þurfti að loka Kringlunni fyrir ölvuðum unglingum sem voru að „fagna“. Sumt sjáum við hins vegar ekki. Ungl- ingur sem notar áfengi að staðaldri missir af mikilvægum tækifærum á þroska- brautinni. Enginn lær- ir í vímu. Það er Ijóst að snúa þarf _þessari þróun við. SÁÁ hyggur á öflugar aðgerðir í for- varnarstarfi á næst- unni. Til að afla tekna -Iríslcandi verslun- SKEIFUNNI 19 • SÍMI 681717 FAX 813064 30-70% AFSLÁTTUR á frábærum æfingafatnaði kvenna og telpna í miklu úrvali frá á verulegum afslætti allt að 70% Unglingur sem notar áfengi að staðaldri, seg- ir Anna Olafsdóttir Björnsson, missir af mikilvægum tækifær- um á þroskabrautinni. í því skyni verður Álfasála SÁÁ um næstu helgi. Ég hvet alla landsmenn til að leggja sitt af mörkum í þágu unga fólksins. Höfundur er alþingiskona. Munið triilof'unarhringa litniyndalistann 45ulLÝé>il!urh/f Laugavegi 3S • Sínii 20620 ®DeWALT TRÉSMÍÐAVÉLAR ÞÓRf ÁRMÚLA -11 - SÍMI 681 500 - kjarni inálsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.