Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 13 Morgunblaðið/Sigurður Aðlalstxíinsson Krakkarnir spunnu sjálf band á rokk. Band spunnið úr ull Vaðbrekku, Jökuldal - Nem- endur Skjöldólfsstaðaskóla lærðu í vor að spinna band úr ull og lita það með jurtum. -- Verkefni þetta var hluti átt- hagaverkefnis Sköldubáss sem er samsafn fróðleiks úr sögu Jökuldals-, Hlíðar- og Tungu- hreppa síðustu hundrað árin og var unnið sem samstarfsverk- efni Skjöldólfsstaða- og Brúar- árskóla. Verkið var þannig unnið að Lilja Óladóttir, bóndi í Merki, kom í skólann með ull af fénu hjá sér og kenndi krökkunum að taka ofan af. Með því er togið og þelið aðskilið. Síðan kembdu krakkarnir ullina bæði á venjulega handullarkamba og í handsnúinni kembivél undir leiðsögn Lilju. Að því búnu spunnu krakkarnir á rokk band úr kembunum en kembur nefn- ast ullarstrimlarnir þegar þeir koma úr kömbunum. Ótrúlega lagin í samtali við fréttaritara sagði Lilja að krökkunum hefði gengið vel miðið við stuttan tíma og þau væru ótrúlega lag- in við þetta. Guðný Marinósdóttir frá Eið- um kenndi krökkunum að lita bandið úr jurtum en jurtirnar höfðu krakkarnir tínt sjálf m.a. úti á Eiðum sl. haust þegar þar var haldið sameiginlegt sund- námskeið krakka úr Brúarási og frá Skjöldólfsstöðum. Þrælskemmtilegt Jurtirnar sem mest voru not- aðar til litunar voru t.d. birki- lauf, gulvíðilauf, rabarbari og laukhíði. Úr þessum jurtum fengust grunnlitirnir en til að fá fleiri litatóna var notað álun, kopar, járn og salmíak. Að sögn krakkanna var þrælskemmti- legt og fróðlegt að læra að breyta ull í band. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Kátir krakkar með hjálma. Rauðakrossdeild gefur hjálma Kirkjubæjarklaustri - Góðir gestir heimsóttur Kirkjubæjar- skóla fyrir skömmu. Það voru stjórnarmenn úr Rauðakross- deild Kirkjubæjarlæknishéraðs sem færðu öllum nemendum í 1.-5. bekk skólans hjálm að gjöf. Urskurður yfirskattanefndar um áætl- aða skattskylda sölu hjá Brúnási hf. Krafan lækkaði um 23 milljónir króna Egilsstöðum - Yfirskattanefnd úrskurðaði fyrir nokkru að viðbótar- söluskattskyld velta byggingafyrirtækisins Brúnáss hf. á Egilsstöð- um á árunum 1983-1985 skyldi lækkuð frá því sem áður var áætl- að. Lækkunin nam tæpum 23 milljónum króna. Leiðréttingin er búin að kosta fyrirtækið mikla fjármuni. Að sögn lögmanns fyrirtæk- isins, Bjarna Björgvinssonar, virðist sem skattayfirvöld hafi lítið mark tekið á bókhaldi fyrirtækisins. Mikill munur sé á reglum um endurgreiðslu frá ríkinu og vangreiðslu skattgreiðenda. Ríkið legg- ur dráttarvexti og álag á vangreiddar skattskuldir, en endurgreiðsl- ur eru eingöngu með venjulegum vöxtum. Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á þessu misræmi. Brúnás hf., sem rak alhliða byggingarþjónustu, var gefið að sök að hafa vantalið söluskatt- skylda veltu um tæplega 31 milljón króna árin 1983-1985. Þessu mót- mælti félagið eindregið. Innheimt- an gekk sinn vanagang og í jan- úar síðastliðnum átti að selja eign- ir til fullnustu hinni áætluðu skuld. Bjarni segir fyrirtækið hafa eytt miklum tíma og fjármunum í að veija sitt mál og ná fram leiðrétt- ingu. Hann telur að mál af þessu tagi hljóti að ýta undir þau sjónar- mið að þegnar landsins sitji við sama borð og ríkið, þegar skatt- skuldir séu annars vegar. Þannig háttar til í þessu máli að Brúnás hf., sem nú heitir Eign- arhaldsfélagið Ás hf., eftir að deildum var skipt upp á síðasta ári, hefur fjárhagslegt bolmagn til að sækja rétt sinn, en Bjarni seg- ist vita til að fyrirtæki sem svipað hafi verið ástatt um hafi hreinlega ekki haft efni á að leita leiðrétting- ar, og þess vegna verið keyrð í gjaldþrot. Greiðslustöðvun Eignarhaldsfélagið Ás hf. hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar á meðan málin verða skoðuð í ljósi úrskurðar yfirskattanefndar. Fyrir- tækið á töluverðar eignir umfram skuldir og er ekkert sem bendir til annars en þær verði greiddar að fullu. Enda er niðurstaða yfir- skattanefndar mun nær þeim tölum er fyrirtækið taldi réttar úr bók- haldi sínu en þeim tölum er ríkis- skattstjóri lagði til grundvallar kröfu sinni. Segir Bjarni að af því megi ætla að lítið sem ekkert mark hafi verið tekið á endurskoðuðu bókhaldi Brúnáss hf., á meðan málið var til skoðunar hjá rannsókn- ardeild ríkisskattstjóra en alls tók málareksturinn hátt í sjö ár. Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunni: 43 milljónir Dagana 5. til 10. maí voru samtals 43.230.694 kr. greiddar út í happdrættisvélum um alít land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 5. maí Háspenna, Laugavegi.......... 186.453 5. maí Ölver........................... 117.114 5. maí Flughótel, Keflavík.......... 51.606 9. maí Tveir vinir...'................. 320.679 9. maí Mónakó.......................... 107.892 Staöa Gullpottsins 11. maí, kl. 12:00 var 4.202.887 krónur. „ w 't ri Silfurpottarnir byrja alltaf 150.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. SVERRIR Andrésson og Bragi Sverrisson með elsta bílinn á skrá. Elsti gangfæri bíllinn á Selfossi - Sýning á nýjum og gömlum bílum verður haldin á iaugardag hjá Bílasölu Selfoss við Hrísmýri. Þar verða sýndir á úti- svæði nýjustu bílar frá Heklu og Toyota. I sýningarsal innandyra verða sýndir nokkrir gamlir bílar, þar á meðal Dodge Brothers ár- gerð 1923 sem talinn er vera elsti bíllinn á skrá. Einnig verður þar elsti Land-Rover landsins. Sýn- ingin stendur frá klukkan 10 til 16 á laugardag og á mánudag klukkan 10 til 19. Sverrir Andrés- son er eigandi elsta bílsins. Hann flutti bílinn inn frá Banda- ríkjunum og gerði hann upp í sýningu vetur. „Bíllinn er í fullkomnu lagi og það er gaman að keyra hann. Það er heilmikið að snúast þegar maður keyrir, maður stillir neist- ann eftir því sem hann erfiðar og svo handbensínið. Þetta þarf allt að vera í gangi þegar maður er að keyra,“ sagði Sverrir. Hann sagði bílinn alveg óbreyttan, það eina sem hefði bæst við væru stefnuljósin. Bíllinn fer á sýningu í Laugardalshöll um hvítasunn- una þar sem honum verður stillt upp á sviðinu ásamt öðrum ári yngri bíl. „Nei, nei, hann er ekki til sölu enn sem komið er,“ sagði Sverrir. SUMAR GLEÐIN Einhver ævintýralegasta skemmtidagskrá allra tíma á Hótel íslandi SÍÐASTA SÝNING 14. MAÍ Raggi Bjarna. Ómar Ragnars. Bessi Bjarna Gunn. Ragnars. Þeir eru mættir aftur til leiks eftir áralangt hlé, enn harðskeyttarí og ævintýralegri en fyrr og nú með vinsælustu söngkonu landsins Siggu Beinteins. Tónlistarstjórn: Gunnar Þórðarson Leikstjórn: Egill Eðvaldsson. Matseðill Hortvínsbœll austuriensk sjávarréttasupa meó rjómatopp og havíar KotifakslegiA grisajille medfranskri dijonsósu, parísarkartöjlum, oregano, ftamtteruöum ávöxtum og gljáðu gnenmeti Konfektís meópiþartnyntuperu, kirsuberjakremi og ijómastíkkulaðisósu Glæsileg tilboð á gistingu. Sími 688999 B h. Miðasala og boröapantanir í síma 687111 frá ki. 13 til 17. I | | | | | | | | | I I I I I I I ... I ******* • 1 11 *1 1 1 1 1 1 * 1 1 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.