Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍQIN hafa tekið til sýninga gamanmyndina Getting Even With Dad með þeim Macaulay Caulkin og Ted Danson í aðalhlutverkum. Myndin Qallar um uppáflnn- ingasaman strák sem beitir ýmsum klækjum til að fá pabba sinn til að gegna foðurhlutverkinu. Pabbinn tekinn föstum tökum Ray Gleason (Ted Danson) er smá- krimmi sem er betri kökugerðar- maður en þjófur og því setur hann á fót bakarí þegar hann ætlar að reyna að snúa frá villu síns vegar og lifa heið- arlegu lífi. Seinasta afbrot hans tók af allan vafa um hæfni hans á glæpabraut- inni, en þá stal hann stórri sendingu af myndbands- tækjum sem öll reyndust vera af úreltri gerð og því einskis virði. Þegar Ray leit- ar leiða til að fjármagna nýja fyrirtækið sitt virðist hann hins vegar hafa gleymt þessum mistökum sínum og skipuleggur hann það sem á að verða síðasta ránið hans. En það er eitt sem hann tók ekki með í reikninginn við skipulagninguna og það er að Timmy sonur hans (Mac- aulay Caulkin) er skyndilega skilinn eftir hjá honum í óvæntri vikuiangri heim- sókn. Ray sekkur sér engu að síður ofan í skipulagningu á síðasta ráninu og gerir hann þau mistök að sinna syni sín- um ekki sem skildi á meðan. Timmy kemst hins vegar fyrr en varir að því hvað pabbi hans er að bralla og kemur hann auga á upp- lagða leið til að snúa hiutun- um sér í hag. Hann tekur því sjálfur til við flókna skipulagningu og er mark- mið hans að fá pabba sinn til að afplána tíma og það í föðurhlutverkinu. Eftir viku- langt ráðabrugg stráksins sem leiðir þá feðga og glæpafélaga pabbans um alla helstu og markverðustu staðina í San Francisco verð- ur þeim svo báðum ljóst FÉLAGAR pabbans á glæpabrautinni neyðast til að taka þátt í hinum ýmsu uppátækjum sonarins. SMÁKRIMMINN Ray Gleason (Ted Danson) hefur fullan hug á að snúa frá villu síns vegar og gerast heiðarlegur kökugerðarmaður. ýmislegt um gildi fjölskyld- unnar. Pabbar teknir fyrir Það hefur nokkuð borið á því upp á síðkastið í banda- rískum kvikmyndum að pabbar séu teknir rækilega fyrir, og er Getting Even With Dad aðeins ein af mörgum myndum þess eðlis sem frumsýndar hafa verið undanfarið. Meðal þeirra eru North, en í henni leikur Elijah Wood strák sem skil- ur við pabba sinn og mömmu, When A Man Loves A Woman þar sem Andy Garcia er á fullu í pabbahlutverkinu, My Fat- her The Hero með Gérard Depardieu í hlutverki pa- bbans sem dóttirin hefur að leiksoppi og loks I’ll Do Anything með Nick Nolte sem fær að kenna á klækj- um sex ára sonar síns í myndinni. Margir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna föðurhlutverkið hefur verið FEÐGARNIR eiga góðar stundir saman þegar smá- krimminn fer í pabbaleik fyrir atbeina sonarins. tekið þessum tökum í um- ræddum Hollywoodmyndum samtímans og hafa margir hallast að því að helst sé um að ræða leið til þess að koma á framfæri bældri reiði í garð manna í valda- stöðum, eins og t.d. kvik- myndaframleiðenda og for- stjóra kvikmyndavera. Vanur gerð gamanmynda Leikstjóri Getting Even With Dad er Howard Deutch sem vanur er gerð gaman- mynda, en hann vakti þegar mikla athygli með fyrstu myndinni sem hann leik- stýrði. Það var Pretty in Pink með Molly Ringwald í aðal- hlutverki, og var John Hug- hes (Home Alone) framleið- andi myndarinnar. Síðan hefur Deutch leikstýrt myndunum Some Kind of Wonderful með Eric Stoltz og Mary Stuart Masterson í aðalhlutverkum, The Great Outdoors með Dan Ackroyd og John Candy og Article 99 með þeim Kiefer Suther- land og Ray Liotta í aðal- hlutverkum. Þá hefur hann gert nokkra þætti í kapal- sjónvarpsseríunni Tales from the Crypt og hlotið verðlaun fyrir og einnig gerði hann fyrsta þáttinn í þáttaröðinni um Melrose Place. Deutch er fæddur og upp- alinn í New York og að loknu námi við Ohio State Univers- ity hóf hann feril sinn í skemmtanaiðnaðinum með gerð auglýsingamynda fyrir kvikmyndir og tónlist- armyndbönd. Hefur hann gert tónlistarmyndbönd með ýmsum þekktum tónlistar- mönnum, en þar á meðal eru þeir Billy Joel og Billy Idol. Höfundar handritisins að Getting Even With Dad eru þau Katie Jacobs og Pierce Gardner, en þau hófu eigin kvikmyndagei-ð árið 1991. Fyrsta verkefni þeirra var gamanmyndin Fatal Instinct sem MGM gerði og Carl Rein- er leikstýrði. Jacobs er fædd og uppalin í New York og lauk hún prófi frá kvik- myndaskóla New York Uni- versity. Auk verkefna sem hún hefur unnið að fyrir fyr- irtæki þeirra Gardners var hún meðframleiðandi að spennumyndinni Consenting Adults sem Alan J. Pakula leikstýrði. Gardner er aftur á móti ættaður frá Philadelphiu og vann við almannatengsl áður en hann fluttist til Los Angeles. Meðal verkefna sem þau Jacobs og Gardner vinna nú að er framleiðsla myndar- innar Dr. Jekyll and Mr. Hyde fyrir Disney. Fæddir í hlutverkin ÞAÐ fór vel á með þem Macaulay Culkin og Ted Danson á meðan á tökum myndarinnar Getting Even With Dad stóð. að fór vel á með þeim Macaulay Culkin og Ted Danson á meðan á tök- um kvikmyndarinnar Gett- ing Even With Dad stóð. Segir Danson að samband þeirra hefði verið einna lík- ast því sem um feðga væri að ræða þó oft á tíðum hafi verið erfítt að segja til um hvor þeirra væri í föðurhlut- verkinu. Þeir félagar þóttu sem fæddir í aðalhlutverkin í myndinni, en framleiðendur myndarinnar höfðu frá byrj- un augastað á Culkin í hlut- verk sonarins, enda fannst þeim einna líkast að það hafi verið skrifað með hann í huga. Danson, sem þekktur er um allan heim fyrir leik sinn í Staupasteini, var fljót- ur að taka að sér hlutverk pabbans þegar honum bauðst það og urðu framleið- endur myndarinnar himinlif- andi, enda fannst þeim hann búa yfir þeim þokka og hlýju sem gæti gert persónuna trúverðuga. Það spillti svo ekki fyrir að Danson hafði áður leikið í nokkrum kvik- myndum sem höfðu notið mikilla vinsælda og sem Sam Malone í Staupasteini hafði hann orðið heimilisvinur um víða veröld. Fyrir hlutverk sitt í Staupasteini hafði Danson hlotið tvenn Emmy verðlaun og tvenn Golden Globe verð- laun, en til beggja verðlaun- anna hafði hann hlotið mun fleiri tilnefningar. Fyrsta kvikmyndahlutverk Dansons var í löggudramanu The Onion Field en sú mynd var gerð e/tir sögu Joseph Wam- baugh. Með svipað hlutverk fór hann svo í spennumynd- inni Body Heat, en með aðal- hlutverk fór hann ekki fyrr en í hinni geysivinsælu gam- anmynd Three Men and a Baby, en auk Dansons fóru Steve Guttenberg og Tom Selleck með aðalhlutverk í myndinni. Svipaðra vinsælda hlaut svo framhaldsmyndin Three Men and a Little Lady. Meðal annarra mynda sem Danson hefur leikið í eru Cousins, þar sem hann lék á móti Isabellu Rosselini, Dad, þar sem Jack Lemmon var mótleikari hans, og loks Made In America, en í henni lék hann á móti Whoopi Goldberg og leiddi það til þess að þau rugluðu saman reitum sínum um skeið. Kominn í sama farið Macaulay Caulkin sýndi á sér nýja hlið þegar hann lék í spennumyndinni The Good Son sem Sambíón sýndu síðastliðið haust, en fram til þess hafði hann einkum leikið í gamanmyndum á borð við Getting Even With Dad. Hann er þó þekktastur fyrir leik sinn í Home Alone mynd- unum, en sú fyrri af þeim er meðal mest sóttu mynda allra tíma. Caulkin kom fyrst fram opinberlega á sviði þegar hann var fjögurra ára gam- all, en það var í New York þar sem hann er fæddur. Á næstu árum kom hann fram í ýmsum leikritum og þá oftast nær í aðalhlutverki, en fyrsta kvikmyndahlut- verkið fékk hann árið 1987. Það var í kvikmyndinni Roc- ket Gibraltar þar sem hann lék á móti Burt Lancaster, en skömmu síðar lék hann son Jeff Bridges og Farrah Fawcett í mynd Alans J. Pakulas, See You In The Morning. Þá lék hann með Tim Robbins í Jacob’s Ladd- er og með John Candy í Uncle Buck, en það var síðan í Home Alone sem hann sló í gegn fyrir alvöru. Faðir Macaulay Culkin, Kit Culkin, hefur ráðið miklu um það hvaða hlutverk sonur hans hefur tekið að sér, en Kit Culkin þykir vera meðal áhrifamestu manna í Holly- wood og hefur velgengni sonar hans og vinsældir átt stærstan þátt í því. Hann kom til því til leiðar að Mac- aulay fékk hlutverkið í The Good Son, en með því ætlaði hann að opna dyrnar fyrir hinn þrettán ára gamla son sinn að fullorðinshlutverkum i kvikmyndum. Kit Caulkin hefur í krafti vinsælda son- arins farið fram á geysiháar greiðslur fyrir hans hönd, og fékk hann til dæmis fimm milljónir dollara fyrir að leika í The Good Son. Macaulay Culkin mun á næstunni sjást í kvikmynd- inni The Pagemaster og um þessar mundir fer hann með aðalhlutverkið í Richie Rich, sem gerð er eftir handriti þeirra sömu og skrifuðu handritið að Getting Even With Dad.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.