Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 35 I } I ) I I ! I j I 1 I , I J j I I I 3 I : + AFMÆLI PÁLL JÓNSSON VARLA sér á dreng þótt náð hafi aldri eldri borgara eins og roskið fólk er nú kallað. Með ýmsu móti bera menn aldur sinn og er Elli keriing greinilega ekki söm við alla. Það er engu líkara en almætt- ið virði að vettugi jafn- réttisbaráttu nútím- ans. Sjötugur lifir og starfar Páll tannlæknir sem vart væri hann sextugur. Aðspurður um sína ágætu heilsu og hvað valdi, svarar Páll gjarnan því til, að mestu máli skipti að velja sér rétta foreldra og ræðir málið ekki frekar enda framhald þeirrar rökræðu annmörkum háð. En Páll er fyrir mér lifandi sönn- unargagn þeirrar gömlu lífsspeki, að fjórðungi bregði til föðurs, fjórð- ungi til móður, Ijórðungi til nafns og íjórðungi til fósturs. Föður og móður hans þekkti ég en afa ekki, hreppstjóra og bónda á fjörðum austur. En Stephensen er hann ótví- ræður í móðurætt. Fóstur hlaut hann ágætt. Það var sumarið 1957, sem ég vissi fyrst að til væri tannlæknirinn Páll Jónsson og kona hans, Svava Þorsteinsdóttir. Þau komu þá aust- ur á Síðu til lækninga á þeim Skaft- fellingum. Þá var sveitin á milli Sanda mun einangraðri en nú er. Þó að snar þáttur í starfi mínu sem læknis á Síðunni hefði verið að draga tennur, skemmdar eða lítt skemmdar, tókum við þeim hjónum tveim höndum. Og fólkið dreif að. Tvö sumur var ég við störf á Síð- unni og tvisvar komu þau hjónin. Tíu árum seinna hittumst við á Selfossi og þá var það Páll, sem tók mér tveim höndum enda ekki van- þörf á. Á árunum 1958-68 hafði íslenskt þjóðfélag gjörbreyst og það svo mjög að í gamla og heiðarlega bændamenningu grillti aðeins úti við sjóndeildarhring. íslensk þjóð var þá engri annarri lík. Það var því gott að finna, að minnsta kosti, einhvern, sem var sjálfum sér líkur, þó að væri aðeins í útliti. Páll var og er mér eins í sjón og raun. Eg komst fljótlega að því, að vegna föðurbróður míns, Lúðvíks Norðdals Davíðssonar héraðslæknis á Selfossi, var mér vel tekið af Páli, og raunar ýmsum öðrum mönnum hér í Flóa. Páll tók til starfa sem tannlækn- ir á Selfossi 1951 og þá um leið sem fyrsti tannlæknir á Suðurlandi en það var einmitt á læknamóttöku Lúðvíks læknis sem hann byijaði störf sín. Lúðvík var sagður öllum mönn- um fljótari að draga tennur og hon- um hefur greinilega fundist sem mér að réttara væri að halda báðum skoltum heilum, ef hægt væri. Páll mat Lúðvík lækni mikils og var í veikindum hans honum ein- staklega hjálplegur. Úr þessum jarðvegi frænda míns óx vinarþel okkar, sem var óþvingað og óskylt erli dags. Hinn 9. september nk. hefur Páll starfað sleitulaust sem tannlæknir á Selfossi í 43 ár. Það er langur starfsdagur og farsæll. Þótt Páll beri nafn föðurafa síns, ber hann eins og allir menn með því nafni, nafn Páls postula. í Róm- arbréfi sjö ritar Páll postuli: Að vilja veitist mér auðvelt en ekki að framkvæma hið góða. Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég. Það er mikil sjálfs- rýni og trú á hið góða fólgin í þessum orðum Páls postula en þau eru um leið í hrópandi and- stöðu við fullyrðinguna um að vilji sé allt sem þarf. Það er leiðitamur vani að lúta orðinu en lifa ekki í verkinu. En í síbylju er sagt að orð séu til alls fyrst. Ef lýsa ætti með fáum orðum eðliseinkennum Páls Jónssonar væri það með orðunum: Það, sem ég vil gjöri ég. Á árunum 1974-78 sat ég í hreppsnefnd og eða bæjarstjórn Selfosskaupstaðar, (varð kaupstað- ur á kjörtímabilinu), með Páli. Við vorum aðeins sjö sem sátum í þeirri sveitarstjórn. Mér glámeygðum gá- leysingja varð oft litið til Páls. Þeir voru þrír sjálfstæðismennirnir sem mynduðu svokallaðan meirihluta með mér kratanum þá. Ekkert verð- ur um eðli þess samstarfs fjölyrt hér, en síðan veit ég að engan mann þekki ég nema að hafa unnið með honum í nefnd. Þar kemur í ljós mat og eðli manna. Það fór vel á með' okkur Páli þó að ég væri krati þá, en hann, eins og hann sagði ávallt, íhald. Á þessu nefnda tímabili, sem ég og Páll sátum í hreppsnefnd/bæjar- stjórn Selfosskaupstaðar talaði Páll um að rekstrareiningar bæjarins yrðu boðnar út til reksturs. Fjar- stæða sögðu: sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og kratinn ég. Þessi tillaga er nú orðin tuttugu ára gömul og þykir engin fjarstæða í dag. Þessi hugmynd Páls lýsir honum vel. Hann er sem félags- málamaður, fýrst og fremst maður framkvæmda. Hann átti sæti í bæjarstjórn í átta ár, 1970-78. Mörgum félögum hefur hann veitt forystu í áraraðir og ávallt stýrt þeim af röggsemi. Síðan 1986 hefur hann átt sæti í rekstrarstjórn Sjúkrahúss Suðurlands og situr þar enn. Þó að hann sé nú samkvæmt lög- um og almanaki fullgildur „ellilíf- eyrisþegi“ er hann með fulla starfs- orku og alls ekki á þeim buxunum að jiætta störfum sínum. Ég vil með þessum línum senda Páli og Svövu kveðju mína og minnar fjölskyldu. Ekki veit ég hvort það var hann eða lífið sjálft, sem breytti mér úr krata í íhald. En mikið varð Páll feginn þeirri breytingu þó ekki væri nú um neina stökkbreytingu að ræða. Sjálfur er hann fæddur íhald og sjálfstæðis- maður eins og jarðfastur steinn. Á miklum breytingatímum eru menn af gerð Páls þjóðfélaginu nauðsynlegir. Menn, sem ekki vilja breyta breytinganna vegna verða að kjölfestu félags- og mannlífs. Eins og Páll postuli sagði: Okkur veitist öllum auðvelt að vilja en ekki að framkvæma hið góða. Páll Jónsson, tannlæknir, hefur verið mörgum fremri í því að framkvæma hið góða. Heill þér Páll! Brynleifur H. Steingrímsson. Opiðhús kl. 1-4 Sörlaskjól 64,1. hæð Mjög falleg og notaleg íbúð á 1. hæð (aðalhæðin) 3ja- 4ra herb. Húsið klætt með Steinsel-klæðingu. Nýtt gler, nýlegt þak. Parket. Suðursvalir. Útsýni yfir sjóinn. Áhvílandi 3,4 millj. í veðdeild. Verð 9,3 millj. Borgarfasteignir, sími 684270. ;Skeifunni 13 Reykjarvíkurvegi 72 Noröurtanga3 Reykjavík Hafnarfirði Akureyri / "B0X„dýna með krómgafli 90x200 cm - iRlMI 120x200 cm -‘mm 140x200 cm - WiMl r HÆGjlMD ST0LL svínsleður 2 stk. aðeins: :' V/J nynur margar gerði * K’ * . . . A * lh\ k . * * V %' , ** * A tt' k . »’ f ifM # « ÍV \\\ ■* £- * * ZR' • / massif Blærlokkuð fur 90x200 cm »VM& 140x200 cm - M Holtagaroi Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.