Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 29 frá Hnefilsdal. Þorkell Björnsson fæddist á Skeggjastöðum á Jökul- dal 3. febrúar 1905 sonur hjónanna Björns Þorkelssonár, bónda og hreppstjóra í Hnefilsdal á Jökuldal, og Guðríðar Jónsdóttur, húsfreyju þar. Björn, faðir Þorkels, var sonur Þorkels Björnssonar bónda í Klúku í Hjaltastaðaþinghá og konu hans, Guðnýjar Ólafsdóttur frá Gilsárvöll- um í Borgarfirði eystra. Ættir Klúkuhjónanna beggja er unnt að rekja til Einars Sigurðssonar skálds og prófasts í Heydölum, ættir Þor- kels í Klúku til Einars og fyrri konu hans og ættir Guðnýjar í Klúku til Einars og seinni konu hans. í forn- um frændgarði Klúkuhjónanna var því Oddur biskup Einarsson. Á meðal forfeðra Þorkels í Klúku var Jón biskup Arason. Guðný í Klúku var hins vegar beinn afkomandi austfírsku skáldanna, fyrrnefnds Einars Sigurðssonar, Ólafs Einars- sonar skálds og prófasts frá Hey- dölum og Stefáns Ólafssonar skálds og prófasts í Vallarnesi. Vallarnes- ættin hefur verið talin á meðal sterkustu skáldaætta landsins. Guðríður, móðir Þorkels, var dóttir Jóns „skeggja“ Magnússonar frá Skeggjastöðum á Jökuldal og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur frá Snjóholti í Eiðaþinghá. Jón Skeggi var beinn afkomandi austfirsku skáldanna og voru þau Jón Skeggi og Guðný í Klúku því skyld. I forn- um frændgarði Jóns Skeggja var því einnig Oddur biskup Einarsson. Ættir Sigríðar í Snjóholti má rekja til Sæmundar „fróða“ Sigfússonar. Í þá tíð sem afi var að alast upp var Hnefilsdalur mikið menningar- og framfaraheimili. Björn, faðir hans, stúderaði tungumál, stærð- fræði og stjörnufræði og setti upp eina fyrstu virkjunina í sveit á Aust- urlandi. í Hnefilsdal var þvi rafstöð og þangað sóttu bændurnir í sveit- inni til að hlaða rafhlöðurnar í út- vörpin sín. Frá Birni hafði afi lík- lega islenskuáhugann og víst er að Orðabókarmenn Háskólans minnast hans með þökk. Sagnagáfuna hafði afi hins vegar öllu heldur frá móður sinni en föður því Guðríður móðir hans kunni ógrynni af sögum og sagði vel frá. Og hennar móðir, Sigríður, kunni enn fleiri sögur og sagði líka vel frá. Móðurafi afa, Jón Skeggi, lumaði einnig á ýmsum sögnum. Eftir afa liggur ýmislegt á prenti, fyrst og fremst þjóðlegur fróðleik- ur, m.a. frásagnir í „Föður mínum bóndanum", í „Aldnir hafa orðið“, í „Ef liðsinnt ég gæti“ og í „Af Jökuldalsmönnum og fleira fólki“. Afi las og ýmsar sögur og sagnir inn á segulbönd. Hann kom og oft fram í útvarpinu, bæði í sambandi við þjóðlegan fróðleik og barnasög- ur. Afi gekk að eiga Önnu Eiríks- dóttur frá Skjöldólfsstöðum á Jök- uldal, en Anna var dóttir hjónanna Eiríks Sigfússonar, bónda á Skjöl- dólfsstöðum, og konu hans, Ragn- hildar Stefánsdóttur hverrar bróðir bar skáldanafnið Örn Arnarson. Afi og amma voru alla tíð afskaplega samrýnd og samhent hjón. Afi og amma bjuggu víða um langa ævi, en aðallega þó á Jökul- dalnum, í Eyjafirðinum og í Reykja- vík. Á Akureyri bilaði heilsan, en afi seiglaðist út úr því eins og öðru. Hann var svo sem ekki óvanur því að rífa sig á lappir því þegar hann var ellefu ára veiktist hann hastar- lega og var lengi að ná sér. Um það er sagan „í kassa yfir Smjör- vatnsheiði". Síðustu árin reyndi dauðinn oft að krækja í afa, en dauðinn hafði ekki betur fyrr en afi var tilbúinn. Afi vildi alls ekki deyja frá ömmu og þegar hún féll frá vorið 1993 héldum við að gamli maðurinn færi að leggjast til hinstu hvílu. En nei, ekki aldeilis. Hann ætlaði sko að lifa svolítið lengur. Og það gerði hann með „stæl“. Á afa er ekki hægt að minnast án þess að nefna það að hann þótti frábær refaskytta. Svo leikinn var hann að herma eftir lágfótu að yrð- lingarnir greindu ekki muninn og fyrir kom að þeir skriðu út úr gren- inu þótt lágfóta væri inni. Þótt afi væri tófubani kenndi hann oft í brjósti um lágfótu, en sú vorkunn hvarf þó jafnharðan og hann fann vargbitið fé. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann gæti dáðst að hýbýlum lágfótu og hyggindum. í sögunni „Lífsþægindi hjá lágfótu" segir afi m.a. svo: Þarna inni í urðinni lá æðistór hluti gæru af fullorðinni kind, sem hinir umhyggjusömu for- eldrar höfðu dregið þangað til skjóls börnum sínum. Á gærunni höfðu hvolparnir bersýnilega legið frá því þeir fæddust, en nú þegar þeir fóru að brölta í leit að móður sinni, sem ekki kom á réttum tíma heim, höfðu þeir oltið út af gærunni og niður á blautan klakann, en voru of ungir til að komast aftur í ból sitt. Maður þarf ekki að vera nein sérstök veimiltíta í sálinni til þess að það komi ónotalega við mann að þurfa að neyðast til að sundra heimilum, sem byggð hafa verið upp af slíkri skynsemi og umhyggju. Afi var sagnaþulur af guðs náð. Eftirtektarsamur, afburða minnug- ur og sagði listavel frá. Og kímni- gáfan var í ærið góðu lagi. Á sínum yngri árum sagðist hann reyndar hafa verið hinn mesti æringi og sprelligosi. Um það ber sagan um „Doktorinn“ glöggt vitni. Eitthvað lék hann líka með leikfélagi á Eið- um. Afi var og barngóður með af- brigðum. Af öllum þessum hæfileikum afa nutum við barnabörnin góðs. Afí var hreint óþreytandi við að skemmta okkur. Ríðum heim að Hóli; Hani, krummi, hundur, svín; Legg í lófa karls, karls; Vanda, banda, gættu þinna handa; Búkollu- sagan og Gullintanni. Allt eru þetta ómissandi brot úr minningunum um afa. Eða sagan um krummagatið, hún var sko hreint ekki ónýt. Og við gátum skoðað sjálft krumma- gatið, þ.e. gatið á síðunni á afa þar sem krummi hafði kroppað úr hon- um rifið. (Það var reyndar ekki alls fyrir löngu sem ég tengdi saman krummagatið og Smjörvatnsheiðar- förina) Svo ærslaðist hann með okkur alveg hreint endalaust. Það var víst ekki mikið vandamál að fá hann til að leggjast á fjóra fætur og þeysa með okkur á bakinu út um allt. Og það var ekkert smá gaman að fara á hestbak á afa því hann frísaði og hneggjaði alveg eins og hestur og átti það jafnvel til að prjóna. Þegar hestur og knapi voru orðnir lúnir töfraði amma fram dýrindis máltíð með ís á eftir. Að því búnu var eins víst að afi tölti með okkur í eftirdragi inn í geymslu að smíða lykla, niður í mjólkurbúð að kaupa súkkulaðifrosk og út í Græði að kaupa inn. Svo leysti hann okkur út með peningagjöf, ef hann þá losnaði við okkur því við vildum auðvitað alltaf gista og fengum það oft. Vinir okkar öfunduðu okkur óskaplega af þessum dýrindis afa. Þegar hann kom í heimsókn vorum það ekki bara við sem hlupum á móti honum, heldur líka allir krakk- arnir í hverfmu. Og oftar en ekki nutu allir góðs af í formi sögu eða hnefafylli af smápeningum. Afi var ekki einungis bamgóður maður, hann var hreinlega óvenju- lega góður maður. Hann vildi öllum vel, öllum hjálpa og engum mátti hallmæla í hans áheyrn. Hann lét samt engan valta yfir sig og var harður í horn að taka ef því var að skipta. Heyrt hef ég um vopnfirskan ein- setumann sem hafði þijár myndir uppi á vegg hjá sér, eina af hundin- um sínum, aðra af Jesú Kristi og þá þriðju af Þorkeli Björnssyni frá Hnefilsdal. Þetta voru þeir sem manninum þótti mest til koma. Sá sem mér hefur þótt mest til koma um ævina var Þorkell Björns- son frá Hnefilsdal. Ég prísa mig sæla ef ég kemst einhvern tímann með tærnar þar sem hann hafði hælana. MINNINGAR „Deyr fé, deyja frændur, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.“ (Úr Hávamálum) Með þessum orðum kveð ég hjartans afa minn, Þorkel Björnsson frá Hnefilsdal. Þrúði frænku minni þakka ég óendanlega umhyggju í hans garð. Fyrir hönd sonabarna, Ingibjörg Ingvadóttir. Þorkell Björnsson frá Hnefilsdal var um marga hluti góður fulltrúi þeirrar bændamenningar sem blómstraði frá öndverðu og fram eftir þessari öld hér á landi, alinn upp þar sem hún hafði náð að festa djúpar og lífseigar rætur. í Hnef- ilsdal var jöfn rækt lögð við verk- menningu og sagnalist, Bjöm hreppstjóri var í fararbroddi við virkjunarframkvæmdir og aðrar nýjungar en Guðríður húsfreyja sagði fólki sögur í eldhúsinu, stund- um af slíkri ástríðu að hún gleymdi stund og stað. Hvorttveggja náði Þorkell að tileinka sér. Hann var glöggur maður og gjörhugull, hagur á tré og járn, natinn við skepnur, rómuð refaskytta, frábær sögumað- ur og ágætlega ritfær. Þeim fer nú óðum fækkandi sem að líkum lætur er hafa alla þessa þætti hinnar fomu bændamenningar jafnvel á valdi sínu. Þorkell og Anna fluttust snemma af Jökuldal en héldu alltaf góðu sambandi við fyrri sveitunga sem minnast þeirra með hlýjum hug. Æskuslóðunum sýndi Þorkell sér- staka ræktarsemi með bókinni Af Jökuldalsmönnum og fleira fólki, sem út kom árið 1981. Það féll í minn hlut að hafa umsjón með út- gáfu þeirrar bókar af hálfu Iðunn- ar. Þá kynntist ég Þorkeli vel og á margar góðar minningar frá sam- starfinu við hann meðan undirbún- ingur útgáfunnar stóð yfir. Ná- kvæmni hans og alúð við sagnarit- unina var til fyrirmyndar. Hann lagði sig mjög fram um að hafa ætíð eins traustar heimildir og föng voru á fyrir hverju því sem hann skráði. Bók hans er því hvort- tveggja í senn, góð heimild um nánasta umhverfi hans og þann sagnaheim sem hann ólst upp við, en einnig ágæt heimild um hann sjálfan. Jökuldælingar eiga Þorkeli þökk að gjalda nú þegar hann er allur fyrir að halda þessum mann- lífslýsingum til haga. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Þorkeli ágæta viðkynningu og gott samstarf. Afkomendum hans og öðrum skyldmennum send- um við hjónin einlægar samúðar- kveðjur. Jón Hnefill Aðalsteinsson. Blémastofa Friöfinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ðll kvöid til kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. JAFET KRISTINN VIGFÚSSON + Jafet Kristinn Vigfússon fædd- ist 14. október l922 í Skálmarbæ, Alfta- veri. Hann lést á dvalarheimili aldr- aðra, Hlíðarhjalla í Vík í Mýrdal, þann 15. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar Ja- fets voru hjónin Vigfús Gestsson og Sigríður Gísladótt- ir. Jafet Kristinn var yngstur þriggja bræðra sem voru Gísli, fæddur 1918, og Gestur, fæddur 1914, dáinn 12. apríl 1985. Jafet _ var ókvæntur og barnlaus. Útför hans fór fram frá Þykkvabæ- jarklausturskirkju laugardag- inn 20. ágúst. NÚ HEFUR Jafet kvatt eftir langa sjúkralegu og langar mig með nokkrum orðum að minnast þess vinar míns sem ég eignaðist þegar ég, barnungur, fór í sveit að Skálm- arbæ hjá þeim bræðrum Gísla, Gesti og Jafet. Þeir bjuggu þar allir myndarbúi, en eftir að Gestur lést þann 12. apríl 1985 bjuggu þeirþar áfram bræðurnir Gísli og Jafet. Jafet stundaði ásamt bræðrum sínum búskap að Skálmarbæ en varð snemma að draga sig í hlé frá daglegum bústörfum vegna lang- varandi veikinda. Varð það síðar hlutskipti hans að sjá um innanhús- störf heimilisins sem hann innti af hendi með myndugleik og fengu margir að njóta gestrisni hans og óþreytandi áhuga á að taka á móti gestum með opnum örmum. Snemma varð mér ljós sá djúpi kærleikur og virðing sem var á milli þeirra bræðra. Kom það vel í ljós, fyrir þá umhyggju sem Gestur heitinn sýndi Jafet í veikindum hans og svo aftur núna þegar Gísli hefur vitjað Jafets nær daglega þennan tíma. Jafet lá á dvalarheimili aldr- aðra í Vík undanfarin tvö ár og hefur Gísli flutt honum fréttir sem ekki eru sagðar í fjölmiðlum af vin- um hans og heimahögum sem eflaust hefur létt honum stundirnar. Jafet var vel viti borinn, en hélt sér þó hvergi fram til mannvirð- inga, glettinn og orðheppinn var hann en þó í hófi og mjög mann- blendinn. Jafet hefur lengi þurft að streitast við ýmis erfið veikindi allt frá yngri árum, en allt- af hélt hann hinu góða skapi sem gerði hann jafn heilsteyptan mann sem hann var. Hann var afar minn- ugur og oftar en ekki var leitað til Jafets ef eitthvað vanhagði. Ja- fet var vel lesinn og fylgdist vel með og áttum við margar skemmtilegar sam- ræður sem seint munu gleymast, því ávallt hafði hann tíma til að ræða við mann um allt milli himins og jarðar. Jafet var eins og bræður hans, afar barngóður og er ég mjög þakk- látur fyrir það að h^fa fengið að kynnast honum sem barn þegar ég fyrst kom að Skálmarbæ til sumar- dvalar. Hann er stór sá hópur barna sem hefur dvalið hjá bræðrunum í Skálmarbæ, sem öll eiga það sam- eiginlegt að hafa tengst þeim bræðrum traustum vináttuböndum. Allt frá fyrstu kynnum hef ég átt dýrmætan vinskap og djúpar rætur hjá þeim bræðrum í Skálmarbæ. Jafet var mikill dýravinur og meðan heilsan leyfði stundaði Jafet hesta- mennsku eins og bræður hans, af mikilli ánægju, og átti hann oft mörg hross. Ekki ræddi ég mikið um trúmál við Jafet en vissi þó að hann átti góða staðfestu í kristinni trú og las hann oft bókmenntir trú- arlegs eðlis. Eins og bræður hans hafði Jafet yndi af því að tefla og spila, og var mér eins og öðrum kennt að tefla í Skálmarbæ. Þær voru ófáar skákirnar sem við tefld- um heima í baðstofu en þar voru margir hildir háðir á taflborðinu. Það tímabil sem ég var í Skálmarbæ er mér afar kært og stendur þar uppi minning um góðan og tryggan mann sem var vinur vina sinna. Að hafa fengið að kynnast Jafet er mér ómetanlegur fjársjóður. Nú er Jafet allur. Nú fær hann langþráða hvíld eftir erfiða baráttu. Eg vil senda öllu því góða fólki sem hjúkraði Jafet í veikindum hans á dvalarheimilinu Hjallatúni i Vík, sem ég veit að bæði hann og Gísli mátu mikils, innilegar þakkir. Gísla, eftirlifandi bróður Jafets og öðrum nánustu ástvinum hans sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Jafets. Gestur Andrés Grétarsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JUDITH SVEINSDÓTTIR, Langholti 14, Akureyri, er lést 14. ágúst sl., verður jarðsungin frá Glerárkirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Kvenfélagið Baldursbrá. Bergsteinn Garðarsson, Barbara, Sigurveig, Jónas, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, bróður og barnabarns, BJÖRGVINS ÖRNÓLFSSONAR, Efra Núpi, Miðfirði. Örnólfur Björgvinsson, Sigurrós Indriðadóttir, Valur Örnólfsson, Anna María Örnólfsdóttir, Sigurður Örnólfsson, Björgvin Eiríksson, Anna Jónsdóttir, Indriði Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.