Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 31 fijálslegt eða lauslega sett í hnút. Engin kona var jafn falleg nývökn- uð og hún. Þvílíkt náttúrubarn. Hún setti sig aldrei úr færi að ganga berfætt í sveitinni. Ég naut þess að dvelja með henni í sumarbústað foreldra hennar við Álftavatn og þá var prófraunin að taka sprettinn niður krókóttan stíginn frá húsinu niður að vatni, berfættur að sjálf- sögðu og án þess að detta. Og það var nú ekki fyrir viðvanginga. Svo var vaðið og farið á bát, og á kvöld- in var gott að skríða upp á svefnloft- ið í þessum litla yndislega bæ og tala saman fram eftir nóttu eða þar til svefninn sigraði að lokum. Við Brynhildur vorum skólasyst- ur í Laugarnesskóla frá því við vor- um sjö ára gamlar. Fljótlega tókst með okkur vinátta sem hefur varað síðan. Hlé varð á samskiptum okkar á unglingsárunum þegar leiðir skildu í skólum, en alltaf urðu fagn- aðarfundir þegar við hittumst. Síð- an, þegar við byijuðum báðar að búa, urðum við nágrannar. Við vor- um fljótar að endumýja kynnin og það var eins og við hefðum talað saman í gær. í gamla daga, þegar ég bjó í Laugarnesskóla og Brynhyldur í Selvogsgrunni, þá fékk ég stundum að ganga heim með henni. Soffía tók á móti okkur og gaf okkur að borða við litla útdregna eldhúsborð- ið. Svo lærðum við saman og stund- um fékk ég að gista. Endalaust lék- um við okkur í mömmuleik og skírð- um dúkkurnar í höfuðið hvor á annarri. Brynhildur saumaði dúkkuföt og útbjó ótrúlegustu hluti, jafnvel skólatöskur fyrir dúkkurnar. Þetta voru yndislegir og áhyggju- lausir tímar. Sumarpart dvaldi Brynhildur með okkur mömmu hjá afa og ömmu í sveitinni minni. Ég sýndi henni öll okkar konungsríki í hraun- inu og við lékum okkur í „Litla bæ“ eins og við frænkurnar kölluðum búið okkar. Síðan fékk ég að fara með henni og foreldrum hennar í vikuferð austur á land og naut ég þess að vera hluti af fjölskyldu hennar. Pabbi hennar var alltaf til- búinn með glensið og nammið var í hanskahólfinu. Seinna sátum við með kaffibolla í litla húsinu þeirra Óla og Brynhild- ar við Urðarstíg og rifjuðum upp gamla tíma. Húsið þeirra, sem þau höfðu gert svo fallegt, bæði úti og inni, minnti dálítið á bernskuheimili hennar að því leyti að það var stærra að innan en utan! Það var svo gott að koma á Urðarstíginn. Heimilið var svo fallegt og hlýlegt og bauð mann svo velkominn. Það var líka svo gaman að horfa í kring um sig. Fallegir listmunir, myndir og gróskuleg blóm. Alls staðar var eitthvað fallegt að sjá og öllu svo skemmtilega fyr- ir komið. Þetta var engin tilviljun, því að Brynhildur var mjög listræn og þau Óli bæði eins og sést á öllu. Hún vildi hafa hlutina einfalda og aðgengilega, ekkert prjál. Hún skrifaði listavel og teiknaði líka vel enda átti hún ekki langt að sækja það. Þær stundir sem við áttum saman á Urðarstígnum verða mér ómetanlegar í minningunni, og varla er hægt að hugsa sér einlæg- ari né betri vinkonu en Brynhildi. Einn þáttur var ríkur í eðli henn- ar. Hún trúði á það góða í fólki. Hún varð eiginlega hissa ef það reyndist öðru vísi, enda hafði hún þá skýringu á reiðum höndum. í veikindum sínum sagðist hún hafa kynnst alveg ótrúlega mörgu góðu fólki, sem vildi allt fyrir hana gera og fannst henni það yndislegt. Nú setjumst við ekki lengur niður með kaffibolla á Urðarstíg, til þess að ræða um lífið og tilveruna, órétt- læti heimsins, barnauppeldi, ís- lenskt mál og allt þar á milli. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir þau öll undanfarnar vikur og mánuði. Óli hefur vakað yfir heimil- inu og drengjunum og hugsað um Brynhildi sína af alúð allan tímann ásamt fjölskyldu þeirra. Elsku Óli. Guð gefi þér styrk til að vera bæði móðir og faðir, og standast það sem á ykkur er lagt. Elsku strákar mínir, Þórður og Þorvarður. Hugsið um allt það sem mamma ykkar kenndi ykkur og smám saman mun birta til. Elsku Soffía og Sigurður, Helga og Ingibjörg. Ég bið Guð að styðja ykkur og styrkja. Elsku Brynhildur mín. Guð blessi þig- Þegar mér sígur svefn á brá síðastur alls í heimi, möttulinn þinn mjúka þá, Móðir breiddu mig ofaná, svo sofi ég vært og ekkert illt mig dreymi. _ (Einar Ól. Sveinsson.) Sólveig Ólöf Jónsdóttir. Ég man hana fyrst á Selvogs- grunni fyrir tæplega 30 árum. Þá var hún ung stúlka í foreldrahúsum, og við mættumst stundum á förnum vegi á leið í eða úr skóla. í þá daga bjuggu margir við Selvogsgrunn, stórar fjölskyldur í hveiju húsi og margt ungt og efnilegt fólk að vaxa úr grasi. í húsi númer 17 bjuggu Sigurður og Soffía og dæturnar þijár, Brynhildur, Ingibjörg og Helga. Þá þegar vakti Brynhildur athygli, svo óvenjulega glæsileg stúlka sem hún var, grönn og bein- vaxin með norrænt yfirbragð, brús- andi hár og stór blá augu. Árin liðu og ég hætti að sjá hana í unglingahópnum. Hún hafði kynnzt mannsefni sínu, Ólafi Þórð- arsyni kennara og tónlistarmanni, og brátt lá leið hennar að heiman. En leiðir okkar lágu saman á ný í Laugarnesskóla, þar sem við urðum samkennarar. Hún kom til starfa haustið 1970, þekkti þá skólann vel, enda var hún þar nemandi á sínum tíma og hafði verið þar í æfingakennslu. Hefðir og formfesta í skólastarfinu höfðuðu til hennar, svo og hinn ytri búnaður skólans: salurinn, dýrasafnið, málverkin hans Jóhanns Briem, hlýlegar kennslustofur, bókasafnið á kenn- arastofunni og morgunsöngurinn. Hún var góður kennari frá upp- hafi, stjórnaði nemendum sínum með styrkri hendi, gerði til þeirra kröfur og sýndi þeim fyllstu sann- girni og virðingu í öllum samskipt- um. Hún blandaði geði við sam- kennara sína og opnaði heimili sitt hvað eftir annað til félagslegra þarfa hópsins. Hún var ekki lengi almennur bekkjarkennari, en hóf störf á skólabókasafninu haustið 1975. Skólasöfn voru þá nýjung á íslandi og bundu kennarar miklar vonir við þau. Þar áttu nemendur að eiga aðgang að bókmenntum og fræðiritum, læra að afla sér heim- ilda og leita fróðleiks og skemmtun- ar. Markmið safnkennslunnar áttu því mjög vel við hana, því að hún var bókmenntaunnandi og aðdáandi orðsins listar og annarrar menning- ar. Síðar aflaði hún sér starfsrétt- inda í skólasafnsfræðum við Kenn- araháskólann í Kaupmannahöfn veturinn 1985-86. Öll fjölskyldan, Óli, Þorvarður og Þórður, fylgdi henni til Hafnar og áttu þau gott og skemmtilegt ár meðal Dana, sem hún mat mikils eftir þessi kynni. Hún tók til höndunum á safni sínu þegar hún kom heim, barðist fyrir betri aðbúnaði, meiri húsakynnum og stofnun gagnasmiðju. Þar áttu öll tæki að vera til staðar til þess að kennarar og nemendur gætu útbúið námsgögn eftir sínu höfði. Eftir sem áður var þó bóklestur í fyrirrúmi, enda brennandi áhuga- mál hennar að börn og unglingar hefðu sífellt bók innan seilingar. Brynhildur fór í launalaust leyfi haustið 1992, en þá stóð til að breyta rekstri safnsins og vildi hún hugsa sinn gang. Þetta sabbatsár hófst vel. Hún naut þess að vera heima og sinna drengjunum sínum og heimili enn betur, en heimili þeirra Ólafs var einstakt. Hún kunni vel að meta hin gömlu gildi. Gamla húsið þeirra við Urðarstíg var sann- kallað listaverk ytra sem innra. Uppeldi drengjanna sinnti hún af mikilli natni og veitti þeim öll hugs- anleg tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Snemma árs 1993 greindist Brynhildur með krabbamein. Hún var þá nýkomin heim af stuttu nám- skeiði i Kaupmannahöfn, geislandi MINNINGAR glöð og tilbúin að leita nýrra leiða og takast á við ný verkefni. Þetta harða og stríða sjúkdómsár lék hana grátt, en viljastyrkur hennar og einbeiting komu aldrei betur í ljós. Hún tókst á við sjúkdó'm sinn og leitaði allra leiða, en allt kom fyrir ekki. Og nú er hún öll. Vin sínum skal maður vinur vera, segir í fornu kvæði. Svo sannarlega var hún vinur vina sinna, heilsteypt og hreinskiptin. Ég kveð hana með mikilli sorg og trega og þakka ára- langa vináttu og tryggð, sem var svo stór þáttur í fari hennar. Ólafi, sonum þeirra, foreldrum hennar og systrum votta ég einlæga samúð. Herdís Sveinsdóttir. Þá er liðinn sá stutti en dýrmæti tími sem Brynhildur fékk með fjöl- skyldu sinni eftir miskunnarlausan dóm um ólæknandi sjúkdóm. Tíð- indin vöktu sársauka og reiði. Hvers vegna henti þetta hana? Drengirnir voru svo ungir og hún átti allt of margt ógert. Erfiður tími fór í hönd en Brynhildur nýtti tímann vel. Hún leitaði leiða til að ná valdi á þrúg- andi tilfinningum og eigin heilsu, miðað við þær aðstæður sem henni voru nú búnar. Hún trúði á hrein- leika og einfeldni í lífsháttum, og var sannfærð um að tilvera okkar væri ekki einungis háð jarðneskum íjötrum. Hún náði langt á þessum fáu mánuðum. Nokkrum dögum fyrir andlátið var hún uppfull af hugleið- ingum um lífið og tilveruna, en sagðist aðallega vilja tala um eilífð- ina, hún ætti svo stutt eftir. Æðru- leysið var ótrúlegt, hún var þakklát fyrir allt það sem henni hafði verið gefið og fannst dýrmætt að hafa þó fengið þetta langan tíma með fjölskyldunni. Drengirnir voru á svo viðkvæmum aldri að hver mánuður var dýrmætur. Hún hlífði sér greini- lega hvergi við að leggja þeim lífs- reglurnar þrátt fyrir þverrandi þrek. Uppeldi drengjanna var kjarni hennar lífsstarfs og þeir voru efst í huga hennar. Hún sagðist fullviss um að þeir myndu spjara sig. Þeir hefðu hvor annan og gætu líka alit- af leitað til pabba síns. Fram á seinustu stundu var hún gefandi og áhugasöm um vellíðan þeirra sem henni voru kærir. Enda var Brynhildur engin venjuleg manneskja. Hún var ekki allra, en þeim sem náðu tengslum við hana var hún ómetanlegur, tryggur vin- ur. Hún var afar viðkvæm og list- ræn, það var eins og allt sem hún snerti á yrði að listaverki, sem fæli í sér einhvern boðskap. Hvort sem það var húsið og garðurinn á Urðar- stíg eða sumarbústaðurinn við Álftavatn, eða jafnvel bara ein ávaxtaskál á borði, allt varð þetta svo einstaklega fallegt í höndum hennar. Hún kunni líka að njóta listaverka, og henni var kappsmál að börn og unglingar lærðu að þekkja og meta listræn verðmæti, bókmenntir, tónverk og myndlist. Slíkur fjársjóður væri þeim hollt veganesti. Á banabeði var henni þó efst í huga gildi þess að vera sann- ur. Ef unga fólkið hefði sannleikann að leiðarljósi og legði áherslu á að rækta sjálft sig, skipti val á náms- leiðum eða_ lífsstarfi ekki svo miklu. Elsku, Óli, Þórður og Þorvarður. Við sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur. Þrátt fyrir mikinn sökn- uð er gott að minnast þess að hún Brynhildur gafst aldrei upp, hún gerði allt það sem í hennar valdi stóð eins vel og hún gat til seinustu •stundar. Ragnhildur og Friðbjörn. Með örfáum línum minnumst við fólkið í Víðihlíðinni Brynhiidar Sig- urðardóttur sem nú hefur lotið í lægra haldi í baráttunni við krabba- meinið, enn eitt saklaust fórnar- lamb þess skæða sjúkdóms. Við höfum, eins og aðrir ættmenn og vinir Brynhildar og Óla og strák- anna, haldið í vonina og trúað á kraftaverk sem kannski yrðu, en sitjum svo hnípin með sorgina og minningarnar einar eftir. SJÁ NÆSTU SÍÐU t Móðir okkar og tengdamóðir, ANNA MARGRÉT ÞURÍÐUR BRIEM, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Ólafur Egilsson, Ragna Ragnars, Kristján Egilsson, Margrét Sigursteinsdóttir. t Sambýlismaður minn og faðir okkar, ANDERS GULIN, Stavstensvágen 146, 23162Trelleborg, Svíþjóð, lést á heimiti sínu 31. júlí 1994. Jarðarförin hefur farið fram. Guðbjörg Jóhannsdóttir, Jóhann Gulin, Ingibjörg Ruth Gulin. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR VALDIMARSDÓTTUR, Hæðargarði 33, Reykjavík. Petra Stefánsdóttir, Ásmundur Leifsson, Sigurður Stefánsson,Guðný J. Ásmundsdóttir, Kristm Stefánsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, barnabörn og barnbarnabörn. t Þakka öllum sem vottuðu hlýhug og virðingu sína við lát og útför, SIGURJÓNS EINARSSONAR frá Mörk, Skaftárhreppi. Sérstakar þakkir eru til Júlíusar Oddsonar og fjölskyldu hans fyr- ir hennar miklu aðstoð. Fyrir hönd aðstandenda, Björgvin Ólafsson. t Hjartans þakklæti færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og fóstur- föður, EIRÍKS B. JÓNSSONAR frá Víkingarvatni, til heimilis á Vallargötu 24, Keflavík. Katrín Marfusdóttir, Jón Emilsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 Fallegt og varan- legt á leiði Smiðum krossa og ramma úr ryðfríu stáli, hvíthúðaða. Einnig blómakrossa á leiði. Sendum um land allt. Ryð- frítt stál endist um ókomna tíð. Sendum myndalista. Blikkverk sf., sími 93-11075.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.