Morgunblaðið - 03.12.1994, Page 26

Morgunblaðið - 03.12.1994, Page 26
26 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SRY kveik- ir á karl- kyninu BANDARÍSKIR vísindamenn hafa fundið kon, sem ræður því að litlu börnin fæðast ekki öll sem stúlk- ur, heldur líka sem drengir. Á fyrstu 35-40 dögum meðgöngunn- ar eru öll fóstur kvenkyns en þá tekur konið til sinna ráða og býr til strák úr stelpunni. Vonast er til, að uppgötvunin geti komið að gagni við aðrar rannsóknir, til dæmis á frumubreytingum, sem leiða til krabbameins. Það voru vísindamenn við Chicago-háskóla í Bandaríkjunum, sem fundu rofann, sem þeir kalla svo, og var sagt frá því í tímarit- inu Seience í gær. Koma tvö kon við sögu, SRY, sem er á Y-litn- ingnum og kallar fram breyting- una, og MIS, sem afmáir kvenleg einkenni fóstursins. Allir stúlkur í byijun Dr. Michael Weiss, sem stýrði rannsóknunum, segir, að lengi hafi verið vitað, að við getnað séu fóstur allra spendýra kvenkyns, en hins vegar hafi flest verið á huldu um hvað því veldur, að sum fóstur taka allt í einu nýja stefnu í lífínu. Sem dæmi má nefna, að á fyrstu vikunum í lífi allra fóstra myndast vísir að legi, eggjaleiðara og kynfærum kvenna en SRY-kon- ið breytir stefnunni og ræsir um leið MlS-konið, sem sér um að eyða kvenkynsvísunum. Þessi þróun hefst raunar með sjálfum getnaðinum því að sæðis- fruma karlmanns er annaðhvort með Y- eða X-litning. X-litningur- inn veldur því, að fóstrið heldur áfram að vera kvenkyns en á Y- litningnum er fyrmefnt SRY-kon. (Heimiid: San Francisco Chronicle) HAGKAUP Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! • • Oldungadeild Bandaríkjaþings staðfestir samninginn um GATT Fagnað sem „sigri hinn- ar heilbrigðu skynsemi“ Drífa Sigfúsdóttir hefur opnað prófkjörsskrifstofur í Hamraborg 10 í Kópavogi, s. 644744 og 644734, og í Hafnargötu 48, Keflavík, s. 14025 og 14135. Opið verður daglega frá kl. 17-22 og um helgar kl. 14-19. Allir velkomnir. Genf. Reuter. ÁKVÖRÐUN öldungadeildar Bandaríkjaþings um að staðfesta GATT-samninginn er talin mikil- vægur sigur fyrir Bill Clinton for- seta, sem hafði vikum saman rekið áróður fyrir samningnum til að koma í veg fyrir að repúblikanar felldu hann. Peter Sutherland, fram- kvæmdastjóri GATT, fagnaði í gær staðfestingu þingsins sem „sigri hinnar heilbrigðu skynsemi", sagði að GATT-samningurinn myndi draga úr atvinnuleysinu og stuðla að miklum efnahagsuppgangi í öll- um heiminum. 35 repúblikanar greiddu atkvæði með samningnum og 41 demókrati. Talið er að það hafi ráðið úrslitum að Clinton náði samkomulagi við Bob Dole, leiðtoga repúblikana í deildinni, um stuðning við samning- inn. „Þegar öllu er á botninn hvolft getum við ekki einangrað okkur frá umheiminum," sagði Dole. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að við getum staðið okkur í samkeppninni við öll önnur ríki heims.“ Síðasta hindrunin Sutherland sagði að með ákvörð- un sinni ryddi þingið í burtu síðustu hindruninni fyrir því að Heimsvið- skiptastofnunin (WTO) hæfi starf- semi um áramótin eins og stefnt hefur verið að. Hann sagði að at- kvæðagreiðslan á Bandaríkjaþingi hefði verið mjög mikilvæg og getað eyðilagt átta ára starf, sem sagan ætti eftir að sýna að hefði borið frá- bæran árangur. „Samningurinn mun stuðla að meiri velmegun, skapa betri og ör- uggari heim, og hann mun draga úr spennu milli þjóða,“ sagði Suth- erland. Samningurinn lækkar tolla um meira en þriðjung og skapar meira fijálsræði í viðskiptum milli ríkja með iðnvarning, þjónustu, matvæli og vefnaðarvöhur. Sutherland sagði að samþykkt Bandaríkjaþings sýndi Reuter Zedillo sver forsetaeið ERNESTO Zedillo Ponce de Leon tók við embætti forseta Mexíkó á fimmtudag af Carlos Salinas de Gortari. 13 þjóðhöfðingjar voru viðstaddir innsetningarathöfnina, auk A1 Gore, varaforseta Banda- ríkjanna. Á myndinni faðmar for- setinn Salinas við athöfnina. Sameigin- legum gjaldmiðli seinkað Kaupmannahöfn. Rcuter. HENNING Christophersen, sem fer með efnahagsmál í fram- kvæmdastjóm ESB, sagði í gær að líklega yrði ekki hægt að koma á sameiginlegum gjaldmiðli fyrir árið 1999. Christophersen sagði á blaða- mannafundi í Kaupmannahöfn að hann teldi ekki líklegt að nægilega mörg ríki myndu uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans árið 1997, en þá er gert ráð fyrir að hinn peningalegi samruni eigi sér stað. „Rúmlega átta ríki hafa kynnt áætlanir sem miða að því að upp- fylla skilyrðin. Þessi ríki eru að þróast í rétta átt en ég held per- sónulega að þetta muni reynast erfitt," sagði Christophersen og bætti við að hann teldi líklegra að skilyrðin yrðu ekki uppfyllt fyrr en 1999. Helsti vandinn í vegi peninga- legs samruna sagði hann vera miklar opinberar skuldir og fjár- lagahalli í einstaka ríkjum. Meiri- hluti ESB-ríkja uppfyllti hins veg- ar nú þegar skflyrði um verðbólgu og vaxtastig. BOB Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, afhendir Bill Clinton forseta niður- stöðu atkvæðagreiðslunnar um GATT-samninginn á fimmtudagskvöld. Samningurinn var samþykktur með 76 atkvæðum gegn 24. að Bandaríkin væru reiðubúin að gegna áfram „mikilvægu forystu- hlutverki í íjölþjóðlegri efnahags- samvinnu". 40 ríki hafa staðfest GATT Neðri deild japanska þingsins samþykkti einnig samninginn á fimmtudag þrátt fyrir andstöðu bænda, sem eru andvígir því að inn- flutningur á hrísgijónum verði heim- ilaður. Ríki Evrópusambandsins og Kanada ætla að staðfesta samning- inn fyrir árslok og það merkir að öll helstu iðnríki heims verða aðilar að Heimsviðskiptastofnuninni þegar starfsemi hennar hefst eftir áramót. Þjóðþing rúmlega 40 ríkja af 117, sem þegar hafa undirritað samning- inn, hafa nú staðfest hann endan- lega. Búist er við að tugir ríkja til viðbótar staðfesti hann fyrir áramót og að aðeins fjögur ríki - Kýpur, Liechtenstein, Pólland og Sviss - verði að draga það fram á næsta ár. Talið er að alls verði 145 ríki aðilar að samningnum eftir nokkur ár. Ekki yfirþjóðlegt vald Sutherland vísaði á bug staðhæf- ingum andstæðinga samningsins á Bandaríkjaþingi um að Heimsvið- skiptastofnunin græfi undan full- veldi Bandaríkjanna þar sem reglur hennar yrðu æðri bandarískum lög- um á sviði vinnu- og umhverfismála. Hann sagði að ekkert væri heldur hæft í því að samningurinn myndi valda auknu atvinnuleysi í iðnvæddu ríkjunum. Sutherland sagði þetta „dóma- dagsvitleysu" vegna þess að WTO, sem tekur smám saman við hlut- verki GATT, hefði ekki yfirþjóðlegt vald. GATT-samningurinn myndi bæta hag íbúa bæði ríkra og fá- tækra ríkja. Talið er að GATT verði til þess að dæla jafnvirði 30.000 milljarða króna árlega inn í efnahagslíf heims- ins fyrir árið 2005, áratug eftir að samningurinn öðlast gildi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.