Morgunblaðið - 03.12.1994, Side 49

Morgunblaðið - 03.12.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 49 SJONARHORN Alvarlegir augiisj úkdómar á Islandi Hrömun í augnbotnum er mjög algeng hér á landi. Ský á augasteini er einnig algengur augnsjúkdómur hjá eldra fólki. Hér em ár- lega framkvæmdar 700 aðgerðir þar sem skipt er um augastein. Margrét Þorvalds- dóttir ræðir við Einar Stefánsson prófessor í augnlækningum um þessa augnsjúkdóma, orsakir þeirra og meðferð. ÞEGAR augasteinninn hefur fengið gulbrúnan lit síar hann út bláa litinn. u* iím-íu pomi can tm Xo* tr,. advauced witli a eonvex lens *«. 10. concaYe »•« oo. morn t** » ▼ JAEGER’S TEST TYPES SJÓNTAP af völdum hrörnunar í augnbotni er venjulega bundið við miðhluta sjónsviðsins, útlínur verða ógreinilegar, viðkomandi tapar skörpustu sjóninni og lestrarsjón en ekki hliðarsjón eða ratsjón. EGAR skoðuð eru mál- verk eldri málara þar sem útlínur eru ógreini- legar og litir renna sam- an, kemur í hugann hvort listamað- urinn hafí verið kominn með hröm- un í augnbotna. Á sama hátt hefur verið spurt hvort listamaður sem t.d. notar óeðlilega sterka liti í málverk sín sé kominn með ský á augastein. Ský á augasteini „Ský á augasteini er algengur augnsjúkdómur hjá eldra fólki,“ segir Einar. „Hér á landi eru fram- kvæmdar 700 aðgerðir á auga á ári þar sem skipt er um augastein. Einkenni sjúkdómsins eru sjón- depra og glýja í auga þegar horft er í ljós en aðallega koma þau fram sem hægvaxandi sjóndepra án verkja. Sjúkdómurinn er reyndar til hjá einstaklingum á öllum aldri. Hann getur verið meðfæddur. Við höfum gert aðgerðir á nýfæddum bömum. í fyrra gerðum við slíka aðgerð á báðum augum á litlu barni. Eins gerist þetta hjá ungling- um og ungu fólki eftir áverka, högg, aðskotahluti og slys, en fýrst og fremst eru þessi ský á auga- steini hjá eldra fólki. Annars er ekki að öðru leyti vitað hvað veldur sjúkdómum nema hann virðist tengdur hækk- andi aldri. Hann getur komið upp hjá fleiri en einum einstaklingi í hverri fjölskyldu en það er ekki vitað til þess að hann sé ættgeng- ur. Þegar sjónin er orðin það léleg að einstaklingurinn hefur ekki not af auganu lengur er hægt að gera skurðaðgerð og fjarlægja gamla augasteininn og setja annan í stað- inn.“ Einar segir að í flestum til- vikum gangi aðgerðin vel. „Oft er um verulega bætta sjón að ræða, en auðvitað fer það eftir því hvort viðkomandi einstaklingur hafi jafnframt aðrar augnsjúkdóma eins og hrörnun í augnbotnum. Aðgerðin er ein algengasta skurð- aðgerð sem gerð er á Vesturlönd- um.“ Hrörnun í augnbotni - í hveiju felst hrörnun í augn- botni? „Fyrstu einkenni eru hægvax- andi sjóndepra," segir Einar. „Breytingarnar geta einnig komið snögglega, þær gera stundum boð á undan sér með sjóntruflunum, snöggu sjóntapi eða brenglun á sjón eins og að beinar línur virðast bognar og aflagaðar. Sjúkdóminn má fella í tvö stig. Þurra stigið og vota stigið. Fyrstu einkenni þurra stigsins eru ljósleitir deplar í augnbotni, nái það að þróast yfir í vota stigið fara æðar að vaxa undir sjónhimnunni og geta valdið vökvasöfnun eða blæðingu og valdið sjóntruflunum sem er það alvarlegasta. í sumum tilfellum er hægt að brenna þessar æðar með leysigeisla og koma í veg fyrir sjóntap, en það nær yfirleitt ekki að bæta sjóntap sem þegar hefur orðið. Slíkt skeður hjá einum af hverjum tíu. Sjóntap af völdum hrörnunar í augnbotni er venjulega bundið við miðhluta sjónsviðsins, þannig að viðkomandi tapar skörp- ustu sjóninni og lestrarsjón en hlið- arsjónin eða ratsjón skerðist ekki.“ Sjúkdómurinn getur verið einkennalaus „Flestir þeir sem hafa einkenni í augnbotni koma ekki til með að hafa af þeim óþægindi. Sumir hafa engin einkenni, aðeins 1 af hveijum 5 fær einkenni, þ.e. sjóntruflanir. Hins vegar er þessi minnihluti marg- ir einstaklingar. 1 blinduskrá Sjón- stöðvar Islands eru nýskráðir 100 blindir og sjóndaprir á ári, vegna þessa eina sjúkdóms. í ársskýrslu sjónstöðvarinnar í fyrra voru skráð- ir 960 íslendingar sjóndaprir af þessum eina sjúkdómi. Það eru 960 af samtals 1.500 eða tveir af hveij- um þrem.“ Algengasta orsök blindu hér er hrörnun í augnbotni Einar segir að hrörnun í augn- botni sé algengasta orsök blindu hér á landi nú. Sjúkdómurinn er mjög algengur hjá eldra fólki, hann er sjaldgæfur hjá fólki kringum sextugt en eykst með aldrinum. Augnlæknarnir Friðbert Jónasson og Kristján Þórðarson gerðu athug- un á Austurlandi sem leiddi í ljós að um fjórðungur manna yfir sjö- tugt og tæplega helmingur þeirra sem voru 83 ára höfðu einhveijar hrörnunarbreytingar í augnbotn- um. Orsök sjúkdómsins er ekki þekkt. Einar segir að menn hafi velt fyrir sér áhrifum ljóss, ljóss almennt eða sérstaklega útfjólublátt ljóss, en það hefur heldur ekki verið hægt að sanna með ótvíræðum hætti. Vísbendingar eru um að það kunni að hafa áhrif. Vandinn er að ekki er vitað hvað veldur sjúkdómnum, en þó að orsökin sé ekki þekkt hafa talsverðar framfarir orðið í meðhöndlun sjúkdómsins. Leysimeðferð, ný lyf og fjölvítamín geta heft þróun sjúkdómsins „Leysimeðferð hefur verið notuð í um 10 ár og gerir oft gagn. Ný- leg lyfjameðferð hefur verið notuð hér í um tvö ár og hefur nú loks sannað gildi sitt. Danskir kollegar okkar hafa á ótvíræðan hátt sýnt fram á það, með skipulögðum rann- sóknum, að lyfin gera gagn og okkar rannsóknir staðfesta það. Lyfjameðferð stöðvar æðamyndun og kemur í veg fyrir blæðinguna. Einnig erum við að búa okkur und- ir að taka upp skurðaðgerðir á auga, til að fjarlægja blóðið ef blæðing hefur orðið.“ Einar segir að ein bandarísk rannsókn, sem hann taki mark á, bendi til að fjölvítamín og sink hafði einhver áhrif á að draga úr hrörnuninni. „Við erum að reyna að ná betri árangri í þessu heil- brigðisvandamáli," segir hann, „það er erfitt á þessum tímum nið- urskurðar. Nú hafa orðið ákveðnar framfarir í greiningartækni, á markað er komin ný tegund augn- botnamyndavéla sem kostar um 7 miljónir króna. Þar sem ekki hafi verið veittar ijárveitingar til tækja- kaupa í mörg ár, þýðir það að við sitjum eftir en þróunin heldur áfram. Það er í raun hræðilegt þegar verið er að tala um sjúkdóm sem blindar 100 manns á ári. Það kostar verulega fjármuni að sjá fyrir þeim sem verða blindir, mér finnst að við ættum að leggja rneifi áherslu á að fyrirbyggja blindu með því að vinna að forvörnum.“ Blinda af völdum sykursýki sjaldgæf hér á íandi - Eru aðrir augnsjúkdómar al- gengir hér? „Sjúkdómsmynstrið í okkar heimshluta er svipað hér og annars staðar,“ segir Einar „með einni áberandi undantekningu í tengslum við sykursýki sem er mjög mikið heilbrigðisvandamál í löndunum í kringum okkur. í nágrannalöndun- um er sykursýki algengasta orsök blindu hjá fólk á aldrinum 24-64 ára og i Bandaríkjunum er hún önnur algengasta orsök blindu, næst á eftir hrörnum í augnbotn- um. Hér á íslandi er sykursýkin í 14. sæti, þar skerum við okkur úr. Samkvæmt tölum sem til eru virð- ist sykursýkisblinda vera tvöfalt til þrefalt fágætari hér en t.d. í Dan- mörk og Svíþjóð. Skýringar höfum við ekki, nema að forvarnir og meðferð í sykursýki hafi verið tekn- ar hér fastari tökum." - Hvernig getum við best vernd- að augun? „Með því að nota öiyggisgler- augu,“ segir Einar. „Það mjög mik- ill misbrestur á því að fólk noti öryggisgleraugu við íþróttir eins og boltaíþróttir t.d. veggjatennis, við viðgerðir á bílum sínum og á vinnustöðum. Ef eitthvað eitt sem hægt er að gera til að vernda aug- un þá er það að vernda þau fyrir slysum." I.O.O.F. 5 = 1761231 'h = 0 fomhjólp Opift jólahús ( dag kl. 14-17 er opið hús í Þríbúðum, félagsmiðstöð Sam- hjálpar, Hverfisgötu 42. Litið inn og rabbið um lífið og tilver- una. Heitt kaffi verður á könn- unni. Við tökum lagið og syngj- um saman m.a. nýju kórana kl. 15.30. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Samhjálp. Hveragerðiskirkja Kristileg samkoma laugardaginn 3. desember kl. 4 e.h. Kristniboðsfélag Suðurlands. Hallveigarstíg 1 • simi 614330 Dagsferft sunnud. 4. des. Kl. 10.30 Lýðveldisgangan Framtíðarsýn í samgöngum og samskiptum; árið 2004. Gangan hefst á Ingólfstorgi, farið um Kvosina, Háskólahverfið og Vatnsmýrina. Ferðinni íýkur við Ingólfstorg um kl. 16.00. Ekkert þátttökugjald og eru allir velkomnir. Áramótaferð f Bása 30. des.-2.janúar Fullbókað er í ferðina. Vegna mikillar aðsóknar óskast miðar sóttir sem fyrst og eigi síðar en föstudaginn 9. desember. Skrif- stofan er opin frá kl. 12-17 alla virka daga, þó veröur lokað mánudaginn 5. desember. Útivist. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI Ó8253* Sunnudaginn 4. des. kl. 13.00 verður gengið um Óbrinnishóla og Helgafell. Óbrinnishólar eru gígaröð vest- an við Undirhlíðar tæpum tveim- ur km sunnan við Kaldársel. Hólarnir sjálfir eru nú mjög eydd- ir vegna gjallnáms. Um þá liggur nýr vegur meðfram Lönguhlíð í Bláfjöll. Síðan verður gengið á Helgafell (340 m) en auðgengiö er á rana norðaustan í fjallinu. Brottför er frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin og Mörk- inni 6. Verð kr. 1.000, frítt fyrir börn m/fullorðnum. Miðvikudaginn 7. des. nk. verð- ur Ferðafélagiö með „Aðventu- kvöld“ i Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sem hefst kl. 20.30. Árbók F.(. 1994 „Ystu strandir norðan Djúps" verður kynnt. Sýndar verða myndir frá svæð- inu, sem bókin fjallar um, teknar af Birni Þorsteinssyni og Grétari Eiríkssyni og höfundur bókarinn- ar, Guðrún Ása Grímsdóttir, mun flytja skýringar með mynd- efninu. Allir eru velkomnir, félag- ar og aðrir. Brottför í áramótaferð F.l. til Þórsmerkur verður 31. des. kl. 8.00. Vegna mikillar aðsóknar er óskað eftir þvi að fólk greiði farmiða fyrir 10. des. Ath.: Gleymdir þú einhverju í sæluhúsum F.í i sumar? Ósklla- muna má vitja á skrifstofu F.Í., Mörkinni 6, milli kl. 9-17 virka daga. Ferðafélag íslands. Hvítasunnukirkjan Fíladeifía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Guðni Einarsson. Þriðjudagur: Samvera fyrir eldri safnaðarmeðlimi kl. 15.00. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. KKlSTIi) SAMFÉLAO Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Jóhann Guðmundsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.