Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Skattahækk- un - lausn R-listans R-LISTINN hefur nú ákveðið að hækka fasteignagjöld á hús- eignir í Reykjavík um 26%. Með því að skatt- leggja hvert heimili um 10-30 þúsund krónur aukalega á næstu árum, nær hann í 550-600 millj- ónir til þess að fjár- magna nokkur loforð sín. Fjölskylda sem á íbúð, sem er metin á 7 milljónir króna, sam- kvæmt fasteignamati, hefur undanfarin ár þurft að greiða um 40 þúsund krónur í fasteignagjöld á ári. Með skattahækkun R-listans ber þess- ari fjölskyldu að greiða rúmar 50 þúsund krónur í fasteignagjöld á ári. Af dýrari eignum þarf auðvit- að að borga meira. Til fasteignagjalda í Reykjavík teljast þau gjöld sem taka mið af húseign hverrar fjölskyldu og reiknuðum lóðarhluta. Fasteigna- skattur, vatnsskattur, sorphirðu- gjald og lóðaieigugjald eru þeir gjaldliðir sem Reykjavíkurborg hefur notað. Nú bætir R-listinn við „holræsagjaldi". í tíð meirihluta sjálfstæðis- manna var áhersla lögð á að halda fasteignagjöldum á hvert heimili niðri. Hið sama gilti um aðra skatta. Skattar voru lægstir í Reykjavík á meðal sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík er ekki lengur með lægstu skatta Með hinni verulegu skatta- hækkun R-listans siglir Reykjavík hraðbyr til þeirra sveitarfélaga sem hæstra skatta kreíjast. Yfir- varpið á að vera að það þurfi að halda áfram framkvæmdum við hreinsun strandlengjunnar og því þurfi nýjan skatt. Slíkar yfirlýs- ingar þekkja landsmenn allir frá stjómmálamönnum. Nýr skattur er búinn tii, sem aldrei er svo af- numinn. Þeim væri nær að beita einhveiju öðru fyrir sig en holræ- sagjaldi vegna hreinsunar strand- lengjunnar þvi borgarbúar vita að þetta verkefni hefur verið áherslu- mál sjáifstæðismanna. Reykjavík hefur lagt nær 1.900 milljónir króna til þessa mikla verks á und- anfömum ámm, án þess að það hvarflaði að okkur sjálfstæðis- mönnum að útbúa nýjan skatt á borgarbúa. Við töldum okkur fært að taka lán til framkvæmda og greiða af þeim á næstu áram um leið og dregið yrði saman í rekstri eða framkvæmdum fremur en hækka skatta. í kosningabaráttunni í vor gaf R-listinn í skyn að gömlu vinstri- flokkarnir hygðust ekki fara leið skattahækkana, ólíkt því sem gerst hafði þegar þeir höfðu völd- in í Reykjavík fyrir 12 áram. Staðreyndirnar hafa nú talað sínu máli nokkrum mánuðum eftir að gömlu vinstri flokkarnir, í nafni R-listans, komust aftur að völdum. í tíð gamla vinstri meirihlutans í Reykjavík fyrir 12 árum hækk- aði hann fasteignaskatta, bæði á íbúðarhúsnæði og atvinnuhús- næði. Hann hækkaði útsvar og aðstöðugjald á rekstur fiskiskipa, fiskiðnað, kjötiðnað, verslun með matvöru í smásölu o.fl. Það var áhersluverkefni sjálf- stæðismanna . að lækka aftur útsvarið og fasteignaskatta á heimilin, eftir að borgarbúar höfðu sagt vinstriflokkun- um álit sitt á stefnu þeirra í borgarstjóm- arkosningunum 1982 og fellt þá. Það er til önnur Ieið Upphrópanir R- listaflokkanna um nauðsynlegar skatta- hækkanir vegna fjár- hagsstöðu borgarinn- ar eru aðeins dómur á úrræðaleysi þeirra gagnvart rekstri Reykjavíkur. . A fjármálaráðstefnu sveitarfé- laga sem nýlega var haldin, kom skýrt fram að fjárhagsvandi sveit- arfélaga er mikill um allt land. R-listinn hefur ákveðið að hækka fasteigna- gjöld í Reykjavík um 26%. Árni Sigfússon segir hækkanirnar ganga þvert á kosn- ingaloforð um að hækka ekki skatta á Reykvíkingum. Reykjavík hefur þá sérstöðu að hafa gífurlega sterka eiginfjár- stöðu. Hlutfall afborgana af lánum í samanburði við skatttekjur er verulega lægra en hjá flestum nágrannasveitarfélögunum. Þegar við greiðum 10 þúsund krónur af hveijum 100 þúsund króna tekjum í afborganir eru nágrannasveitar- félögin að glíma við 20-35 þúsund króna afborganir. Það er til önnur leið en að stórhækka skatta. í kosningunum héldum við sjálf- stæðismenn því fram að Reykja- víkurborg gæti þolað erfið ár, þeg- ar tekjur dragist saman og at- vinnuleysi þurfi sérstakra úrræða við. Á slíkum tímum eru lántökur ekki óeðlileg leið fyrir vel stætt sveitarfélag. En við héldum því einnig fram að leiðin til hagsældar fyrir Reykjavík og borgarbúa væri fólgin í hagræðingu í rekstri borg- arfyrirtækja og með því að skapa fyrirtækjum betra svigrúm og að- stöðu. Þannig myndi kaup aukast og þar með skatttekjur. Leiðin getur aldrei verið sú að auka skatta á borgarbúa þegar þeir hafa minna umleikis. Betri hagur borgarbúa er forsenda þess að Reykjavíkurborg blómstri. Hófleg skattheimta er sú svipa sem borg- arreksturinn þarfnast til þess að halda sér innan eðlilegra marka. 550-600 milljóna skattahækk- anir á borgarbúa, 10-30 þúsund króna skattaauki á héimili, er fyrsta skref R-iistans í skatta- hækkunum. Sú leið er ekki til að lækka skuldir borgarinnar. Hún er til að fjármagna lausnir sem væra hagkvæmar unnar og því ódýrari ef sjálfstæðismenn hefðu enn meirihluta í Reykjavík. Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna i borgarstjórn. Árni Sigfússon Hinn jafni réttur í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra 3. desember 1994 í DAG, 3. desember, er alþjóðadagur fatl- aðra og á þessum degi er mælst til þess við þjóðir heims að vakin verði athygli á málefn- um fatlaðra á opinber- um vettvangi. Það var mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sem skoraði á aðildar- ríkin að virða alþjóða- dag fatlaðra og með því móti auka mögu- leika fatlaðra til að njóta allra mannrétt- inda og að ná jafnrétti og fullri þátttöku í samfélaginu. Það er afar mikilvægt fyrir þennan þjóð- félagshóp að fylgt sé eftir tilmæl- um Sameinuðu þjóðanna þannig að kastljósinu sé beint að málefn- um fatlaðra og umræður eigi sér stað um hvað betur megi fara og hvaða úrbótum þurfi að ná fram á þeim tíma sem í hönd fer hveiju sinni. Fyrir ári, í tilefni af 3. desem- ber, var ákveðið af hálfu félags- málanefndar Alþingis og félags- málaráðherra að undirbúin yrði ítarleg skýrsla um þróun, stöðu og horfur í málefnum fatlaðra hér á landi með sérstakri áherslu á aðgengi og atvinnumál fatlaðra. Skýrslan verður lögð fram á Al- þingi í tengslum við alþjóðadag fatlaðra og væntanlega gefst tími til að taka hana til umræðu fljót- lega þannig að undirstrikað sé að sérstök umræða um þessi málefni fari fram í tengslum við alþjóða- dag fatlaðra. Jákvæð þróun Það hefur náðst góður áfangi og mikil þróun hefur orðið í mál- efnum fatlaðra frá því að sérstök lög voru fyrst sett. Fyrstu lög voru sett um aðstoð við þroska- hefta árið 1980, en heildarlöggjöf um málefni fatlaðra var sett árið 1984. Sú löggjöf hefur grundvall- ast á hugmyndafræðinni um jafn- rétti og það að skapa fötluðum skilyrði til að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í þjóðfélaginu þar sem þeim vegnar best. í upphafí þessa kjörtímabils fór fram endurskoðun á lögunum um málefni fatlaðra og þau lög tóku gildi 1. september 1992. Þrátt fyrir að nokkur átök væru um frum- varpið þegar það kom fram á Alþingi þá náðist mjög góð sam- staða um niðurstöðu og afgreiðslu málsins og þær breytingatil- lögur sem félags- málanefnd vann eftir umijöllun nefndar- innar á frumvarpinu. I þessum endurskoð- uðu lögum er að finna ijölmörg nýmæli sem kveða á um rétt fatl- aðra til almennrar þjónustu hvort heldur er ríkis eða sveitarfélaga. Það er mikil áhersla lögð á að fatlaðir njóti þjónustu samkvæmt almennum lögum bæði hvað varð- ar heilbrigðisþjónustu, lög um skólamái o.s.frv. og þess vegna eru núgildandi lög um málefni fatlaðra fyrst og fremst um félags- lega þjónustu. Framkvæmdasjóð- ur fatlaðra gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu málaflokksins og hann hefur frá upphafi ijármagn- að stofnkostnað þjónustustofnana og heimila fatlaðra sem eru á veg- um ríkisins auk þess sem sjóðurinn hefur veitt styrki til félagasam- taka og sjálfseignarstofnana sem starfrækja þjónustu við fatlaða. Nú er sjóðnum jafnframt heimilt að veita styrk til framkvæmdaað- ila vegna félagslegra leiguíbúða og kaupleiguíbúða en aukin áhersla er á fjöibreytt, búsetuúr- ræði fatlaðra. Stuðningur við að búa heima Eitt af mikilvægu ákvæðunum sem láta lítið yfír sér í lögunum um málefni fatlaðra er liðveisla og svokölluð aukin liðveisla. Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og liðveislu sem hugsað er að rjúfi félagslega einangrun fatlaðra. í liðveisiu felst jafnframt fylgd og aðstoð við hvort heldur er skemmtanir eða að taka þátt í menningar- og tónlistarlífi. Sveit- arfélög láta slíka liðveislu í té og ákveða sjálf hversu miklum fjár- munum er varið í þetta viðfangs- efni. Aukin liðveisla er fjármögnuð Framkvæmdasj óður fatlaðra gegnir lykil- hlutverki, að mati Rannveigar Guð- mundsdóttur, við fjár- mögnun þjónustustofn- ana og heimila fatlaðra. af ríkinu og þar fyrst og fremst litið til liðveislu sem stuðning við fatlaða vegna sjálfstæðrar búsetu og til þess að fötluðum aukist möguleikar á að starfa úti á vinnu- markaðnum. Breytt ákvæði og auknir möguleikar varðandi bú- setu fatlaðra hefur gert það að verkum að sveitarfélög, félaga- samtök og sjálfseignarstofnanir hafa fengið lán til bygginga eða kaupa á íbúðum í samræmi við þær reglur sem gilda um lánveit- ingar í félagslega íbúðakerfínu og íbúðunum er síðan úthlutað eða þær leigðar fötluðum. Þetta fyrir- komulag hefur verið mikil hvatn- ing til byggingar leiguíbúða fyrir fatlaða og er komin góð reynsla á þetta fyrirkomulag. Um 105 fé- lagslegar íbúðir hafa verið teknar í notkun fyrir fatlaða og í þeim búa á annað hundrað einstakling- ar. I þessari tölu eru ekki taldar með íbúðir sveitarfélaga eða íbúð- ir á vegum Öryrkjabandalags ís- lands. Ég mun ekki fjalla hér um stofnanir,. sambýli eða almennt um úrræði sem kveðið er á um í lögun- um um málefni fatlaðra en stikla á þeim nýjungum sem auka rétt fatlaðra til þátttöku í okkar samfé- lagi. í þeim efnum eru atvinnumál fatlaðra eitt mikilvægasta málið að vinna að bæði hvað varðar að auka möguleika fatlaðra til að starfa á almennum vinnumarkaði og einnig sá stuðningur sem hægt er að veita fötluðum til þess að taka þátt í samfélaginu á þennan hátt. Þess vegna er ástæða til að benda á ýmsa aðstoð svo sem eins og atvinnuleit, starfsráðgjöf, starfsþjálfun, vinnumiðlun og sér- staka liðveislu á vinnustað. Rannveig Guðmundsdóttir Alþjóðadagur fatlaðra FYRIR rúmu ári lauk áratug þeim sem Sameinuðu þjóðimar höfðu sér- staklega helgað málefnum fatlaðra og á lokaráðstefnu, sem haldin var af því tilefni, ákvað alisheijarþingið að hinn 3. desember skyldi framveg- is verða helgaður málefnum fatlaðs fólks. í dag er alþjóðadags fatlaðra því minnst í annað sinn. Eins og marga rekur minni til þá var árið 1981 tileinkað málefnum fatlaðra samkvæmt ákvörðun Sam- einuðu þjóðanna. Áratugurinn þar á eftir skyldi einnig nýttur til þess að færa hin margvíslegu réttindamál þessa hóps til betri vegar. í fyrstu mátti merkja framfarir í ýmsum aðildarlöndum SÞ, en um miðjan áratuginn var greinilegt að áhuginn fór dvínandi og í mörgum ríkjum heims hafði engin breyting orðið á. Hvað er til ráða? Sú hugmynd sem nú er orðin að veruleika vaknaði á Norðurlöndun- um, og óhætt er að fullyrða að Sví- inn Bengt Linkvist átti þar drýgstan hlut að máli. Reglur um jafna þátttöku fatl- aðra, nokkurskonar mannréttinda- skrá fatlaðra, voru samþykktar á allsherjarþingi SÞ fyrir réttu ári. Reglurnar eru 22 tals- ins og með þeim beina SÞ mjög eindregnum til- mælum tii ríkisstjórna og annarra ráðamanna aðildarlandanna um hvað skuli gjöra og hvernig það skuli fram- kvæmt. Reglurnar eru mjög ítarlegar og skiptast í marga kafla innbyrðis. Hér skulu nokkra nefnd- ar: Önnur regla, yfir- skrift læknisþjónusta, 3. endurhæfing, 5. aðgengi, 6. menntun, 7. atvinna, 8. tekjutrygging og tryggingar, 9. fjölskyldulíf og almenn reisn, 10. fmenning, 18. samtök fatlaðra, 22. alþjóðleg samvinna. ísland var fyrst Norðurlandanna til þess að þýða reglurnar á ís- lensku, og var það verk unnið á vegum félagsmálaráðuneytisins. Jafnhliða samþykkt þessara reglna ákvað SÞ að stofna embætti umboðsmanns til þess að kynna þær og stuðla að framkvæmd þeirra. Hugmynda- smiðurinn Bengt Lind- kvist var ráðinn til þessa starfs. Hann hefur þegar hafist handa og verður fyrst um sinn með aðsetur í Stokkhólmi. Eins og áður segir er Bengt Lindkvist sænskur. Hann er fyrrverandi ráðherra og nú þingmaður. Bengt Lindkvist er sjálfur fatlaður. Hann er biindur og hefur því per- sónulega reynslu af þeim málefnum sem um er að ræða. Það er samdóma álit að tæplega hefði hæfari maður get_a ráðist til starfsins. Á síðastliðnu sumri kom Bengt Lindkvist hingað til lands og flutti erindi um reglurnar á alþjóðaráð- stefnu um málefni fatlaðra, sem Öryrkjabandalag íslands og Lands- samtökin Þroskahjálp stóðu fyrir. Það er gleðileg staðreynd að regl- Ólöf Ríkarðsdóttir almanna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.