Morgunblaðið - 03.12.1994, Page 36

Morgunblaðið - 03.12.1994, Page 36
36 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Flísa________ la^ersala Vandaðar gólf- og veggflísar á góðu verði. Eitt mesta úr/al landsins í gólfflísum. Nýborg-# Ármúla 23, sími 686911. Hlúum að börnum heims -framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI hjálparstofnun KIRKJUNNAR - með þinni hjálp 2.980 Lárus hómópati er þekktastur fyrir náttúru- lækningar sínar. Hann beitti óhefðbundnum aðferðum svo lærðir Iæknar urðu honum andsnúnir. Hann var elskaður af alþýðu en litinn hornauga af yfirvöldum. Lárus lagði áherslu á margt sem nú þykir sjálfsagt; hreinlæti, útiveru, hreyf- ingu og hollt mataræði. Falleg bók um sigra og ósigra ógleymanlegs manns í starfi og einkalífi. skerpla Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík Sími 91-681225 Fax 91-681224 Guðrún P. Helcadóttir er landsþekkt fyrir rit- störf sín. Hún ritar sögu Lárusar af þekk- ingu og innsæi, enda dótturdóttir hómó- patans. Guörún er fyrrverandi skóla- stjóri Kvennaskólans í Reykjavík. AMLA GOÐA VERÐIÐ MIIMIMINGAR + Steinunn Ein- arsdóttir frá Nýjabæ í Vestur- Eyjafjallahreppi fæddist 18. desem- ber 1907. Hún lést í Hafnarbúðum í Reykjavík 24. nóv- ember síðastliðinn. Systkini Steinunn- ar eru: 1) Páll Ein- arsson, f. 1888, sjó- maður í Vest- mannaeyjum, kona hans Katrín Una- dóttir. 2) Margrét Einarsdóttir, f. 1889, húsmóðir í Vestur-Holt- um, maður hennar Jón Sig- urðsson. 3) Þorbjörg Einars- dóttir, f. 1890, húsmóðir í Reykjavík, maður hennar Ás- geir Torfason. 4) Sigurlaug Einarsdóttir, f. 1890, húsmóð- ir í Reykjavík, maður hennar Jóhann Eiríksson. 5) Sveinn Einarsson, f. 1894, bygginga- verkamaður í New York, ógiftur. 6) Einar Einarsson, f. STEINUNN eða Steinka, eins og hún var oftast kölluð, var föður- systir þess er þessar línur ritar. Steinka missti móður sína þegar hún var tólf ára gömul árið 1919 og ég held, að móðurmissirinn hafi orðið henni nokkuð þungbær þó hún bæri ekki þær tilfinningar á torg. Þegar ég lít til baka og laða fram minningabrot um þær samverustundir, er Steinka átti með okkur systkinunum og for- eldrum okkar, ber þar hæst hvað hún var alltaf bætandi. í stórum systkinahópi gerðist ýmislegt, sem gat orðið til sundurþykkju, pústrar og stríðni voru ekki óalgeng tilefni til átaka, þá var alltaf viðkvæðið hjá Steinku: „Hann gerði þetta ekki viljandi,“ eða „hún meinti ekkert með þessu,“ og oftast sef- uðust stríðsaðilar við fortölur hennar. Steinka fór á vetrum til Vest- mannaeyja í vist eins og kallað var í þá daga. Man ég eftir íjórum heimildum sem hún þjónaði, hún var hjá Sighvati Bjarnasyni frænda sínum í Ási, en Arnlaug móðir Sighvats var föðursystir Steinku. Hjá Runólfi í Bræðra- tungu var hún einn eða tvo vetur, hjá Steina í Smiðjunni og hjá Ein- ari Bjarnasyni skipstjóra, sem lengi var í siglingum. Mér er sér- staklega minnisstætt eitt vorið þegar Steinka var að koma úr Eyjum. Þá kom vertíðarfólk hér beint upp í sandinn eins og kallað var. Það kom mótorbátur frá Eyj- um og lagðist við stjóra klippkorn frá landi. Svo var árabát róið frá mótorbátnum í land og hann síðan dreginn til og frá með fólk og fén- 1897, bóndi í Nýjabæ, kona hans Katrín Vigfúsdótt- ir. 7) Sighvatur Einarsson, f. 1899, pípulagninga- meistari í Reykja- vík, kona hans Sig- ríður Vigfúsdóttir. 8) Jón Einarsson, f. 1902, bóndi á Núpi, kona hans Auðbjörg Sig- urðardóttir. 9) Ingveldur Einars- dóttir, f. 1903, dó ung. 10) Sigurður Einarsson, f. 1905, vélsmiður í Reykjavík, kona hans Guðrún Jónsdóttir. Uppeldissystir Sig- ríður Gísladóttir, f. 1913, hús- móðir og verkakona í Reykja- vík, maður hennar var Jó- hannes Skúlason. Þetta fólk er allt látið nema Sigríður Gísladóttir og Guðrún Jóns- dóttir. Útför Steinunnar verð- ur gerð frá Ásólfsskálakirkju í dag. að. í þetta sinn hafði Steinka ver- ið beðin fyrir fimm 10 til 13 ára gömul börn sem áttu að fara á bæi hér undir út- og austurfjöllum og eitt þeirra átti að fara út í Landeyjar. Mér er það ennþá minnisstætt hvað hún var rösk að ganga tryggilega frá því að öll kæmust þau örugglega til síns verðandi sumardvalarstaðar. Svona atburðir voru heilmikil sundurslit í hversdagsleikanum, þegar hvorki var útvarp né sími. Eg verð að geta þess, að móðir mín var ljósmóðir hér í sveit. Þá fæddu konur heima og áttu mörg börn og dvaldi hún tvo til þrjá daga á bænum, og þegar svo stóð á var Steinka sjálfsögð fóstra okk- ar og matmóðir. Steinka giftist aldrei eða fór í sambúð, en það var oft glatt á hjalla hér heima þegar systur mín- ar voru að gefa henni leiðbeining- ar um mannsefni er þær töldu vera á hveiju strái. Komu þá oft skondnar athugasemdir um þenn- an og hinn og allt endaði í hlátri og spaugi. Það mun hafa verið rétt fyrir 1950, að Steinka hætti að fara til Eyja og fór til Reykjavíkur. Var hún um þær mundir ekki heilsu- hraust og leitaði sér lækninga með misjöfnum árangri, en var þó allt- af í vistum. Á þessum árum gekk hún inn í heimili Sigríðar Gísla- dóttur, uppeldissystur sinnar, og Jóhannesar Skúlasonar manns hennar, og hugsaði Steinka um heimilið, en Sigga vann úti og gekk svo í nokkur ár, en eftir að Jóhannes lést og íbúðin á Leifs- götu 28 var seld fluttist Steinka til Guðrúnar Ijósmóður og annaðist aldraða móður hennar um tíma. Þær Sigga og Steinka voru allt- af mjög samrýndar og ræddu sam- an í síma daglega árum saman og nota ég þetta tækifæri til að þakka Siggu tryggðina og vinátt- una við frænku okkar. Þá fór Steinka að vinna við ræstingar á Landspítalanum og vann þar í nokkur ár, bjó hún þá á nokkrum stöðum í Reykjavík, en þegar hún hætti að vinna sett- ist hún að í íbúðum fyrir aldraða í Lönguhlíð 3 og flutti loks í Hafn- arbúðir þar sem hún lést. Þessi fáu orð mín og upprifjun á lífshlaupi Steinunnar frænku minnar leiða hugann að því, hvað hennar kynslóð lifði miklar breyt- ingar í húsakosti og atvinnuhátt- um. Er þá ekki úr vegi að geta þess, hvað Steinka var geysilega dugleg að raka hvort sem um var að ræða þurrhey eða raka ljá í flekki, þar stóðu henni fáir fram- ar, og ef verið var að raka þurr- hey og leit út með vætu flugu flekkirnir í múga með miklum gusugangi. Þá voru ýmis verk unnin til sveita hér áður sem löngu eru aflögð, svo sem að þvo ullina heima. Það verk hafði Steinka hér á bæ. Það var mikil hátíð hjá okk- ur krökkunum þegar það verk var unnið. Við fengum að fara með henni að skola ullina austur í tjörn- um og máttum vaða og sulla og vera blaut uppfyrir haus átölulaust því við vorum að hjálpa til við að skola. Ég vil svo geta þess í lokin, að Steinka mátti ekkert aumt sjá og var sérstakur dýravinur og mörg kisan átti hauk í horni þar sem hún var. Ég læt hér fljóta með lítið atvik sem gerðist árið 1946, sem lýsir því að hún gat verið föst fyrir ef henni þótti sér misboðið. Þá stóðu fyrir dyrum prestkosningar hér í sveit, og einn umsækjenda lét sig hafa það að fara fótgangandi á alla bæi og kom hann hingað og gisti. Um kvöldið stóðu faðir minn og presturinn hér úti á hlaði í blíð- unni og spjölluðu saman. Fjósið var á hlaðinu og mjaltir stóðu yfir, heimalningur var við fjósið og beið eftir að fá sopann sinn, en þetta var aðsópsmikill hyrndur hrútur og vorum við krakkarnir hálfhrædd að gefa honum því hann átti það til að renna í okkur ef honum þótti seint gefinn sopinn. Steinka tók í þetta sinn af okkur ómakið og gaf hrússa og byrjaði hann á því að renna sér beint í fæturna á Steinku og viti menn, presturinn skellihló. En er inn kom að loknum mjöltum sagði frænka, að þennan mann mundi hún aldrei kósa, það bæri ekki vott um kristi- legt hugarfar að hlæja að óförum annarra og stóð hún við það að ljá honum ekki atkvæði sitt, enda varð hann aldrei prestur hér, en þjónaði lengi í Skaftafellssýslu. Og að lokum þakka ég Steinku frænku alla umhyggjuna og fyrir- bænirnar fyrir okkur systkinunum og börnum okkar sem hún bar fyrir bijósti eins og hún ætti okk- ur öll. Guð blessi okkur minninguna um hana. Leifur Einarsson. Nú hefur Steinka frænka kvatt þetta líf háöldruð og södd lífdaga. Hún hefur verið hluti tilveru okkar systranna frá því við munum fyrst eftir okkur. Við gengum í ullarbol- um sem hún pijónaði á pijónavél- ina sína, og hún sá okkur líka fyrir sokkum, vettlingum og gam- mósíum. Þegar við komum til hennar í heimsókn, var okkur boð- ið uppá kaffi og kandís, en eftir að hún hafði kynnst Coca Cola drykknum, var okkur alltaf boðið upp á kók. Það var mjög gaman að koma í heimsókn til hennar. Hún var glettin og gamansöm og afskaplega hláturmild. Hún var mikil blómakona, stofan, eldhúsið, hver krókur og kimi var fullur af blómum af öllum stærðum og gerðum, sem öll skörtuðu sínu feg- ursta, því um þau hugsaði hún sérlega vel. í einu blóminu sagði hún að byggju blómálfar og ef maður horfði á það í stutta stund, sá maður hvernig sum blöðin hreyfðust, eins og einhveijar ósýnilegar verur væru þar í felu- leik. Inni á milli blómanna voru styttur, skálar og myndir af kött- um, sem hún hafði einnig mikið dálæti á, enda átti hún nokkra ketti, sem voru sérstaklega vel haldnir og vel siðaðir. Fjölskyldumyndir skipuðu einn- ig veglegan sess á heimili hennar. Steinka eignaðist aldrei eigin íbúð, en leigði húsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Henni þótti gott að búa nálægt Laugaveginum, þá gat hún gengið í búðir og sótt þá þjónustu sem hún vildi án þess að vera uppá strætisvagna eða bílferðir komin. Þá gat hún líka gengið í vinnuna, en hún vann í mörg ár sem gangastúlka á Landspítalan- um. Hún vann í Ljósmæðraskólan- um og sá um læknaherbergin. Hún var þannig gerð, að þeir sem hún vann með og fyrir, urðu henni afar hjartfólgnir, en það var líka vel metið. Þegar hún lét af störfum við Landspítalann, hélt samstarfs- fólkið henni veislu og kvaddi hana með ræðuhöldum og gjöfum. Steinka fór aldrei til útlanda, þangað átti hún ekkert erindi, en sumarfríunum sínum eyddi hún fyrir austan. Hún heimsótti skyld- menni sín og dvaldi hjá þeim nokkra daga í senn, enda voru tengsl hennar við bróðurbörn sín frá Nýjabæ henni afskaplega mik- ils virði. Hún giftist aldrei og átti engin börn, en hún leit á Nýjabæj- arbörnin sem sín eigin. Með þakklæti í huga kveðjum við systurnar kæra frænku. Fyrir hönd fjölskyldunnar þökk- um við starfsfólkinu í Hafnarbúð- um innilega fyrir þá elsku og hlýju sem henni var sýnd þar. Ingveldur, Guðný og Kristin Róbertsdætur. STEINUNN EINARSDÓTTIR eykur orku og úthald Fæst í apótekum VIRKA Samkvæmisefni - prjónaefni Mikið úrval affallegum efnum, sniðum og blöðum. Einnig mikið afbarnafataefnum. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júní frá kl. 10-14. VIRKA MÖRKINNI 3, SÍMI 687477 (við Suðurlandsbraut).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.