Morgunblaðið - 03.12.1994, Side 58

Morgunblaðið - 03.12.1994, Side 58
58 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Háskólabíó HASKOLABIO SÍMI 22140 STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. HÚN ER SMART OG SEXI HIN FULLKOMNA BRUÐUR, EN EKKI EF ÞÚ ERT BARA TÓLF ÁRA. SKELLTU ÞÉR Á KOSTULEGT GRÍN í BÍÓINU ÞAR SEM BRÁÐFYNDIN BRÚÐKAUP ERU DAGLEGT BRAUÐ. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Gullfalleg og áhrifarík kvikmynd í leikstjórn Stijn Coninx sem var framlag Belga til Óskarðsverðlauna 1993. Ótrúleg meðferð iðjuhölda á verkafólki fær uppreisnargjarnan prest til að rífa verkafólkið með sér í uppreisn með ófyrirséðum afleiðingum. Myndin sem byggð er á sannri sögu prestsins Adolf Daens hefur fengið fjölda verðlauna. Má nefna verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á kvikmyndahátíðinni í Chicago og áhorfendaverðlaunin á Canneshátíðinni 1993. Sýnd kl. 6.45 og 9.15. FORREST gunH in Sýnd kl. 5, 6.45 og 9.15. IUÆTURVORÐURINN **★ A.I.MBL ý* Ó.H.T. RásZ jSÁátulega ógeösleg hroll- ©kfei gg á skjön viö huggu- »ga skólann í danskri kwk'myndagerð" Egill I^Psqn Morgunpósturinn. Mkm Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. Fjögur brúðkaup og jarðarför BEIN OGNUN PRIR LITIR: HVITUR Sýnd kl. 5 og 7. | SJÁIÐ DAENS í BÍÓKYNNINGARTÍMANUM í SJÓNVARPINU í KVÖLD KL. 19.55 ZBIGNIEW ZAMACHOWSKI JULIE DELPY TROIS COULELtES HARRISON FORD PRESENT IMýjar hljómplötur Ekkí má van- meta börnin í vikunni kom út barnaplatan Babbidí-bú. Höfund- ur plötunnar er Olga Guðrún Arnadóttir, sem segir að það að semja fyrir börn sé hugsjón sem hún sleppi ekki frá. Morgunblaðið/Júlíus OLGA Guðrún Árnadóttir. * r’IKUNNI kom út barnaplatan Babbidí-bú, þar sem Olga Guð- rún Áranadóttir syngur eigin lög og texta við undirleik ýmissa tónlistarmanna. Olga hefur ekki áður gefið út plötu með eigin lögum, en seint gleymist platan Eniga men- iga, þar sem hún söng texta Ólafs Hauks Símonarsonar við lög hans og varð geysivinsæl meðal barna og ungmenna. Síðan hefur Oiga lagt gjörva hönd á margt, samið ljóð, leikrit og sögur fyrir börn og full- orðna, svo og tóníist af ýmsu tagi. Frumkvæðið vantaði Olga segist lengi hafa brætt það með sér að gefa út hljómplötu, en einhvem veginn hafi hana vantað frumkvæðið, þó hún hafi verið að semja lög og texta um árabil. Þann- ig hafi safnast saman þó nokkuð af lögum sem hún svo valdi úr á plöt- una. Elsta lagið á plötunni er frá 1979, en helmingurinn er saminn á þessu ári. Olga segir að endanleg ákvörðun um plötuútgáfu hafi ekki verið tekin fyrr en um miðjan sept- ember „og nokkrum dögum seinna var ég komin í stúdíó. Ég fékk Mar- gréti Órnólfsdóttur til að útsetja lög- in fyrir mig — Magga segist vera að endurgjalda mér minn þátt í upp- eldi sínu, en hún er bróðurdóttir mín. Við vorum einstaklega heppnar með hljóðfæraleikara," segir Olga, en hljóðfæraleikarar á plötunni eru auk Margrétar Gunnar Þórðason, Pétur Grétarsson, Edward Pederiks- en, Einar K. Einarsson, Kristinn Svavarsson, Kjartan Valdimarsson, Sigurður Rúnar Jónsson, Örnólfur Kristjánsson og Pétur Hjaltested. Auk þess segir Olga að Pétur Hjalt- ested hljóðupptökumaður hafi reynst þeim afar vel. Olga segir að þar sem plötuna hafi borið að á þennan hátt hafi hún ekki verið að semja lög inn í neina heildarmynd og því séu þau fjöl- breytt, „en ég valdi á hana samstæð lög, þannig að yfir henn yrði ákveð- inn heildarsvipur." Olga segist líka hafa ákveðinn stíl og því hafi lögin líkast til öll nokkurn höfundarsvip. „Ég sem gjarnan melódískar laglínur og þess bera flest lögin merki, en þau eru fjölbreytt í rytma og útsetn- ingarnar draga líka fram sérkenni hvers lags.“ Börnunum sé boðið fjölbreytt efni „Mér finnst ástæða til að bjóða börnum fjölbreytt efni og ekki endi- lega of einfalt. Það er stundum til- hneiging til að ætla þeim ekki nóg, að vanmeta þau. Þó ég hafi í huga að ég sé að semja fyrir börn, þá reyni ég að komast upp með að yrkja, að hafa textana ekki bara eitthvert bull.“ Olga segist alltaf hafa verið að semja lög. „Ég samdi tónlist við barnaleikrit sem ég skrifaði og sett var upp í Þjóðleikhúsinu 1983, og það eru einmitt tvö lög úr því leik- riti á plötunni, að vísu í svolítið breyttri mynd. Svo samdi ég m.a. tón- listina við sjónvarps- myndina um Emil og Skunda sem framleidd var af Stöð 2 og titillag- ið úr þeirri mynd er líka á plötunni, nú með texta.“ Olga segist ekki gera upp á milli listgrein- anna, tón- og ritlistar, það sé í raun sérstakt lán að geta fengist við hvort tveggja. „Það er stundum mikil hvíld í því að geta sest við píanóið og spilað, en núna til að mynda hlakka ég svolítið til að geta haldið áfram með sögu sem ég lagði á hill- una þegar ég fór að fást við þetta verkefni, en það er gott að geta gleymt sér um stund við píanóið þegar maður er stopp í skáldskapnum. Tónlistin er það mest sálarbætandi í lífinu, hún gerir manni svo gott, hún er svo holl og hjálpar manni að finna frið í sálinni." Viss hugsjón „Gróðasjónarmiðið er oft full of- arlega á baugi í þessu þjóðfélagi okkar og kannski eru börnin stund- um svolítið auðveld bráð,“ segir Olga. „Mér fínnst of algengt að fólk vandi sig ekki nóg þegar börn eru annars vegar. En það er sVo mikil- vægt að leggja rækt við krakkana. Kannski er það meginástæðan fyrir því að ég er alltaf að semja fyrir börn; það er viss hugsjón sem ég slepp ekki frá. Mér fínnst líka mjog gaman að skrifa fyrir fullorðið fólk og ég hef aldrei tekið þá ákvörðum að skrifa bara fyrir börn, en ég lendi einhvernveginn í því áður en ég veit af. En það er líka voða gaman. Annars væri ég ekki að því.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.