Morgunblaðið - 06.12.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 06.12.1994, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ f' ■■ : Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir JÓLATRÉÐ sem prýðir umhverfi verslana KHB á Egilsstöðum. Sívaxandi bókaútgáfa hjá Tindi í Ólafsfirði Tilraun til að endurvekja bókaútgáfu norðan heiða Morgunblaðið/Rúnar Þór HELGI Jónsson í Ólafsfirði rekur bókaútgáfuna Tind með starfi sínu sem skólastjóri gagnfræðaskólans í bænum en þrjár bækur koma nú út, tvær eftir Helga og ein eftir Björn Dúason. Akureyri -Hlgi Jónsson skólastjóri Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði og rithöfundur sem rekur einnig bóka- útgáfuna Tind í Óiafsfirði ásamt fjölskyldu sinni gefur út þrjár bæk- ur yfir jólin. Helgi hefur áður gefið út ijórar unglingabækur og sendir nú frá sér þá fimmtu, Brosað gegn- um tárin. Þá gefur hann út barna- bókin Kraftaverkið og loks Heims um ból eftir Björn Dúason, Ólafs- firðing á áttræðisaldri. Helgi sagði óframkvæmanlegt að standa í svona umsvifamikilli bóka- útgáfu án stuðnings íjölskyldunnar; en eiginkonan Halla Harðardóttir og synirnir Hörður og Hafþór hafa stutt við bak hans í sívaxandi út- gáfu. „Það er tímafrek iðja að skrifa bók og tekur oft á taugarnar, ekki bara hjá höfundi heldur líka þeim sem þurfa að umgangast hann,“ sagði Helgi „en fjölskyldan hefur verið einstaklega þolinmóð". Helgi hefur skrifað fjórar ungl- ingabækur sem fyrr segir og oftast gefið þær út sjálfur, en umsvifin hafa aukist hjá þessari litlu bókaút- gáfu norður í landi. Hann sagði hentugra að gefa út tvær tii þijár bækur fremur en eina, dreifingar- kostnaður væri svipaður en hægt væri að jafna út íjárhagslega áhættu. Brosað gegnum tárin er ungl- ingabók, fjallar um stúlku sem óvænt fær boð um að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Helgi segist lengi hafa alið nieð sér þann draum að gefa út barnabók en hann hefur sagt sonum sínum sögur á kvöldin síðustu árin. Kraftaverkið fjailar um vinina Maríu og Þór, en þegar María slasast reynir Þór að fá Guð í lið með sér til að bjarga Maríu. Þriðja bókin er Heims um ból, bók sem Bjöm Dúason, áttræður Ólafs- firðingur, hefur af eljusemi tekið saman um sögu jólasálmsins. „Það er sáralítil bókaútgáfa hér fyrir norðan svo það má alveg líta á þetta sem tilraun til að endur- vekja þá tíma þegar hér bjuggu bjartsýnir og stórhuga menn og lifðu í þeirri von að hægt væri að setja bækur á þrykk,“ sagði Helgi. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRÁ sýningu hópanna við námskeiðslok. Leiklistamámskeið fyrir börn og unglinga Laugaskóli í Dalasýslu 50 ára Hæsta íslenska jólatréð Egilsstöðum - í 20 ár hefur það tíðkast að Kaupfélag Héraðsbúa fái hæsta tréð hverju sinni sem fellt er í Hallormsstaðarskógi, og setji það upp fyrir framan verslun sína á Egilsstöðum. Jóla- tréð sem valið var að þessu sinni er 57 ára gamall fjallaþinur, gróðursett 1937. Að sögn Þórs Þorfinnssonar skógarvarðar á Hallormsstað er tréð rúmlega 10 m hátt og hæsti íslenski fjallaþinur sem hefur verið felldur. Tréð var I Mörkinni í Hallormsstaðarskógi og varð að víkja til að gefa öðrum tijám aukið svigrúm. Kveikt var á ljósum trésins sl. laugardag. Við þá athöfn lék Blásarasveit Tónskólans á Egils- stöðum jólalög fyrir gesti og nokkrir jólasveinar heilsuðu upp ábörnin. Egilsstöðum - Nýlokið er leiklist- arnámskeiði fyrir börn og unglinga á Egilsstöðum. Leikfélag Fljótsdals- héraðs stóð fyrir námskeiðinu og var Guðjón Sigvaldason leiðbein- andi. Námskeiðinu var skipt upp í þrjá hópa, 9 ára og yngri, 10 - 13 ára og 14 ára og eldri. 54 böm og unglingar tóku þátt í námskeiðinu sem stóð yfir í eina viku með æfing- um á hveiju kvöldi. í lok námskeiðs- ins héldu hóparnir sýningu, þar sem yngsti hópurinn sýndi leikrit án orða, en sögumaður sagði söguna. Miðhópurinn sýndi stuttan leikþátt og sá elsti sýndi spuna, þ.e. upphaf og endir voru ákveðin en ekki annar texti þar á milli. Afmælishátíð 10 desember 50 ÁR eru liðin þann 7. desember nk. síðan Laugaskóli í Dalasýslu tók formlega til starfa. Þá stóð aðeins eitt sveitarfélag af 9 sveitarfélögum í sýslunni að rekstri hans, en 1968 voru öll sveit- arfélög í Dalasýslu orðin rekstrar- aðilar hans. Nú hafa öll sveitarfé- lögin nema eitt sameinast þannig að nú, 50 árum síðar, standa tvö sveitarfélög að rekstrinum. Auk þeirra tekur Bæjarhreppur í Strandasýslu Jiátt í rekstri 9. og 10. bekkjar. I upphafi voru nem- endur 19 talsins og einn kennari. Nú eru nemendur 76 og sjö kenn- arar í fullu starfi auk tveggja stundakennara og skólastjóra. Flestir hafa nemendur orðið 165 talsins veturinn 1970-1971. Skólastjórar við skólann hafa verið 9 talsins, núverandi skólastjóri, frá 1986, er Kristján Gíslason og for- maður skólanefndar sr. Ingiberg J. Hannesson. Skólinn hefur frá upphafi verið heimavistarskóli ein- göngu þ.e. allir nemendur frá 6 ára aldri dvelja á heimavist, mis- langan tíma í hverri viku. Haldið verður upp á afmælið laugardaginn 10. desember með dagskrá í íþróttahúsi skólans er hefst kl. 14. Að þeirri dagskrá lok- inni verður viðstöddum boðið að þiggja veitingar í skólanum. Allir gamlir nemendur, starfs- menn og aðrir velunnarar skólans eru velkomnir að Laugum þennan dag til þess að fagna þessum áfanga í sögu skólans. Y R K J U M S L A N D Búum komandi kynslóbum betri og bjartari framtíö á Islandi Stöndum saman, stofnum fræbanka Landgræöslusjóös jÓLAKVEÐJA TIL STUÐNINGS LANDI OG ÞJÓÐ! Geislaplatan YRKJUM ÍSLAND, ásamt hvatningarkorti og -merki, er hugljúf og vi&eigandi jólakve&ja til stuðnings stofnun fræbanka Landgræ&slusjó&s á 50 ára afmæli hans og lý&veldisins. Fæst á bensínstö&vum og útsölustööum Pósts og síma. . < Ví Geislaplatan fæst í hljómplötu- ÉWBp verslunum og kortin í helstu -EpgicSÍ- [|| " bóka- °9 blómaverslunum. pósturogsím, Vinningsnúmer bæklings - Er þér sama um ísland?: 9724,19758,22665,29307,53671,58803,59647, 63594,63825,65608,67804,70118,76753,79731, 81 760,82705,8531 7,94150,95474,99276. Vinningur: Jólatré kr. 3000,- frá BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI Fjárgæsluaðili er Búnaðarbanki Islands Reikningsnúmer 4030. Gíróseðlar meb reikningsnúmeri liggja frammi í útibúum Búnaðarbankans um land allt. Geislapl. Yrkjum ísland Hvatningarkort Hvatningarmerki kr. 990,- kr. 195,- kr. 25,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.