Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 68

Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana leita til landlæknis vegna verkfallsins • • Oryggi sjúklinga stundum ótryggt FORSVARSMENN nokkurra heilbrigðisstofnana telja að ekki sé í öllum tilvikum hægt að tryggja öryggi sjúklinga og vistmanna eða veita þeim lágmarksþjónustu með því starfsfólki sem er við störf á heilbrigðisstofnun- um. Landlæknir hefur beint þeim tilmælum til fulltrúa sjúkraliða í undan- þágunefndum að þeir tryggi að lágmarksþjónustu sé mætt á öllum stofnun- um þar sem ákvörðun um starfsmannafjölda er borin undir nefnd. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagði að félagið gæti ekki veitt rýmri undan- þágur en hingað til hefðu verið veitt- ar. Hún sagði að ábyrgðin í þessu máli hvíldi ekki síður hjá ríkisvaldinu og því væri eðlilegt að málið væri einnig rætt við heilbrigðisráðherra og ijármálaráðherra. Fundur með ráðherra í framhaldi af bréfi landlæknis og viðræðum sem fram hafa farið milli sjúkraliða og Ólafs Ólafssonar landlæknis hefur Ólafur óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra vegna ástandsins sem skapast hefur á heil- brigðisstofnunum í verkfalli sjúkra- liða. Búist er vi.ð að að fundurinn verði haldinn í dag. Engir sjúkraliðar eru nú á vakt á Landakoti, en sjúkraliðar hafa hafn- að öllum undanþágubeiðnum. Krist- ín sagði að sjúkraliðar væru ekki að veita undanþágur til Landakots á meðan hjúkrunarfræðingar gengju í störf sjúkraliða og spítalinn væri að ijölga skurðaðgerðum. Rakel Valdimarsdóttir, hjúkrun- arforstjóri á I,andakoti, sagði að Sjúkraliðafélagið væri að refsa spít- alanum fyrir að hjúkra sjúkum. Samninganefndir ríkisins og sjúkraliða komu saman til fundar í gær. Enginn árangur varð á fund- inum. Um 20 samningafundir hafa verið haldnir í deiiunni frá því að verkfallið hófst 10. nóvember. ■ Engir sjúkraliðar/4 Morgunblaðið/Kristinn Snjórinn veldur erfiðleikum SNJÓRINN vill gjarnan verða ökumönnum til trafala, einkum ef bílar eru illa búnir til aksturs í snjó og hálku. Víða um borgina mátti sjá menn í vandræðum, en þessi litli snáði var á leiksvæði barnaheimilisins við Hörðuvelli í Hafnarfirði í gær og virtist sem aðrir eiga í miklum erfiðleikum með að komast áfram í snjónum. Engu að síður finnst unga fólk- inu gaman þegar snjórinn kem- ur og er ekki á piltinum annað að sjá en hann uni sér vel í leikn- um. Framkvæmdastj óri VSÍ um kröfu fiskvinnslufólks um aukið starfsöryggi Yrði pólitísk ákvörðun um að fækka störfum ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að verði orðið við kröfu fiskverkafólks innan VMSÍ um að Alþingi endurskoði löggjöf til að takmarka möguleika atvinnurekenda á að bregðast við hráefnisskorti með því að senda verkafólk heim án launa jafngildi það pólitískri ákvörð- un um að fækka atvinnutækifærum í landinu. Slík lagasetning mundi fyrst og fremst snerta smærri fískvinnslu- fyrirtæki, sem byggi starfsemi á afla krókabáta og afla keyptum á markaði. Þau hafí ekki möguleika á að tryggja stöðuga vinnu með eigin hráefnisöflun. „Einföld lagasetning sem bann- ar þessum fyrirtækjum að halda uppi vinnú þegar þau hafa vinnu að bjóða skapar ekki störf heldur pyðir þeim,“ sagði Þórarinn í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Þar með væri þetta vandamál að vísu úr sögunni en ég held að það sé ekki það sem við erum að leita eftir." í samhljóða samþykkt ráðstefnu fískvinnslufólks innan VMSÍ um helgina er þess krafist að Alþingi breyti fyrir þingkosningar lögum um rétt starfsfólks til uppsagnar- frests þannig að fiskverkafólk njóti sama starfsöryggis og aðrar starfsstéttir í landinu. Vandi smærri fyrirtækja Þórarinn V. Þórarinsson segir að það séu einkum smærri fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafí borið sig illa yfir því að vera bundin af ákvæðum um kauptryggingu. Möguleikar á að tryggja hráefni til að halda uppi stöðugri vinnslu hafi farið minnk- andi síðustu misseri. Þau um það bil 30 fyrirtæki, sem verki stærstan hluta frystra afurða í landinu, hafí hins vegar ekki átt í erfiðleikum með að halda uppi fullri vinnslu enda ráði þau jafnan yfír talsverð- um veiðiheimildum og geti skipu- lagt rekstur sinn miðað við heilsárs- vinnslu. „Þetta vandamál er ekki síður vandamál verkendanna, sem eiga hlut að máli, og vildu öðru fremur halda uppi stöðugum rekstri allt árið en hafa ekki átt þess kost vegna samdráttar og samþjöppun- ar veðiheimilda." Morgunblaðið/Sig. Jóns. 11.000 lítrar í súginn MJÓLKURBÍLL með 11 þúsund lítra af mjólk fór útaf Suðurlands- vegi í Flóanum í gær mánudag, og valt á hliðina. Bílstjórinn var fluttur á Sjúkrahús Suðurlands til skoðunar en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Mjólkin fór hins vegar til spillis. Gunnar Helgi Hálfdanarson um greiðslukjör á hlutabréfum Mun auka verðsveifiur Skákmaður hneig niður Héldum að hann væri allur LITHÁÍSKUR andstæðingur Margeirs Péturssonar hné nið- ur eftir rúmlega þriggja klukkustunda skák í 5. umferð Ólympíuskákmótsins í Moskvu í gær. Skákmaðurinn Sulskins var talinn úr lífshættu í gær. Samið var um jafntefli á öllum borðum eftir atburðinn. „Hann hallaðist náfölur upp að félaga sínum og valt svo í gólfíð með korri og starandi augnaráði. Við héldum að hann væri allur. Margeir kallaði strax á lækni. Mikið fjaðrafok var í salnum og að lokum kom læknirinn. Síðan var farið með hann og klukkurnar voru settar aftur af stað. En skákmennirn- ir voru slegnir og þegar liðs- stjóri Litháenana bauð jafntefli á öllum borðum var því tekið,“ sagði Þráinn Guðmundsson far- arstjóri Islendinganna. Þráinn sagðist ekki vita til að annað eins hafi gerst á Ólympíuskákmóti. ■ Ólympíuskákmótið/51 FJÖGUR verðbréfafyrirtæki hafa tekið upp á þeirri nýjung að bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa hlutabréf á sérstökum afborg- unarkjörum fyrir áramót. Gunnar Helgi Hálfdanarson, forstjóri Landsbréfa, segir að þar taki menn tilneyddir þátt í þessum leik og hann telur að áhrifin á hluta- bréfamarkaðinn geti orðið nei- kvæð. Hann segir að lánskjörin séu líkleg til þess að auka enn frekar verðsveiflur á íslenska hlutabréfa- markaðnum. „Það þarf afskaplega lítið að gerast á þessum markaði til þess að það hafi áhrif á verð. Ef lánskjörin verða þess valdandi að eftirspurnin fyrir áramót eykst mun það valda verðhækkunum. Það er síðan líklegt að verð lækki aftur þegar þessari törn lýkur og þannig getur fólk sem kaupir hlutabréf þegar verðið er hátt brennt sig á þessum viðskiptum." ■ Skandia og Landsbréf/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.