Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 2i LISTIR Rýnt í framtíðina Trausti Valsson Albert Jónsson Myndlist í Kirkju- lundi SÚ hefð hefur skapast í Kefla- víkursókn að fá listamenn til þess að sýna listaverk sín í safn- aðarheimilinu Kirkjulundi um páska. Listamennirnir Sigmar V. Vilhelmsson og Reynir Sig- urðsson sýna nú myndir með trúarlegu inntaki. Sigmar V. Vilhelmsson er Keflvíkingur, fæddur 1961. Hann lærði í Baðstofunni hjá Eiríki Smith og í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann kennir nú við Myllubakkaskóla í Keflavík. Sigmar hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Reynir Sigurðsson er fæddur 1957 og búsettur í Keflavík. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Reynir bjó í Noregi um nokkurra ára skeið og vann þar að list sinni. Hann hefur haldið einkasýningar ytra og hér heima og tekið þátt í samsýningum. Sýningin verður opin í Kirkju- lundi í tvær vikur. Djass á Selfossi DJASSTÓNLEIKAR verða í Hótel Selfossi laugardaginn 15. apríl nk. Húsið opnar kl. 20.30. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Fram koma Kvartett Krist- jönu Stefánsdóttur en hann skipa Kristjana Stefánsdóttir, söngur, Gunnar Jónsson, trommur, Smári Kristjánsson, bassi og Vignir Þór Stefánsson, píanó. Gestur kvöldsins verður Vilhjálmur Guðjónsson, gít- ar/saxófónn, sem best er þekkt- ur sem hljómsveitarstjóri í þátt- unum „A tali hjá Hemma Gunn“. Aðgangseyrir kr. 900. MÁLVERK eftir Birgi. Sakleysis- leg heims- mynd barna LAU G ARDAGINN 15. apríl kl. 16.00 opnar Birgir Snæbjörn Birgis- son sýningu á málverkum í sýningar- salnum Við Hamarinn, Strandgötu 50, Hafnarfirði. Birgir stundaði nám við Myndlist- arskólann á Akureyri 198571986, Myndlista- og Handíðaskóla íslands 1986-1989 auk náms í Strasbourg í Frakklandi 1991-1993. I kynningu segir: „Verk Birgis eru óður til sakleysislegrar heimsmyndar barna. Verk hans'lýsa þó miklu sak- leysi og alvöru í senn, því lífið er nú þannig gert að á endanum hrynur þessi sakleysislega heimsmynd og alvaran tekur við“. Þetta er fimmta einkasýning Birg- is, en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýning Birgis stendur til 30. apríl og er opin alla daga frá klukkan 14.00-18.00. Opið um páskana. BOKMENNTIR F r æ ð i r i t VIÐ ALDAHVÖRF eftir Trausta Valsson og Albert Jónsson, Fjölvaútgáfan, 1995,96 bls. ÞAÐ styttist í lok þessa árþús- unds og ýmsir farnir að huga að því hvað sé á næsta leiti. Iðulega er það svo að bölsýni sækir á menn við aldamót eða mót árþúsunda og margvíslegar heimsslftaspár má sjá þessi árin. Það dæmi sem flestir verða varir við er heimsslitaspár sumra vísindamanna og umhverfis- sinna um aukinn hita á jörðinni, breytingar á veðurfari, nýja sjúk- dóma eða hvaðeina annað sem mönnum dettur í hug. Þegar siða- postular eða skáldfífl taka að hræra í þessum potti getur orðið úr mikil ólyfjan. Þessi bók er ekki heims- slitaspá og hún er ekki bölmóðsleg grautargerð. Hún er viðleitni til að setja saman stutta og greinargóða sýn á hvað bíður okkar á næstunni eða hvað ætti að bíða okkar. Þetta er bók sem ætti að gagnast öllum, sem þurfa á upplýsingum að halda um yeröldina og líklega þróun henn- ar. í henni eru dregnar saman upp- lýsingar sem varpa ljósi á þær breytingar sem eru að gerast nú og hafa verið að gerast á síðustu árum. Það er eðlilegt við tímamót að líta yfir farinn veg og reyna að horfa fram á við. Markmið höfunda þessarar bókar er að átta sig á stöðu Islands í þeim breytingum sem nú ganga yfir heimsbyggðina. Þær eru margvíslegar og þeir horfa til nokk- urra þeirra. Það er sjálfsagt að gera grein fyrir lokum kaldastríðs- ins. Þau lok eru sennilega mikilvæg- asti atburður alþjóðamála á seinni árum, þótt mér sé til efs að við skiljum breytinguna til fulls enn. Höfundarnir beina athygli sinni að mikilvægi utanríkisviðskipta fyrir þjóðarbúskap íslendinga. Þeir gera grein fyrir auknum áhrifum um- hverfismála á alþjóðavettvangi. Þeir lýsa hvernig tæknilegar framfarir geta hugsanlega breytt aðstöðu ís- lendinga, hvaða ljón eru nú í vegi þess að vinna vetni, svo að dæmi sé nefnt. Þeir meta hlut menningar í þjóðfélagsþróun og átta sig á að því menntaðra fólk, þeim mun meira máli skipti menningin. Stærstur hluti bókarinnar, sem er ekki stór, fer í að kryfja byggðaþró- un heimsins, Evrópu og Islands. Þar er rakið hvernig starfshátta- bylting hefur breytt búsetu margra landa. Það er einnig sýnt hvernig samgöngunet innan Evrópu getur breytt mjög miklu um búsetu, flutn- inga á markað og ýmislegt annað. I kaflanum um Island er einnig fjall- að um breytingar sem eru orðnar og eru fyrirsjáanlegar á samskipt- um landsmanna. Þar er getið um mögulega vegi um hálendið, hvern- ig bættar samgöngur á suðvestur- horninu geta breytt búsetumynstri ásamt öðru. Mér virðist fjallað um flest mál af yfirvegaðri skynsemi í þessari bók. Mér virðist höfundarn- ir tefla á tæpasta vað í því sem sagt er um menningu og þróun hennar. En um annað eru þeir holdgervingar skyn- seminnar. Skoðum eitt dæmi. Þeir segja um byggðamál á Islandi þetta, á bls. 76: “í byggðaumræðunni hér á landi réði ferðinni sú fávíslega kennisetning „að koma í veg fyrir byggðaröskun.“ Þar yfirsást mönnum að ekkert er eðlilegra en að breytingar verði á byggðamynstri eftir þörfum hvers tíma. Þessi kenning olli tvöföidum skaða: hún vann á móti því að byggðamyn- strið aðlagaði sig þörfum breyttra tíma og svo hefur verulegur hluti af fjárfestingu þjóðarinnar farið í byggingu hálfnýttra hafna, skóla- húsa, heilsugæslustöðva o.s.frv., á stöðum þar sem fyrir löngu var ljóst orðið að byggð myndi dragast sam- an.“ Það hafa ekki mörg önnur skynsamlegri orð verið skrifuð um byggðastefnu íslenzkra stjórnvalda síðustu áratugina. í bókinni er mik- ið af skýringamyndum sem segja margt. Þær hafa prentast vel og gera bókina eigulega. Það er fjölda- margt skynsamlega sagt í þessari bók. Hún er samt ekki glæsilega stíluð, knöpp og stundum svolítið stirð. Eg er heldur ekki sannfærður um að tillögur eins og þær um há- lendisvegi, sem í bókinni eru, nái fram að ganga miðað við þá að- ferð, sem nú er höfð við úthlutun vegafjár, nema skipaður verði sér- stakur þingmaður hálendisins. En það er ástæða til að hvetja alla áhugamenn um þjóðfélagsþróun að skoða þessa bók. í henni eru reif- aðar mikilvægar staðreyndir um nútímann og nánustu framtíð. Guðmundur Heiðar Frímannsson ÚR leikriti Darios Fo, Mat á jafnstöðu kynja Fjölbreytt efni í tímariti KHÍ NÝLEGA kom út þriðja hefti tíma- rits Kennaraháskóia Islands, Upp- eldi og menntun. Efni þessa ár- gangs er fjölbreytt og eru greinar tímaritsins allar innlegg í þá skóla- málaumræðu sem nú fer fram hér á landi, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. í nokkr- um greinanna er fjallað um rann- sóknir. Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar um rannsókn sína á mál- þroska barna, Jón Torfi Jónasson fjallar um flutning nemenda milli námsbrauta í framhaldsskólum og Guðmundur B. Arnkelsson lýsir athugun á próffræðilegum eigin- leikum samræmdra prófa. í grein eftir Börk Hansen er íjallað um hugtökin gæðastjórnun, skilvirkni og skólamenning og þýð- ingu þeirra fyrir þróunarstarf í skólum. Guðný Guðbjörnsdóttir greinir frá mati á þróunarverkefni í Myllubakkaskóla um jafnstöðu kynja. Þorsteinn Hjartarson fjallár einnig um þróunarstarf í skólum, en hann lýsir aðdraganda og fram- kvæmd samskipta milli Brautar- holtsskóla á Skeiðum og skóla á Indlandi. Kristinn Björnsson greinir frá þróun sálfræðiþjónustu í Reykjavík og þeim sjónarmiðum sem sett hafa mark sitt á hana. Jóhanna G. Kristjánsdóttir fjallar um hug- takið sérkennsla. Við borgum ekki, við borgum ekki Skrattinn skemmtir NÚ STANDA yfir æfingar hjá Leikfélagi Reykjavíkur á gaman- leiknum Við borgum ekki, við borgum ekki, eftir Dario Fo og verður frumsýning á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 22. apríl næstkomandi. Dario Fo er íslenskum leikhús- gestum að góðu kunnur, en farsar hans og ærslaleikir hafa notið ómældra vinsælda meðal islenskra leikhúsgesta síðan Leikfélag Reykjavikur kynnti verk hans fyrst á íslensku leiksviði í Iðnó 1963 með þrem einþáttungum hans - Þjófar, lík og falar konur. Hefur Leikfélagið síðan sett þrjú leikrit eftir Fo á svið, ýmist í Iðnó eða Austurbæjarbíói og hafa þær sýningar allar notið mikilla vin- sælda: Steldu bara milljón, Hassið hennar mömmu og Félegt fés. Við borgum ekki, við borgum ekki var frinnsýnt á íslandi af sunnandeild Alþýðuleikhússins í Lindarbæ 1978 undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Hefur leik- ritið síðan verið flutt af ýmsum áhugafélögum víða um land. Leik- stjóri að þessu sinni er Þröstur Leó Gunnarsson, en með hlutverk leiksins fara þau Ari Matthíasson, Eggert Þorleifsson, Hanna María Karlsdóttir, Magnús ólafsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Leikmynd gerir Jón Þórisson, lýs- ingu hannar Ögmundur Þór Jó- hannesson en þýðing er eftir Ingi- björgu Briem og Guðrúnu Ægis- dóttur. LEIKLIST Lcikhópur F j ö 1 b r n u t a s k ó I n S ii ð ii r I n n d s EF eftir Gunnar Hersvein. Leikstjóri: Davíð Kristjánsson. Hljómsveitin Skítamórall. Aðalleikendur: Tanía íris Melero, Vilborg Þórhallsdóttii’, Guðniuudur Sigurdórsson, Guðni Kristiusson. Hótel Selfossi 5. apríl. TVEIR gaurar sitja við tölvur sitt hvorum megin við sviðið og pikka ákaft. Þegar nánar er skoðað eru þetta Lykla-Pétur og andskoti hans, sjálfur kölski. Engum þarf að koma á óvart að þeir skuli hafa tekið tækn- ina í sína þjónustu því þeir hafa víst, eins og sagt er, fylgst vel með í gegnum árin. Veiðimenn á borð við þessa tvo verða að hafa toppgræjur. Þeir kumpánar gera með sér veðmál um mannssálir og beita öllum brögð- um til að hafa betur og ekki síður Pétur en í ljós kemur að hann er bæði undirförull og óheiðarlegur og engu skárri en skrattinn sjálfur. I sjálfu sér er þetta lúxuslíf hjá skratt- anuin, því hann hefur sett sér skýr markmið og vinnur ötullega að því að ná þeim. En Pétur er aumkunar- verðari því hann þarf að bisa við sið- ferðiskenndina og fijálst val en virð- ist enn fastur í gamla jesúítamóraln- um, að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er gömul saga og það er gam- an að sjá á Selfossi að hún er ennþá ný- Fjórir leikarar bera þetta leik- rit/söngleik uppi. Öll gera þau hlut- verkum sínum sæmileg skil og njóta þar handleiðslu Davíðs Kristjánsson- ar en hann er sjálfur leikari af guðs náð og hefur smitað út frá sér og einna mest Guðmund Karl Sigurdórs- son. Sá piltur er prýðilegur kölski, skýrmæltur og hreyfanlegur. Fjölmargir nemendur hafa komið að þessari uppsetningu og hafa eflaust lært ýmislegt og ekki síst það margir þurfa að leggjast á eitt ef allviðamikil sýning á borð við Ef á að verða að veruleika. Hljómsveitar- meðlimir eru enn ein sönnun þess að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi hefur á að skipa fleira fóiki sém leikur á hljóðfæri og leikur vel. Guðbrandur Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.