Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 35 Karpov er sterk- ur í atskákinni SKAK Skákmidstöðin Faxafcni 12 SKÁKÞING ÍSLANDS Áskorenda- og opinn flokkur 8. - 17.apríl ANATÓLÍ Karpov, FIDE heimsmeistari, sigraði örugglega á Amber mótinu í Mónakó sem lauk á mánudagskvöldið. Mót þetta er afar nýstárlegt og hefur meira skemmtigildi en hefðbundin skákmót. Tólf af öflugustu skák- mönnum heims voru á meðal þátttakenda og tefldu þeir eitt blindskákmót og eitt atskákmót. Urslit mótanna voru síðan lögð saman og þá kom Anatólí Karpov út sem yfirburðasig- urvegari. Árangur Karpovs í blindskákunum var þó aðeins í meðal- lagi, en í atskákun- um náði hann ótrú- legum árangri, tíu vinningum af ellefu mögulegum! Það má auðvitað deila um hversu marktæk slík mót eru, en þetta sýnir þó að Karpov er í frábæru formi um þessar mundir. Einvígi hans og Gata Kamskys um FIDE-heimsmeistaratitilinn stendur fyrir dyrum síðar á þessu ári. Kamsky virtist þreyttur í Mónakó og ekki hafa náð sér eft- ir tapið fyrir Anand um daginn. Þá tryggði Indveijinn sér rétt til að tefla við sjálfan Kasparov um PCA-titilinn. Hann komst vel frá mótinu í Mónakó, varð í öðru sæti, bæði í blindskákinni og at- skákinni. Fullvíst má telja að An- and sé nú einn af þremur bestu skákmönnum heims og hann muni veita Kasparov harða keppni í Köln í haust. Blindskákmótíð: 1. Kramnik 8 v. 2. Anand 7 v. 3- 5. ívantsjúk, Kamsky og Piket 6>/2 V. 6. Karpov 6 v. 7. Nikolic 5*/2 v. 8-9. Júdit Polgar og Lautier 5 v. 10. Shirov 4‘/2 v. 11. Ljubojevic 3‘/2 v. 12. Nunn 2 v. Atskákmótið: I. Karpov 10 v. 2-3. Anand og ívantsjúk 7'h v. 4- 5. Júdit Polgar og Shirov 6 v. 6. Kamsky 5V2 v. 7. Kramnik 5 v. 8- 9. Lautier og Piket 4‘/2 v. 10. Nikolic 4 v. II. Ljubojevic 3‘/2 v. 12. Nunn 2 v. Heildarkeppnin: 1. Karpov 16 v. 2. Anand 14V2 v. 3. ívantsjúk 14 v. 4. Kramnik 13 v. 5. Kamsky 12 v. 6-7. Piket og Júdit Polgar 11 v. 8. Shirov IOV2 v. 9- 10. Lautier og Nikolic 91/?. v. 11. Ljubojevic 7 v. 12. Nunn 4 v. Áskorenda- og opinn flokkur Keppni í áskorenda- og opnum flokki á Skákþingi íslands hófst á laugardaginn og lýkur annan í páskum. I áskorendaflokki er teflt um tvö sæti í landsliðsflokki á Skákþingi íslands í nóvember. Þar tefia tíu skákmenn, flestir ungir að árum. Júlíus Friðjónsson, sem er langelstur keppenda, er þó sá eini sem unnið hefur þijár fyrstu skákirnar. Það má búast við gífur- lega harðri keppni um sætin tvö. Staðan í áskorendaflokki: 1. Júlíus Friðjónsson 3 v. 2. Kristján Eðvarðsson 2'h v. 3. Arnar Þorsteinsson 2 v. 4-7. Magnús Örn Úlfarsson, Jón Viktor Gunnarsson, Magnús Pálmi Ömólfsson og Arnar E. Gunnars- son IV2 v. 8. Páll Agnar Þórarinsson 1 v. 9. Ólafur B. Þórsson xh v. 10. Davíð Kjartansson 0 v. í opna flokknum er teflt um tvö sæti í áskorendaflokki að ári: Opinn flokkur: 1—2. Bjarni Kolbeinsson og Janus Ragnarsson 3 v. 3-5. Bjöm Þorfinnsson,. Berg- steinn Einarsson og Sverrir Sig- urðsson 2 'h v. 6-12. Baldur H. Möller, Bjami Magnússon, Atli B. Hilmarsson, Sigurð- ur Páll Steindórsson, Ingibjörg Edda Birg- isdóttir, Smári Rafn Teitsson, Patrick Svansson og Sindri Guðjónsson 2 v. Ein snörp að norðan Þórleifur Karl Karlsson varð skák- meistari Akureyrar 1995, eftir að hafa sigrað Smára Rafn Teitsson í einvígi um titilinn. Smári vann fyrstu sjö skákir sínar á mótinu og virtist kominn með aðra höndina á bikarinn, en þá tókst Þórleifi að stöðva hann í æsilegri skák, sem við skulum skoða: Hvítt: Þórleifur K. Karlsson Svart: Smári Rafn Teitsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be3 - e6 7. Dd2 - b5 8. f3 - Bb7 9. 0-0-0 - Rbd7 10. g4 - h6 11. Bd3 - b4 Djarfara en 11. - Re5, sem Sikileyjarsérfræðingamir Ka- sparov og Polugajevskí hafa báðir leikið gegn Jóhanni Hjartarsyni. 12. Rce2 - d5 13. exd5 - Rxd5 14. Rf4 - Da5 15. Kbl - Rxe3 16. Dxe3 - De5! 17. Dcl!? a b c d • ( g h Nú upphefst miki! flugeldasýn- ing þar sem hvítur skilur alla létta menn sína eftir í dauðanum. Það er auðvitað mjög hæpið að allar fórnirnar standist. 17. - Dxd4 18. Rxe6 - Db6 19. Bg6 - Dxe6? Fram að þessum leik hafa tefl- endur fetað í fótspor Englendings- ins Adams og Spánveijans Comas Fabrego á HM unglinga 1988. Þar svaraði svartur með 19. - fxg6 og framhaldið varð 20. Hhel - Rf6 21. Df4 - Be7 22. Rxg7+ - Kf8 23. Hd7 - Hh7? 24. Hdxe7 - Hxg7? 25. Dxh6 - Re8 26. Dh8+ - Hg8 27. De5 - Rg7 28. Hf7+! og svartur gafst upp því hann er mát í næsta leik. Hann gat auðvitað varist miklu betur. 20. Bf5 - Bxf3 21. Bxe6 - fxe6 22. De3 - Bxdl 23. Dxe6+ - Kd8 24. Hxdl - Ha7 25. Df7! Þótt svartur hafi fengið hrók og tvo m?nn fyrir drottninguna, sem er yfrið nóg lið, getur hann sig nú hvergi hreyft. 25. - Hc7 26. h4 - a5 27. g5 - hxg5 28. hxg5 - Kc8 29. a3 - bxa3? Leikur af sér manni og skákin tapast strax. Reynandi var 29. - Bc5, þótt hvítur standi mun betur eftir 30. Dxg7. 30. De8+ - Kb7 31. Hxd7 - axb2 32. Hd8 og svartur gafst upp. Margeir Pétursson Anatólí Karpov + Guðríður Hreinsdóttir fæddist 22. desem- ber 1902 að Kvíar- holti í Holtum, Rangárvallasýslu. Hún lést á Borgar- spítalanum 4. apríl sl. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þór- unn Sigurðardóttir og Hreinn Þor- steinsson bóndi. Systkini Guðríðar eru öll látin, en þau voru Katrín, Sig- urður, Þóroddur og Margrét. Guðríður giftist 21. júli 1940 Frímanni Jóns- syni, f. 14. júlí 1903, d. 4. sept- ember 1993. Foreldrar hans ÞÁ ER sá dagur runninn upp að mín ástkæra amma hefur kvatt okkur í þessu lífi. Þó sorgin sé mik- il þá var hennar tími komin og hún var farin að þrá að fá hvíldina. Það sem einkenndi fas hennar var ákveðni, traust, heiðarleiki og hlýja. Því lítið sem ekkert fékk hanni haggað, hún stóð fast á sínu. Hún fylgdist vel með öllum þjóðmál- um, því alltaf fylgdi litla útvarpið henni hvert sem hún fór um íbúð- ina, jafnvel í svefninn líka. Ávallt var vel tekið á móti okkur hjá afa og ömmu í Karfavogi, eins og við kölluðum þau, þar sem oftast nær ilmaði af kleinunum og flatkökun- um hennar ömmu. voru hjónin Svan- hildur Björnsdóttir og Jón Zóphónías- son, bóndi að Bakka í Svarfaðardal. Þau Guðríður og Frí- mann eignuðust tvo syni: 1) Jón, f. 21.5. 1940, vélvirki. Eigin- kona Aðalheiður Jónsdóttir. __ Dætur Þóra og Ásdís. 2) Hreinn f. 20.1. 1944, verkfræðingur. Eig- inkona Birgit Hel- land. Börn Finnur, Knútur, Frímann og Dagný. Utför Guðríðar fer fram frá Seljakirkju í dag, 12. apríl, og hefst athöfnin kl. 13.30. Ég dvaldi oft langtímum saman hjá afa og ömmu því alltaf var maður velkominn og fékk ég því oft að hjálpa til við baksturinn. Einnig var mikið gripið í spilin því afi og amma voru mikið spilafólk og lærði maður heilmikið af spila- mennsku þeirra og hafði gaman af. Við fórum oft í gönguferðir og heimsóknir þegar ég dvaldi hjá þeim á yngri árum. Ég dvaldi einnig þeg- ar leið mín lá í skóla í Reykjavík og naut ég þess að fá að vera á þessu rólega og hlýja heimili eins og þeirra var von og vísa. Svo ekki sé minnst á öll jólaboðin og um páskana hittust allir hjá afa og ömmu í Karfavogi og ekki má gleyma laufabrauðsbakstrinum því þá var oft kátt á hjalla. Dótakassinn og nammiskálin voru alltaf á sínum stað og hafa barnabarnabörnin einnig notið góðs af þeim. Élsku amma mín, þegar við nú kveðjum þig ég og íjölskylda mín, foreldrar mínir, systir mín og henn- ar fjölskylda, mun minningin um þig ávallt lifa í huga okkar. Von- andi ertu nú með honum afa eins og ég sagði við dóttur mína. Hver veit? Guð blessi þig. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Aðalsteinsd.) Ásdís Erla Jónsdóttir. Elsku amma mín hefur kvatt þennan heim. Hún fékk hvíldina þann 4. apríl eftir stutta sjúkrahús- legu. Margar góðar minningar geymi ég um þig, elsku amma, og okkar samverustundir. Þessar minningar geymi ég til að létta sorgina og mun ég aldrei gleyma þeim. Þegar ég hugsa um þig mun ég ávallt minnast þeirrar friðsældar og þess öryggis sem var alltaf í kringum þig. Einnig mun ég mir.n- ast skálarinnar sem var alltaf á sfn- um stað, full af góðgæti og hefur hún glatt margt barnshjartað. Nú ertu komin til hans sem þú hefur saknað svo sárt, hans afa. Elsku amma, minningin um þig verður mitt ljós og það ljós mun aldrei slokkna. Dagný Hreinsdóttir. ________MINIMIMGAR GUÐRÍÐUR HREINSDÓTTIR Gyða Eyjólfs- dóttir húsmóðir var fædd í Reykja- vík 12. júní 1921. Hún lést á Vífils- staðaspítala 4. apríl 1995. Gyða var dóttir hjónanna Eyjólfs E. Jóhanns- sonar, hárskera- meistara hér í Reykjavík, f. 3. mars 1892 á Kolla- búðurn í Þorska- firði, d. 14. maí 1975, og konu hans Þórunnar Jónsdótt- ur f. 12. desember 1895 að Syðri-Rauðamel, d. 8. júlí 1988. Þau bjuggu lengst af á Sólvalla- götu 20 í Reykjavík. Gyða var næstelst sex systkina. Þau voru Helga Unnur, f. 13. mars 1920, d. 5 nóvember 1948, Svana, f. 12. september 1922, Erla, f. 29. október 1925, d. 20. október 1990, Jón Trausti, f. 22. nóvem- ber 1927, og Jóhann Bragi, f. 20. nóvember 1930, d. 18. júní 1977. Gyða giftist 16. janúar 1944 Georg Jónssyni blikk- LÁTIN ER í Reykjavík eftir stutta sjúkdómslegu kær vinkona okkar Gyða Eyjólfsdóttir. Kynni okkar hófust í Kvennaskólanum í Reykja- vík fyrir sextíu árum. Þar var glatt á hjalla og margt sem vakti yngis- meyjum kæti þótt við gættum þess einnig að sýna þá virðingu og sið- fágun sem kvennaskólastúlkur áttu að temja sér. Það var t.d. ekki sama hvernig maður bar sig að við að loka glugga og engin sómakær stúlka mátti halla sér upp að vegg, hvað þá að hlaupa á göngunum. Við útskrifuðumst vorið 1938 og héldum út, í lífið fullar bjartsýni og eftirvæntingar. Fyrr en varði voru flestar bekkjarsysturnar gift- ar og gengnar út. Þær sem settust að í Reykjavík hófu að hittast smíðameistara, f. 4. júlí 1917 að Önd- verðarnesi, Innri- neshreppi, Snæ- fellsnesi. Þau eign- uðust fjögur börn: 1) Eyjólfur Þór, f. 5. maí 1945, kvænt- ur Halldóru Ólafs- dóttur, f. 28. apríl 1948. 2) Guðmund- ur Birgir, f. 21. febrúar 1949. 3) Helga Unnur, f. 17.11. 1953, gift Hafsteini Vilhelm- syni, f. 1. júlí 1949, og 4) Edda Júlíana, f. 10. apríl 1960. Hún er gift Álberti Páls- syni, f. 13. febrúar 1958. Þau eru öll búsett í Reykjavík. Gyða stundaði nám í Kvennaskólan- um í Reykjavík og lauk prófi þaðan. Hún vann við verslunar- störf þar til hún gifti sig og síðar eftir að börn þeirra hjóna voru farin að heiman. Utför hennar verður gerð í dag, 12. apríl 1995, frá Foss- vogskirkju, og hefst athöfnin kl. 13.30. mánaðarlega yfir vetrartímann og hefur sá siður haldist síðan eða í rúm fimmtíu ár. í hópnum voru rúmlega 15 kon- ur og þótt húsrými væri víða af skornum skammti á þessum fyrstu búskaparárum okkar sannaðist þar margsinnis að þröngt mega sáttir sitja. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hittast og kærkomin tilbreyting frá hversdagsamstrinu. Við fýlgd- umst hver með annarri í gleði og sorg og ef eitthvað bjátaði á var ómetanlegt að eiga þennan góða hóp að þar sem allar voru tilbúnar að rétta hjálparhönd. Á sumrin var oftast farin ein skemmtiferð og þá fengu eiginmennimir að slást í hópinn. Hin síðari ár höfum við hist oftar enda fínnum við æ betur hversu mikilvægt það er að rækta vináttuna og við getum af öllu hjarta tekið undir orð skáldsins: '" Það er hollt að hafa átt heiðra drauma vökunætur, séð með vinum sínum þrátt sólskins rönd um miðja nátt, aukið degi í æviþátt aðrir þegar stóðu á fætur. (Stephan G. Stephansson) Á langri vegferð hefur gæfan verið okkur hliðholl og maðurinn með ljáinn var sem betur fer ekki nærgöngull framan af. Nú þegar Gyða okkar er látin skilur hún eft- ir sig skarð í hópnum og við minn- umst hennar með eftirsjá. Hún var ljúf og traust og lagði sitt af mörk- um til að styrkja þann vef vináttu • og tryggðar sem við allar njótum góðs af. Við erum þess fullvissar að Gyða á góða heimkomu og send- um eftirlifandi eiginmanni hennar, Georg Jónssyni,og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd skólasystra, Guðný Jónsdóttir og Jónína Gísladóttir. GYÐA EYJÓLFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.