Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 43 FRÉTTIR Kvennamót Hvítasunnu- manna HVÍTASUNNUKONUR bjóða dagana 21.-23. apríl til kvenna- móts í skála Hvítasunnumanna, Fljótshlíð. Þetta er áttunda mót sinnar tegundar en konur hafa safnast saman og notið samver- unnar í sveitasælunni víðar á land- inu á samskonar mótum. Markmið mótsins er að hvetja konur til sjálfstæðis, minna þær á eigin ábyrgð til innri þroska, brýna fyrir konum að þær beri ábyrgð í guðsríkinu, minna þær á áhrif þeirra gagnvart fjölskyldunni og samfélaginu og að konur endur- nærist til anda, sálar og líkama. Mótið er opið öllum kristnum konum sem hafa áhuga á að draga sig úr amstri hverdagsins og leita Guðs. Rútuferð verður frá Hátúni 2 föstudaginn 21. apríl og heim aftur á sunnudag. Skráning stend- ur fram yfir páska og eru allar nánari upplýsingar gefnar í Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ VINSTRI Sigurbjörn Sævar, Jón Víðis Jakobsson, Gunnar Kristjánsson, Guðmundur Þór Norðdahl, Ásta Gunnarsdóttir, Edda Hrund Halldórsdóttir og Snævar Þór Guðmundsson. Friðarsamtök barna á Interneti ALÞJÓÐLEGAR sumarbúðir barna eða CISV eru friðarsamtök starfandi um allan heim. CISV hefur tekið Internet í notkun til að auka sam- skipti á milli félagsmanna víðsvegar um heim þar sem það er ódýrara og fljótvirkara en hefðbundnar póst,- samgöngur eða símtöl. Nýlega hélt CISV fund á Internet á IRC-rásinni CISV. Unglingadeild CISV á íslandi átti frumkvæði að og stjórnaði fundinum og tóku tutt- ugu þátttakendur frá þremur lönd- um þátt í umræðunum. Tókst hann í alla staði mjög vel og er næsti fundur fyrirhugaður 22. apríl. Marisa Arason Opnar ljós- myndastofu MARISA Arason ljósmyndari hefur opnað ljósmyndastofuna Studio 12 á i Suðurlandsbraut 12, 2. hæð. | Marisa er frá Barceiona en hefur búið hér á landi og starfað við ljós- myndun í 12 ár. Kynni sín og áhuga á ljósmyndum fékk Marisa hjá afa sínum, Luis Navarro, sem var þekkt- ur ljósmyndari í Katalóníu og í Barc- elona er haldin ljósmyndasamkeppni annað hvert ár sem ber nafn hans. Marisa hefur haldið eina einkasýn- ingu á ljósmyndum sínum og tekið þátt í samsýningum hér heima og j erlendis. | í Studio 12 verður lögð áhersla á eftirtökur eftir gömlum ljósmyndum en einnig verða allar almennar myndatökur svo sem barna-, fjöl- skyldu- og fermingarmyndatökur. Marisa vinnur mikið í svart/hvítu en einnig í lit. Studio 12 er opið virka daga frá kl. 10-17. MARÍA Lovísa tískuhönnuður. Tískusýning á Kaffi Reykjavík MARÍA Lovísa tískuhönnuður sýn- ir fatnað sinn á Kaffi Reykjavík miðvikudaginn 12. apríl og hefst sýningin kl. 21. María Lovísa sýnir nýjustu vor- tískuna en þess má geta að hún er með sérsaumaðan og tilbúinn fatnað í verslun sinni að Skóla- vörðustig 8. Módelsamtökin sýna fatnaðinn en tískusýningarfólkið verður snyrt frá Snyrtistofunni Guerlain, Óðinsgötu og Hárgreiðslustofan Cleó, Garðatorgi, greiðir módelun- um eftir nýjustu tísku. Einnig verða sýndir skartgripir frá Jens Guðmyndssyni, Kringlunni og Skólavörðustíg. Kynnir kvöldsins er Heiðar Jóns- son. Allir velkomnir. Getsemane- stund í Hall- grímskirkju í HALLGRÍMSKIRKJU á skírdags- kvöld er messa með altarisgöngu kl. 20.30. Sr. Karl Sigurbjörnsson predikar. Að lokinni messu verður svokölluð Getsemanestund. Ljósin verða slökkt og lesin er frásögnin af bæn Jesú í Getsemane. Að því loknu er altarið afklætt skrúða sínum meðan lesinn er og íhugaður 22. Davíðssálmur. Altarið í kirkjunni er tákn Krists og ljóss þess og skrúð tákn tignar hans. Afklæðning altarisins er áhrifarík tjáning niðurlægingar Krists og dauða. Næsta dag mun það standa bert í minningu þess. Fyrir framan það er komið fyrir myndverki Unnar Ólafsdóttur af pelíkananum sem er fornt tákn fórnardauða frelsarans. Á föstudaginn ianga verður Pass- íusálmarnir lesnir í Hallgrímskirkju að venju og hátíaðrmessa verður á páskadagsmorgun. Skemmtanir UTWEETY leikur í kvöld, miðviku- dagskvöld í Sjallanum á ísafirði og er aldurstakmark 18 ár. mTVEIR VINIR í kvöld leikur rokk- hljómsveitin Dead Sea Apple. UHÓTEL ÍSLAND í kvöld verður 20. stórsýning Björgvins Halldórsson- ar Þó líði ár og öld. Dansleikur verð- ur á eftir sýningu þar sem Stjórnin leikur fyrir dansi ásamt gestasöngvur- unum Bjarna Ara og Bjögga Hall- dórs. V estfiarðalistinn Stuðningur við vest- firska sjálfstæðismenn VESTFJARÐALISTINN lýsir yfir stuðningi við baráttu vestfírskra sjálfstæðisþingmanna fyrir breyttri fískveiðistefnu og minnir á vanda báta á aflamarki, rétt krókabáta og nýtingu grunnmiða fyrir strand- byggðir, segir í tilkynningu frá Vest- fjarðalistanum. „Vestíjarðalistinn treystir því að sjálfstæðismenn á Vestfjörðum standi við yfírlýsingar sínar varðandi fískveiðimálin og safni liði til stuðn- ings þeim. Jafnframt er minnt á það að Al- þýðuflokkurinn og Sighvatur Björg- vinsson hafa sett fram fullyrðingar og loforð um breytta fískveiðistjómun sem kjósendur eiga rétt á að staðið verði við. Sá mikii stuðningur sem Vest- fjarðalistinn fékk í kosningunum sýn- ir glöggt að Vestfírðingar gera kröfu til breyttrar fískveiðistefnu og styrk- ir því málflutning vestfirskra sjálf- stæðismanna í sjávarútvegsmálum. Frambjóðendur Vestfjarðalistans vilja þakka sérstaklega öllum þeim sem studdu hann í kosningunum og m gerðu hlut hans jafn góðan og raun ber vitni. Áfram verður unnið að þeim hugsjónum sem Vestfjarðalist- inn barðist fyrir í kosningunum." I.O.O.F. 9 = 1764128'A = □ HELGAFELL 5995041219 VI 2 I.O.O.F. 7 = 1764128'A =MA. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. VEGURiNN P Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Dagskrá páskamótsins Miðvikudagur: Kvöldsamkoma kl. 20.00. Fimmtudagur: Kennsla kl. 13.30-15.30. Barna- og krakka- starf á sama tíma. Kvöldsamkoma kl. 20.00. Föstudagur: Kennsla kl. 13.30- 15.30. Barna- og krakkastarf á sama tíma. Kvöldsamkoma kl. 20.00. Laugardagur: Lokasamkoma mótsins kl. 13.30. Vitnisburðir. Mánudagur, annar í páskum: Samkoma kl. 20.00. „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir." Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSIANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Dagsferðir um bænadaga og páska 1) 13. apríl (skírdag) kl. 13.00: a. Kolviðarhól-Engidalur, skíða- ganga. b. Reykjafell-Hveradalir, gönguferð. 2) 14. apríl (föstudaginn langa) kl. 13.00: Þorlákshöfn-Stranda- kirkja, ökuferð. 3) 16. apríl (páskadag) kl. 13.00: Grótta-Seltjarnarnes, fjöl- skylduganga (um 2 klst). Brottför frá Mörkinni 6 með viðkomu á Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. 4) 17. apríl (annan í páskum) kl. 13.00 Keilir—Höskuldarvellir, gönguferð. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag Islands. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í kristniboðssalnum. Bænasam- koma i kvöld kl. 20.30 í kristni- boðssalnum. Hugleiðingu hefur Lilja S. Kristjánsdóttir. AHir velkomnir. SALARRANNSOKNAR- ^"FÉLAGIÐ HAFNARFIRÐI Skyggnilýsingafundurinn með Þórhalli er í kvöld og hefst stundvíslega kl. 20.00. Aðgöngumiðar í bókabúð Oli- vers, sími 50045. Á eftir verða venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Hallveigarstíg 1 • sími 614330 Dagsferð fimmtud. 13/4 Kl. 10.30: Gengið verður frá Akranesi að Innra Hólmi. Farið með Akraborginni. Verð kr. 900/1.100. Dagsferð föstud. 14. april Kl. 10.30: Söguferö í Odda ífylgd fróðra manna. Dagsferð mánud. 17. aprfl Kl. 10.30: Þorlákshöfn-Selvogur. Skemmtileg ganga með strönd- inni, um 18 km löng. Brottförfrá BSl, bensínsölu. Miðarvið rútu. Útivist. í ) > ATVINNUAUGl YSINGAR Ólafsvík i » Umboðmaður óskast til þess að sjá um dreifingu á Morgunblaðinu. Upplýsingar í síma 691113. Bílaumboð Stórt bílaumboð óskar að ráða starfskraft til standsetningar og þrifa á nýjum og notuðum bílum. Umsóknir, með meðmælum, óskast sendar afgreiðslu Mbl. fyrir 21. apríl, merktar: ,.B - 15039“. Vélfræðingar Okkur vantar mann með vélfræðimenntun og þekkingu á kælikerfum. Sjálfstætt starf. Góðir tekjumöguleikar. Óskað er upplýsinga um nám og fyrri störf. Bjóðum greiðslu kostn- aðar við flutning búslóðar. Góð vinnuaðstaða. - Framtíðarstarf. Uppl. hjá framkvæmdastj. í síma 94-3092. PÓLLINN HF., ísafirði. Bíldudalur Blaðberi óskast til þess að sjá um dreifingu á Morgunblaðinu. Upplýsingar í síma 691113. Kennarar 2-3 kennarastöður við Menntaskólann á Laugarvatni eru lausar til umsóknar. Aðalkennslugreinar: Stærðfræði, eðlisfræði og tölvufræði. Umsóknarfrestur er til 22. apríl. Upplýsingar hjá skólameistara í síma 98-61121.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.