Morgunblaðið - 12.04.1995, Síða 43

Morgunblaðið - 12.04.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 43 FRÉTTIR Kvennamót Hvítasunnu- manna HVÍTASUNNUKONUR bjóða dagana 21.-23. apríl til kvenna- móts í skála Hvítasunnumanna, Fljótshlíð. Þetta er áttunda mót sinnar tegundar en konur hafa safnast saman og notið samver- unnar í sveitasælunni víðar á land- inu á samskonar mótum. Markmið mótsins er að hvetja konur til sjálfstæðis, minna þær á eigin ábyrgð til innri þroska, brýna fyrir konum að þær beri ábyrgð í guðsríkinu, minna þær á áhrif þeirra gagnvart fjölskyldunni og samfélaginu og að konur endur- nærist til anda, sálar og líkama. Mótið er opið öllum kristnum konum sem hafa áhuga á að draga sig úr amstri hverdagsins og leita Guðs. Rútuferð verður frá Hátúni 2 föstudaginn 21. apríl og heim aftur á sunnudag. Skráning stend- ur fram yfir páska og eru allar nánari upplýsingar gefnar í Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ VINSTRI Sigurbjörn Sævar, Jón Víðis Jakobsson, Gunnar Kristjánsson, Guðmundur Þór Norðdahl, Ásta Gunnarsdóttir, Edda Hrund Halldórsdóttir og Snævar Þór Guðmundsson. Friðarsamtök barna á Interneti ALÞJÓÐLEGAR sumarbúðir barna eða CISV eru friðarsamtök starfandi um allan heim. CISV hefur tekið Internet í notkun til að auka sam- skipti á milli félagsmanna víðsvegar um heim þar sem það er ódýrara og fljótvirkara en hefðbundnar póst,- samgöngur eða símtöl. Nýlega hélt CISV fund á Internet á IRC-rásinni CISV. Unglingadeild CISV á íslandi átti frumkvæði að og stjórnaði fundinum og tóku tutt- ugu þátttakendur frá þremur lönd- um þátt í umræðunum. Tókst hann í alla staði mjög vel og er næsti fundur fyrirhugaður 22. apríl. Marisa Arason Opnar ljós- myndastofu MARISA Arason ljósmyndari hefur opnað ljósmyndastofuna Studio 12 á i Suðurlandsbraut 12, 2. hæð. | Marisa er frá Barceiona en hefur búið hér á landi og starfað við ljós- myndun í 12 ár. Kynni sín og áhuga á ljósmyndum fékk Marisa hjá afa sínum, Luis Navarro, sem var þekkt- ur ljósmyndari í Katalóníu og í Barc- elona er haldin ljósmyndasamkeppni annað hvert ár sem ber nafn hans. Marisa hefur haldið eina einkasýn- ingu á ljósmyndum sínum og tekið þátt í samsýningum hér heima og j erlendis. | í Studio 12 verður lögð áhersla á eftirtökur eftir gömlum ljósmyndum en einnig verða allar almennar myndatökur svo sem barna-, fjöl- skyldu- og fermingarmyndatökur. Marisa vinnur mikið í svart/hvítu en einnig í lit. Studio 12 er opið virka daga frá kl. 10-17. MARÍA Lovísa tískuhönnuður. Tískusýning á Kaffi Reykjavík MARÍA Lovísa tískuhönnuður sýn- ir fatnað sinn á Kaffi Reykjavík miðvikudaginn 12. apríl og hefst sýningin kl. 21. María Lovísa sýnir nýjustu vor- tískuna en þess má geta að hún er með sérsaumaðan og tilbúinn fatnað í verslun sinni að Skóla- vörðustig 8. Módelsamtökin sýna fatnaðinn en tískusýningarfólkið verður snyrt frá Snyrtistofunni Guerlain, Óðinsgötu og Hárgreiðslustofan Cleó, Garðatorgi, greiðir módelun- um eftir nýjustu tísku. Einnig verða sýndir skartgripir frá Jens Guðmyndssyni, Kringlunni og Skólavörðustíg. Kynnir kvöldsins er Heiðar Jóns- son. Allir velkomnir. Getsemane- stund í Hall- grímskirkju í HALLGRÍMSKIRKJU á skírdags- kvöld er messa með altarisgöngu kl. 20.30. Sr. Karl Sigurbjörnsson predikar. Að lokinni messu verður svokölluð Getsemanestund. Ljósin verða slökkt og lesin er frásögnin af bæn Jesú í Getsemane. Að því loknu er altarið afklætt skrúða sínum meðan lesinn er og íhugaður 22. Davíðssálmur. Altarið í kirkjunni er tákn Krists og ljóss þess og skrúð tákn tignar hans. Afklæðning altarisins er áhrifarík tjáning niðurlægingar Krists og dauða. Næsta dag mun það standa bert í minningu þess. Fyrir framan það er komið fyrir myndverki Unnar Ólafsdóttur af pelíkananum sem er fornt tákn fórnardauða frelsarans. Á föstudaginn ianga verður Pass- íusálmarnir lesnir í Hallgrímskirkju að venju og hátíaðrmessa verður á páskadagsmorgun. Skemmtanir UTWEETY leikur í kvöld, miðviku- dagskvöld í Sjallanum á ísafirði og er aldurstakmark 18 ár. mTVEIR VINIR í kvöld leikur rokk- hljómsveitin Dead Sea Apple. UHÓTEL ÍSLAND í kvöld verður 20. stórsýning Björgvins Halldórsson- ar Þó líði ár og öld. Dansleikur verð- ur á eftir sýningu þar sem Stjórnin leikur fyrir dansi ásamt gestasöngvur- unum Bjarna Ara og Bjögga Hall- dórs. V estfiarðalistinn Stuðningur við vest- firska sjálfstæðismenn VESTFJARÐALISTINN lýsir yfir stuðningi við baráttu vestfírskra sjálfstæðisþingmanna fyrir breyttri fískveiðistefnu og minnir á vanda báta á aflamarki, rétt krókabáta og nýtingu grunnmiða fyrir strand- byggðir, segir í tilkynningu frá Vest- fjarðalistanum. „Vestíjarðalistinn treystir því að sjálfstæðismenn á Vestfjörðum standi við yfírlýsingar sínar varðandi fískveiðimálin og safni liði til stuðn- ings þeim. Jafnframt er minnt á það að Al- þýðuflokkurinn og Sighvatur Björg- vinsson hafa sett fram fullyrðingar og loforð um breytta fískveiðistjómun sem kjósendur eiga rétt á að staðið verði við. Sá mikii stuðningur sem Vest- fjarðalistinn fékk í kosningunum sýn- ir glöggt að Vestfírðingar gera kröfu til breyttrar fískveiðistefnu og styrk- ir því málflutning vestfirskra sjálf- stæðismanna í sjávarútvegsmálum. Frambjóðendur Vestfjarðalistans vilja þakka sérstaklega öllum þeim sem studdu hann í kosningunum og m gerðu hlut hans jafn góðan og raun ber vitni. Áfram verður unnið að þeim hugsjónum sem Vestfjarðalist- inn barðist fyrir í kosningunum." I.O.O.F. 9 = 1764128'A = □ HELGAFELL 5995041219 VI 2 I.O.O.F. 7 = 1764128'A =MA. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. VEGURiNN P Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Dagskrá páskamótsins Miðvikudagur: Kvöldsamkoma kl. 20.00. Fimmtudagur: Kennsla kl. 13.30-15.30. Barna- og krakka- starf á sama tíma. Kvöldsamkoma kl. 20.00. Föstudagur: Kennsla kl. 13.30- 15.30. Barna- og krakkastarf á sama tíma. Kvöldsamkoma kl. 20.00. Laugardagur: Lokasamkoma mótsins kl. 13.30. Vitnisburðir. Mánudagur, annar í páskum: Samkoma kl. 20.00. „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir." Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSIANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Dagsferðir um bænadaga og páska 1) 13. apríl (skírdag) kl. 13.00: a. Kolviðarhól-Engidalur, skíða- ganga. b. Reykjafell-Hveradalir, gönguferð. 2) 14. apríl (föstudaginn langa) kl. 13.00: Þorlákshöfn-Stranda- kirkja, ökuferð. 3) 16. apríl (páskadag) kl. 13.00: Grótta-Seltjarnarnes, fjöl- skylduganga (um 2 klst). Brottför frá Mörkinni 6 með viðkomu á Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. 4) 17. apríl (annan í páskum) kl. 13.00 Keilir—Höskuldarvellir, gönguferð. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag Islands. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í kristniboðssalnum. Bænasam- koma i kvöld kl. 20.30 í kristni- boðssalnum. Hugleiðingu hefur Lilja S. Kristjánsdóttir. AHir velkomnir. SALARRANNSOKNAR- ^"FÉLAGIÐ HAFNARFIRÐI Skyggnilýsingafundurinn með Þórhalli er í kvöld og hefst stundvíslega kl. 20.00. Aðgöngumiðar í bókabúð Oli- vers, sími 50045. Á eftir verða venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Hallveigarstíg 1 • sími 614330 Dagsferð fimmtud. 13/4 Kl. 10.30: Gengið verður frá Akranesi að Innra Hólmi. Farið með Akraborginni. Verð kr. 900/1.100. Dagsferð föstud. 14. april Kl. 10.30: Söguferö í Odda ífylgd fróðra manna. Dagsferð mánud. 17. aprfl Kl. 10.30: Þorlákshöfn-Selvogur. Skemmtileg ganga með strönd- inni, um 18 km löng. Brottförfrá BSl, bensínsölu. Miðarvið rútu. Útivist. í ) > ATVINNUAUGl YSINGAR Ólafsvík i » Umboðmaður óskast til þess að sjá um dreifingu á Morgunblaðinu. Upplýsingar í síma 691113. Bílaumboð Stórt bílaumboð óskar að ráða starfskraft til standsetningar og þrifa á nýjum og notuðum bílum. Umsóknir, með meðmælum, óskast sendar afgreiðslu Mbl. fyrir 21. apríl, merktar: ,.B - 15039“. Vélfræðingar Okkur vantar mann með vélfræðimenntun og þekkingu á kælikerfum. Sjálfstætt starf. Góðir tekjumöguleikar. Óskað er upplýsinga um nám og fyrri störf. Bjóðum greiðslu kostn- aðar við flutning búslóðar. Góð vinnuaðstaða. - Framtíðarstarf. Uppl. hjá framkvæmdastj. í síma 94-3092. PÓLLINN HF., ísafirði. Bíldudalur Blaðberi óskast til þess að sjá um dreifingu á Morgunblaðinu. Upplýsingar í síma 691113. Kennarar 2-3 kennarastöður við Menntaskólann á Laugarvatni eru lausar til umsóknar. Aðalkennslugreinar: Stærðfræði, eðlisfræði og tölvufræði. Umsóknarfrestur er til 22. apríl. Upplýsingar hjá skólameistara í síma 98-61121.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.