Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 56

Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stolzenvald, alinn uppá fjöllum og í fjallakofum, hleypur „Laugaveg- inn“ á nokkrum tímum, vinnur þetta sumar sem leiðsögumaður hjá Ferðafélagi íslands en stofnaði sjálfur ferðaklúbb fyrir ári síðan. Það er Allsnægtaklúbburinn, sem er nýtt fyrirbæri í ferðamálum á íslandi. Ferðin yfír Fimmvörðuháls er á vegum Ferðafélagsins en óneitanlega með allsnægtalegu yf- irbragði. Gústav skrifar lista yfír það sem ég skuli hafa með og síð- ast á listanum, á eftir svefnpoka, lopapeysu og regngalla, stendur: Töfradót. Töfradót? Já, þú mátt hafa eitthvert töfra- dót með þér. Ég skil. Og ef þú átt bangsa. Ég á hvítan ísbjörn. Fínt, taktu hann með. Ég þarf að taka ákvörðun í ein- um grænum og það tekst. Ég skelli mér með. Það er líka gaman að fara svona alltíeinu. Á ljóshraða. Beint útí óvissuna. Taka áhættuna. Þó ég eigi enga fjallgönguskó og eigi á hættu að vera langt á eftir hópnum. Ég syng þá bara með sjálfri mér og skima eftir álfum. Það er maður með íslenskar rúnir í poka á kaffihúsinu. Ég fæ að draga rún og fæ auðu nínina. Er það ekki eitthvað hræðilegt. Ég dey semsagt. Það er rún fíflsins. Þú átt að taka áhættu og skemmta þér. Rútan leggur af stað klukkan átta, þéttsetin ferðamönnum og frammí situr leiðsögumaður og seg- ir okkur allt um fjöll, firnindi og drauga á leiðinni. Mér finnst gaman að ferðast í rútum, þær bruna áfram, allir hugsa sitt, þessi lág- væri kliður og svo fer að rökkva og við brunum inní rökkrið. Útlínur landslagsins sýnast breytast því að litirnir breytast. Við förum yfir margar ár, stórar og smáar, á leið inní Þórsmörk og það rifjast upp þegar ég var lítil og fór með afa Kristjóni í ferðalög í gamla daga. Alltaf útí bláinn. Hópurinn sem ætlar yfir Fimmvörðuháls er ellefu manns og við eigum að gista á Vesturloftinu. Ég vakna eld- snemma morguns í dagrenningu og kem auga á undrið, sólin gyllir Eyjafjallajökul, yfír jöklinum er einhver töfrabirta, fjall úr öðrum heimi, fjall úr heiminum mínum, þetta er landið mitt og jökullinn minn. Og jökullinn leggur af stað, mjakar sér innum gluggann, rennir sér ofan í svefnpokann og kúrir sig uppað mér og hvíslar: Farðu á fætur, því fegurðin er vöknuð. Mér dettur í hug að skreppa út að teyga þessa undrabirtu og gá hvernig Þórsmörk lítur út. Ég er hrifnari af dagrenningu en sólsetri. í dag- renningu er einhver spenna, gull og silfur og maður skynjar að þessi dagur hefur aldrei verið áður. Splunkunýr dagur utan úr geimn- um. En það er svo gott að hjúfra sig ofaní pokann og sofa áfram og ég vakna ekki fyrr en ég er boðin í hafragraut með púðursykri og AHAHÆLUM YFIR FIMM- • • VORÐUHALS H'ERNIG líst þér á að koma með yfír Fimm- vörðuháls? Fimmvörðuhvað? Það verður farið í Þórsmörk í kvöld, gist þar, vaknað í býtið og gengið yfír Fimmvörðuháls og komið að Skógum um kvöldmatar- leytið og farið í sund. Eru fímm vörður á þessum Fimmvörðuhálsi? Við getum reynt að telja vörð- urnar. Er þetta ekki svakalega brattur háls? Hann er í þúsund metra hæð. Þú kemst það alveg. Hvað gerist þegar borgarbam sem lítur á það sem stórvirki að arka upp Bankastrætið, er fyrirvaralítið drifið í fjallgöngu? Elísabet Jökulsdóttir segir frá reynslu sinni af einni þekktustu gönguleið íslenska hálendisins. Gleymdu því. Ég á fullt í fangi með að komast upp Bankastræti. Ég sit í sól og blíðu á kaffihúsi við Austurvöll, tiltölulega óhult, þegar vinur minn af prússneskum aðals- ættum birtist með þetta kostaboð. Þórsmörk? Ég hef aldrei komið þangað. Fimmvörðuháls? Ég hef aldrei heyrt um hann. Fjallganga? Ég myndi deyja. Fyrst myndi ég dragast aftur úr hópnum en másið í mér heyrðist langar leiðir, svo fengi ég hjartaáfalþ og heilablóð- fall af áreynslunni. Ég reyki nefni- lega of mikið. Svo hef ég ekkert verið að klífa fjöll uppá síðkastið. Og fara í einhveijum bijáluðum hóp þar sem allir eru í súperþjálfun í spútnikgöllum. Nei, ég held ég fái mér bara meira kaffí. Og aðra sígarettu. En vinur minn vill ekki gefa sig og stingur uppá að ég fari í auðveld- ari göngu í Þórsmörk, ef ég treysti mér ekki yfír Fimmvörðuháls. Hann er sem fyrr segir af prúss- neskum aðalsættum, heitir Gústav Viö þökkum Reykvíkingum Finnur Ingólfsson Ólafiir ö. Hamldsson pann mikla stuðning sem þeir sýndu okkur í alþingiskosningunum 8. apríl s.l Við viljum einnig þakka þeim mikla fjölda sjálfboðaliða og öllu því starfsfólki sem lagði grunninn að sigri okkar hér í borginni. Fyrír hönd frambjóðenda Framsóknarflokksins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.