Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 57

Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 57 rjóma, algjört sælgæti og ég ákveð að hafa í morgunmat í allan vetur. Ég vissi ekki að hafragrautur gæti verið svona góður, en þetta er hluti af hugsjónum Allsnægtaklúbbsins, að gera það venjulega óvenjulegt. Og stuníium þarf svo lítið til. Kannski dálitla skínandi stjörnu. Stundum þarf ég bara að sjá eina stjörnu á næturhimninum tl að geta sofnað. Hvernig fannstu uppá þessu með púðursykurinn og ijómann? Það stendur í vísunni: Ég skal gefa þér uppá grín, allt með sykri og ijóma. Svo fer hópurinn að tygja sig af stað. Það er sól og einmunablíða og einhver hefur orð á að ekki hafi verið farið yfir Fimmvörðuháls í svona veðri í allt sumar. Það er oft þoka á hálsinum. Ég er dolfall- in yfir Þórsmörk. Hún er allt öðru- vísi en ég ímyndaði mér, ég hélt að Þórsmörk væri væmin brekka og þar sætu Sigurður og María og fléttuðu blómakransa. En Þórs- mörk er ægileg. Hér er landið allt á hreyfingu, í mótun, jöklarnir skríða niður um allar hlíðar og form í fjölli)num sem ég hef ekki séð áður. Form þar sem jafnvægið virð- ist vera að hrynja og fjöllin virðast vera að togast í sundur en það munar einhveiju svo að það gerist ekki. Það er einsog þessi fjöll séu ekki tilbúin, svo tilkomumikil og stórskorin. ■ Skaparinn er enn að slípa þau og pússa. Sandar og straumharðar' ár punta gólfið. I fjallinu beint á móti er álfakirkja. Hún sést greinilega. Og alltíeinu fæ ég eldingu í hausinn og það rennur upp fyrir mér ljós. Það er hér sem álfarnir og hulduvættirnir verða til. Inní þessum skrítnu fjöll- um og í iðrum jarðar. Fjöllin eru full af álfum og hér verða þeir til og allt þeirra dót. Héðan fara þeir um allt ísland. Þórsmörk er álfa- smiðja. Og seinna þegar ég fer inní álfakirkjuna á stjörnubjartri vetrar- nóttu með kyndil og söng í hjarta skynja ég að það væri ólíft í land- inu ef ekki væru álfarnir sem vernda okkur og vísa okkur veginn. Landslagið er mikilfenglegt en þó fíngerður blær yfir því, kjarri vaxnar brekkur og hlíðar. Ljúf róm- antík og mögnuð spenna og þessar andstæður gefa manni engan frið. Andstæðurnar magna upp töfra. Hér getur allt gerst. Við erum kom- in að fjallinu þarsem við hefjum gönguna. Ég ákveð að sleppa sígarettu í þetta sinn. Svo leggjum við á bratt- ann og göngum í halarófu gamlar fjárgötur. Sumar fjárgötur eru mörg hundruð ára gamlar og þær eru bæði fyrir menn og kindur. Fjárgöturnar eru eins og margra alda gamalt mynstur í landinu. Kannski má sauma það út við tæki- færi. Þetta er ansi bratt og fyrir neðan eru þessi fínu gil, sem eng- inn_ vandi er að steypast niður. Ég reyni að vanda mig við að anda og blæs duglega frá mér og þegar við krönglumst upp einn mesta brattann, situr einn sam- ferðamanna, löngu kominn uppá brúnina og fylgist með. Það er einsog það sé hvalur á leiðinni hingað upp. Jæja, finnst þér það. Ég er líka að leika að ég sé hvalur. Ég get ekki alltaf verið ég. Ég breytist. í næstu brekku mjálma ég. Þetta er maðurinn sem stakk af um kvöldið. Það ér skrítið að vera að ferðast í hóp. Að ferðast í hóp sem maður þekkir heldur ekki neitt. Ég er að reyna að spá í hvað liðið gerir, maðurinn, sem ég hélt að væri bissnissmaður, reynist reka kaffl- hús í Hafnarfírði. Hann er að springa úr gleði yfir því að vera á ferðinni uppá fjöllum. Svo er annar sem ég held að sé barnakennari en hann er handritafræðingur. En það er skrítið að sjá hvernig hópur hagar sér og hvernig maður hagar sér í hóp. Stundum verð ég að draga mig út úr hópnum og ímynda mér að ég sé ein á gangi ásamt stórkostlegum hugsunum mínum. En það er eitt sem er öruggt. Ég verð að hafa mig alla við. Ég er að beijast við þetta augnablik sem er núna. Augnablik sem kemur aldrei aftur. Skref sem verður aldr- ei stigið aftur. Ég er í rauninni í jóga. Ég er í augnablikinu, annars væri mér lífsins ómögulegt að kom- ast áfram. Ef ég leyfði mér að hugsa um næsta áfangastað, hvíld, mat eða hvar við vorum áðan, þá væri ég búin að vera. Slíkar hugs- anir draga úr allan mátt. En það er nefnilega það sem ég geri svo oft í mínu venjulega umhverfi. Nú er ég komin í nýjar aðstæður og ég verð að vera í augnablikinu og ég sæki kraftinn í þetta eina augna- blik. Og sem betur fer kemur nýtt augnablik á eftir þessu sem var að líða og þannig kemst ég áfram. Til eilífðar. Þannig renn ég inní einhvern áður óþekktan tíma, næ sambandi við áður óþekkta orku, ég gleymi mér, þetta er nú algleymi ef algleymi er til. Samt er þessi blessaður Fimmvörðuháls ekki eins ógnvænlegur og ég hélt. Ég hélt hann væri samsettur úr snarbrött- um og sleipum hamraveggjum. Við göngum bara og göngum og stund- um er eitthvað talað en svo passar líka vel að þegja. Það heyrist svo mikið í þögninni. En þetta er af- skaplega mikið af gráu gijóti, gróðrinum fer fækkandi og þarna blasir Mýrdalsjökull við í allri sinni dýrð. Það er einhver sérstök orka frá jöklum. Ég er farin að þekkja jökla úr, frá venjulegum snævi- þöktum tindum. Og þarna sést langt inná öræfin, þar sem tónlistin verður til og flýtur til byggða ein- sog rafmagnið. Svo förum við yfir Heljarkamb og í gegnum gat á kletti. Við höfum stoppað nokkrum sinnum á leiðinni til að kasta mæð- inni en nú er komið að því að fá sér nesti. Útsýnið gefur auga leið, svo langt sem augað eygir. Gústav telur upp nöfn á fjöllum sem sjást og þarna segir hann og bendir er Hrafntinnusker. Það rýkur úr því. Þá gat mig ekki grunað að mánuði seinna væri ég að labba um uppá Hrafntinnuskeri í blindbyl og glænýjum fjallgönguskóm. Og hrafntinnumolarnir einsog lakkrís- bitar alltíkring. Fjall sem við fórum yfír áðan er fullkomlega flatt að ofan. Þarna er hægt að hafa dansgólf, sting ég uppá. Já, þetta er fínt pláss fyrir fimm- hundruð manns og allir að dansa samba. Og hljómsveitin Júpíters uppá þessum tindi þarna. Það væri gaman að hafa nokkra saxófónleikara ofaná tindunum. Landið svona fagurt og frítt og tónarnir titruðu frá fjalli til fjalls uns þeir ómuðu um allt land. Hópurinn er í voða fínum skóm, nema ég er í uppháum leðurskóm með hæl, ekki mjög háum en nóg til þess að geta sagt seinna að ég hafi farið í hælaháum skóm yfir Fimmvörðuháls. Þér að segja lærði ég að ýkja á Hornströndum. Þú getur sagt að þú hafir farið á hælaháum skóm yfir Fimmvörðu- háls. Ég er líka með síðan kjól í bak- pokanum. Þegar þú ert komin í kjólinn skal ég gefa þér rósina. Gústav Stolzenvald hefur nefnilega skreytt bakpokann sinn með rós. Rósin er rauð, ættuð úr Dalsgarði í Mosfells- sveit en það er orðinn siður hjá honum að ferðast með rósir yfir öll fjöll. Af hveiju? Það liggur eiginlega í augum uppi. Bara furðulegt að engum skuli hafa dottið það í hug fyrr. Hann segist líka vera að prófa hvað íslenskar rósir þoli mikið. í einni ferðinni skreytti hann Tinda- fjallajökul með gaddfreðrrtim rós- um. Svo eru þetta líka veislurósir. Ferðalög Allsnægtaklúbbsins eru hugsuð eins og veislur. Og á leiðar- enda eru rósirnar settar í vasa undir borðhaldinu se_m fer fram á allsnægtaborðinu. Á allsnægta- borði er allt sem mann vantar. Ef það vantar ekki neitt er ekkert á borðinu en það er samt allsnægta- borð. Ef mann langar í lambalund- ir, rósir og rauðvín eru það alls- nægtir. Og þegar hópurinn stopp- ar, til að kasta mæðinni eða dást að útsýninu fáum við að þefa af rósinni og fáum kraft úr ilminum. Þetta fullyrðir leiðsögumaðurinn alveg bláeygur og við trúum honum og endar með að sumir eru orðnir svo trúaðir að þeir biðja um rósa- ilm. Ilmur lyftir upp augnablikinu einsog tónlist eða bros. Þegar ég er leið fæ ég mér stundum ilmvatn og þá er allt annað að vera leiður. En áfram göngum við og göngum, rétt einsog við séum að leita að tilgangi lífsins. Nú erum við komin á sporð Eyjafjallajökuls, sem end- urkastar sólarljósinu. Einstaka sinnum mætum við öðrum sem eru líka að leita að tilgangi lífsins. Og Gústav segir: Það er skrítið, menn rétt heilsast á fjöllum nú orðið. í gamla daga, ef maður hitti mann á fjöllum, urðu þeir kannski vinir til æviloka. Þeir skrifuðust allavega á, segir handritafræðingurinn. Við erum uppá háhálsinum. Urð og gijót, ekkert nema urð og gijót og allt grátt og snjóskaflar. Við erum í þúsund metra hæð og héðan liggur leiðin í sæluhús. Þar sitja sautján draugar til borðs og segja draugasögur af öðrum draugum. Við ákveðum að trufla ekki en setj- umst út á veröndina og viti menn: Þarna sést hafið, langt, óralangt í burta og fyrir neðan. Hafið og land- ið mætast og renna saman svo . skilin verða óljós einsog skil himins og hafs geta orðið. Sumir staupa sig, aðrir segja sögur eða fara með vísur og við sitjum hér, þessi dá- litli hópur og enginn í heiminum veit um okkur. Það er sumar en það gæti skollið á hríð og þá yrðum við að hreiðra um okkur í sæluhús- inu ásamt draugunum og bíða þar til veðrinu slotaði eða láta fyrirberast þangað til okkur yrði bjargað. Leiðsögumað- urinn notar tækifærið og segir okkur allt um hinn ís- lenska smala, sem hann vill heíja til vegs og virðingar. •Og svo er farið með vísur, það er merkilegt, á ferðalög- um er alltaf verið að syngja söngva, segja sögur og fara með vísur. Gústav lofar okk- ur að heyra vísu eftir Sólon Islandus, sem er svona: Ég er gull og gersemi, gjmsteinn elskuríkur. Eg er djásn og dýrmæti, drottni sjálfum líkur. Þessi vísa er sjálfstrausts- yfirlýsing Allsnægtaklúbbs- ’ ins. Það er mjög gott að finna sér fínt fjall og láta hana bergmála. Svo getur maður líka búið til bergmál með fólki. Þá leikur fólkið fjallið. Og áfram er haldið af stað. Allt verður svo ljóst á ferða- lögum. Og manni verður ljóst að lífið er ferðalag. Það er ekki bara klisja. Það fer að halla undan fæti, við kröngl- umst yfir og gegnum meira gijót, mela og klappir og klungur. Þá skyndilega einsog úr annarri veröld birtist nýtt efni, vatn. Streymandi vatn, mjúkt, glitrandi, sveigjanlegt, bjart, and- stæða gijótsins. Þetta er lífið, lífið sem kemur í ljós. Þarna streymir lífið niður fjallið, og glitrar. Þetta er efnið sem kveikir og það er súr- efni í því og sólin skín.á það. Þetta eru allsnægtir, töfrar: Vatn, sólskin og súrefni. Og brátt kemur áin í ljós, Skógá með öllum sínum fögru og fínu fossum sem eru einsog perlur þræddar á festi. Hver foss gæti sómt sér á póstkorti, það veit bara enginn um þá. Mjóar spræn- ur, glaðir, tignarlegir, fyndnir, tveir saman, fossandi niður gil og kletta, Sumt eru flúðir og við rífumst um hvað sé foss og hvað flúðir. En þetta er ótrúleg fjölbreytni og einn er meiraðsegja aftan úr grárri forn- eskju,*mosavaxinn foss, hvort sem þú trúir því eða ekki. Alltíeinu finn- ur maður tímann, því tíminn er foss sem streymir áfram og eina sem ég get gert er að reyna að vera í þessu augnabliki, beisla þannig timann og fá orku til að lifa og streyma í farvegi. Það eru stanslaus undur á leiðinni og auð- velt að dvelja heilan dag við hvern foss. Og Skógarfoss sjálfur, kóróna þessa sköpunarverks, það dynur í honum og hann steypist niður og lætur mann ekki gruna alla þessa fögru bræður hans og systur. Mað- ur stendur bara fyrir framan Skóg- arfoss og hverfur inní úðann og af því hann er svo montinn og til- komumikill fer maður ekkert að gá að hinum fossunum. Og við steypumst niður brekkuna með- fram Skógarfossi. Fyrir neðan bíð- ur rútan. Ég komst alla leið, á háum hælum og berfætt með blöðr- ur en alsæl og að springa úr ham- ingju og í sundlauginni að Seljavöll- um finn ég að allt inní mér er orð- ið stærra. Það er alltíeinu miklu meira pláss í heiminum, meiri feg- urð, meira líf, allsnægtir og ég sé mig fyrir mér uppá einhveijum fjallstindi, ég er alein og ég kalla með öllum líkamanum og það berg- málar úr öllum áttum: Ég elska ísland. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.