Morgunblaðið - 20.06.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.06.1995, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mótmæla samningi Hafnarfjarðarbæjar og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar Stoðum kíppt undan rekstri einkarekínna gróðrarstöðva Formaður bæjarráðs boðar endurskoðun JC-þing’ í Reykjavík 1997 Búist við 1000 erlend- um gestum Á 33. Evrópuþingi Junior Chambers Intemational sem haldið var í Strasbourg dagana 7.-10. júní var Reykjavík valin sem þingstaður fyr- ir árið 1997. Fyrirhugað er að þing- ið fari fram dagana 11.-14. júní 1997 og erlendir þátttakendur verði um 1000. Áætlaðar gjaldeyristekjur eru um 200 milljónir, segir f frétta- tilkynningu. Unnið hefur verið að undirbún- ingi þingboðs í 3 ár innan Junior Chambers á íslandi, sem lauk með glæsilegri kosningu laugardaginn 10. júní. Junior Chamber International er stærsta alþjóðahreyfing ungs fólks á aldrinum 18-40 ára með um 400.000 félagsmenn. Junior Cham- ber er alþjóðleg stjórnþjálfunar- hreyfing tengd viðskiptalífinu. Á þinginu í Strasbourg var Juni- or Chamber með landkynningarbás þar sem þinggestum var gefínn kostur á að bragða á íslensku vatni og hangikjöti auk þess sem land- kynningarbæklingum var dreift. Sendiherra íslands í París, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, stóð fyrir móttöku fyrir valda gesti þingsins og boðið var upp á íslenskt góð- gæti framreiddu af matreiðslu- mönnum frá Meistaranum. FORSVARSMENN Félags garð- plöntuframleiðenda hafa sent bæj- arráði Hafnarfjarðar harðorð mót- mæli vegna samnings bæjarins við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um ræktun og umsjón með úti- vistarsvæðum í bænum. Félagsmenn telja að samningur- inn standist ekki samkeppnislög og kippi stoðum undan rekstri einkarekinna gróðrarstöðva. í hon- um sé m.a. kveðið á um að stefnt skuli að því að ailar plöntur verði keyptar af Skógræktarfélaginu. Magnús Gunnarsson formaður bæjarráðs sagði að samningnum verði breytt, komi í ljós að sam- keppnislög hafi verið brotin. Ótvíræð niðurstaða Samkeppnisráðs Gunnar Hilmarsson stjórnar- maður í Félagi garðplöntufram- leiðenda sagði að félagið hafi þeg- ar fengið staðfestingu þess að samningar sveitarfélaga og skóg- ræktarfélaga, sem njóti skattfríð- inda og annarra fríðinda, um garðplöntukaup standist ekki að fullu samkeppnislög. Félagið hafi í fyrra lagt mikla vinnu við að Ieggja fram kæru til Samkeppnis- ráðs vegna eðlislíks samnings Reykjavíkurborgar við Skógrækt- arfélag Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins. Kvartað hafí verið yfir aðstöðumun og óeðlilegum tengsl- um sveitarfélaga og skógræktar- félaga. Gunnar segir óásættanlegt að ekki sé tekið tillit til álits ráðsins en það hafí komist að afdráttar- lausri niðurstöðu. í áliti Sam- keppnisráðs segi m.a. að „það samrýmist ekki markmiðum sam- keppnislaga að stór kaupandi tijá- plantna kaupi, án útboðs, plöntur af markaðsráðandi framleiðanda sem nýtur skattfríðinda og ann- arra fríðinda umfram samkeppnis- aðila í garð- og skógarplöntufram- leiðslu.“ Ráðið hafi ennfremur átalið Reykjavíkurborg fyrir að hafa ekki staðið fyrir útboðum vegna kaupa á tijá- og garðplöntum og jafn- framt mælt með fjárhagslegum aðskilnaði þeirrar starfsemi skóg- ræktarfélaganna sem væri í sam- keppni við gróðrarstöðvar og ann- arrar starfsemi félaganna. Útboð eina leiðin „Einkareknar garðplöntustöðv- ar geta ekki keppt við ræktunar- stöðvar sem reknar eru fyrir al- mannafé og njóta skattfríðinda,“ sagði Gunnar. „Við óskum þess að fá að sitja við sama borð og skógræktarfélögin en það verður aðeins framkvæmanlegt með út- boðum,“ sagði hann. Gunnar gagnrýnir sérstaklega þann tvískinnung að bærinn skuli. veita Skógræktarfélaginu árlegan styrk og greiða ýmsan rekstrar- kostnað vegna samninganna á sama tíma og bærinn kaupi tijá- plöntur af félaginu. „Þetta er ein- faldlega sóun á almannafé," sagði hann. Vissu ekki af álitinu Magnús Gunnarsson formaður bæjarráðs og stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar fullyrti að bæjarráð Hafnarfjarðar muni endurskoða samninginn ef í ljós kemur að einhver ákvæði hans bijóta í bága við samkeppnislög. Hann viðurkenndi að bæjaryfir- völd hafí ekki vitað af áliti Sam- keppnisráðs þegar samningurinn var samþykktur. „Það var ekki ætlun okkar að ganga á hlut einkarekinna gróðrarstöðva,“ sagði hann og bætti við að megin tilgangur samningsins hafi verið sá að marka skýrar reglur um samskipti bæjarins og skógrækt- arfélagsins. Magnús sagði að við því verði brugðist ef orðalag samningsins „að stefnt skuli að því“ að bærinn kaupi allar plöntur af skógræktar- félaginu teljist ekki samræmast túlkun Samkeppnisráðs á sam- keppnislögum. Hann kvaðst þess fullviss að málið leystist farsæl- lega en bréf Félags garðplöntu- framleiðenda verði tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs. 14 sæmdir fálkaorðu FORSETI íslands sæmdi 17. júní samkvæmt tillögu orðanefndar eft- irtalda íslendinga heiðursmerkjum Hinnar íslensku fálkaorðu. Dr. Ágúst Sveinbjömsson, lífefna- fræðingur, Bandaríkjunum, riddara- kross fyrir störf í þágu íslenskrar líftækni. Dagný G. Albertsdóttir, kennari, Reykjavík, riddarakross fyrir kennslustörf. Einar Pálsson, fræðimaður, Reykjavík, riddarakross fyrir fræði- störf. Guðmunda Elíasdóttir, söngkona, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að sönglist. Guðmundur Eggertsson, prófess- or, Reykjavík, riddarakross fyrir vís- indastörf. Dr. Gunnlaugur Þórðarson, hrl. og fv. forsetaritari, Reykjavík, stór- riddarakross fyrir störf í opinibera þágu og að félagsmálum. Gyða Jónína Ólafsdóttir, fomi. MS-félagsins Reykjavík, riddara- kross fyrir störf í þágu MS-sjúklinga. Ingibjörg Böðvarsdóttir, lyfja- fræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að lyfjafræði. Jón Þorsteinsson, gigtarlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að gigtarlækningum. Kjartan Guðmundsson, blikk- smíðameistari, Akranesi, riddara- kross fyrir störf að félagsmálum. Leifur Eiríksson, fv. yfirkennari, Kópavogi, riddarakross fyrir störf að félagsmálum. Ólafur Proppé, aðst.rektor K.H.Í., Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu björgunarsveita. Sigurður Helgason, hrl., Reykja- vík, riddarakross fyrir störf að fé- lags- og líknarmálum. Þorsteinn Gíslason, skipstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að sjávarútvegsmálum. ÍÍ9 11ÍH.ÍÍ9 197(1 LARUS Þ VALDIMARSS0N, framkvæmdasijóri UU L I lUUUUL lu/U KRISTJAN KRISTJÁNSSON, loggiltur fasieignasali Nýkomnar á fasteignamarkaðinn m.a. eigna: Móti suðri og sól Einbhús við Digranesveg Kóp, hæð og kj. að hluta, með 5 herb. End- urnýjaðri íb. Ræktuð lóð 988 fm. Frábært útsýni. Eignaskipti mögu- leg. Tilboð óskast. 40 ára húsnæðisián kr. 3,1 -3,5 millj. Nokkrar 3ja herb íb. á góðu verði m.a. við: Eríksgötu jarðhseð. Nýjar innréttingar og tæki. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Dvergabakka 3. hæð, suðurendi. Parket. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Súluhóla suðuríbúð, öll eins og ný. Ágæt sameign. Tilboð óskast. Vinsamlegast leitið nánari upplýsingar. Hagamelur - suðuríbúð - útsýni 3ja herb. íb. um 70 fm á 3. hæð. Sólsvalir. Eignin er öll nýstandsett utan húss. Einn vinsælasti staður í Vesturborginni. Tilboð óskast. Á góðu verði við Jörfabakka 3ja herb. íb. Mjög góð. Nýlegt parket. Gott eldhús. Ný viðgerð sam- eign utanhúss. Leikvöllur á lóðinni. Tilboð óskast. í Vesturborginni - lyftuhús - skipti Sólrík, mjög stór 4ra herb. íb. ofarlega í lyftuhúsi. Tvennar svalir. Frá- bært útsýni. Skipti möguleg á minni eign. Helst f Smáíbúðahverfi Leitum að húseign m. 3ja-4ra herb. íb. á hæð og lítilli aukaíb. helst í risi. Kjíb. kemur til greina. Traustur kaupandi. Á söluskrá óskast m.a. Einbýlishús eða raðhús í Seljahverfi með rúmgóðum bílskúr. Traustur kaupandi. • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda að góðum eignum, m.a. i' Vesturborginni, miðbænum __________ og nágrenni. UUEftVEG118 S. 552 1150-552 1370 ALMEMNA FASTEIGNASALAN Atvinnuleysi hefur aldrei mælst meira í maí Um 6.900 manns án atvinnu ATVINNULEYSI í maí sl. hefur aldrei mælst meira í sama mánuði á undanförnum árum en þá voru skráðir tæplega 150 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu öllu, sem jafngildir því að 6.899 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Er það 5,1% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi var 4,2% hjá körlum og 6,4% hjá kon- um. Atvinnuástandið versnaði sérstaklega í Reykjavík Atvinnuástandið hefur fyrst og fremst versnað í Reykjavík en at- vinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu á milli mánaða nema á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnulausum í maí fækkaði í heild að meðaltali um 3,1% frá aprílmánuði en hefur fjölgað um 9,7% frá maí í fyrra. Vinnumála- skrifstofa félagsmálaráðuneytis- ins bendir á í yfírliti um atvinnu- ástandið að undanfarin tíu ár hafí atvinnuleysi að meðaltali minnkað um 10,5% frá apríl til maí. Meginskýringamar á þessum breytingum eru sagðar vera þyngra atvinnuástand á höfuð- borgarsvæðinu miðað við sama tíma í fyrra, m.a. vegna færri átaksverkefna, auk óvissu vegna verkfalls sjómanna sem víða hefur stöðvað eða dregið úr fískvinnslu og frestað atvinnuráðningum í ýmsum greinum undir lok mánað- arins. Atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu var 5,4% í seinasta mán- uði sem er sama hlutfall og í apríl en atvinnúlausum hefur fjölgað um 14% frá maí í fyrra. Átti aukn- ingin sér nær eingöngu stað í Reykjavík. Atvinnuleysi minnkaði hlutfalls- íega mest frá aprílmánuði á Vest- fjörðum og á Austurlandi en á Norðurlandi eystra fækkaði at- vinnulausum mest að meðaltali. Atvinnuleysi er nú minna á Norð- urlandi eystra, á Vestfjörðum og á Vesturlandi en í maí í fyrra en atvinnulausum hefur hins vegar fjölgað í öllum öðrum landshlutum miðað við sama mánuð á seinasta ári. Á Suðurnesjum var 5,9% at- vinnuleysi í seinasta mánuði og 6,3% í apríl og er hlutfall atvinnu- lausra hvergi hærra á landinu. Þar mældist atvinnuleysi kvenna 9,9%. Hefur atvinnulausum fjölgað um 18% á Suðurnesjum frá sama tíma í fyrra. Spáð er 5,4-6,2% atvinnuleysi í júní Vinnumálaskrifstofan telur ekki ólíklegt að atvinnuleysi í júní verði 5,4-6,2%. Áhrifa sjómannaverk- falls gæti fram eftir mánuðinum en niðurstaðan muni þó að miklu leyti ráðast af að hve miklu leyti skólafólk skrái sig atvinnulaust í mánuðinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.