Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Gefa tæki til psoriasis- meðferðar KIVANISKLÚBBURINN Kald- bakur á Akureyri færði á dögun- um Félagi exem- og psoriasissjúkl- inga á Akureyri að gjöf ljósatæki. Þetta tæki er einkum hentugt til að meðhöndla psoriasis á höndum, iljum og höfði, þar sem erfiðast hefur verið að eiga við sjúkdóminn en allmargir sjúklingar munu hafa beðið komu þessa tækis. A mynd- inni eru Þórdís Jörgensdóttir fráfarandi formaður Félags exem- og psoriasissjúklinga, Júlíus Foss- berg formaður Kivanisklúbbsins Kaldbaks og Reynir Vaídimarsson húðsjúkdómalæknir við afhend- ingu nýja tækisins. Sauðfé flutt af riðusvæði án vitundar bónda Listasumar 000 000« •ODOBBfia Gítar og kontratenór Á TÓNLEIKUM Gítarhátíðar 1995 í Akureyrarkirkju í kvöld flytja Einar Kristján Einarsson gít- arleikari og Sverrir Guðjónsson kontratenór fjölbreytta dagskrá tónverka allt frá 16. öld og fram á okkar daga. Meðal eldri höfunda má nefna Luis Milan, John Dowland og Carl Michael Bellman auk þess sem leitað er í íslensk þjóðlög, safn séra Bjarna Þorsteinssonar. Þá eru á efnisskránni útsetningar eftir Benjamin Britten og Aaron Cope- land og verk nútímahöfunda eins og John Speight, Atla Heimi Sveins- son og Hróðmar Sigurbjömsson, en eftir þann síðastnefnda frumflytja Einar og Sverrir tónverkið Stokks- eyri við ljóð ísaks Harðarsonar. Tónleikarnir heíjast klukkan 20.30 Söngvar í Minja- safnskirkjunni í kvöld klukkan 21.00 hefst Söngvaka Rósu Kristínar Baldurs- dóttur og Þórarins Hjartarsonar í Minjasafnskirkjunni. Þar eru á dag- skrá íslensk sönglög frá ýmsum tímum. Akurdjass á Karólínu Djasskvöld er á vegum Klúbbs Listasumars og Café Karóiínu í kvöld og hefst klukkan 22.00. Breyting er á áður auglýstri dag- skrá. í stað Zikk-Zakk-tríósins mun kvartettinn Akurdjass leika gamla og góða djassstandarda. í Akur- djassi eru Ingvi Vaclav Alfreðsson, altsaxafónn, Wolfgang Frosti Sahr, tenórsaxafónn, Páll Hartmannsson, bassi og Guðmundur Meldal, trommur. NOKKRAR kindur úr Skíðadal, sem er inn af Svarfaðardal, hafa verið fluttar þaðan og settar á beit út í Múla. Þær hafa verið fluttar án vitn- eskju bóndans, sem á þær, af svæði þar sem riða hefur iðulega komið upp að undanförnu og út á svæði sem talið hefur verið hreint. Að sögn Feiix Jósafatssonar, varð- stjóra hjá lögreglunni á Dalvík, hefur bóndi í Skíðadal lagt fram kæru vegna þess að sauðfé hafi án vitn- eskju hans verið flutt frá heimaslóð- um og út í Múla. Útilokað sé að féð ÖNNUR tónleikaröð Sumartónleika á Norðuriandi verður nú föstudag, laugardag og sunnudag. í annarri tónleikaröðinni leika Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau á flautur og flytja efnisskrá með verkum eftir Joseph Haydn, Ludwig van Beethov- en, Johann Sebastian Bach, Georges Migot, Wolfgang Amadeus Mozart og Atla Heimi Sveinsson. Guðrún og Martial hafa leikið saman á flautur frá því 1980, bæði á tónleikum og á geisiadiskum, en hafí farið þetta af sjálfdáðum. Þetta verði að teljast afskaplega alvarlegt mál því ef féð taki á rás og fari til dæmis yfir í Ólafsfjörð, verði að fella það vegna hættu á smiti. Ráðgert sé að smala þessu fé og koma því á sinn stað, en þegar er vitað um 5 ær úr Skíðadal í Múlanum, fjórar tvílembdar og eina einlembda. Felix sagði óupplýst enn hverjir væru valdir að þessum sérkennilega verknaði. Lögreglan ynni að rann- sókn málsins og þægi allar upplýs- ingar sem gætu upplýst það. þau hafa auk þess leikið í hljómsveit- um á íslandi, meðal annars við Is- lensku óperuna. Tónleikar Guðrúnar Birgisdóttur og Martial Nardeau verða í Húsavík- urkirkju föstudagskvöldið 21. júlí klukkan 21, í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit laugardagskvöldið 22. júlí klukkan 21 og í Akureyrarkirkju sunnudaginn 23. júlí klukkan 17. Aðgangur er ókeypis en tekið við ftjálsum framlögum tónleikagesta við kirkjudyr. Flaututónlist á sumartónleikum Til sölu Chevrolet Camaro Z-28 árg. 1993 Allur fáanlegur aukabúnaður. Ekinn 17.000 mílur. 275 ho. Til sýnis og sölu hjá Bílasölu Reykjavíkur. JJpplýsingar eínnig í síma 896-1208. Morgun- verðar- hlaðborð VEITINGASTAÐURINN Lindin við Leiruveg býður nú upp á morgunverðarhlaðborð alla morgna og hafa veitingamenn m.a. kynnt fararstjórum, hóp- ferðabílstjórum og íþróttahópum sem leið eiga um Akureyri þessi hlaðborð en staðurinn er rétt við þjóðveg 1, á leiðinni út úr bænum sé haldið í austurátt. Þá verður einnig í sumar boðið upp á kaffi- hlaðborð síðdegis alla daga. LAIMDIÐ Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson. BÁRA Guðmundsdóttir, kona Magnúsar heitins á Stað, við málverkið. MARGT manna var samankomin í Staðarkirkju til að heiðra minningu Magnúsar Gíslasonar. Minningargjöf um Magnús Gíslason á Stað Hrútafirði. Morgunblaðið. MARGT samferðafólk Magnúsar heitins Gíslasonar á Stað kom saman á Stað um síðustu helgi, til að heiðra minningu hans og einnig til að gefa fjölskyldunni minningargjöf, en eitt ár er liðið frá andláti Magnúsar. Margir kunningjar Magnúsar dvöldu um helgina á Stað og á sunnudagsmorgun var haldið til kirlgu. Þar annaðist sr. Þórir Stefensen stutta athöfn og minntist hins látna félaga. Kirkj- an var fullsetin og sungu kirkju- gestir sálma við undirleik Guð- rúnar Kristjánsdóttur, organista kirkjunnar. Gunnar Jónsson, sem lengi keyrði flutningabifreið milli Húsavíkur og Reykjavíkur, átti frumkvæði að þessari athöfn. Hafði hann látið gera málverk af Magnúsi og var það afhjúpað í veitingaskálanum á Stað að lok- inni athöfn í kirkju. Mælti Gunn- ar nokkur orð við þetta tækifæri og minntist ýmissa samskipta við Magnús og Staðarfjölskylduna. Þá flutti hann einnig þakkir til Ásdísar Hjáhntýsdóttur, sem haft hafði frumkvæði að því að hafa samband við samferðafólk Magnúsar. Um 100 manns stóðu að þessari minningargjöf, en henni fylgdi skjöldur sem á var letrað m.a. „Besti vinur, bak við fjöllin háu“ og undir „Samferða- menn“. Bára Guðmundsdóttir þakkaði sýndan hlýhug til fjölskyldunnar og minningu bónda síns og bauð hún síðan gestum til veitinga i Gistihúsinu Staðarflöt. Skógræktarfélagið fær eina milljón að gjöf Laxamýri - Aðalfundur Skóg- ræktarfélags Reykhverfmga var haldinn um helgina en tíu ár eru lið- in síðan féiagið var endurreist. Á fundinum kom fram tillaga um að stofna minningarsjóð um Jón Ámason bílstjóra frá Þverá, sem gaf félaginu eina milljón króna eftir sinn dag, en hann lést á sl. ári. Tilgangur sjóðsins yrði að . efla skógrækt í hreppnum m.a-með kaupum á trjá- plöntum sem yrði úthlutað til íbú- anna. Líka var það mál manna að styðja þyrfti við skjólbeltarækt og auka hana frá því sem nú er. Þá voru einnig reifaðar þær hug- myndir að félagið fengi land til ráð- stöfunar en búið er að planta út í land hreppsins við Hrísateig og áhugi er fyrir að færa út kvíamar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon. STJÓRN Skógræktarfélags Reykhverfinga, f.v. Björn Ófeigur Jónsson gjaldkeri, Helga Helgadóttir ritari og Þorsteinn Ragnarsson formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.