Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBL^þHÐ FIMJVJTUDAGGR20. JÚLÍ 1995' 21 Bristol Dökkbláar og Ijósbláar, st. 28-40 abuxur bæði kyen- og karlasnið. QÓÖ í Opnum í dag nýja verslun með snyrtrvörur, sjúkraskó og ungbamavörur Vegna óvenju hagstæðra innkaupa bjóðum við þessar vörur tugum % undir verði á sambærilegum og eins vörum. 9{áttruíegar snyrtwörur frá Smyrsl, olíur, handáburður, nuddolíur, hreinsikrem, dagkrem, næturkrem, baðollur, baðsölt, ■ hreinsiollur, hárnæring, sjampó, sápur. Sjúkraskór cjeUJit U fuTÍT ira LEBl . fyrir unga stm aídna. Allt og ekkert TÖNLIST Skálholtskirkja SAMHLJÓMAR Höfundur og stjómandi: Atli Heimir Sveinsson. Flytjendur: María Elling- sen, upplestur, Guðni Franzson, klar- inett, Margrét Bóasdóttir, sópran, Heiðrún Hákonardóttir, sópran, íris Erlingsdóttir, sópran, Kristjana Stef- ánsdóttir, sópran, Ann Toril Lind- stad, orgel, Hilmar Öm Agnarsson, orgel, Guðrún Óskarsdóttir, sembal, ’Ami Heimir Ingólfsson, sembal, Kol- beinn Bjamason, bassaflauta, Atli Heimir Sveinsson, slagverk. SAGÐI ekki Salomon, sem frægt hefur orðið: „ . .. ekkert er nýtt undir sólinni"? Á sama hátt hefði hann getað látið hafa eftir sér að allt undir sólinni væri nýtt og hefði slík yfirlýsing ekki síður staðist rökræna hugsun en væri líklega ekki eins smart á pappírnum. Allt er stöðugt að endurnýjast, hljómur- inn var annar á augnablikinu sem leið en hann varð á augnablikinu næsta. Lífið stendur aldrei í stað, þess vegna heitir það líf. Þess vegna mætti segja að yfirlýsing Salomons vanti rökræna hugsun, minnti meir á slagyrði. En hveiju skiptir þetta, allt er jú nýtt undir sólinni og það sem ég hef sagt nú, er þegar orðið gamalt. En hvað kemur þetta við verkum Atla Heimis? Dona Nobis, frá 1985, fyrir bassaklarinett, lesara og fjórar söngkonur, við ljóð Pablos Neruda, í sterkri þýðingu Jóns Óskars og Sigfúsar Daðasonar, bytjar á leik klarinettsins í endurteknum hend- ingum, í eins konar tilbrigðaleik, þar sem lesari fléttar inn í friðar- bænina, síðan koma fjórar söng- konur og söngflytja latneska text- ann. Ákveðinn arkitektúr liðast gegnum verkið, bæn, ákall, jazz (klarinettið), kannske ekkert nýtt í stílbrögðum og þó er eins og allt sé nýtt og að gerast á augnablikinu sem er. Leikur Guðna á klarinettið var áhrifaríkur og allur flutningur- inn látlaus og sannur. Eftirminni- legt verk og failegur upptaktur að frumflutningi á nýskrifuðu verki Atla „í þínar hendur, Drottinn Guð, vil ég nú fela minn anda“, úr 104. Davíðssálmi. Verkið er skrifað fyrir lesara, klarinett, bassaflautu, tvö orgel, tvo sembala, fjórar söngkonur og slagverk. Atli er óhræddur við að skrifa löng verk, jafnvel þótt ekki sé um tíma- frekar skáldlegar andstæður að glíma, heldur kyrrð og einfaldleika, eins konar hugleiðslu. Ekki er langt síðan hann skrifaði eitt slíkt fyrir einleikskarinett, var eitt sér á tón- leikunum en hélt manni föngnum frá byijun til enda. Að þessu sinni stóð frumflutningurinn rúman hálf- tíma og enn var það eins konar tilbeiðsla eða sýnir, kyrrlátar eða sem biblíumyndir í kirkjugluggum, ferðin yfir í eilífðina, sá stundum fyrir mér hjónin úr Gullna hliðinu á sinni fyrirburðaríku ferð að dyr- um Himnaríkis, raddir sem komu úr öllum fjórum áttunum, englakór eða hvað?, talað tungum, hljóð- færaþáttur sem brot frá sölum ei- lífðarinnar, stundum sem kínverskt leikhús þar sem tíminn er ekki til, já og kannske tók höggormurinn orðið á stundum. Flytjendurnir voru staðsettir framan við áheyrendur, til hliðar við þá og að baki þeim og blandaðist merkilega vel. Ekki er ástæða til að nefna einn flytjand- ann frekar öðrum, hér var engin fyrsta prímadonna, öll skildu þau hlutverk sín, hógværð og lotning fyrir verkefninu. Eitt var þó sem stakk. Þegar lesarinn hafði lokið lestrinum var hann kominn út úr hlutverkinu, leit fram í kirkjuna og brosti til einhverra kunningja sinna og það ekki bara augnablik. Þetta virkaði óatvinnumannslegt, en var það eina sem hægt var að setja út á varðandi flutninginn. Kannske var hér um að ræða eins konar leikhúsverk, því upp- setning og klæðnaður var hluti áhrifanna, en hvað um það, Atla tekst alltaf að vera nýr og koma manni á óvart og afsanna þannig kenningu Salomons að ekkert sé nýtt undir sólinni, og ég held að enginn kirkjugesta hafi gengið samur út úr kirkjunni og sá er hann inn kom. Ragnar Björnsson LISTIR Fjörustillur í Hafnarfirði GUÐMUNDUR Ármann opnar sýningu verkum sínum í Gallerí Listhúsi 39 við Strandgötu í Hafnarfirði laugardaginn 22. júlí klukkan 14. Á sýningu Guðmundar Ár- manns eru grafíkmyndir, dú- kristur og einþrykk sem hann hefur gert á árunum 1991-1995. Myndefnið er fjörulíf og sýn- inguna kallar hann Fjörustillur. Guðmundur Ármann er kenn- ari við Myndlistaskólann á Akureyri og starfar þar í bæ að list sinni auk þess að vera einn framámanna við að koma á listamiðstöðinni við Kaup- vangsgil, sem nú orðið er þekkt- ast sem Listagilið á Akureyri. Guðmundur hefur haldið marg- ar einkasýningar bæði heima og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hann var bæjar- listamaður á Akureyri árið 1994. Sýningin Fjörustillur í Gall- eríi 39 í Hafnarfirði er opin til 7. ágúst. Opið er kl. 10-18 virka daga, 12-18 á laugardögum og 14-18 á sunnudögum. Ein gála er glaðnaði af rommi gála en því fer fjarri að það heppnist í og með vegna þess að hún ofleikur voðalega en líka af því það er næst- um ekkert fyndið við hana nema hún minnir á gamla danska limru sem í ágætri þýðingu hefst svo: Ein gála er glaðnaði af rommi,/sig gifti þótt hún væri kommi. Tilraunir til að gefa persónunni einhveija vigt renna út í sandinn; sú smekklausasta er að láta myrða ungan götustrák vin hennar svo hún geti fundið til en það er misnotað á svo blygðunarlausan hátt að maður skilur ekki að þetta geti verið sami ieikstjóri og gerði myndina um götukrakkana í Bombay. Leikaraúrvalið í myndinni er ágætt en fólk eins og Huston og Molina og Chazz Palminteri, sem leikur nýjan vonbiðil Huston, fá svo væmnar setningar úr að moða að það hálfa væri nóg. Ef þetta er það besta sem fyrirtækið getur framleitt er kannski ekki nema von að menn vilji losna við það. Arnaldur Indriðason. St. 34-42 ! Kr, . 2.790 Mister ungbarnavörur, óvenju vörur á verði. ÞOitPin BORG ARKRINGLUNNI St. 39-46 Kr. 1.990 St. 34-42 KVIKMYNPIR Háskólabíó PEREZFJÖLSKYLDAN „THE PEREZ FAMILY“ ★ Leikstjóri: Mira Nair. Aðalhlutverk: Marisa Tomei, Alfred Molina, Anj- elica Huston, Chazz Palminteri. The Samuel Goldwyn Company. 1995. SAMKVÆMT nýlegri frétt í Morgunblaðinu er Perezfjölskyldan ein ástæðan fyrir slæmu gengi The Samuel Goldwyn Company og að það er nú til sölu. Ekki kemur það sérstaklega á óvart. Myndin, sem indverski leikstjórinn Mira Nair („Salaam Bombay!) gerir, er á margan hátt gölluð vara. Hún segir af kúbverskum inn- flytjendum á Miami í kringum 1980 þegar Kastró losaði fangelsin og sendi jafnt pólitíska fanga sem ótýnda glæpamenn yfir til Banda- ríkjanna. Kúbveijarnir eru leiknir af breskum og bandarískum leikur- um, sem allir tala einhvernveginn eins og Gógó Gomez í frægri teikni- myndaseríu, lengst af veit maður ekki hvort maður er að horfa á farsa með Marisa Tomei eða grafalvarlegt fjölskyldudrama með Alfred Molina og þegar loks kemur í ljós að hér er drama á ferðinni er það svo yfir- borðskennt og ódýrt að maður á til að hlæja þegar það á síst við. Liklega á vellulegt handritið sök- ina á flestu af því sem miður fer. Indverskt bíó svífur yfir vötnum og spurning er hvort myndin eigi að sameina Hollywood og Bollywood. Sagan minnir altént á slitinn róman úr Sögusafni heimilanna þar sem gloppumar eru nokkrar. Angelica Huston hefur beðið mannsins síns, Molina, í 20 ár staðföst og trú og loksins þegar hann losnar úr póli- tísku fangelsi á Kúbu og kemur kal- inn á hjarta til Bandaríkjanna eftir öll þessi ár og mikla, ljúfsára söknuð fer hún bara i vinnuna og sendir hálfvitann bróður sinn að ná í kallinn. Tomei á að sjá myndinni fyrir gamansemi með því að láta eins og VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ „■jat ÞYZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI EINKAUMBOÐ ?o Þ.ÞORGRÍMSSON & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.