Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ1995 31 MINIMINGAR Ég þakka frænku minni yndisleg kynni. Fögur minning um hana mun lengi lifa. Afkomendum hennar votta ég dýpstu samúð mína. Bergljót Guttormsdóttir. Á kveðjustund er ljúft að minnast mætrar konu, Elísabetar Björgvins- dóttur frá Efra-Hvoli, sem í dag verður lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, Þorláks Helgason- ar verkfræðings, á grundinni grænu ■ syðst í Fossvogskirkjugarði, þar sem • athafnasvæði Vita- og hafnamála- stjórnar blasir við sjónum handan vogarins. Þótt tilviljun hafi ráðið þessum hvílustað þeirra hjóna hæfir hann þeim flestum betur, henni, sem runnin var upp á frjóum sléttum Rangárvallasýslu, og honum, sem gekk bernskusporin í fjörunni á Isafirði. Og saman áttu þau heimili sitt við Seljaveg í Reykjavík í seiling- aríjarlægð frá skrifstofu Vita- og . hafnamálastjórnar, þar sem Þorlák- I ur vann ævistarf sitt að mestum hluta. Ég eignaðist Þorlák að tengdaföð- ur ungur að árum, þegar við Nanna, yngri dóttir hans af fyrra hjóna- bandi, fórum að vera saman, vart komin út út menntaskóla. Nanna var 5 ára gömul, þegar Elsa lofaðist föð- ur hennar, sem hafði þá verið fráskil- inn í nokkur ár. Sagan af fyrstu kynnum Elsu og dótturinnar er j skemmtileg og einkennandi fyrir hæfileika Þorláks til að efla mannleg samskipti. Þau Elsa komu kvöld eitt heim í Garðastræti 13, þar sem Nanna ólst upp hjá föðurafa sínum og afasystur. Éftir stundarsetu spurði Þorlákur Nönnu, hvort hún vildi ekki lesa eitthvað upphátt fýrir Elsu, og Nanna sótti Sögur æskunnar og las smákafla við góðar undirtektir. Þarna tókst honum í senn að gefa dóttur- inni kost á að nálgast unnustuna frá * sterkri hlið og að sýna unnustunni árangur af eigin verkum, því hann hafði sjálfur kennt Nönnu að lesa þar á heimilinu. Annars minnist Nanna fyrst og fremst þeirrar miklu hlýju, sem stafaði frá Elsu, og hve henni fannst hún falleg, bæði há og grönn og andlitsfríð, og auk þess á rósóttum kjól. Þegar Þorlákur og Elsa stofnuðu , ______________________________________ heimili fylgdi Nanna ekki föður sín- um, en hins vegar fór hún á vegum Elsu til sumarvistar í sveit hjá fjöl- skyldu hennar að Efra-Hvoli. Foreldr- ar Elsu, sýslumannshjónin Björgvin og Ragnheiður, voru þá enn á lífí, en Páll bróðir hennar, allra manna barnelskastur, hafði tekið við búinu og eignaðist fljótlega Ingunni sína, sem fýllti húsið glaðværum hlátri. Á þessu mannmarga höfðingjasetri dvaldist Nanna sjö sumur samfleytt, og á hún þaðan margar sínar bestu og dýrmætustu minningar. Á heimili Elsu og Þorláks á Selja- vegi 10 var mér tekið sem aufúsu- gesti allt frá fyrstu heimsókn. Meðal annars var ég boðinn velkominn í fimmtugsafmæli Þorláks, þegar húsið var nánast fullt út úr dyrum og upp úr þaki, þótt nýjabrum væri enn á sambandi okkar Nönnu. Þetta var menningarheimili, þar sem samræð- ulist húsbóndans og gestrisni hús- freyjunnar réðu ríkjum ásamt góðvild og hlýju þeirra beggja. Þau voru og dyggilega studd af börnum sínum, Helga og Ragnheiði, og var fjölskyld- an samrýnd og samhent svo af bar. Þegar börn okkar Nönnu komu til sögunnar urðu þau tíðir gestir á heimilinu og voru leidd þar til marg- víslegri leikja en ég hafði sjálfur lag á að stunda með þeim. Mátti rekja þá marga til foreldrahúsa þeirra Elsu og Þorláks. Þá var sönglistin mjög í fyriri-úmi við þessar heimsóknir, og eins við heimsóknir þeirra til okkar. Þar sagði sönggleði EIsu óspart til sín, en hún hafði óvenju fallega rödd, háa, tæra og þíða, sem unun var á að hlusta. Elsa unni manni sínum hugástum alla tíð og stóð þétt við hlið hans í blíðu og stríðu. Meðal þess, sem þau áttu sameiginlegt, var mikill áhugi og fróðleikur um sögu lands og lýðs og alla landshætti. Þau bjuggu bæði að ríkum menningararfi, en nokkuð hvort með sínum hætti. Hann var fágaður heimsmaður og uppalinn við blómlega kaupstaðarmenningu á ísafirði. Hún var hin látlausa dama, sem bar merki uppeldis og ábyrgðar- starfa á sveitasetri, sem þá var mið- stöð stjórnsýslu og samgangna í hér- aðinu og naut gesta frá mörgum heimshomum. Það kom og oft fram í máli Elsu, að hún væri ekki síður ' ÞURÍÐUR A UÐUNSDÓTTIR I ( ( < ( ( ( ( ( ( < + Þuríður Auð- unsdóttir fædd- ist á Eyvindarmúla í Fljótshlíð 6. júní árið 1900. Hún lést á Landspítalanum 27. júní síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Auð- unn Jónsson og Sig- ríður Jónsdóttir. Þuríður kvæntist Skúla Magnússyni árið 1930 og eign- uðust þau fjórar dætur: l)Sigríði, gift Konráð Axel- syni. 2)Hallfríði, gift Kjartani Magnússyni. 3) Auði, gift Gunn- ari Ásmundasyni 4) Helgu, gift Alexander Jóhannessyni. Skúli Magnússon lést 13. september 1963. Utför Þuríðar fór fram í kyrrþey 4. júlí síðastliðinn. ELSKU amma, þú sem hefur lifað í nær heila öld ert nú farin frá okkur og eigum við eftir að sakna þín mikið. Það er sárt að geta ekki lengur komið til þín í Skipholtið en þangað var alltaf gott að koma enda tókstu ævinlega vel á móti okkur. Hvergi voru pönnukökurnar og kleinurnar betri en hjá þér. Við munum sakna þess að geta ekki lengur setið með þér við litla eldhús- borðið þitt og spjallað saman um lífið og tilveruna. Alltaf fylgdist þú vel með okkur og vissir vel hvað var að gerast í lifi okkar. Minningarnar um jóla- boðin sem þú hélst fyrir alla fjöl- skylduna á aðfangadagskvöld munu aldrei gleymast, þá var alltaf glatt á hjalla og maturinn svo ljúffeng- ur og góður. Myndar- skapurin þinn var mik- ill og voru ófáir sokk- arnir,vettlingarnir að ógleymdum lopa- peysunum sem þú pijónaðir á okkur og börnin okkar og var handbragðið alltaf jafnglæsilegt. Ávallt munum við minnast þín fyrir glæsileika þinn, kraft, dugnað og hversu ung- leg þú ávallt varst. Elsku amma, það er gott að vita að nú nýtur þú samvista við hann afa, glöð og hamingjusöm. Við kveðjum þig með miklum söknuði, hafðu þökk fyrir allt og Guð geymi þig og varðveiti. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Skúli Þór og Kristinn. Amma í Skipholti er dáin. Nú er hún horfin, hún sem var alltaf mið- tengd dreifbýlinu en þéttbýlinu í Reykjavík. Þannig féll það vel að hugsjónum hennar, að Þorlákur hefði það aðalstarf að standa fyrir hönnun og byggingu hafnarmannvirkja víðs- vegar um landið. Vegna þeirra starfa var hann langdvölum úti á landi yfir sumarmánuðina, og ferðaðist Élsa oft og dvaldist þar með honum ásamt börnum þeirra þegar við varð komið. Meðal annars hafði hann unnið að framkvæmdum á Ólafsfírði árin áður en ég kynntist þeim, og minnist ég þess sérstaklega, hve þær voru þeim báðum hjartfólgnar. Við Elsa áttum það sameiginlegt að vera sýslumannsbörn, og naut ég mjög góðs af þeirri virðingu, sem hún bar fyrir starfí og ferli föður síns. Hún hafði ekki uppi neinar athuga- semdir, þegar ég kaus mér lögmanns- starf að atvinnu eftir laganámið, en ég þykist þó viss um, að hún hefði talið mér öllu nær að velja embættis- brautina. Eitt sinn, er ég kom til þeirra Þorláks skömmu fyrir andlát hans, var ég klæddur dökkum jakka með gljáfægðum hnöppum, sem ég hafði nýlega eignast. Hún sagði þá við mig upp úr eins manns hljóði: „Það er gaman að sjá þig með gyllta hnappa, Hjörtur minn.“ Þótt þetta væri orðað sem smáglettni fannst mér hún vera að mæla það fram í alvöru, eins og ósjálfrátt. Einhvern veginn fínnst mér þetta eitt af því indælasta, sem við mig hefur verið sagt um ævina, og hafa komið beint frá^ hjartanu. Ást Elsu á börnum sínum og um- hyggja fyrir þeim var ríkulega endur- goldin, og studdu þau hana af mik- illi alúð eftir að hún missti eiginmann sinn og heilsu hennar fór að hraka. Dótturdóttirin Elísabet, nafna henn- ar, var henni einnig gleðigjafi. Síð- ustu árin þurfti Elsa að dveljast á Hvítabandinu, þar sem hún hlaut ein- staklega góða umönnun til hinstu stundar. Við Nanna og fjölskylda okkar þökkum samfylgdina við þessa merku konu. Hjörtur Torfason. • Fleirí minningargreinar um Elísubet Björgvinsdóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. punktur alls í fjölskyldunni. í Skip- holtinu kom fjölskyldan iðulega saman. Þar voru alltaf hinar mestu kræsingar á borðum, svo sem peru- terta, brúnkaka, kleinur, pönnsur og fleira. Við systurnar eigum margar góðar minningar úr Skip- holtinu. Okkar fyrsta jólaminning er aðfangadagskvöld í Skipholtinu. Þar var margt um manninn, mikið fjör og mikið af pökkum sem við krakkarnir biðum spenntir eftir að fá að opna. Þetta voru mjög líflegar samkomur og virtist sem ömmu munaði ekkert um að hafa allan þennan fjölda fólks í matarveislu að hætti hússins. Þessi venja, að koma saman á aðfangadagskvöld í Skipholtinu, hélst þar til amma var komin á níræðisaldur. Amma lagði mikinn metnað í heimilið. Það var hennar staður. Allt var svo hreint og fínt hjá henni. Amma hafði mik- il samskipti við dætur sínar og fylgdist vel með öllu sem gerðist. Hún hafði mikinn áhuga á okkur barnabörnunum og var mjög metn- aðarfull fyrir okkar hönd. Ekkert var of gott fyrir okkur. Ömmu þótti „gott að hafa eitthvað í höndun- um“, eins og hún orðaði það og voru þær ófáar lopapeysurnar og hosurnar sem hún ptjónaði af snilld. Alveg fram á síðasta dag, þá níutíu og fimm ára gömul, var hún að pijóna og nú á barnabarnabörnin, en þau eru þrettán talsins. Þrátt fyrir háan aldur bjó hún í Skipholti 24 til dauðadags. Hin allra síðustu ár var elli kerling var farin að segja til sín og lífsneistinn farinn að dofna. Þó bar dauða hennar skjótt að. Við vitum að hún er hvíldinni fegin og nú líður henni vel. Hún er nú með afa og öðrum látnum ástvinum. Við kveðjum nú ömmu í Skipholti með söknuði. Minningin um ömmu í Skipholti lifir og er okkur systrunum kær. Þuríður og Auður t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, er andaðist 8. júlí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 20. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim, er vilja minnast hennar, er vin- samlega bent á heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. Guðmunda Þorgeirsdóttir, Tómas Oddson, Eirikur Oddsson, JóhannesOddsson, Einar Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Hjartkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA HELGADÓTTIR frá Melshúsum, Hafnarfirði, lést aðfaranótt 19. júlí. Bára Guðbjartsdóttir, Gíssur Þóroddsson, Sigriður Guðbjartsdóttir, Magni Kristjánsson, Guðný Guðbjartsdóttir, Hinrik Bergsson, Helga Guðbjartsdóttir, Hafsteinn Jónsson, Guðmundur Guðbjartsson, Ingibjörg Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Astkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, Möðrufellil, . Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. júlí kl. 13.30. Bergur Þorvaldsson, Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir, Kristinn Kristjánsson, Halldór Ólafur Bergsson, Lilja S. Mósesdóttir, Ester S. Hermele, Jules J. Hermele, Bergdís Harpa Mikac, Joseph Mikac, Bjarney J. Bergsdóttir, Elfar Ólason, Sigrún Bergsdóttir, Benedikt Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KONRÁÐ MÁR EGGERTSSON frá Haukagili, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 22. júlí kl. 14.00. Lilja Halldórsdóttir Steinsen, Sævar Örn Stefánsson, Eggert K. Konráðsson, Guðrún K. Konráðsdóttir, Ágústína S. Konráðsdóttir, Inga Dóra Konráðsdóttir, Guðbjörg Lilja Oliversdóttir, Torfhildur Rúna Gunnarsdóttir, Guðmundur Ingi Jónatansson, Halldór Sigurðsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Hölmfríður M. Konráðsdóttir Andrés Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNHILDUR KRISTINSDÓTTIR frá Saurbæ, Eyjafjarðarsveit, sem lést 1 5. júlí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á endurhæfingardeild Kristnesspítala. Jarðsett verður í Saurbæ. Ferð verður frá Akureyrarkirkju að lokinni athöfn. Kolbrún Danielsdóttir, Hilmar Danielsson, Arnar Danielsson, Sveinbjörn Daníelsson, Viðar Daníelsson, María Daníelsdóttir, Víkingur Daníelsson, Valur Daníelsson, Ragnar Daníelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurður Ólafsson, Guðlaug Björnsdóttir, Hallfríður Magnúsdóttir, Inga Sigrún Ólafsdóttir, Sæunn Óladóttir, Jón Smári Friðriksson, Þuríður Sigurðardóttir, Sesselja Ingólfsdóttir, Hanna Sigurgeirsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.