Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 22
' ’22f ’ FIMMTUDAGUR 20*. JÚLÍ T995 MÖRGUNBLAÐIÐ + AÐSENDAR GREINAR Aldraðir eru ekkert vandamál aldraðir sæki til sömu skrifstofu og þeir sem þurfa aðstoð vegna van- máttar við að framfleyta sér og sín- um. Þetta er athyglisvert sjónarmið og ber vott um tilfinningu fyrir mannlegri reisn, margir líta á aldr- aða sem ómaga, þótt þeir séu löngu búnir að leggja inn fyrir úttekt sinni - og lifi lengi. Stór hluti fólks nær aldrei stöði- uðum aldursmörkum, - er svo elskulegt að deyja og skilja eftir Séð úr stjórnsýsluturninum ÞAÐ eru allar kosningar um garð gengnar, en engu að síður vill svo til að tvo daga í röð, 12. og 13. júlí, birtust fróðiegar og lærðar greinar í Morgunblaðinu um mál- efni aldraðra, báðar úr ráðuneyti heilbrigðismála og höfundar eru Jón Sæmundur Sigutjónsson hagfræð- ingur (Lífeyrisaldur) og Hrafn Páls- son deildarstjóri. (Öldrunarþjónusta á tímamótum). Embættismennirnir ræða „vandamál" líðandi stundar, - það eru of margir gamlingjar í landinu. Hagfræðingurinn setur fram þá hugmynd til sparnaðar og ánægju- auka að hækka lífeyrisaldurinn í sjötugt, sem er gagnstætt tillögum baráttumanna gegn atvinnuleysinu, sem hafa lagt til að fólk hætti störf- um fyrir lögaldur, þótt ekki liggi fyrir að störfum fjölgi að ráði með þeirri aðferð, að sögn J.S.S. Hugmynd hagfræðingsins er allr- ar athygli verð, en hún miðast við það umhverfi sem hann hrærist í, hann getur þess að opinberir starfs- menn fái yfírleitt að vinna til sjö- tugs, en því fer fjarri að sú regla gildi á almennum vinnumarkaði. Með breytingunni gætu þeir orðið verr settir sem ættu ekki kost á vinnu til sjötugs. Helsta ráð aldr- aðra í einkageiranum er einkarekst- ur, sem styrkja mætti með hug- myndabanka, sem sér- fróðir öldungar leggðu inn í reynslu sína og þekkingu. Deildarstjórinn seg- ir að um síðustu ára- mót hafi fólk yfir sjö- tugu verið um 7,9% þjóðarinnar eða 20.501, 4.398 fleiri en fyrir tólf árum, aukn- ingin um 27,3%. Á sama tímabili fjölgaði fólki yfir áttræðu úr 5.390 í 7.053 eða um 1.663, sem er 30,9% fjölgun, 2,7% þjóðar er 80 ára eða eldri. Þetta eru tölur sem benda til batnandi heilsufars, greinilegs árangurs í lengingu mannsævinnar, sem vonandi verður ekki að of stóru vandamáli í augum stjórnsýslunnar, nóg er nú samt sem hún hefur við að glíma. Hvað kostar yfirstjórn öldrunarmála? Við lestur þessara ágætu greina embættismannanna kemur í ljós fyrirferð stjórnsýslunnar, hvers vegna skyldi þurfa að vera með allar þessar skráningar, skipulagn- ingu, forvinnu, samráð, samvinnu- verkefni, rannsóknir, mat, öldrun- arfræði, upplýsingaöflun, áfanga- skýrslur, áætlanagerðir og ábyrgar áætlanagerðir, tengsla- stöðvar, alþjóðlegt samstarf í Evrópu, Asíu og Ameríku? Állt þetta o.fl. kemur kem- ur fram í grein deildar- stjórans, auk þess sem hann segir okkur að öldrunarmálin snerti alla þætti lífsins, heil- brigði, félagslegt ör- yggi, trú, lögfræði, fjölmiðlun, ferðaþjón- ustu, nám og íþróttir, en þá er ekki allt upp talið enda varla von þegar hann segir að ellin hefjist við fæð- ingu. Það hlýtur að þurfa margt fólk til þess að annast svona yfirgrips- mikil verkefni, en fjöldans er ekki getið í umræddum greinum eða aukningar sl. 12 ár. Ekki heldur hvað stjómsýslan kostar. Til þess að fá samanburð, samstarf og sam- ráð við fólk í næsta nágrenni hlýtur að þurfa dýr ferðalög, að maður nú ekki tali um lengri ferðir til Ameríku og Asíu. - Það ætti engan að undra þótt langt sé sótt fanga í svona umfangsmiklum málaflokki. Feimnismálin Deildarstjórinn álítur öldrunár- þjónustu vera á tímamótum og vek- ur athygli á því að hæpið sé að Margir líta á aldraða sem ómaga, segir Árni Brynjólfsson, þótt þeir séu löngu búnir að leggja inn fyrir úttekt sinni — og lifi lengi. sinn hlut sem ætlaður var til elliár- anna. Hann leggst að sjálfsögðu við inneign þeirra sem geta notið, - þ.e. þeirra sem lifa lengur. Að stofna nýja skrifstofu fyrir aldraða, sem þurfa aðstoðar með, vegna þess að ekki er nógu fínt að vera með „þurfalingunum", er fyrir neðan allar hellur, þessu viðhorfi verður að útrýma með því að breyta þeirri tilhögun að fólk þurfi að koma og biðja um aðstoð, fólk á að eiga rétt á ákveðinni tilgreindri aðstoð í hveiju tilfelli. Það eiga engar út- hlutunarskrifstofur að vera til, eng- ar bónbjargarstofnanir. Ekki er langt síðan fólk þurfti að standa í biðröðum utan við Tryggingastofnunina til þess að sækja þangað greiðslur. Þetta hefur batnað eftir að þær eru sendar í banka, en betur má ef duga skal, - það á enginn að fá „bætur“, „framfærslustyrki" eða „vasapen- Árni Brynjólfsson inga“, þeir sem eru búnir að ná lögaldri ellinnar eiga að fá óskert laun frá ríkinu greidd inn á banka, rétt eins og annað launafólk. Það eiga allir að fá sömu upp- hæð, hvort sem þeir liggja inni á stofnun, sjúkrahúsi eða eru sjálfum sér nógir og hafa aðrar tekjur. Sú upphæð ætti að vera verðtryggð og samsvara a.m.k. núverandi „líf- eyri“ með óskertri „tekjutrygg- ingu“, þetta á að greiða beint úr ríkissjóði í banka, án milligöngu sérstakrar stofnunar. - Þyki ein- hveijum hér of langt gengið er til- efni til að skoða til samanburðar lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, sem þeir hafa ekki unnið fyrir nema að litlu leyti og þá verðtryggingu sem þar gildir. Grisjum stjórnsýsluna Væri þessi háttur hafður á myndi þurfalingasjónarmið smátt og smátt hverfa og menn gætu í leiðinni velt því fyrir sér hvort ekki mætti minnka alla þá stjórnsýslu sem fylg- ir öldrunarþjónustu. Trygginga- stofnunin gæti skroppið saman, einkum þó ef hætt væri að meta og vega margs konar gagnslausar jöfnunaraðgerðir, og eitthvað mætti leggja niður af nefndum og ráðum. Tekjutryggingin og lífeyririnn eru rúm 30 þús. og skerðing á þessu er aðeins kostnaðarsöm tímasóun, sem þjónar engu réttlæti. Lífeyris- sjóðstekjur koma þessu máli ekki við fremur en ef menn ættu hlið- stæða inneign í banka, þá er tekju- tryggingin ekki rýrð þótt tekið sé út eftir hendinni til daglegra þarfa. Embættismenn hafa annað og þarfara að gera en að vera að sýsla með jöfnunartilburði við gamalt fólk, reynslan sýnir að það veldur aðeins vandræðum. Höfundur er framkvœmdastjóri Verktakavals. I i a L € L € I I I i i Símanúmerín Hvers vegna ekki „svæðistölu“-kerfi? í lýst númerakerfi með fyrsta staf 0 fyrir þjón- ustu, 1-8 fyrir heima- síma og 9 fyrir útisíma (farsíma og slíkt). Kerfið felur í sér að lengja gömlu númerin í 7 stafi með svæðis- tölu (1 fyrir Reykja- vík), þannig að engin ný tala bætist framan i við neitt númer (nema símatorg) og álag á símstöðvarnar verður óbreytt. Úr útinúmerum er felld niður talan 8. Aðlögun að Evr- ópukröfum breytir kerfinu í 10 fyr- ir 5 stafa númer í Reykjavík, þar sem 11 er upptekið fyrir þjónustu. Heimasímar Gamla númerakerfið fól í sér gömlu númerin (4, 5 eða 6 stafa), 8 svæði með tilheyrandi svæðistölu (1 tii 8) og millisvæðatöluna 9. Við breytingu í landsnúmer, falla niður hringingar milli svæða og þar með millisvæðatalan 9, en svæðistala hvers svæðis bætist framan við gamla númerið sem tilvísun á svæð- ið. Þá eru númerin orðin 5, 6 eða 7 stafa og byija öll á gömlu svæðis- tölunni. Fleiri breyt- ingar virðist ekki þurfa að gera til ’að afnema svæðaskiptinguna og breyta öllum númerum í Iandsnúmer. Þá kemur til sög- unnar tölvustýring stöðvanna. Stýritölv- urnar hafa sína sér- visku og ein er sjálf- sagt sú að vilja hafa öll númerr á sama svæði (sömu stýrit- ölvu) jafnlöng. Þá vaknar spurningin: Með hvaðá tölum á að lengja styttri númerin til að aðlaga þau stýritölvunni sinni? Ef tilgangurinn með breyting- unni væri aðeins að gera númerin 7 stafa, væri hægt að lengja númerin á einfaldan hátt með við- komandi svæðistölu og bæta henni framan við númerið eins oft og þyrfti til að gera númerið 7 stafa. Þessi einfalda breyting virðist fela í sér óbreytta dreifingu á svæðis- stöðvarnar. Það er því erfitt að sjá, hvers vegna þessi Ieið var ekki valin. Hefði þetta kerfi (svæðistölu- kerfi) verið valið, hefði hagsmunum notenda verið best borgið og jafn- Nýja númerakerfið, segir Jón Brynjólfs- son, er óþarflega flókið, vel hagsmunum Pósts og síma líka. Nú má aftur á móti búast við að símnotendur noti ómældan tíma til uppsláttar í nýrri símaskrá og hringi oftar í „vitlausa" númerið" og nái jafnvel alls ekki sambandi. Nýja númerakerfið er óþarflega flókið og virðist ekki vera nógu vel hugsað. Óstaðbundin númer Einn flokkur númera er óstað- bundin númer, sem kalla má „úti- síma“ (farsímar, boð, talhólf, græn númer og símatorg), sem byijuðu á tölunni 9. Við afnám svæðanna er ástæðulaust að breyta þessari tölu, því númerin verða óstaðbundin áfram. Þessi númer voru sum 8 stafa og þarf því að. stytta um 1 staf. Svæðistölukerfið gerir ráð fyrir að fella töluna 8 úr útinúmerunum 9(8)4 (boð), 9(8)5 (farsími NMT), 9(8)8 (talhólf) og 9(8)9 (farsími GSM) og gefa símatorgi (99-nn nn) N^lútasaumsbækur, föndurblöb og föndursniö í hverri viku. Mörkin 3 l-w . * ’v’ við Suðurlandsbraut. forstafína 96X í stað 99, þar sem “X“ er gjaldflokkur. Þá væru þau númer orðin 7 stafa. Þetta er gert, því talan 8 er upptekin sem gamla svæðistalan og talan 9 táknar eftir sem áður utan svæða síma, sem kalla má einu nafni útisíma. Svæðistölukerfið í svæðistölukerfinu eru 3 flokkar númera (eins og í nýja kerfinu): Þjónusta neyð (01), Póstur og sími (02 til 09), sem öll byija á (0), heimanúmer (gömlu svæðistölurnar 1 til 8) og óstaðbundin númer eða útisímar (9). Hreint svæðistölukerfí er þannig: 01 neyð (-arþjónusta). 02-09 þjónusta Pósta og síma. Þessir tveir liðir eru óbreyttir frá gamla kerfinu. 1-8 heimanúmer notenda með gamla svæðisstaf. Þetta er gamla kerfið, þegar búið er að fjarlægja millisvæðastaf- inn 9. 9 útinúmer notenda: 94 boð. 95 farsímar NMT. 96 símatorg. 98 talhólf. 99 farsímar GSM. Þetta er gamla kerfið, þegar miðtalan 8 hefur verið felld niður að undanskyldu símatorgi. (91, 92, 93 og 97 eru laus fyrir gagnanet, gagnahólf og háhraða- net.) Gallar nýja kerfis pósts og síma • Allir heimasimar fá nýja forstafi, sem eru óskyldir gamla kerfinu, því nýju númerin (nema þjónusta) byija á 4, 5, 8 eða 9, sem eru „aðskotatöl- ur“. • Nýja kerfið er því ekki notenda- vænt, og því má spyrja: Hvers vegna var þessum tölum bætt í kerfið? Ástæðan er ekki samræming að Evrópunúmerum. Aðlögun að Evrópukröfum Evrópukröfur eru þessar: • Neyðamúmer er „112“. • Sum önnur þjónustunúmer byija á 11, 14 og 15. Þess vegna mega engin önnur númer byija á þessum tölum. • Þó byijar engin þjónusta á 10, 16 og 18 og þess vegna má taka 10 fyrir 5 stafa númer og 16 og 18 fyrir 6 stafa númer í Reykjavík. Aðlögun að Evrópukröfunum er því þessi: • 10 5 stafa númer í Reykjavík. • 11 þjónusta. Póstur og sími hefur engar skýr- ingar gefið á kerfinu, hvers vegna þörf er allra þeirra breytinga, sem það felur í sér, þegar gamla kerfið virðist duga með því að teygja á svæðistölunum, eins og hér hefur verið bent á. Því er æskilegt að skýra kerfið fyrir notendum, ef hægt er, og sannfæra notendur um, að heppilegasta kerfið hafi verið valið fyrir heildina, notendur og stofnunina. Það er erfitt að trúa því, að stofn- unin geri víðtækar breytingar á símkerfinu að ástæðulausu. Þess vegna þarf að gera grein fyrir breytingunum 5 fyrir Reykjavík, 4 fyrir landið og 6 sem þriðja tala fyrir Vestfirði. Einnig af hveiju 9 var tekin af útinúmerunum en ekki 8 úr miðju þeirra, og síðast en ekki síst af hveiju aðeins eru notaðar tölurnar 1, 4, 5 og 9 í fyrsta sæti númera. Svæðistölukerfið er „framleng- ing“ með svæðistölum á gömlu númerunum í 7 sæti, og það aðlag- ast Evrópukröfum með því einu að skipta á tölunum 10 og 11 fyrir 5 stafa númer í Reykjavík. Þetta felur í sér næstum engar breytingar á númerum notenda, þar sem eina breytingin er áðurnefnt núll í öðru sæti. Það hefur komið fram, að einkum stórfyrirtæki hafi verið komin með númer á víð og dreif og ekki getað byggt upp æskileg númerakerfi. Sá vandi kallar á 7 stafa kerfi, en ekki annað. Það er því erfitt að komast að annarri niðurstöðu, en víðtækar breytingar á tölum í notendanúmer- um hafí verið ástæðulausar. P.S. Tölur í gæsalöppum („ “) tákna sjálfstætt númer til aðgrein- ingar frá þeim, sem eru hluti af númeri. Höfundur er verkfræðingur. i I c \i i i : i i Í i i i i i (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.