Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 11 FRÉTTIR A Arni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir þörf á ákveðnari stefnu í breytingum á borgarrekstrinum Alvarlegt ef áherslan er á að sverta ímynd borgarinnar ÁRNI Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, segir að það sé alvarlegt mál ef áhersla borgar- stjómarmeirihlutans virðist vera að sverta ímynd borgarinnar í augum landsmanna fremur en að boða bjartsýni og þrótt. Það geti leitt til þess að unga fólkið, vinnu- aflið, leiti sér að bú- setu annars staðar. Skattarnir hækki þar með og þeir sem greiða skattana fari því annað og fjárhagsleg staða borgarinnar muni enn versna. „Við teljum að það þurfi ákveðnari stefnu í breytingum á borgarrekstrinum og meiri bjart- sýni á framtíðina til þess að við fáum menn með okkur í þær fram- kvæmdir sem þarf að vinna. Mark- miðið er að lækka skatta en ekki að auka þá, og markmiðið er að bæta þjónustuna en ekki gera hana verri. Þetta er það sem við ættum sameiginlega að geta stað- ið að,“ segir Árni. í Morgunblaðinu á fimmtudag var haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra að ekki væri ein- falt að koma fjárhags- áætlun fyrir árið 1996 heim og saman og ljóst að skuldbreyta þurfi lánum að stærstum hluta. Miðað við óbreytt útsvar yrði ekki hægt að greiða niður lán en áhersla lögð á að minnka lántökur. Skulda- aukning 1995 yrði líklega um 800 milljónir króna en hafi verið 2,3 milljarðar árið 1993 og 2,8 millj- arðar árið 1994. Engin marktæk viðleitni „Það er auðvitað ekki auðvelt að koma áætlun saman og verður stöðugt erfiðara með stefnu R-list- ans, og það er rétt að benda á að í stað þess að skuldir minnki á þessu ári þá aukast þær um 800 milljónir. Þetta er að gerast vegna þess að það var engin marktæk viðleitni gerð í fyrra til að lækka rekstrar- útgjöld og það virðist ekki liggja fyrir núna heldur," segir Ámi. Hann sagði að í fyrra hefði verið sam- þykkt að skila 260 milljóna gati á fjár- hagsáætlun borgar- innar sem síðan skyldi stoppað upp í með ein- hverskonar sparnaði og sölu eigna. Það hefði nánast ekkert gengið eftir af því og í stað þess að skuld- irnar minnki eða stæðu í stað hefðu þær að öllum líkindum aukist um þessar 800 milljónir króna. „Við sjálfstæðismenn lögðum fram í fyrra við umræður um fjár- hagsáætlun stefnu okkar varðandi rekstur og framkvæmdir borgar- innar. Þá gerðum við ráð fyrir að lækka skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði, við gerðum ekki ráð fyrir nýjum skatti í formi holræsa- gjalds og engum nýjum skatti sem nefndist heilbrigðiseftirlitsgjald. Þetta hafði þau áhrif að við vorum með tæplega 700 milljóna lægri tekjur en R-listinn gerði ráð fyrir með allri sinni skatt- heimtu, en því var mætt með samdrætti í rekstri nánast allra málafiokka miðað við áætlanir R-list- ans, að undanskildum skólamálum, en þar gerðum við ráð fyrir hærri framlögum til fræðslustarfsins. Það er líka ástæða til þess að minna á það að holræsagjaldið, sem R-listinn virðist ætla að halda áfram með, samsvarar því að út- svar hafi hækkað í fyrra úr 8,4% í tæp 9,1%. Annað er það að greiðslubyrði lána sem nefnt er að sé 2 milljarðar á næsta ári að óbreyttum skilyrðum. Greiðslu- byrði fer auðvitað eftir lánsupp- hæð, vöxtum og greiðslutíma, og hér er aðallega um að ræða 7 ára lán upp á 2,8 milljarða, en fyrsta afborgun er á næsta ári,“ segir Árni. Meira talað en minna framkvæmt Hann segir að þegar rætt sé um skuldabyrði borgarinnar og greiðslubyrði borin saman þá sé sjálfsagt að hafa í huga að um síðustu áramót skuldaði hver borg- arbúi 120 þúsund krónur og greiðslubyrðin var 4,5% af skatt- tekjum. Meðaltal kaupstaða á landinu sýndi hins vegar 144 þús- und króna skuld á hvern íbúa og greiðslubyrði lána væri 21,2% af skatttekjum. Ef litið væri til sveitarfélaga í nágrenni Reykjavíkur, eins og Kópavogs, Seltjamarness og Hafnarfjarðar, þá kæmi í ljós að skuldir á íbúa þar væru frá 85 þúsund krónum á Seltjarnamesi í 221 þúsund í Hafnarfirði og 233 þúsund í Kópavogi, og hjá þessum tveimur síðastnefndu bæjum væri greiðslubyrði lána rúmur fjórðung- ur skatttekna á síðasta ári, eða fimmfalt það sem við blasti í Reykjavík. „Þótt þessi bæjarfélög eigi í mun erfiðari stöðu en við Reykvík- ingar, þá hefur bjartsýni forráða- manna þeirra stuðlað að því að ungar fjölskyldur setjast þar að í meira mæli en í Reykjavík og ég óttast þá þróun. Það er auðvitað ekkert einfalt fyrir R-listann að koma áætlun saman þegar hann á sama tíma og hann segist vera að spara og draga saman er með þá stefnu á borðinu að börn frá 6 mánaða aldri fari inn í borgar- byggðar og borgarreknar stofnan- ir í stað þess að það sé leitað skyn- samlegri og hagkvæmari lausna fyrir fjölskyldur. Það er því meira talað um sparnað en minna fram- kvæmt til að stuðla að honum,“ segir Árni Sigfússon. - kjarni málsins! Árni Sigfússon Skuldir auk- ast um 800 milljónir Gersemar og þarfaþing Gersemar og þarfaþing Ritstjöri; Árni Björnsson Bókin er byggð á hinni rómuðu afmælissýningu Þjóðminjasafns íslands sem tengdist 130 ára sögu þess árið 1993. t Bókin er ríkulega myndskreytt, m.a. eru birtar 180 litmyndir og margar svart-hvítar af þeim 130 munum og söfnum sem voru á afmælissýningunni. Með hverri mynd i fylgir hnitmiðaður texti, umfjöllun um hvem grip. Höfundar textans eru 35 talsins; hver með sína sérmenntun | og þekkingu á viðfangsefninu. Efnistök eru því ámóta breytileg og sjálf viðfangsefnin, og gefur bókin góða hugmynd um hin mörgu sérsvið á vegum þjóðminjavörslunnar. Eins og bókarheitið ber með sér getur hér að líta gripi af margvíslegu tagi. Þar má nefna jarðfundna muni frá fyrstu öldum íslandsbyggðar, kirkjugripi frá miðöldum, verkfæri, brúkshluti og leiktæki frá tækniöld auk fjölda annarra muna og minja. Leitast er við að sýna muni sem lítt hafa verið til sýnis almenningi. Auk þess er gerð grein fyrir einstökum sérsöfnum og deildum svo sem Ásbúðarsafni, Hljóðritanadeild, Iðnminjasafni, Myndadeild, Nesstofusafni, Sjóminjasafni, Tækniminjasafni, Þjóðháttadeild og Örnefnastofnun. Þessi þjóðlega bók þarf að vera f til á hverju íslensku heimiii! HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNIAFÉIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095 Fallið frá hluta ákæru í FRÉTT í blaðinu í gær af dómi í máli fyrrum forstöðumanris líf- eyrissjóðs starfsmanna Áburðar- verksmiðju ríkisins láðist að geta þess að ákæruvaldið féll við með- ferð málsins frá þeim hluta ákær- unnar sem tók til meintra brota starfsmannsins varðandi gerð árs- reiknings sjóðsins árið 1993. Einnig kom ekki fram að maðurinn, sem var ákærður fyrir að hafa dregið sér 1,5 milljónir af fé sjóðsins, var með dóminum sakfelldur fyrir hluta þess, eða rúmlega 300 þúsund krónur. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. ■vffi 1 par 10% afsláttur ■ ® . 2 pör 15% afsláttur 3 por 20% af slattur Aðeins þessa helgi Opið laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-17 Næg bílastæði • Nýtt kortatímabil • Full búð af nýjum vörum SKÓVERSLUN KÓPAV0GS HAMRABQRG 3 • SiMI 954 1754
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.