Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Smáfólk Reyndu fætur! Alla fjóra! BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Störf flug- umferðarstjóra Frá Stefáni Vilhelmssyni: FLUGUMFERÐARSTJÓRUM frnnst sjálfsagt lítið fara fyrir lýð- ræðinu í kjarabaráttunni sem þeir heyja þessa dagana. Það er einfald- lega ekki við þá talað nema í þeim tón sem telst til valdbeitingar, tón sem þeir helst þekkja sem hafa litla eða enga möguleika til að bera hönd fyrir höfuð sér, mega ekki tjá sig og verða að gera sig ánægða með það sem að þeim er rétt! Allur fjöldinn leitar nú eftir leið- réttingu sinna launamála, en við allt aðrar aðstæður. Flugumferðarstjórar tóku mikla áhættu til þess að á þá yrði hlust- að, áhættu sem flest annað starf- andi fólk þarf ekki að taka því það hefur verkfallsrétt! Ríkisvaldið og VSÍ hafa ólmast gegn því alla tíð að grunnlaun yrðu hækkuð þess vegna hefur fólk þurft að eyða mestum hluta sólarhrings- ins á vinnustað. Þar hafa stéttarfélögin misreikn- að sig hrapallega. Látið blekkjast af gylliboðum um hærri eftir- og næturvinnulaun. Hjá flestum starfsstéttum í landinu hefur þetta svo stöðugt færst í vöxt, svo mjög að komið er út á ystu nöf, ef svo má segja, hjá sumum þeirra. Störf flugumferðarstjóra eru þess eðlis að það ætti að banna alla yfirvinnu, eins og dæmin sanna, en þar sem launatekjur þeirra byggjast mikið á henni, verð- ur að koma til móts við þá og hækka grunnlaunin. En það er víst bannorð! Flugmenn vinna eftir ströngum flugtíma- og vaktamörkum og ætti það ekki síður að gilda um flugum- ferðarstjóra. Viðbrögð Halldórs Blöndals ráðherra í þessu máli vekja athygli. Þau benda til þess að þar fari mikill valdsmaður sem ætlar að nota sér aðstöðuleysi hinna og hleypa þeim hvorki eitt né neitt. í gegnum aldirnar hafa íslendingar fengið að kenna á slík- um valdsmönnum. Þeir láta ekki neinn segja sér fyrir verkum, hvað sem það kostar! Vonandi er að hann nái áttum og skilji að mál flugumferðarstjóra snýst um, eins og fyrr er sagt, að minnka vinnuá- lagið svo alls öryggis sé gætt, sem þýðir að fleiri þarf til starfans. í framhaldi af því verður að hækka grunnkaupið svo þeir megi lifa af því, en uppistaðan í launum þeirra hefur fengist fyrir óhóflega- pg um Ieið hættulega yfirvinnu. Island er láglaunasvæði og er al- menningur smám saman að læra hvers vegna svo er. Eg var starfandi í mörg ár sem flugvélstjóri og bar mikið traust til flugumferðarstjóranna. Að sjá þá þjónustu dregna saman á nokkurn hátt fyndist mér skelfilegt, því alla daga ársins er ijöldi íslendinga á ferð um vegi loftsins, oft heilu fjöl- skyldurnar. Þeir sem best þekkja til þessara mála vita að aldrei má slaka á svo hættunni verði ekki boðið heim! Ég verð að lýsa undrun minni yfir því hvað almenningur lætur sér þetta mál litlu skipta. STEFÁN VILHELMSSON, Móaflöt 23, Garðabæ. Atvinnumál fatlaðra fram í dagsljósið Frá Árna Má Björnssyni: SÍÐUSTU daga hafa atvinnumál fatlaðra verið til umræðu í fjölmiðl- um, en betur má ef duga skal. Sunnudagurinn 3. desember er alþjóðadagur fatlaðra og hefur Þroskahjálp notað þann dag til að veita viðurkenningu fyrirtæki sem þótt hefur standa sig vel við ráðn- ingu þroskaheftra. I ár var þessi viðurkenning veitt í þriðja sinn og eins og komið hefur fram í fréttum hlaut fyrirtækið Þormóður rammi á Siglufirði hana og er vel að henni komið. Ráðamenn hjá Þormóði ramma hafa síðustu 11 ár haft fatlaða í vinnu og greitt þeim samkvæmt kjarasamningi Vöku og er nú svo komið að starfsmenn þekkja ekki annað en að fatlaðir og ófatlaðir vinni þar hlið við hlið. Það er mín trú að ef önnur fýrirtæki tækju þetta sér til fyrirmyndar þá væri staða þeirra fötluðu önnur og betri á hinum svokallaða almenna vinnu- markaði. Sama má segja um opin- berar stofnanir og fyrirtæki, þau ættu að sjá sóma sinn í því að ráða til sín fatlaða í auknu mæli og vera þannig öðrum til eftir- breytni. Ekki er það ætlun mín að vera með eintómt lofsyrði um Þormóð ramma og alls ekki má skilja þessi skrif mín svo að ég haldi að ekkert annað fyrirtæki vinni þarft verk í þágu fatlaðra. Ætlun mín er hins vegar sú að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja aðra til dáða. í upphafi talaði ég um að meira mætti fjalla um atvinnumál fatl- aðra og vil ég í því sambandi vekja athygli manna á þættinum Hönd á plóginn sem sýndur verður á morgun, sunnudaginn 10. desem- ber. í þessum þætti er á einfaldan hátt skyggnst inn í veruleika at- vinnutækifæra og kjara þroska- heftra á almennum vinnumarkaði og vernduðum vinnustað. Ekki ætla ég að upplýsa hér nánar um efni þáttarins, en hvet alla sem áhuga hafa á þessum málaflokki að taka sér frí frá jólabakstrinum á sunnudaginn og horfa á þáttinn Hönd á plóginn. ÁRNIMÁR BJÖRNSSON, formaður atvinnumálanefndar Þroskahjálpar. Alit efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.