Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Stefanía Jóns- dóttir fæddist á Bæ í Lóni 16. apríl árið 1900. Hún lést á dvalarheimilinu Skjólgerði á Höfn. Hún var yngsta barn hjónanna Jóns Antoníusson- ar og seinni konu hans Vilborgar Jónsdóttur sem þá bjuggu í Bæ en áður á Markúsar- seli í Álftafirði. Al- systkini Stefaníu voru Guðrún Jón- ína, húsmóðir á Gestsstöðum, Fáskrúðsfirði, Guðný, sem einnig var á Gestsstöðum, gift- ist ekki, Ingibjörg, húsmóðir í Fögruhlíð, Djúpavogi, Sigur- ^örn, dó um fermingaraldur, Áslaug, húsmóðir í Brekku á Djúpavogi, og Sigmundur garðyrkjumaður í Danmörku. Fyrri kona Jóns Antoníussonar hét Guðný Eiríksdóttir. Hún var móðursystir Vilborgar. Þau áttu eina dóttur sem Krist- ín hét og fór til Vesturheimns. Stefanía hafði lítið af for- eldrum sínum að segja. Hún var ársgömul tekin í fóstur að Starmýri í Álftafirði vegna veikinda móður sinnar, sem komst ekki aftur til heilsu og Jón, faðir hennar, dó 1902. Árið 1908 fara Árni Antoníus- son frá Tunguhlíð og kona hans Björg Jónsdóttir frá Krosslandi í Lóni að búa á Hnaukum í Álftafirði. Þau taka þá Stefaníu strax að sér og ala hana upp sem eigin dóttur frá því. Árni og Stefanía voru bræðrabörn. í Hnaukum á Stefanía heima uns hún giftist 30. júlí 1922 Reimari Magnússyni frá Eyj Fossárdal, f. 13. september 1894. Á Eyjólfsstöðum búa þau fyrstu tvö árin í tvíbýli móti Guð- mundi bróður Reimars. Þá flytja þau að Víðinesi, bæ innar í dalnum, og búa þar til ársins 1944 að einu ári undanskildu sem þau voru í Borgargarði á Djúpavogi. Síðan bjuggu þau tvö ár á Núpi á Berufjarðar- strönd og loks 22 ár, eða til ársins 1968, í Kelduskógum við Berufjörð. Þá kaupa þau lítið einbýlishús á Djúpavogi, Lög- berg. Þar halda þau heimili ásamt elsta syni sínum, Garð- ari, þar til Reimar lést 22. júní 1982, og áfram er Stefanía húsmóðir hjá Garðari fram yfir nírætt. Stefaníu og Reimari varð 17 barna auðið og öll komust þau til fullorðinsára. Þau eru í ald- ursröð: Garðar, f. 8. maí 1923, ógiftur og barnlaus; Aðal- steinn, f. 8. maí 1924, bóndi í Kelduskógum, á eina dóttur; Gunnlaugur, f. 24. júlí 1925, smiður á Djúpavogi, ógiftur og barnlaus; María, f. 11. ág- úst 1926, d. 22. apríl 1988, var húsfreyja \ Flögu í Breiðdal, barnlaus; Árný Björg, f. 26. október 1927, fv. húsmóðir á Djúpavogi, átti fjögur börn; Ingólfur, f. 18. ágúst 1929, bóndi á Innri-Kleif í Breiðdal, átti sjö börn; Hjalti, f. 1. nóv- ember 1930, öryrki í Reykja- vík, bamlaus; Ingimundur, f. 9. desember 1931, verkamaður í Ölfusi, átti fimm börn; Hólm- fríður, f. 21. janúar 1933, fv. húsmóðir á Ásunnarstöðum í Breiðdal, átti átta böm; Mar- grét, f. 19. maí 1934, húsmóðir í Hafnarfirði, átti þijú börn; Sigríður, f. 8. desember 1935, húsmóðir í Ásgarði í Breiðdal, átti sjö börn; Guðbjörg, f. 14. febrúar 1937, húsmóðir á Stöðvarfirði, átti fimm börn; Sigurbjörg, f. 13. maí 1938, fv. húsmóðir á Hjarðarhvoli í Hjaltastaðaþinghá, átti fjögur börn; Gestur, f. 28. júní 1940, bóndi á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal, barnlaus; Jóna, f. 15. júní 1941, húsmóðir á Mels- horni og síðar Reykjavík, átti fjögur börn; Vilborg, f. 10. ágúst 1942, fv. húsmóðir á Felli á Langanesströnd, átti fimm börn; Reynir, f. 31. jan- úar 1944, verkamaður á Breið- dalsvík, ógiftur og barnlaus. Alls eru niðjar Stefaníu og Reimars komnir hátt á annað hundrað. Útför Stefaníu fer fram frá Djúpavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. loftið léttara og lífið bjartara. Ég minnist þess aldrei að hafa séð Stefaníu skipta skapi eða bregða í neinu út af sínu hlýja viðmóti. Aldrei var matarskortur í Víði- nesi, aldrei skulduðu Víðineshjón í verslunarreikningi um áramót en með ólíkindum hve Iítið þurfti að . flytja úr kaupstað. Ég trúi því að Stefanía hafi jafnan verið sátt við sinn hlut þótt hann hafi ekki alltaf verið stór. Var það ef til vill þess vegna sem hún var unglegri en flestar jafnöldrur hennar fram í háa elli. „Við höfðum ósköp gott pláss,“ sagði hún í sjónvarpsþætti fyrir fáum árum. Skoði menn svo húsatætturnar í Víðinesi. Hluti af sjálfum mér er að hafa alist upp í Fossárdal. Leifturmynd- ir minninganna eru mér kærar. Ég bið góðan guð að blessa minn- ingu hjónanna sem bjuggu þá á hinum bænum í dalnum, Víðinesi, og þeirra fjölmörgu afkomendur. Hermann Guðmundsson. + Gestur Helgi Fanndal kaup- maður á Siglufirði fæddist í Haganes- vík í Fljótum í Skagafirði hinn 10. júlí 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar aðfaranótt 2. desember síðast- liðins. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal kaupmað- ur, f. 6.4. 1876, d. 14.10. 1939, og Soffía Gísladóttir Fanndal, f. 5.4. 1877, d. 4.7. 1966. Hann átti þrjú systkini: Svövu Fanndal Valfells, f. 5.9. 1913, d. 25.5. 1991; Dagmar Fanndal, f. 24.9.1915; og Georg Fanndal, f. 13.7. 1917, d. 12.1. 1970. Eftirlifandi kona Gests er Guðný Sigurbjörnsdóttir Fanndal frá Seyðisfirði, f. 4.3. 1913. Börn þeirra eru: Sigurður Fanndal, f. 2.10. 1942, býr á HEYRÐU, og við sem héldum að þú mundir lifa okkur öll, börnin okkar og svo koll af kolli. Hann elsku Gest- ur afí minn, sem vitnaði í Napóleon, General Patton og fleiri mæta menn eins og hann hefði verið á svæðinu gegnum aldir aldanna er lagstur í ferðalag til framtíðar. Svona stór- kostlegur maður deyr ekki, eða svo fínnst mér, heldur er hann farinn í ferðalag á ókunnar slóðir með flugm- iðann opinn í annan endann (aðeins dýrara en gefur visst fijálsræði), þess vegna myndi ég ekki kippa mér upp við það að keyra næsta sumar fram hjá búðinni á leið heim í hádeg- inu og sjá hann standa fyrir framan „hornhurðina“ á búðarsloppnum veifandi með báðum höndum að segja manni að koma, taka svo með stóru höndunum, sem eru allar í penna- strikum eins og ljósbrúni búðarslopp- urinn, í upphandlegginn á mér og segja: „Komdu ég ætla að sýna þér svolítið." Því að það veit sá sem allt veit að hann las allt sem hann komst í, og ef eitthvað var hægt að panta upp úr lesningunni þá var það gert, og svo sagt frá. Stundum vissi hann nú jafnvel einum of mikið um hlutina og var ekkert að draga af því með tilvitnunum og handahreyfíngum. Það fór nú svo að það sló út í fyrir mér en ekki honum þegar kom að inngöngu íslands í Evrópska efna- hagssvæðið, því hann var skrefi framar í þeim umræðum eftir að hafa lesið þessar nokkur hundruð eða hvað sem það voru margar blaðsíður sem gefnar voru út frá Alþingi, stóð honum enginn á sporði í þeim um- ræðum né öðru sem hann talaði um. Þegar Gestur afí hætti með búðina sína tók það mig tíma að venjast því, alveg eins og hann sjálfan. Afi gerði sig ákaflega upptekinn, safnaði öllu mögulegu og ómögulegu, ekki bara fyrir sjálfan sig heldur fyrir okkur systkinin, Hrönn, Palla og Perlu. Mér þótti alltaf gaman að fá skammtinn minn, sem samanstóð af mataruppskriftum og tískufrétt- um úr dönsku blöðunum, bandarísk- um sögum og borgarkortum úr Nati- onal Geographic, svo síðast og ekki síst sakamálasögunni úr laugar- dagsdévaffinu. Þegar maður býr í annarri heimsálfu er þetta kærkom- inn vetrarforði af lesefni. Þegar ég lít til baka frá því þegar ég var lítil þar til núna, þá var afi annaðhvort niðri í búð, uppi á kontór eða frammi á flugvelli. Ég fylgdi honum eftir og á margar góðar og skemmtilegar minningar frá þessum tíma. Þegar ég var fímm ára fór ég einu sinni með pabba og afa að taka til í flugskýlinu. Allt í einu rýkur afi af stað stökkvandi yfir stóla og borð með strákúst að vopni þegar mús tók á rás undan einni spónaplötunni. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona stór maður. gæti hreyft sig með þess- um ógnarhraða. Svo auðvitað dauðsá afi eftir látunum þegar við stóðum Siglufirði, kvæntur Rannveigu Páls- dóttur og eiga þau fjögur börn; Sigur- björn Fanndal, f. 17.6. 1948, býr í Reykjavík, kvæntur Hrönn Ágústsdótt- ur og eiga þau þijú börn. Stjúpdóttir Gests, dóttir Guðnýjar, er Erla Jóhanna Þórðar- dóttir, f. 19.2. 1938, býr í Reykjavík, maki Valur Páll Þórðarson og eiga þau fjögur börn. Gestur hóf verslunarrekstur árið 1934 og rak verslun á Siglufirði sam- fleytt í 57 ár ásamt ýmsum öðrum rekstri. Rauði kross Is- lands sæmdi hann gullmerki sínu, og árið 1992 sæmdi for- seti íslands hann hinni íslensku fálkaorðu Útför Gests fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. þijú í austurdyrunum og horfðum á eftir músinni út í snjóinn og myrkr- ið. Mér er líka minnisstætt þegar mamma og pabbi voru að byggja nýja húsið sem var mjög spennandi og vildi maður náttúrulega alltaf vera með. Þá var líka gott að stinga sér inn hjá ömmu og afa í gegnum palldyrnar, drekka volgt malt úr búrinu og fara svo upp á kontór til afa og horfa út um gluggann á torg- ið úr stólnum með gærunni sem stakk. Svo einu sinni sem oftar læddi ég mér á legubekkinn og sofnaði út frá því að afi var á sama tíma í sí- manum og að slá á reiknivélina. Eitt- hvað hefur afa fundist ég kuldaleg því íslenski fáninn sem hann flagg- aði óspart og var geymdur við höfða- gaflinn á beddanum _ var breiddur vandlega ofan á mig. Ég vaknaði við það að mamma jesúsaði sig í öllum bænum, sem átti nú ekki eftir að vera í fyrsta sinn, því þarna svaf ég værum svefni innvafin í íslenska fán- ann. Afi afsakaði sig eitthvað með því að fáninn væri nú ekki bara fall- egur heldur líka hlýr. Svo var afí náttúrulega alltaf að láta mann leggja saman og draga frá. Lítið vissi maður nema eitt há- degið í ágúst þegar ég var þrettán ára, þá lýsti hann því yfir að ég ætti að koma og vinna hjá sér í búð- inni því ég væri góð í að gefa til baka. Það var þá alltaf einhver til- gangur með þessum reiknisþrautum eftir alit saman. Svo næstu árin unn- um við afi, Palli bróðir og Aðalbjörg hlið við hlið í búðinni. Það var oft þrælgaman, þó komu erfiðar stundir. Afí var nefnilega stjórnsamari en allir forsetar Bandaríkjanna til sam- ans. Hann var nú ekkert kátur þegar ég sá ekki muninn á „majonesi" og „margaríni“ þegar hann hafði tekið niður pöntunina í gegnum síma. Elsku afi, þú hafðir alveg agalega rithönd, en ef maður hafði lært hana einu sinni var maður á lygnum sjó. Árin liðu, amma, mamma, pabbi og Perla voru burtu einhveija daga svo við afi elduðum, eða réttara sagt mauksuðum kjötsúpu og kartöflur í hádeginu og vorum sammála um að við værum listakokkar svo fremi við hefðum dósahníf innan seilingar (þökk sé ORA). Það kemur nú upp í hugann að þegar hann Gestur afi tók sér eitt- hvað fyrir hendur, þá var það gert stórt og með stæl. Hvort sem það var að byggja sundlaug eða flug- skýli, já, eða senda sonardótturinni epli í útlegðina í heimavistinni í menntaskólanum. Það var ein jólin sem afa fannst ég eitthvað í þykkara lagi og þegar ég kom til að kveðja spyr hann mig hvort ég borði ekki nóg af ávöxtum. Jú, jú, svara ég. Og hvaða ávöxtur þvkir þér bestur? Epli, svara ég. Þá sendi ég þér nokk- ur epli. Svo var það viku síðar í próf- lestri að með rútunni frá Reykjavík kemur 25 kg kassi af eplum, stílað ÉG get ekki látið hjá líða er ég heyri lát Stefaníu frá Víðinesi að minnast hennar nokkrum orðum. Eftir því sem árin líða opnast bet- ur og betur augu mín fyrir því hvílík hetja hversdagslífsins Stef- anía hefur verið. íslendingar hafa um aldir lifað í landi sínu í harðri baráttu við erfiða náttúru. Sumir hafa brostið, aðrir bognað en alltaf hafa þó ein- hveijir komist af ókalnir á hjarta. Þeim síðastnefndu held ég að megi gjaman skipta í tvo hópa. í öðrum hópnum eru þeir sem hafa komið ár sinni þannig fyrir borð að þeir hafa lifað í striti annarra í krafti eigna, sem þeir komust yfir án þess að erfiða fyrir þeim, í krafti valds sem þeim var fengið í hendur án þess að almenningur hefði valið þá til að drottna og svo örfáir sem náðu sér upp með því að spila djarft í búskap og útgerð og höfðu heppn- ina með sér. Hinn hópurinn er hljóðlátari og sjaldan lofsunginn sem hefur tekist að samsama sig náttúru landsins, tekur brauð sitt frá henni, æðrast ekki þótt hún leiki stundum á stríða strengi og sættir sig við þau lífskjör sem upp- skeran gefur hveiju sinni. Ég kann ekki að nefna betri fulltrúa þess hóps en Stefaníu og Reimar í Víði- nesi. Ég ætla mér ekki þá dul, að láta lesendur þessara lína lifa sig inn í líf hjónanna sem í Víðinesi komu upp sínum bamaskara enda get ég það mjög takmarkað sjálfur þótt ég ælist upp á næsta bæ. Ég fullyrði þó að hamingjan hafi ekki síður búið þar en á sumum alls- nægtaheimilum nú til dags. Auð- vitað var erfiðið mikið og áhyggjur þegar syrti í álinn. Sérstaklega gat maður séð það á Reimari frænda mínum þegar lengi var haglaust fyrir féð eða óþurrkar voru lengi á slættinum, en það var eins og Stefanía ætti alltaf til þann styrk og æðruleysi sem þurfti til að gera imiiwiwiwanBmniianiia wmbwii—»—— Stórglæsilegt úrval af sófasettum og hornsettum Opib í dag kl. 10-18 Sunnudag kl. 14-16 Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375 STEFANIA JÓNSDÓTTIR 0 GESTUR H. FANNDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.