Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 41 GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR + Guðrún Jóns- dóttir fæddist á Másstöðum Vatnsdal 25. nóv- ember 1900. Hún lést á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 1. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Krist- mundur Jónsson og Elínborg Mar- grét Jónsdóttir frá Másstöðum. Systur Guðrúnar voru Þorbjörg, f. 4.1. 1900, d. sept. 1952, Oddný, f. 27.10. 1902, d. 11.1. 1989, og einnig átti hún eina hálfsystur samfeðra en það er Elínborg Margrét, f. 30.1. 1921. 30. apríl 1929 giftist Guðrún Pálma Zop- f. 28.1. 28.8. 1971. Þau hjón eignuðust þijá syni: Jón Pálma, f. 2.5. 1930; Zophon- ías, f. 28.4. 1931, þeir búa báðir i Hnausum 1; Ellertf. 16.4.1938, kvæntur Vigdísi Th. Bergsdóttur, f. 28.2. 1941. Þau búa á Bjarnastöðum en börn þeirrra eru Gunnar, f. 24.1.1965, Pálmi, f. 21.6. 1966, og Oddný Rún, f. 30.12. 1973, en fyrir átti Vigdís Pálínu Bergeyju f. 27.10. 1960, og Heklu, f. 8.5. 1963. Barnabarnabörn Guðrún- ar eru orðin sex. Utför Guðrúnar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag. JÆJA, þá er hún amma sofnuð svefninum sem ekki verður snúið aftur úr. í dálítinn tíma var hún búin að þrá þennan endanlega svefn, og því má kannski segja að maður gráti svokölluðum gleðitárum. Nýlega varð amma 95 ára, mér þótti hálfleiðinlegt að hún skyldi þurfa að eyða þeim degi á sjúkra- húsi, en hún lærbrotnaði fyrir skömmu. Þegar ég kvaddi hana á afmælisdeginum hennar hvarflaði ekki annað að mér en hún yrði kom- in heim fyrir jól, það má kannski segja að ég hafi verið farin að halda að hún myndi lifa að eilífu, en þann- ig ganga hlutirnir víst ekki fyrir sig. Mikið tómarúm mun skapast heima á Bjarnastöðum þvi hún amma hefur „alltaf" verið heima. í 22 ár hef ég ekki upplifað að vera ein heima, amma hefur alltaf verið til staðar. Þó svo að lítið hafi farið fyrir henni þá vissi maður alltaf af henni. Allt fram að því að hún lær- brotnaði þá eldaði hún þegar þörf var á því og ekki lét hún sitt eftir liggja við uppvaskið. Alltaf fyigdist amma með því sem fram fór á heim- ilinu, það hvarf ekki bíll af hlaðinu án þess hún vissi af því. Stundum hvarflaði að manni að hún sæi bæði í gegnum veggi og fyrir horn. Amma hafði ætíð tíma fyrir litlu barnabörnin, hún spilaði við þau og sagði þeim sögur sem þau höfðu mjög gaman af. Ekki er nú lengra síðan en bara daginn áður en hún dó, að hún var að tala um að það þyrfti nú að fara að svipast um eft- ir jólagjöfum. Útsaumur lék í hönd- unum á henni. Margar eru myndirn- ar sem prýða veggina á Bjarnastöð- um, saumaðar eftir hana. Alltaf spurði amma með jöfnu millibili hvernig stærðfræðin gengi hjá mér því alkunna er innan fjöl- skyldunnar hvílíkur rati ég er í stærðfræði og alltaf fannst ömmu jafn skrýtið hvað hún vafðist fyrir mér. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast ömmu minnar og óska ég henni alls hins besta í sínu nýja lífi með afa Pálma og mörgum öðr- um ættingjum og kunningjum. Minningin um ömmu mun lifa um ókomna tíð. Oddný Rún. Vatnsdalur hefur mér löngum þótt einna fegurst sveita á íslandi. Nálægt mynni hans að austanverðu eru bæimir Másstaðir og Bjarna- staðir, en að vestan eru Vatnsdals- hólar, eitt af undrum náttúru Is- lands. Að baki hólanna stendur bærinn Hólabak. Þar bjuggu fyrir 95 árum ung hjón, Elínborg M. Jónsdóttir frá Auðólfsstöðum í Langadal og Jón Kr. Jónsson frá Sveinsstöðum í Þingi. Þau voru leig- uliðar á Hólabaki eins og svo mörg íslensk bændahjón á undangengn- um öldum, þar sem fá prósent ís- lenskra bænda áttu þá jörð sem þeir sátu. Hitt átti kóngurinn, kirkj- an og nokkrar auðugar ættir. Alda- mótaárið eignuðust þau hjónin Jón og Elínborg tvær dætur, Þorbjörgu í byrjun árs, en hún er móðir þeirr- ar er þetta ritar, og Guðrúnu í lok nóvember. Alls varð þeim hjónum þriggja dætra auðið. Yngsta dóttirin Oddný fæddist nokkrum árum síðar og voru þau hjón þá flutt að Más- stöðum. Þar bjó Jón í hálfa öld en móðir dætranna þriggja lést úr lungnabólgu árið 1914. Hún mun hafa verið mörgum harmdauði og má nærri geta hve þeim systrum hefur verið sár móðurmissirinn. Jón á Másstöðum reyndi að hlúa að dætrum sínum eftir bestu getu og fékk m.a. handa þeim heimiliskenn- ara um það leyti, sem móðir þeirra lést. Mikill mennta- og framfarahugur bjó með Húnvetningum í lok síðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú er að ljúka. Þeir stofnuðu þá m.a. Kvennaskólann á Ytri-Ey árið 1879 og þar hafði Elínborg, móðir dætr- anna, numið. Frostaveturinn mikla 1917-1918 voru þær systur Guðrún og Þorbjörg á kvennaskólanum sem þá hafði verið fluttur til Blönduóss. Frosthörkur voru miklar þennan vetur og lá ís lengi fyrir Norður- landi. Því var erfitt um aðdrætti, skipakomur nær engar og kol ófáan- leg. Því varð minna úr skólahaldi en ætlað hafði verið þennan vetur. Eftir lát Elínborgar stóð Guðrún ljósmóðir, systir Jóns, fyrir búi með honum í nokkur ár, væn kona og vönduð. En árið 1919 hafði ung og gjörvuleg kona komið sem kaupa- kona að Sveinsstöðum. Hét hún Halldóra Gestsdóttir og var systir Gests Gestssonar kennara sem þá var í Skólahúsinu í Sveinsstaða- hreppi. Þau systkin voru frá Hjarð- ardal í Dýrafirði. Þau Halldóra og Jón á Másstöðum gengu í hjónaband og bjuggu saman á Másstöðum í 27 ár. Þau eignuðust dótturina Elín- borgu Margréti, síðar kennara á Skagaströnd, árið 1921 og er hún nú ein eftirlifandi þeirra systra. Þær eldri dætur Jóns voru nú orðnar gjafvaxta og Þorbjörg gift. Guð'rún hleypti heimdraganum og fór aftur á Kvennaskólann 1919-1920 og síðar til Isafjarðar á árunum 1922- 1924 að læra karlmannafatasaum. En Guðrún, líkt og þær systur all- ar, var hög í höndum. Um þessar mundir átti ungur bóndason heima á Bjarnastöðum. Hann hét Pálmi Zophaníasson og var nokkru yngri en Guðrún. Pálmi hafði mikið hrokk- ið hár og hafði gullfallega rithönd. Faðir hans var löngu látinn en móð- irin, Guðrún Pálmadóttir, var systir Sigurðar Pálmasonar kaupmanns á Hvammstanga. Hún var skörungs- kona sem lifði til hárrar elli í skjóli Zophaníasar Zophaníassonar, bíl- stjóra á Blönduósi. Þau Guðrún og Pálmi felldu hugi saman og hófu búskap á Bjarnastöð- um árið 1929. Bjarnastaðir voru lít- il jörð og jarðnæðið minnkaði við það að bóndi þar á bæ hafði skipt á miklu stórþýfðu landi sem lá að Iandi Hnausa og svonefndum Skýju- bakka sem var votengi utar í sveit- inni. Heyskapur var óhægur á MINIMINGAR Skýjubakka, en þessi skipti sýna hve bændur á fyrri tímum áttu erf- itt með jarðarbætur, því nú er slétt og mikið tún þar sem stóra karga- þýfið var áður, og enginn hefði lát- ið það af hendi nú. Heyskapur utan túns á Bjarnastöðum var því yfir- leitt óhægur, og aldrei var heyjað á Skýjubakka eftir að ég kom norður, 1942, heldur leigðar engjar frá Hjallalandi á hólmum í Flóðinu, tveimur bæjarleiðum framar í daln- um. Flóðið er stórt og fagurt vatn í ytri hluta Vatnsdals. Þar hópast svanir á haustin og þar er mikil lax- og silungsgengd, og eiga Bjarnastaðir sinn hlut í þeirri búbót sem fiskurinn er. Engan fisk veit undirrituð betri en sjógengna bleikju úr ós'num. Þau Guðrún og Pálmi settust því ekki að á jörð sem kalla mætti hæga, enda féll þeim sjaldan eða aldrei verk úr hendi. í búskapartíð Guðrúnar og Pálma voru húsakynni lengst af úr torfi og var baðstofan meira en 100 ára. Útihús voru einnig úr sama efni. Ekki minnist undirrituð þó annars en að þarna væri alltaf hreint og þokkalegt og okkur leið vel í hlýju þeirra jarð- og náttúruefna sem umvafði okkur í bænum. Viðarþiljur og trégólf, torfþekja og þykkir veggir. Eins og áður sagði féll Guð- rúnu sjaldan verk úr hendi. Hún söng oft við vinnu sína og kenndi mér stelpukrakkanum marga góða vísuna. Hún kenndi mér líka ýmis- legt til verka, sem ég nýt enn góðs af. Aldrei var þó nein vinnuharka á Bjarnastöðum og við Elli yngsti sonur hjónanna höfðum nægan tíma til leikja og leti. Synimir á bænum voru þrír Jón Pálmi, Zop- hanías óg Ellert. Pálmi bóndi var listaskrifari og hefði e.t.v. notið sín betur á öðrum vettvangi en í bú- skap. Hann gerði lengi markaskrá þeirra Húnvetninga. Pálmi lést í ágúst 1971 en þá var nokkru áður búið að reisa stein- hús á Bjarnastöðum og jafna gamla bæinn við jörðu. Ellert sonur þeirra hjóna hafði nú tekið við búi á Bjarnastöðum og kvænst Vigdísi Bergsdóttur, vænni konu ættaðri úr Sandgerði, og bjó Guðrún í skjóli þeirra til æviloka. Einkar vel fór á með Vigdísi og Guðrúnu. Það er mikil gæfa þegar svo vel tekst til. Eldri synirnir bjuggu líka í nágrenn- inu, fyrst á Hjallalandi og hin síð- ari ár í Hnausum. Það var þv: ætíð skammt milli Guðrúnar og sona hennar. Ellert og Vigdís eignuðust þrjú börn, en fyrir átti Vigdís tvær dætur. Fjölskyldan er samhent og veit ég að Guðrún leit á sig sem ömmu og langömmu allra barna og barnabarna Vigdísar. Saga Guðrúnar á Bjarnastöðum hart nær heila öld er saga tímabils þar sem hvað mestar breytingar hafa orðið með þjóðinni. í öllu þessu tók Guðrún lifandi þátt. Með jafnri lund og æðruleysi kljáðist hún við kreppuna á fyrstu búskaparárum sínum og tók líka fegins hendi þeim þægindum sem um síðir komu á Bjarnastaði. Eftir að hún var sjálf hætt búskap annaðist hún oft heim- ilisstörfin á Bjarnastöðum. Það var einkum þegar Vigdís vann annars staðar með búskapnum. A efri árum stundaði hún líka mikið hannyrðir og myndirnar sem hún gerði og gaf okkur ættingjum og vinum eru okkur hjartfólgnar gersemar unnar af vandvirkni og ótrúlega vel gerðar. Hannyrðum hætti Guðrún þó að mestu um ní- rætt, taldi sig ekki sjá nægilega vel lengur. Áfram las hún sér til ánægju og minnið var trútt til ævi- loka en henni var farin að förlast heyrn. Fyrir stuttu datt Guðrún og lærbrotnaði og upp úr þeim veikind- um stóð Guðrún ekki. Sex dögum eftir að við höfðum sótt hana heim til að árna henni heilla á 95 ára afmælinu fékk hún hægt andlát. Ég er ein þeirra mörgu sem áttu skjól hjá Guðrúnu á Bjarnastöðum. Sumar eftir sumar lá leið mín norð- ur og Vatnsdalur og þing urðu . sveitin mín. Fyrir alla þá hlýju og alúð sem hún veitti mér þakka ég nú að leiðarlokum. Ég sé hana fyr- ir mér á hlaðinu á Bjarnastöðum, fyrir framan torfbæinn gamla. Það er síðsumar og sunnudagskvöld og Guðrún, eða Nunna eins og hún löngum var kölluð, hefur verið að ljúka mjöltum. í hendi heldur hún á könnu með spenvolgri mjólk. Mjólkin er ætluð okkur krökkunum sem njótum sumarblíðu og undur- fagurs útsýnis í hlaðvarpanum. Sólin er að ganga til viðar úti á söndum bak við Þingeyrarkirkju. Frá þeirri kirkju mun hún nú kvödd í dag og þar í garði mun hún verða lögð til hinstu hvílu meðal margra kynslóða ættmenna sinna. Guðrún J. Halldórsdóttir. Nú er hún amma langa okkar dáin. Það verður skrýtið að koma í sveitina þegar það vantar hana. Hún var alltaf svo góð og þolinmóð að spila við okkur þegar við komum í sveitina. Svo kunni hún svo marg- - ar vísur, kvæði og sögur sem hún sagði okkur. Við systurnar vonum að Guð passi hana og við vitum að nú.líður henni vel á himnum. Elsku amma langa, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Guð geymi þig. Lilja Guðný. Anna Kristín og Ásta María. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli." (Bænin er eignuð Reinhold Niebuhr, 1892-1971.) Hún langamma okkar var góð og hún spilaði oft við okkur. Hún varð 95 ára 25. nóvember sl. Við héldum upp á afmælið hennar. Hún lærbrotnaði 19. október sl. og fór á sjúkrahús. Við heimsóttum hana oft á sjúkrahúsið og spiluðum við hana. Okkur finnst skrýtið að fara í sveitina á Bjarnastöðum núna. Það vantar langömmu. Við söknum þín svo. Á kvöldin þegar við förum að sofa biðjum við guð að passa þig á himninum. Bless elsku langamma og guð geymi þig. Gunnar Orn og Sigurbjörn Pálmi. Amma langa er dáin, farin frá okkur. Þegar ég kom úr búðinni 1. des. og sá bíl afa og ömmu datt mér ekki í hug að amma myndi segja við mig „Amma langa er dá- in“, þrátt fyrir háan aldur hennar. En amma langa eins og margir kölluðu hana var að halda upp á 95 ára afmælið sitt 25. nóv sl. og þá fórum við til hennar á sjúkrahús- ið en þar hafði hún dvalið í tæpar sex vikur vegna lærbrots. Það fór henni ekki að vera á sjúkrahúsi, því það var ekki hennar staður, hún átti bara að vera við eldhúsvaskinn að vaska upp eða að tala við kött- inn. í eitt skiptið sem ég fór á sjúkra- húsið til hennar sagði hún við mig: „Ætli ég komi nokkum tímann heim aftur“, en ég sagði að hún myndi koma aftur í sveitina, en óskir manns s rætast ekki alltaf. Elsku langa, góður guð geymi þig. Vigdís Elva. 20 RETTA CIRNILECT AU5TURLEN5KT JÓLAHLAÐBORÐ FRÁ 2. TIL 23. DESEMBER \ 7 i I Frá kl. 18:00 atta Jaga PORRETTm Kínversk súpa, Kropeck flögur Bao m/svínakjöti (kínverskir hamborgarar) HEITIR RÉTTIR Steiktar núðlur m/sjávarréttum Pönnusteiktar núðlur (vermicelli) m/svínakjöti Gao kjúkJingur, Nautakjöt m/ostrusósu Svínakjöt m/Kanton sósu Krabbakjöt m/Kecap Manis Siang Su kjúklingur, Tang Siu fiskur Chio cheo, chinese dumpling (kínversk hveitibolla) Djúpsteiktar rækjur, Kong Paw lambakjöt Char Siew svínakjöt Smokkfiskur m/fimmta kryddinu Djúpsteikt loðna KALPIR RÉTTÍR Char Chai grænmeti, Kínverskt salat Agar-agar ávextir, Kínversk rjómakaka Aðalmatseðill í fullu gildi! -KÍNUERÍKh veitingahúsið á íslandi Laugavegi 28b Simi 551 6513 - 552 3535 - Fax 562 4762 E BACKMÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.