Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MIIMIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELENA MARÍA LÍNDAL + Helena María Líndal fæddist á Akureyri hinn 18. desember 1912. Hún lést 29. nóv- ember síðastliðinn á heimili sínu í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru Björn Líndal, lög- maður og útvegs- bóndi á Svalbarði við Eyjafjörð og kona hans Bertha Líndal, fædd Han- sen, ættuð frá Flens- borg á Suður-Jót- landi. Helena varð fjórða barnið í röðinni af sex systkinum. Hún ólst upp á Svalbarði við Eyja- fjörð þar sem faðir hennar rak síldarverslun og síldarútgerð jafnhliða búskap á jörðinni. Helena kynntist ungum bak- arameistara á Akureyri, Sig- tryggi Péturssyni, ættuðum frá Halldórsstöðum í Eyjafirði og giftust þau árið 1934. Sigtrygg- ur lést þann 3. október 1966. Helena og Sigtryggur eignuð- ust fjögur börn: 1) Björn Lín- r dal, f. 21. maí 1934, kvæntur Málfríði Pálsdóttur og eiga þau í DAG kveðjum við mína kæru tengdamóður, Helenu Maríu Lín- dal, fyrrverandi kaupkonu og bæj- arfulltrúa á Húsavík. Hún lést í svefni að morgni þess 29. nóvem- ber sl. á heimili sínu að Heiðarási 26, Reykjavík, þar sem hún hefur átt gott ævikvöld hjá Berthu dóttur sinni og manni hennar, Hákoni Árnasyni, og börnum þeirra. Helena fluttist til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum eftir að hafa selt verslun sína á Húsavík. Hún rak bóka- og ritfangaverslunina Garðarshólma í mörg ár og áður bakarí og brauðbúð með manni sín- um, Sigtryggi Péturssyni bakara- meistara. Sigtryggur fékk heila- blóðfall á besta aldri og hvíldi rekst- urinn eftir það að mjög miklu leyti á herðum Helenu þó að Tryggvi stæði sig vel miðað við hversu mik- ill sjúklingur hann var orðinn. Nokkrum árum fyrir andlát hans höfðu þau hjónin haft nokkurs kon- ar makaskipti við Kaupfélag Þing- eyinga og látið af hendi hinn eril- *■ sama bakarísrekstur og fengið í staðinn bóka- og ritfangaverslun frá KÞ. Helena var mestan hluta ævi sinnar hraust og mikill vinnuforkur en hin síðari ár fór heilsu hennar hægt hrakandi og sérstaklega eftir að hún fékk endurtekin hjartaáföll. Helena fæddist á Akureyri árið 1912 og ólst þar upp og síðar á Svalbarðseyri við Eyjafjörð þar sem faðir hennar, Björn Líndal, lögmað- ur og alþingismaður, hafði stór bú bæði úti í Fjörðum og á Svalbarðs- eyri og rak umfangsmikla síldar- söltun í mörg ár. Oft talaði hún um sumrin á Svalbarðseyri með öllu því lífi sem fylgdi síldinni og síldarvinnunni. Skip komu drekk- hlaðin að landi og keppst var við að landa úr þeim sem fyrst og koma síldinni í tunnur. Einnig varð henni tíðrætt um yfirsetuna yfír ánum uppi í Vaðlaheiði ásamt hundinum sínum kæra, honum Donna og fegurð sólsetursins við Eyjafjörð var henni ógleymanleg. En auðvitað var uppvöxturinn ekki alltaf dans á rósum, heldur hörð vinna og mikil. Berklarnir tóku sinn toll af fjölskyldunni, þrjár systur dóu í blóma lífsins og eini sonurinn dó tveggja ára gamall. Einnig lést heimilisfaðirinn alltof fljótt á albesta aldri frá mörgu ógerðu. Þrátt fyrir allt þetta mót- læti var ávallt bjart yfir minning- unni frá Svalbarðseyrarárunum hjá Helenu og Grétu systur hennar en þær komust einar til fullorðinsára. Nú eru liðin meira en 30 ár síð- an ég kom fyrst inn í fjölskylduna einn son Rafn Lín- dal, lækni. Fyrir átti Björn tvær dæt- ur, Guðrúnu og Fríðu Ágústu. 2) Pétur Örn, f. 29. júní 1937, kvæntur Sigríði Jakobsdótt- ur og eiga þau tvö börn, Heiðveigu og Sigtrygg. 3) Bertha Stefanía, f. 22. ág- úst 1941, gift Há- koni Árnasyni lög- fræðingi og eiga þau þrjú börn, He- lenu, nema í lög- fræði, Harra og Tryggva. 4) Helena Bjargey, f. 25. mars 1946, gift Baldvini Gíslasyni, umboðsmanni í Hull í Englandi og eiga þau þrjú börn, Gísla Rúnar, viðskiptafræðing, He- lenu Líndal, lyfjafræðing, og Hlyn Fannar, nema. Barnabörn Helenu eru 11 talsins og barna- barnabörnin orðin 12. Barna- barnabarnabörnin eru orðin tvö. Afkomendur Helenu Líndal eru því orðnir 29. Utför Helenu fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. er ég trúlofaðist yngstu dótturinni, Helenu Bjargeyju. Já, mikið líður tíminn hratt! Þetta var yndislegt vorkvöld í maí árið 1964 og verið var að halda upp á afmæli elsta sonarins, Björns Líndals, með til- heyrandi kökum og kaffi. Mér var strax tekið opnum örmum og held ég að frá þeim tíma hafi ég verið einn af fjölskyldunni. Árinu seinna var haldin mjög vegleg brúðkaups- veisla í sömu stofunni er yngsta dóttirin var gefin á braut. Þetta var ijölsótt og skemmtilegt boð sem mörgum er enn í minni fyrir þann höfðingsskap sem þar var viðhafð- ur af þeim hjónum. Á Húsavík á þessum árum voru þau alltaf nefnd í sömu andránni Tryggvi og Lena enda voru þau óvenjulega samrýnd hjón og gætti þess í hvívetna. Tryggva naut að vísu allt of skammt við en hann lést árið 1966. Við áttum þó nokk- ur ár saman og fór ávallt vel á með okkur. Lena lagði mjög hart að sér í veikindum Tryggva, fór þá m.a. nokkrar ferðir til Kaup- mannahafnar með hann en þar skar snillingurinn dr. Busch Tryggva upp og náði hann nokkuð góðri heilsu þó að hann hefði skerta hreyfigetu til dauðadags eftir áfall- ið. Lena var einstaklega ljúf í allri umgengni og hafði gott skap. Ekki minnist ég þess að hún hafí skipt skapi öll þau ár sem við þekkt- umst, það var þá í mesta lagi að hún raulaði lagstúf eða blístraði hressilegt sönglag ef henni mislík- aði eitthvað. Langt var þó frá því að hún væri skaplaus heldur öguð í þeim efnum. Helena hafði skoðun á því sem gerðist í þjóðmálum og bæjarfélag- inu. Hún sat í bæjarstjórn Húsavík- ur um alllangt skeið sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hún var sjálfstæðiskona fram í fingurgóma og sómdi það henni vel. Hún var fyrst kvenna til þess að sitja í bæjarstjórn og var jafnan sú eina þar á bekk. Hún naut sln verulega vel á fundum og gaf hinu „sterk- ara“ kyni ekkert eftir, var fylgin sér og kom venjulegast sínum mál- um áfram með góðum rökstuðn- ingi. Eftir að Helena fór að minnka við sig vinnuna tók hún að ferðast um heiminn. Þrisvar sinnum heim- sótti hún okkur til Kenýa meðan fjölskyldan bjó þar og þar og meira að segja tvisvar eftir að hún hafði fengið hjartaáfall. Ekki lét hún það heldur aftra sér þó tungumála- kunnáttan væri ekki mikil. Hún hafði einstaklega gaman af að ferð- ast um í Kenýa og sjá dýralífið í þessu tilkomumikla landi. I skoðun- arferð um Egyptaland drakk hún í sig fróðleik um fornminjar og gamla menningu. Þar man ég eftir að innfæddur leiðsögumaður tók hana í fangið, bar hana í bókstaf- legri merkingu á höndum sér og hoppaði með hana yfir eina gröfina svo hún fengi betra úsýni yfir svæðið. Eftir að við fluttumst til Eng- lands og settumst að í Hull kom hún oft til okkar og dvaldi þá í nokkra mánuði í einu. Hún undi þar vel í góða veðrinu og gróskum- iklum garðinum. Hún fylgdist vel með viðskiptum mínum, sérstak- lega eftir að ég stofnaði eigið fyrir- tæki, þá hringdi hún oft sérstak- lega til þess að vita hvernig jengi. Hún spurði um verðið á rpörkuðum og jafnframt hvað hægt væri að gera til að styrkja útgerð á íslandi. Öll höfum við misst mikið við svo skyndilegt fráfall Helenu Lín- dal en þó held ég að barnabörnin hafi misst mest, ekki aðeins ömmu sína heldur einnig mjög góðan fé- laga, sem hún svo sannarlega var. Hún fylgdist grannt með allri skólagöngu þeirra og gladdist með þeim þegar góðum árangri var náð. Venjan var að halda upp á jólin hjá henni, svo nú held ég að sumu af unga fólkinu finnist mikið vanta um þessi jól. Nú er Helena horfin héðan úr heimi eftir langan og farsælan vinnudag. Ég vil þakka henni hjart- anlega fyrir velvild, umhyggju og ástúð í garð fjölskyldu minnar frá fyrsta degi. Megi minningin um þessa mannkostakonu verða af- komendum hennar hvatning til þess að feta i fótspor hennar á lífsbraut- inni. Blessuð sé minning hennar. Baldvin Gíslason, Hull, Englandi. í dag kveð ég hana ömmu mína í síðasta sinn. Þótt ég vissi að hún væri ekki heil heilsu, grunaði mig ekki þegar ég kvaddi hana í haust að það væri í síðasta sinn sem við sæjumst. Ég vissi að hún var leið yfír því að við værum að fara, svo ég sagði henni að við kæmum al- komin heim um jólin og myndum þá sjást mikið oftar. Amma var fædd og uppalin á stórbýlinu Svalbarði við Eyjafjörð. Eftir lát föður síns keypti hún búið en seldi það tveim árum síðar, er hún og Sigtryggur afi giftust og fluttu inn á Akureyri. Nokkru síðar keyptu þau bakaríið á Húsavík og fluttu þangað. Ráku þau þar bak- arí og bókaverslun. Þegar afi minn veiktist seldu þau bakaríið en ráku áfram verslúnina Garðarshólma. Eftir lát afa míns árið 1966 rak amma ein verslunina og þekktu allir Húsvíkingar hana undir nafn- inu Lena í Lenubúð. Árið 1987 hætti amma verslunarrekstri og flutti til Reykjavíkur. Amma hefur alla tíð gegnt stóru hlutverki í mínu lífi svo missirinn er mikill. Frá 7 ára aldri til mennta- skólaaldurs var ég hjá henni öll sumur sem ég var á íslandi. Fór ég til hennar strax er skóla lauk á vorin og kom ekki aftur suður fyrr en skólinn byijaði á haustin. Bestu æskuminningar mínar eru allar tengdar þeim tíma er ég var hjá ömmu á sumrin, enda leið mér hvergi betur en á Húsavík. Mörg jól vorum við fyrir norðan hjá ömmu. Fyrir jólin gekk oft mikið á í búðinni við að taka á móti vörum, verðmerkja og setja fram. Á Þorláksmessu var alltaf mikið að gera, búðin var opin fram eftir kvöldi, jólatéð sett upp, íbúðin skreytt og jólahangikjötið soðið. Eftir allt amstrið var gott að getað tekið því rólega um jólin, þó erfið- lega hafi oft gengið að fá ömmu til að slappa af, því hún var alltaf að laumast niður í búð til þess að undirbúa vörutalninguna. í mínum huga voru jólin á Húsavík hjá ömmu eins og jól eiga að vera og munu minningarnar um þau gieðja mig að eilífu. Amma var alla tíð mjög áhuga- söm um pólitík og fylgdist ætíð vel með því sem var að gerast og hafði skoðanir á flestum hlutum, en var þó alltaf tilbúin að hlusta á sjónar- mið annarra og taka þau til skoðun- ar. Amma var fyrsta konan sem var kjörin í bæjarstjórn Húsavíkur og sat hún þar fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Amma lét mikið til sín taka í bæjarstjórninni, sérstaklega í málum er sneru að fjölskyldum og fátæku fólki. Eftir að amma flutti suður upp- hófst sá skemmtilegi siður að fara í mat til hennar á föstudagskvöld- um. Var þar oft margt um manninn enda gott að koma til ömmu og hún höfðingi heim að sækja. Hún dúkaði borð og tók fram sparistell- ið svo alltaf varð þetta eins og veisla. Ömmu þótti vænt um að hafa afkomendurna í kringum sig og fylgdist af miklum áhuga með smáfólkinu, sem skilur ekki af hverju ekki er hægt að fara lengur til langömmu Lenu. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - aupn spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndisleg og alltaf skildi ófullkomna hjartað mitt. GUÐNÝ KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR + Guðný Krist- jana Magnús- dóttir fæddist í Holtaseli á Mýrum 6. nóvember 1897. Hún Iést á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Skjólgarði á Höfn 29. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús Kristjáns- son, f. 15. nóvem- ber 1862, d. 17. ág- úst 1941, og Ástríð- ur Sigurðardóttir, f. 27. ágúst 1875, d. 1. september 1953. Hinn 1. júlí 1917 giftist Guðný Júlíusi Sigfússyni, f. 31. júlí 1894, d. 13. maí 1982, og eignuðust þau sjö börn, sem eru: Hjalta Sigríður, f. 13. nóvember 1918, Maren Karólína, f. 20. ágúst 1921, Ei- ríkur, f. 13. ágúst 1923, Óli Svein- björn, f. 8. mars 1925, Ásgeir, f. 13. október 1926, Hörð- ur, f. 23. ágúst 1929, og Jóhanna Sigríð- ur, f. 31. júlí 1935. Fyrstu 20 árin bjuggu Júlíus og Guðný í Lóni, lengst af í Kambahrauni, en fluttu til Hafnar 1937. Útför Guðnýjar fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ELSKULEG amma mín, Guðný Kristjana Magnúsdóttir, hefur fengið hvíldina. Þegar hún sofnaði burt úr þessum heimi var hún ný- lega orðin 98 ára gömul, hvíldar- þurfi eftir langa starfsævi. Það er því fagnaðar- og þakkarefni að Guð skuli nú hafa tekið hana til sín, en jafnframt ríkir söknuður og minn- ingarnar sækja að. Sem barn dvaldi ég oft hjá ömmu og afa, en þau héldu þá heimili með Eiríki móðurbróður mínum og Ingu konu hans í Víðihlíð á Höfn. Amma var mikil hagleikskona og vann mikið í höndum, einkum Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ðmmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af ððrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Síðasta árið varð ég meira var við hvað amma saknaði afa mikið. Hún talaði mikið um hann og ég veit að hún hlakkaði til endurfund- anna. Eftir nær 30 ára aðskilnað er hún farin að hitta hann aftur. Elsku amma, góða ferð og guð blessi þig og minningu þína. Ég veit að þú vakir yfir mér og minni fjölskyldu, sem og okkur öllum er kveðjum þig með söknuði í dag. Gísli, Ragnheiður og Birta María. Elsku langamma, mig langar til þess að minnast þín með nokkrum orðum sem mamma mín skrifar fyrir mig. Við bræðurnir fengum ekki að njóta þín nógu lengi - litli bróðir aðeins í u.þ.b. fimm mánuði, en ég í næstum fjögur ár. Minning- arnar eru samt margar og góðar. Alltaf fékk ég að leika mér með allt fína stofustássið þitt og nokkur vel valin leikföng sem þú geymdir sérstaklega fýrir mig. Þolinmæði þín var óþrjðtandi og minnist ég þess með hlýhug þegar þú dróst vörubíl um alla stofuna fram og til baka til þess að hafa ofan af fyrir mér. Alveg var sama hversu mikil ærsl og læti voru í mér, aldrei mátti skamma mig eða kvarta yfir hávaða, alltaf varst þú komin mér til varnar og sagðir að ég væri bara hress og duglegur. Nú veit ég að þú ert farin til englanna af því að þú varst orðin þreytt og lasin og ég sagði mömmu minni í gær að nú liði þér vel. Ég skil einnig að nú er ekki hægt að heimsækja þig lengur, en einhvern daginn kem ég upp til himna og fæ að hitta þig aftur og leika mér í nýju stofunni þinni á himnum. Bless, elsku langamma, mikið á ég eftir að sakna þín og ég veit að mamma mín kemur í veg fyrir að ég gleymi þér. Ari Hrannar og Axel Baldvin. til gagns, en einnig til ánægju. Eitt sinn tók hún sig til og gerði sauð- skinnsskó handa okkur, með til- heyrandi útpijónuðum leppum. Mikið var afi þá upp með sér af sinni. Okkur krökkunum þóttu þetta liprir og þægilegir skór til að skottast í. Þeir reyndust hins vegar ekki sterkir þegar sippað var í þeim úti á stétt. Ámma skammaðist ekki yfir því, heldur útskýrði hún fyrir okkur muninn á þessum „nýju skóm“ og þeim „gömiu“. Þarna lýsti skapgerð ömmu sér vel. Hún var hæglát kona og tók hlutunum með jafnaðargeði, en gat verið kímin ef svo bar undir. Þau eru ófá sokka- og vettlinga- pörin, sem hún pijónaði handa okk- ur ömmubörnunum og langömmu- börnunum og var að fram undir það síðasta. Pijónaskapurinn var ann- ars hversdagsvinna. Á sunnudögum kom hún oft í heimsókn til mömmu og þær sátu saman og saumuðu út, svona til hátíðarbrigða. Hópurinn hennar ömmu stækk- aði með árunum. Hún sá hann allan saman kominn sl. sumar, þegar niðjarnir, sem þá voru 130, héldu ættarmót með fjölskyldurn sínum austur í Lónssveit, þar sem hún og afi hófu búskap sinn. Ég kveð ömmu mína þakklátum huga og bið góðan Guð að blessa hana. Hrönn Oskarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.