Morgunblaðið - 21.01.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 21.01.1996, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BANDARÍSKI mannfræðingurínn Susan Greenhalgh, sem þekkir vel til í Kína, segir, að á landsbyggðinni sé fólk hætt að líta á börnin sem hverja aðra fram- leiðsluvöru. Nú velti það fyrir sér kostnaðinum við að ala þau upp og skilji, að menntun þeirra sé besta fjárfestingin. GENG lagði hækjumar sínar þvert yfír gangstéttina tii að vekja á sér athygli, barði niður tinkrús- inni sinni og muldraði fyrir munni sér „þakka þér, þakka þér“ í von um ein- hveija ölmusu. Sæi hann útlending þá hækk- aði hann róminn og brosti meira að segja enda útlendingamir yfírleitt viðkvæmari fyr- ir mannlegri éymd en Kínverjar. „Kínveijar em bláfátækir og hafa ekkert aflögu fyrir betlara," sagði gamall Kínveiji svo Geng heyrði og hafði vissulega margt til síns máls. Þrátt fyrir efnahagsuppgang og mikinn hagvöxt eru meðalárslaun í stærstu borgunum ekki nema um 40.000 ísl. kr. Jafnvel ríkisstjórn kommúnista við- urkennir, að mikill skortur sé á félagslegri umönnun í landinu. Lénsskipulag um aldir, kommúnismi í áratugi og stjórnlaus kapitalismi síðustu ára hafa alið af sér samfélag, sem þrátt fyrir merkilega menningu einkennist af miskunnarleysi og einkum gagnvart þeim, sem höllustum fæti standa. Munaðarleys- ingjar, fatlaðir, þeir, sem eru alvarlega sjúk- ir, og utangarðsfólk almennt njóta lítillar samúðar og enn minni stuðnings. Hver sjálfum sér næstur Dr. Ji Anguo, sem starfar við neyðarþjón- ustu í Peking, segir, að hluti vandans sé eigingimi landa sinna, sem hann segir vera „sinnulitla og fremur tilfínningalausa í eðli sínu“. „Hafí þeir engra persónulegra hags- muna að gæta, þá hafa þeir ekki fyrir því að mynda sér skoðun á málunum. Þeim er hins vegar mjög annt um sjálfa sig og sína.“ Dr. Ji segir, að sjaldgæft sé, að Kínveiji samþykki að gefa líffæri að sér látnum eða gefa blóð og segir ástæðuna vera þessa sömu eigingimi. Aðrir segja þó, að meginá- stæðan fyrir síngiminni og miskunnarleys- inu sé offjölgun mannfólksins, sem allt sé að keyra í kaf. Þegar venjulegur Kínveiji er spurður um álit sitt á framtíð lands og þjóðar nefnir næstum undantekningalaust áhyggjur sínar af fólksfjöldanum, 1,2 millj- örðum manna. Lífið væri svo miklu bjartara ef ekki þyrfti að ala önn fyrir öllu þessu fólki, fæða það og klæða, mennta það, sjá því fyrir starfi og hjúkra á efri ámm. „Óæskilegar fæðingar" Þessar áhyggjur valda því, að það er heldur grunnt á umburðarleysinu gagnvart þeim mörgu milljónum manna, sem eru ýmist líkamlega eða andlega fatlaðir. Kín- versk stjómvöld eru dálítið upptekin af þvi, sem þau kalla „gæði þjóðarinnar“, og í samræmi við það voru sett lög á síðasta ári til að koma í veg fyrir „óæskilegar fæðingar“. Með þeim er fólki, sem þjáist af tilteknum sjúkdómum, líkamlegum eða andlegum, bannað að giftast og við vissar kringumstæður er heimilt að vana það eða eyða fóstri að því forspurðu. Fyrstu fmmvarpsdrögin að þessum lög- um vom dregin til baka vegna mótmæla víða um heim enda var þar beinlínis talað um kynbætur á mannfólkinu og í síðari útgáfunni var heldur ekki minnst á líknar- morð sem aðferð við að fækka „vansköpuð- um börnum“. Líknarmorð, sem Kínveijar kalla „dauðann hljóða“, em samt ofarlega á baugi meðal kínverskra lækna, mennta- manna og almennings. „Það er mikið efamál, að þjóðin nýti best takmarkaða heilbrigðisþjónustu með Mannfjölgun er mesta þjóðfélags- meíníð í Kína Ástandið í mannréttindamálum í Kína hefur verið mikið til umræðu og ófagrar lýsingar gefnar á með- ferðinni á bömum á munaðarleysingjahælum ríkisins. Þeir, sem til þekkja, segja, að ástæðan fyrir miskunn- arleysinu, sem virðist einkenna kínverskt samfélág, sé fyrst o g fremst offjölgun mannfólksins í landinu. SVEINBARN, sem borið hefur verið út í Xi An í Kína því að framlengja líf fólks, sem er með ólæknandi sjúkdóm," sagði nýlega í kín- versku dagblaði. í könnunum kemur fram, að líknarmorð njóta langmests stuðnings meðal fólks á aldrinum 18 til 24 ára en minnst meðal þeirra, sem komnir eru yfir sextugt. í einni könnun kváðust tveir þriðju ekki telja líknarmorð vera siðferðilega röng og sumir leiðtoga kommúnista, til dæmis Deng Yingchao, eiginkona Zhou Enlai, fyrrver- andi forsætisráðherra, mæltu með líknar- morðum sem eðlilegri lausn fyrir efnis- hyggjumenn. Þegar Deng var komin með ólæknandi sjúkdóm neituðu þó læknar að flýta fyrir dauða hennar og báru því við, að lagaleg staða þeirra væri óviss. Auk þess er það vaninn að reyna að halda leið- togum flokksins á lífi með öllum ráðum. Arfleifð Maós Ekki er líklegt, að líknarmorð verði lög- leidd í Kína á næstunni en öll þjóðfélagsþró- unin er undir því komin að verulega verði dregið úr fólksfjölguninni. Maó formaður taldi raunar, að Kína væri því sterkara sem það væri fjölmennara og var vanur að segja^ að „hveijum munni fylgdu tvær hendur". I hans tíð fjölgaði þjóðinni um helming. Frá því á miðjum áttunda áratugnum hefur það verið stefna kínverskra stjórn- valda að leyfa hjónum aðeins að eignast eitt barn og hefur henni verið fylgt eftir af mikilli hörku í borgunum og í mesta þéttbýlinu. Annars staðar er eftirlitið minna og sem dæmim má nefna, að í Tíbet og Mongólíu mega hjón eiga þijú börn. Viðurlögin við að eiga fleiri börn en yfir- völd leyfa eru mikil. Getur sektin numið nokkrum árslaunum og ef hún er ekki greidd þá fæst barnið ekki skráð opinber- lega. Það er með öðrum orðum „ekki til“ og því dæmt til að vera utanveltu þjóðfé- lagsins. Munaðarleysingjahælin í Kína, sem hafa verið svo mikið í fréttum, eru í rauri engin munaðarleysingjahæli. Þar eru börn, sem hafa verið getin í trássi við lögin og síðan „borin út“, skilin eftir einhvers staðar, ann- aðhvort til að deyja drottni sínum eða vera fóstruð á kostnað ríkisins. Ekki er óal- gengt, að börnum sé drekkt eða þeim fyrir- komið með öðrum hætti og á það sérstak- lega við um stúlkubörn. Viðhorfin að breytast í Kína eru 300.000 manns í fullu starfi við að framfylgja fjölskylduáætlunum stjórnarinnar og þeir njóta aðstoðar 80 milljón manna um allt landið. Þetta starf og stanslaus áróður í næstum tvo áratugi eru augljóslega farin að skila árangri og ekki aðeins í borgunum, heldur einnig á landsbyggðinni. í hagvaxtarríkjunum í Suðaustur-Asíu hefur fæðingum fækkað mikið og sama þróun er byijuð á hagvaxtarsvæðunum í Kína. Á landsbyggðinni er það fyrst og fremst áhrifamáttur sjónvarpsins, sem er að breyta viðhorfum fólksins. Þá er ekki átt við opinberan áróður, heldur myndir af hinu nýja lífi sumra Kínverja og því lífi, sem lifað er á Vesturlöndum. Jafnvel bláfækt bændafólk lætur sig dreyma um það sama og það er farið að skilja, að framtíðin felst í menntun barnanna en ekki miklum fjölda þeirra. (Heimildir: The Daily Telegraph, Time og fl.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.