Morgunblaðið - 21.01.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 21.01.1996, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KYIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ tekur innan tíðar til sýninga kvikmyndina To Wong Foo, Thanks for Everything, Julie Newmar með Wesley Snipes, Patrick Swayze og John Leguizamo í aðalhlutverkum. Drottningar Miðvestur- ríkjanna DROTTNING- ARNAR frá New York valda upp- námi í smábæjar- lífinu. þær þekktustu í New York og sjálfan RuPaul, sem kemur fram í þessu eina atriði myndarinn- ar. Patriek Swayze seg- ir að þegar hann steig fyrst á svið frammi fyr- ir „alvöru-mönnum" á þessu sviði, hafi hann fundið stingandi gagn- rýnisaugnaráð en áður en yfir lauk hafði tor- tryggni verið eytt og viðurkenning leikar- anna og klæðaskipting- anna var algjör og gagnkvæm. NOXEEMA (Wesley Snipes) nýtur sín best á sviði. Noxeema Jackson (Wesley Snipes), Vida Boheme (Patrick Swayze) og Chi Chi Rodriguez (John Leguizamo) eru klæðaskiptingar (drag queens) sem verið hafa fremstir/fremstar meðal jafningja í fegurðarsamkeppni í New York. Þær stefna hærra og vilja að ekki aðeins New York-búar heldur Bandaríkjamenn all- ir eigi kost á að njóta þess sem þær hafa upp á að bjóða. Þess vegna klæða þær sig upp, setjast upp í Cadillac sportbíl og þeysa af stað áleiðis til Jdollywood. í farangrinum hafa þær vemd- argrip sem á að færa þeim gæfu og forða þeim frá illu, mynd sem leikkonan Julie Newmar (sem lék Kattakonuna í sjón- varpsþáttunum um Batman) áritaði með kveðju til einhvers að nafni Wong Foo. Til þessa vemdar- grips sækir myndin, hin fyrsta sem Hollywood gerir og fjallar um alvöm klæðskiptinga, heiti sitt. Það verður svo til að setja strik í reikn- ing Hollywood-far- arinnar að bíll „vin- kvennanna" bilar í litlu þorpi í miðvest- urríkjunum, Snyd- erville, þar sem klæðskiptingar era álíka sjaldséðir og krækiber í helvíti. „Þetta era óvenju- lega stórar konur," segir einn hinna innfæddu. Fram til þessa hefur Snyder- ville verið líkara kirkjugarði en þorpi en nú fer að færast fjör í leikinn og þá einu helgi sem Noxeema, Vida og Chi Chi staldra við kynnast íbúar staðar- ins frá fyrstu hendi stíl og glam- úr í anda stórborgarinnar. Drottningamar þijár fá á hinn bóginn lexíu í raunveraleika- tengslum og jarðsambandi, sem allar skorti áður en bíllinn þeirra bilaði í Snyderville. Leikstjóri myndar- innar er hin breska Beeban Kidron, sem áður hefur bragðið upp myndum af sér- kennilegum karakt- eram í Antonia and Jane og Used People. Hún segist hafa nálgast söguefnið í To Wong Foo á þann hátt að halda á lofti dyggðum hug- myndaheims klæða- skiptinganna; opnu hugarfari og per- sónulegum kjarki. „Þetta er kvik- mynd í anda lífsgleði og hún heldur á lofti andstæðum lífsstíl- um. Venjulegt líf getur stundum virst svo furðulegt og sumt af því sem okk- ur fínnst skrítið er þegar allt kemur til alls svo eðlilegt. í þessari mynd rekast á tveir gjörólíkir menningarheimar og þegar þeir mætast verður útkoman dá- samleg. í myndinni mætast klæðaskipt- ingar frá New York og fábrotið fólk í sveitaþorpi á miðri leið og komast að því að hvorir hafa ýmis- legt til hinna að sækja. Þetta snýst um að skilja líf ann- ars fólks og auðga eigið líf með því sem það hefur fram að færa.“ Handritshöfundurinn Douglas Carter Beane fékk hug- myndina að sögunni um vesturför drottninganna þegar hann var heima hjá foreldrum sínum um páskana. „Við mamma voram að horfa á RuPaul á MTV og mamma sagði: „Þetta er ósköp indæl stúlka en hún samsvarar sér hiyllilega illa.“ Þá rann upp fyrir mér að fjöldi Bandaríkja- manna þekkir ekki í sundur kon- ur og klæðaskiptinga. Þá vissi ég að ég væri með góða sögu í höndunum." Það fór enda svo að Amblin, framleiðslufyrirtæki Steven Spielbergs, keypti hand- ritið af Beane og þá fóra hjólin að snúast. To Wong Foo, Thanks for Everything, Julie Newmar, er ekki jafnvillt og síðasta klæða- skiptingamynd sem rak hingað á fjörar; hin ástralska Priscilla eyðimerkurdrottning, en er engu að síður ákveðin tímamótamynd í Hollywood því aldrei áður hefur draumaverksmiðjan þar gert kvikmynd um homma sem kjósa að eyða ævi sinni í kvenmanns- fötum án þess að blygðast sín eða biðjast afsökunar á sínu vali. Að því leyti er myndin gjörólík Mrs. Doubtfíre, Tootsie og Some Like it Hot, sem allar fjölluðu um karlmenn í kvenmannsklæð- um. Aðalleikaramir þrír Wesley Snipes, Patrick Swayze og John Leguizamo eyddu talsverðum tíma á „drag“ klúbbum í New York við að undirbúa hlutverk sín og þróa persónueinkenni hver sinnar persónu. í klúbbunum fýlgdust þeir með skemmtikröft- unum og vinguðust við „stjörnur“ þessa heims sem leiðbeindu þeim og gáfu gagnlegar vísbendingar um fataval, limaburð og val á snyrtivöram. Fyrstu vikuna sem kvik- myndatökur stóðu yfír var tekið upp í vinsælum næturklúbbi í New York, og þar stigu þremenn- ingamir á svið innan um 300 alvöru-drottningar, þar á meðal Upptökum var svo fram haldið í smábæn- um Loma í Nebraska, þar sem kvikmyndatökuliðið lagði undir sig allt bæjarlífið í þijá mánuði. Gerð myndarinnar var sannkall- að kapphlaup, því að leikstjórinn var óléttur og átti að sögn lækna sinna að verða léttari áður en áætlanir gerðu ráð fyrir að tökum lyki. Það stóðst hins vegar á endum að eftir að tökum í Ne- braska var lokið fékk Kidron hríðir í flugvélinni á leið til New York þar sem aðeins var eftir að taka upp nokkur úti- atriði á ein- um degi. Því verki lauk klippari myndarinnar Andrew Mondshein meðan Beeban Kidron fæddi framburð sinn. Auk Wesley Snipes, Patrick Swayze og John Leguizamo leika m.a. í myndinni Stockard Chann- ing, Blythe Danner, Chris Penn, Arliss Howard, Ru Paui og sjálf Julie Newmar. Vida (Patrick Swayze) er full- trúi Parísartís- kunnar. Chi Chi (John Leguizamo) er götudrós að upp- lagi. Þrír aðalleikarar WESLEY Snipes er kominn í röð fremstu leikara Holly- wood. Myndir á borð við White Men Can’t Jump, Rising Sun og Drop Zone hafa séð fyrir því. Snipes er fæddur i Flórída en fluttist ungur til New York þar sem hann gekk í fram- haldsskóla þar sem sérstök áhersla var lögð á leiklist- arnám. Hann fluttist 18 ára aftur til Flórída en sneri fljótt aftur til New York þar sem hann hélt áfram að læra og vinna við leiklist. Hann sló i gegn á sviði í Broadway og fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í Wildcats þar sem Goldie Hawn lék aðal- hlutverk. Þar hitti hann í fyrsta skipti Woody Harrelson en undanfarin ár hafa þeir félag- ar orðið eitt vinsælasta tvíeyki kvikmyndanna, fyrst í White Men Can’t Jump og nú með nýjustu mynd sinní Money Tra- in, sem sýnd verður hérlendis á næstunni. Það skipti sköpum fyrir Wesley Snipes að Martin Scor- sese valdi hann til að leika aðalhlutverkið í tónlistarmynd- bandi sem hann gerði við lag Michaels Jacksons, Bad. Þar sá Spike Lee til leikarans og fékk honum aðalhlutverkið í mynd sinni Mo’ Better Blues. Síðan hefur leið Snipes legið upp á við. Auk fyrrtaldra mynda hefur hann leikið í The Waterdance, Jungle Feer, Passenger 57, Demolition Man, New Jack City og Sugar Hill. Patrick Swayze er fæddur í Houston í Texas og lagði stund á dans frá unga aldri undir handleiðslu móður sinnar sem er danshöfundur. Eftir há- skólanám i heimaborginni tók við starf í farandleik- og dans- flokkum og leiðin lá á Broad- way þar sem hann lék m.a. aðalhlutverk í Grease. Sú reynsla fleytti honum til Holly- wood þar sem hann lék auka- hlutverk í nokkrum myndum og sjónvarpsþáttum áður en honum bauðstárið 1987 aðal- hlutverkið í myndinni Dirty Dancing en sú gerði hann frægan. Aðrar helstu myndir Swayzes eru The Outsiders (eftir Coppola), Uncommon Valor, Grandview USA, Red Dawn, Youngblood, Road Ho- use, Next of Kin, Point Break, City of Joy, að ógleymdri Ghost, vinsælustu mynd ársins 1990 vestanhafs. John Leguizamo er fæddur i Kólumbíu en uppalinn í New York þar sem hann nam leikl- ist af Lee Strasberg og vakti verulega athygli fyrir leik í eigin einþáttungi off-Bro- adway árið 1991. Leguizamo hefur unnið sína stærstu sigra á Ieiksviði en jafnframt átt þátt í myndum á borð við Casu- alties of War, Regarding Henry, Whispers in the Dark, Super Mario Bros., Carlito’s Way og síðast A Pyromaniac’s Love Story.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.