Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 31 guðshúsið. Afi minn tók það ráð að fylgja stráknum heim, sem sneri sér við í sáluhliði kirkjugarðsins, bölvandi yfir því að mamma hans skyldi hafa hent honum út! Þetta atvik var oft rifjað upp þegar við afi skröfuðum saman, og hló hann þá iðulega dátt að þessu tiltæki. Afi minn hafði fádæma næmt auga fyrir spaugilegum hliðum til- verunnar, þó að hann væri alvöru- gefinn á yfirborðinu. Að lokum langar mig að geta þess sem varð eitt helsta áhugamál afa, en það er stangveiði. Hann sagði alltaf að ég hefði „smitað sig af stangveiðidellu" sem vel kann að vera rétt, því sem strákur man ég eftir því að hafa dregið hann til veiða með stöng. Þessu áhugamáli sinnti afi af miklum eldmóði, og á vetrum hnýtti hann flugur sem hann notaði til veiða á sumrin. Mun hans nú sárt saknað um ókomin ár, en lífið heldur áfram og minn- ingin um hann mun ætíð lifa í brjósti mér. Ég votta ömmu minni mína dýpstu samúð, blessuð sé minning afa. Þinn nafni Sigurður Kári. Þegar ég hugsa aftur til þeirra stunda með afa sem eru mér hvað efstar í minni koma heimsóknir mínar í bókabúð Æskunnar einna fyrst upp í hugann. A þeim árum sem afi starfaði þar var það fastur liður hjá mér, ef ég átti leið um Laugaveginn, að líta inn til hans. Það var alveg sama hve mikið var að gera, alltaf fann hann sér tíma til að fara með mér upp á kaffi- stofu og bjóða mér upp á mjólk og vínarbrauð. Ósjaldan leysti hann mig svo út með bókagjöfum og var það þá ánægður lítill drengur sem flýtti sér heim að lesa. Afi var mikill spilamaður og á því sviði var brids hans eftirlæti. Einnig hafði hann mikinn áhuga á skák og er hann líklega kveikjan að áhuga mínum á þeirri íþrótt. Þolinmæði afa við að leiða mig fyrstu skrefin í skákinni voru engin takmörk sett og var hann alltaf til í eina bröndótta. Ef ég velti fyrir mér spurningun- um um hvað það er sem mér er minnisstæðast við afa er svarið sem ég gef sjálfum mér stutt og lag- gott. Hann var Afi! Þinn Arni Jón. Að morgni 28. september fékk ég þær sorglegu fréttir að hann afi minn hefði dáið um nóttina, og þar með bundið enda á langa og jafn- framt erfiða baráttu við banvænan sjúkdóm. Þessar fréttir fengu mikið á mig sem og alla aðra fjölskyldumeðlimi, þó að maður hafi að vissu leyti verið feginn fyrir hans hönd vegna þess hve hann var orðinn lasburða. Hann skilur þó eftir sig ljúfar og góðar minningar sem munu lifa með okkur sem urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast hon- um. Þær minningar sem eru mér efstar í huga eru veiðiferðirnar ófáu sem ég fór með honum í ásamt Steina og Kára, bræðrum mínum. Þessir veiðitúrar voru oft með skrautlegasta móti og þá sérstak- lega á mínum yngri árum. Ég og Steini höfðum nú takmarkaðan áhuga á veiðiskap á þessum árum. Ef við vorum óþolinmóðir að bíða eftir því að fiskur biti á hjá okkur þá fundum við okkur bara eitthvað annað að gera á meðan. Þeir leikir sem við fórum þá í féllu ekki í góð- an jarðveg hjá afa og Kára sem var kannski ekki nema von þvi að við vorum ýmist að fleyta kerlingar á vatninu eða í keppni um hvor okkar gæti hent gijóti lengra út í vatnið eða hvor gæti loftað stærri steinum og búið til meiri gusugang með þeim. Og svo til að bæta gráu ofan á svart vorum við yfirleitt klæddir í svo skærlituð föt að enginn fiskur hefði vogað sér nálægt bakkanum. Miðpunktur þessara túra hjá okkur Steina var sá tími sem nestið var borðað, þá kláruðum við okkar nesti fyrst og tókum svo til við að hakka í okkur nestið hans afa sem var alltaf brauð með spægipylsu og súkkulaðikex. Veiðitúramir sem ég fór með afa á síðari árum voru mun rólegri og þá sérstaklega þegar ég var einn með honum, vegna þess að þá gafst mér gott tækifæri að kynnast því hvað afi var ljúfur og góður maður og líka hvað hann var góður vinur. Ég fór með honum í síðasta veiði- túrinn hans, það var í lok sumars 1994. Við fórum í Þingvallavatn þann dag og ég prófaði að kasta færinu út í á öllum bestu veiðistöð- unum en ég fékk engan físk og afi ekki heldur vegna þess að hann setti sína stöng aldrei saman. Hann vildi heldur sitja og horfa á nátt- úrufegurðina sem var einstök þenn- an dag. A leiðinni til baka heimsóttum við ónefndan kjúklingastað þar sem afi keypti ríflegan skammt af kjúkl- ingabitum sem við fórum með heim til ömmu. Þessar stundir sem ég átti með honum afa líða sjálfsagt aldrei úr minni mínu og ég á seint eftir að geta sætt mig við þá staðreynd að eiga aldrei eftir að fara með afa aftur í veiðitúr, ekki í þessu lífi að minnsta kosti. Um leið og ég óska afa góðrar ferðar yfir móðuna miklu, vil ég biðja Guð um að veita ömmu Ingi- björgu styrk til að lifa góðu lífi það sem eftir er. Þinn Pétur Jóhann. Þegar ég kynntist afa var hann orðinn mjög veikur. Ég er þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman þótt ég vissi að: Dauðinn kemur að lokum, hvenær veit ei nokkur. Senn líður að ferðalokum að óvörum koma okkur. Dauðinn svífur loks að þér, í skjóli læðist skugga þíns. Hryggðin drýpur úr hjarta mér. Von er brostin hjarta míns. Þinn Sigfús Róbert. Það sem ég man best um afa eru allar veiðiferðirnar sem ég fór í með honum. Hjartað í mér tók allt- af kipp og ég spenntist allur upp þegar afi hringdi og spurði hvort við ættum að fara í veiði. Þetta var það besta sem gat komið fyrir mann á þessum árum. Ég fann fram S I 3 1 3 | 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Yáhafcni 11, sími 568 9120 2 I 5 I I I 3 &toi#«0i#io§a allt veiðidótið og beið óþolinmóður eftir að afi kæmi að sækja mig. Afi hafði visst innsæi í sambandi við hvort við ættum að fara í Þing- vallavatn eða ekki, með því að skoða yfírborðið á litlum polli á leiðinni til Þingvalla. Þennan poll kallaði hann Litla Þingvallavatn og sagði að veiðiskilyrði væru eins í þessum polli og Þingvallavatni sjálfu. Þetta fannst mér stórkostlegt. Mér fannst alltaf fyndið að á leið- inni í vatnið þegar bílstjórar flaut- uðu á afa, þá sagði hann i hvert sinn: „Hvaða gijónapungur er þetta?“, og þóttist hann alls ekki skilja hví þeir væru að flauta á hann. Annað sem mér er minnis- stætt eru afmælisveislurnar á mín- um yngri árum þegar allir krakk- arnir í hverfinu voru boðnir. Afí gerði þær ógleymanlegar með ýms- um skemmtilegum uppátækjum. Eitt sinn brá hann sér á glænýtt gírahjól, en þau voru sjaldséð þá. Gesturinn, sem átti hjólið, leit undr- andi á afa þegar hann hjólaði virðu- lega og beinn í baki út götuna. Orð geta ekki lýst allri fegurð- inni og skemmtilegheitunum í kringum afa. Ég þakka honum fyrir allt og veit að hann er nú í góðum höndum. Þinn Steinn. Þær stundir, sem eru mér minnis- stæðastar með afa, eru heimsókn- irnar og afmælin þeirra afa og ömmu á Holtsgötunni. Það var eins og framlenging á jólunum að fara í afmælin þeirra í janúar. Ég man sérstaklega eftir einu afmæli þegar Pétur bróðir minn var að herma eftir hljóðinu í heyrnartækinu hans afa, hvað afí hló innilega. Þegar ég var lítil kom afi oft að spila bridds hér heima hjá okkur. Þá kom hann alltaf með ópal eða annað góðgæti í poka handa okkur, mér og bræðrum mínum. Þetta gerði hann þar til ég var orðin þó nokkuð gömul. Ég þakka afa fyrir allar samveru- stundirnar, hann var hijúfur að utan en mildur að innan og ég vissi alltaf hvað honum þótti vænt um mig. Þín Katrín. Opið öll kvöld Skreytingar fyrír öll tílcfni. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Breiðagerði 8, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 13.30. Magnús Júlíusson, Guðm. Rúnar Magnússon, Svanhildur Stefánsdóttir, Margrét Jóna Magnúsdóttir, Haraldur Einarsson, Erna Magnúsdóttir, Gunnar Jakobsson og aðrir aðstandendur. t Bróðir minn, BIRGIR ÓLAFUR ÞORMAR lögfræðingur, lést í Borgarspítalanum 11. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Gunnar Þormar. + Móðir mín, tengdamóðir, systir, mág- kona og amma, EDDA GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR fyrrverandi borgargjaldkeri, Ásholti 2, Reykjavik, verður jarðsungin frá Krossinum, Hlíð- arsmára 5-7, Kópavogi, þriðjudaginn 23. janúar kl. 13.30. Pétur Þórir Hugus, Stella Tryggvadóttir, Hrefna Dóra Tryggvadóttir, Gunnar T ryggvason, Sveinn Ól. Tryggvason, Erla Dennison, Guðmundur Þ. Tryggvason, Kristján G. Tryggvason, og barnabörn. Sigríður Hafdi's Sigurðardóttir, Leifur Guðlaugsson, Guðrún Jónsdóttir, Edwin Dennison, Edda Lóa Skúladóttir, Annalfsa Magnúsdóttir + Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓRUNNAR KRISTINSDÓTTUR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Jón Haukur Bjarnason, Elsa Jónsdóttir, Kristinn Bjarnason, Vilfrfður Jónsdóttir, Guðrún V. Einarsdóttir, Erla Bjarnadóttir, Ingólfur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, fósturmóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR KRISTINSDÓTTUR, Norðurgötu 32, Akureyri, Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks handlækningadeildar F.S.A og heima- hlynningar fyrir frábæra hjúkrun. Ásgrímur Stefánsson, Kristinn Ásgrímsson, Þórdís Karlsdóttir, Hekla Gestsdóttir, Hörður Júli'usson, Kristinn Gunnarsson, Lilja Hallgrímsdóttir, Hannes Rútsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur vináttu og samhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, INGVELDAR GÍSLADÓTTUR, Tjarnarbraut 29, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki Grundar fyrir hlýhug og fráþæra um- hyggju, einnig sr. Guðmundi Óskari Ólafssyni, sem gaf henni styrk og öryggi í Drottins nafni. Guð blessi ykkur öll, kæru vinir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Örn Forberg, Margrét Jónfna Guðmundsdóttir, Gísli Engilbertsson Guðmunda Inga Forberg, Sveinn Vilhjálmsson, Erna Birna Forberg, Ágústa Hrefna Forberg, Brian O’Loughlin, Ingveldur Þorkelsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Guðrún Agústa (Rúna) Þorkelsdóttir, Guðmundur Þorkelsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Hrafn Þorkelsson og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.