Morgunblaðið - 21.01.1996, Síða 17

Morgunblaðið - 21.01.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 17 Vertu við- búinn NÍU ÁRA drengur sem bjó úti í Bandaríkjunum sagði í viðtali við Morgunblaðið nýlega að í skólanum úti hefði verið æft hvað ætti að gera ef kviknaði í eða fellibylur kæmi. „Einu sinni lenti ég í fellibyl og kannski hefði einhver meiðst ef við hefðum ekki vitað hvað við áttum að gera. Ég átti að hlaupa niður í kjallara og grúfa mig niður með hendurn- ar á hnakkanum til að meiða mig ekki ef ég fengi stein í hausinn,“ sagði hann. Hvernig skyldu íslensk skólabörn standa að vígi ef náttúruham- farir yrðu á skólatíma? einn kennari á Selfossi hefur nokkr- um sinnum æft sína nemendur, sem eru sjö ára. Krökkunum finnst spennandi að flýta sér undir borð meðan kennarinn leikur jarðskjálfta. Hins vegar virðast skólastjórar vera í startholunum með brunaæfingar og nokkrir þeirra sögðust mundu snúa sér að æfingum vegna jarð- skjálfta þegar eldvarnarmálin væru komin í gott horf. Ekki er vitað um nema einn skóla í Reykjavík, Selásskóla, þar sem eitt- hvað hefur verið hugað að undirbún- ingi vegna jarðskjálfta. Kristín H. Tryggvadóttir skólastjóri segir að menn hafi leitt hugann að því í fyrstu hvort umræðan myndi vekja upp hræðslu. „Það varð ekki og bömun- um fannst gott og sjálfsagt að ræða hvernig þau ættu að bregðast við,“ sagði hún. Viðvörunarflautur lélegar Eitt af því sem fólk hefur rætt um er að viðvörunarflautur Al- mannavama ríkisins heyrast ekki nándar nærri alls staðar á höfuð- borgarsvæðinu. í ljós kom að flaut- umar em orðnar 30 ára gamlar og löngu tímabært að endurnýja kerfið. Sagði Hafþór Jónsson að tillögur lægju fyrir um endurskoðun. „Hljóð- merkin eru miðuð við loftárás en við höfum reyndar bætt inn merki fyrir áríðandi tilkynningu í útvarpi. 32 flautur em á höfuðborgarsvæðinu og miðast þær við sérstök skilyrði, sem er 5 gráðu hiti og 2-3 vind- stig," sagði hann. „Stundum heyrist í 2-3 flautum og stundum illa í einni.“ Hann segir hins vegar að sé fólk að hlusta á útvarp sé auðvelt að samtengja útvarpsstöðvarnar og koma skilaboðum áleiðis. Komi til brottflutnings í tíu daga sökktu menn sér niður í það verkefni að byijuð væri skjálfta- virkni á Reykjanesi með eldvirkni sem teygði sig í átt til Reykjavíkur. „Þetta varð til þess að veitustofnan- ir og aðrir á höfuðborgarsvæðinu fóm að hyggja að fleiri þáttum sem tengdust þeim. Verði gos rétt ofan við Reykjavík er vitað um hraun- rennslisleiðir sunnan við álverið, í Hafnarfírði, Garðabæ og hugsanlega um Elliðaárdalinn." Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur segir að hraunrennslið verði sennilega hægt og því ekki hættulegt fólki. „Hins vegar gætu óbeinu áhrifín af gosvirkni og með- fylgjandi landbreytingum orðið miklu erfíðari viðureignar. Þá á ég við breytingar á vatnsbólum, eyði- leggingar á heita- og kaldavatns- leiðslum. Undir það þarf samfélagið að búa sig.“ Hann segir að í Reykjavík muni mestu áhrifa gæta af jarðskjálfta á Suðurlandsundirlendinu (austan við Selfoss) sem væri í kringum 7 á Richter. Álíka áhrifa gætti af jarð- skjálfta á Reykjanesskaganum (svæði milli Hellisheiðar og Brenni- steinsfjalla) sem yrði 6,5 stig. „Sæmilega byggð hús myndu stand- ast hann vel en slys gætu orðið t.d. vegna lausra hluta. Eirts gætu ein- hveijar skemmdir orðið á mannvirkj- um,“ sagði Ragnar. f hvaða skóla á að leita? í símaskrá er sagt frá því hvernig bregðast eigi við ef almennt hættu- ástand skapast og þat er meðal ann- ars tekið fram að fyrir þá sem þurfí að yfírgefa heimili sín sé næsta skólabygging á öruggu svæði ávallt hjálparstöð. Hvergi hefur undirrituð rekist á upplýsingar um hvaða skóla í Reykjavík væri að ræða svo hringt var af handahófí í einn framhalds- skólanna. Skólastjórinn sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að menn ættu að leita í skóla í náttúruhamför- um, enda hafði hann aldrei fengið erindi af því tagi inn á borð til sín. Honum var vorkunn og ef til vill blaðamanni líka, því ekki liggja upp- lýsingamar á glámbekk. Hins vegar kom í ljós þegar haft var samband við Kristján Skúlason skrifstofu- stjóra hjá Rauða krossinum að sex skólar á höfuðborgarsvæðinu eiga að taka við fólki. En hvernig á al- menningur að vita um hvaða skóla er að ræða? „Gert er ráð fyrir því að lögreglumenn verði til staðar við alla hina skólana sem vísi fólki á aðra skóla,“ sagði Kristján. Þessir skólar eru_ Menntaskólinn við Hamrahlíð, Árbæjar-, Fella-, Lang- holts-, Mela- og Foldaskóli. Kristján segir að skólastjórar þessara skóla hafi allir farið á nám- skeið og hluti af kennaraliðinu. „Verði vá kemur á staðinn fólk frá Rauða krossinum og samkvæmt plani Almannavarna er gert ráð fyr- ir að starfslið skólans vinni í þessu verkefni," sagði hann, en tók fram að kennarar væru ekki sérstaklega inn á því að þeir þyrftu að sinna þessum málum. Hann benti á að í raun mætti kveðja. hvern sem væri á aldrinum 18-67 ára til þessara starfa komi til hættuástands. Hafþór Jónsson var spurður hvort skólastjórar vissu hvað þeir ættu að gera þegar fólk yfirgæfí heimili sín og leitaði þangað. yJá, á jarðskjálfta- svæðum eins og í Árnes- og Rangár- vallasýslum og á Húsavík. Ef sá skóli er ekki nothæfur einhverra orsaka vegna verður þar lið til stað- ar til að leiðbeina fólki á aðra staði.“ Það er í höndum almannavarnar- nefnda á svæðum að kalla á slíka fundi en þegar rætt var við skóla- stjóra grunnskólans á Húsavík kom í ljós að hann hefur t.d. ekki verið kallaður á fund í þessum tilgangi á sínum skólastjóraferli. Hins vegar stendur skóli hans nokkuð vel að vígi gagnvart starfsfólki og nemend- um. Brunavarnir fyrst En hvernig skyldi undirbúningi vera háttað í grunnskólum á jarð- skjálftasvæðum? í þeim skólum á Selfossi og í Reykjavík sem Morgun- blaðið hafði samband við er ljóst að riði stór jarðskjálfti yfir núna væru ekki margir nemendur sem vissu til hvaða bragðs ætti að taka og að viðbúnaður er mjög ómarkviss víðast hvar í skólum. Ekki er vitað um æfingar með nemendum nema að Efþú lendir í snjóflóði 1) Reyndu þá að halda þér uppi úr flóðinu t.d. méð því að taka sundtökin. 2) Berist þú stjórnlaust með flóð- inu, þá er réttast að grípa fyrir vitin og minnka þar með líkur á að þau fyllist af snjó. 3) Þegar þú finnur að flóðið er að stöðvast reyndu þá að hreyfa þig sem mest og auka þannig svigrúm til hreyfinga og öndun- ar. 4) Eyddu ekki orku í að hrópa á hjálp fyrr en þú heyrir í björgun- armönnum. Mundu að þú heyrir betur í þeim en þeir í þér. 5) Haldir þú ró þinni eykur þú lífslíkur til muna. 6) Ekki eyða orku í að grafa þig úr snjóflóði nema þú sért viss um að þú sért á réttri leið. Þeir sem lenda í snjóflóði átta sig oft ekki á hvað snýr upp og hvað niður. (Úr bæklingi Almannavarna um snjóflóð). Menn hafa einnig velt fyrir sér hvernig færi, ef flytja þyrfti fjölda fólks af höfuðborgarsvæðinu, sem Ragnar Stefánsson telur kannski ekki miklar líkur á, en segir að menn verði að velta fyrir sér. Sem dæmi um vandræði er gjarnan bent á þjóðhátíðarklúðrið sumarið 1994. Hafþór segir að í náttúruhamförum sé alltaf reynt að veijast til hins síð- asta, en ákvörðun um brottflutning sé í höndum ríkisstjórnar. „Kæmi til brottflutnings Reykvíkinga yrði að velja þær akstursleiðir sem möguleg- ar væru með tilliti til aðsteðjandi hættu. Við megum ekki heldur gleyma því að við erum með fullkom- inn innanlandsfiugvöll innan borgar- marka Reykjavíkur og stærstu höfn landsins, þannig að möguleikar okk- ar eru mjög góðir. Hins vegar er vistun þeirra íbúa sem þyrfti að flytja stærra vandamál." Þorgeir Pálsson flugmálastjóri tekur undir að Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur hlekkur við slíkar aðstæður. Hann hefur hins vegar ekki verið boðaður á fund Almanna- varna til að ræða þessi mál. Aðspurð- ur hvort hægt yrði að nýta flugvöll- inn ef gjóskufall yrði sagði hann að það færi eflaust eftir vindátt, en til að geta svarað því þyrfti hann að fá álit jarðfræðinga á hveiju væri von. Hann benti hins vegar á að í Vestmannaeyjagosinu héfði flugvöll- urinn verið mikið notaður frá fyrsta degi. En hvað gerist ef náttúruhamfar- Hegðun íjarð- slgálfta JARÐSKJÁLFTI kemur yfirleitt ny'ög skyndilega og eru þá fyrstu og jafnframt hættulegustu við- brögð fólks ótti. Mest hætta er fólgin í því að fólk verði stjarft og varist ekki fallandi hluti, eða fari sér að voða í stjórnlausum flótta. Því er mest um vert að vera rólegur og hafa róandi áhrif á aðra. Fólk, sem er innan dyra þegar jarðskjálftar verða, á að: 1) Fara út í horn burðarveggja, í opnar dyr eða undir sterkt borð eða rúm. 2) Gæta þes að verða ekki fyrir þungum húsgögnum ef þau falla og athuga sérstaklega að minni hutir geta skaðað börn, þótt full- orðnir standi þá af sér. Sérstak- lega ber að varast glerveggi og stóra glugga. 3) Ekki hlaupa út í „óðagoti“, því þannig eykst hættan á að verða fyrir hlutum. Þeir sem eru utandyra eiga að: 1) Forðast háar byggingar, veggi og rafmagnslínur, en fara á opið svæði. 2) Varast hlaup eða óðagot en fylgjast vel með umhverfinu. 3) Ef verið er í bíl á að stöðva strax þegar öruggt er á opnu svæði og bíða inni í bílnum með- an skjálftinn gengur yfir. (Úr bæklingi Almananvama). ir gerast að degi til og fjölskyldan er kannski tvístruð á fjóra, fimm staði? Hafþór segir að brottför verði að skipuleggja vel og slík áætlun miði að því að sameina fjölskyldur. Hann hefur ekki áhyggjur af tíma- skorti í því sambandi. „Mjög mikil- vægt er að taka með sér nauðsyn- lega persónulega hluti. Það þarf að huga að þörfum ungbama, lyfjum og helstu verðmætum og ganga tryggilega frá húsinu. Síðan þarf að setja upp lögboðnar vaktir til að vakta þær eigur sem yfírgefnar eru, því gripdeildir ýmiss konar eru al- þekktar í kjölfar hamfara." Hann segir að það sé hlutverk Almanna- vama að skýra frá eftir hvaða leiðum hættusvæði verði yfírgefin og verði því komið til skila í fjölmiðlum. íslendingur sem staddur var í San Francisco þegar gífurlegur jarð- skjálfti varð í Japan 1994 segir að sjónvarpsþulur hafi notað tækifærið í kjölfar fréttarinnar og lagt fram gátlista fyrir almenning. Þar spurði hann t.d. hvort fólk vissi hvar vasa- ljós sem virkaði væri í íbúðinni. Hann vakti athygli fólks á að stíga ekki fram úr rúmi í niðamyrkri væm glerbrot á gólfinu, minnti á gasleka o.s.frv. Þegar þetta var rætt við Hafþór sagði hann slíkt af hinu góða. Hann benti á að á sjónvarpsstöðvun- um lægi myndbandið Vöm gegn vá, sem æskilegt væri að sýna hluta úr eða í heild í tengslum við yfirvof- andi eða viðvarandi hættu. Þess skal getið að þrátt fyrir að upplýsingastreymi sé nokkuð ábóta- vant er sífellt verið að huga að vörn- um og auka rannsóknir og mæling- ar. Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um ítarlega úttekt á íbúðarhúsum, atvinnuhúsnæði og öðrum mannvirkjum á Suðurlandi með tilliti til jarðskjálftahættu. Og að svæði verði kortlögð nákvæmlega með tilliti til jarðskjálftahættu. Sömuleiðis hefur umhverfisráðherra skipað nefnd til að fjalla um og gera tillögur sem varða aðgerðir til að draga úr hættu af völdum jarð- skjálfta. Nefndin hefur hafið störf og er formaður hennar Ragnar Stef- ánsson. „Ég held að allir séu tilbún- ir að jánka því að gera þurfi ýmis- legt til að draga úr hættu á nátt- úmvá. Þegar kemur að því að fram- kvæma hlutina þá er oft tregara um,“ sagði hann. „Ég er sannfærður um að allur almenningur í landinu leiðir hugann sáralítið að þeim hamförum sem orðið geta nema á þeim augnablikum þegar náttúran byrstir sig,“ sagði Hafþór Jónsson. „Fræðsla til ákveð- inna aðila er stöðugt í gangi og fólki fínnst þetta athygli vert en ég held að sárafáir ef þá nokkur fari heim til sín eftir slíkan fyrirlestur eða fund og hyggi að eigin öryggi. Fólk hefur á tilfínningunni að það sé til- tölulega ömggt.“ Jógastöðin 9~íeimsCjós Ármúía 15, 2. fuzðj sími 588 4200 15\(œstu námsf^eið Byrjendanámskeið 29. jan.-14. feb. mán./mið. kl. 20-22. Kenndar undirstöðuæfingar Kripalujóga, teygjur, öndunaræfingar og slökunaraðferðir til að losa um spennu, likamlega og andlega. Kennari: Áslaug Höskuldsdóttir. Byrjendanámskeið 6. feb.-22. feb. þri./fim. kl. 20-22. Dagsnámskeið í Kripalujóga 28. jan. kl. 10-18. Fyrir þásem hafa einhverja reynslu af jóga. Kennari: Kristín Norland. Axlastaðan bœtir minitið , s-Y JÓGASTÖÐIN HEIMSLJOS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.