Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 33 AÐSEIMDAR GREINAR UNDANFARIN ár hafa ríkisstjómir Dav- íðs Oddssonar aukið mjög á misrétti í þessu þjóðfélagi með þeim afleiðingum að brátt er hægt að tala um að hér á íslandi búi tvær þjóðir, sú bjarg- álna og sú sem býr við örbirgð og á vonina eina eftir. Óréttlátt stjórnunarkerfi fisk- veiða gerir það að verkum að fískveiði- heimildir færast á æ færri og öflugri fyrir- tæki og haldi sú þróun áfram verður þess ekki langt að bíða að fáeinar ijölskyldur eigi allan fiskveiðikvótann. í vasa þess- ara sægreifa renna hundruð millj- óna árlega frá fyrirtækjum sem ekki hafa svo efni á að greiða starfsfólki sínu mannsæmandi laun. Á lokadögum síðasta þings barði ríkisstjórnin í gegn lög um stéttarfélög og vinnudeilur og lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmajma gegn vilja allra stétt- arfélaga í landinu. Lög þessi hafa það að meginmarkmiði að veikja hreyfingu launafólks og gera því erfiðara fyrir að sækja rétt sinn. Nú eins og venjulega, þegar sá tími nálgast að samningar verði lausir, eru ráðamenn ýmsir farnir að tala um þensluna, þessa skelfi- legu þenslu og nú verði menn að gæta vel að sér og haida kjarabótum innan hóflegra marka svo ekki fari allt úr böndunum, - það sé svo voðaleg þenslan í þjóðfélaginu. Það er dapurlegt að horfa upp á ungt fólk hrekj- ast burt af landinu vegna þess að það er ekki matvinnungar þrátt fyrir fulla at- vinnu. Viðbrögðin við því ástandi að fólk flýi land í stórum hópum eru þau helst að reyna með ýmsum dularfullum samanburðarfræðum að rökstyðja þá kenningu að eigin- lega sé sáralítill munur á lífskjör- um fólks í Danmörku og á ís- landi. Að vísu vinna menn á ís- landi um það bil tveimur mánuðum lengur á ári en þeir gera í Dan- mörku en á móti kemur „að loftið á íslandi er svo mikið hreinna“. Þrátt fyrir þennan langa vinnu- tíma bera íslenskir launamenn 15% minna úr býtum en stéttar- bræður þeirra í Danmörku. Við hér á íslandi eigum hins vegar mun fieiri myndbandstæki og ger- um minna af því að ferðast í strætó. sem auðvitað stórbætir lífskjör í landinu eða hvað? Skýrsla um samanburð á lífskjörum í Dan- mörku og á íslandi segir okkur Það er dapurlegt, segir Sigríður Jóhannes- dóttir, að horfa upp á ungt fólk hrekjast burt af landinu. því fyrst og fremst að misrétti er miklu meira hér en þar og þó ýmsir hafi hér þokkaleg lífskjör, sem betur fer, segir þessi skýrsla okkur að lægstu iaun eru fyrir neðan allt velsæmi. Danir hafa haft lag á að nota skattakerfið til tekjujöfnunar með húsaleigubót- um, ókeypis heilsugæslu og ýmiss konar stuðningi við þá sem lægst hafa launin. Hér á landi eru bætur af þessu tagi lágar, skattskyldar og þannig tekjutengdar að í vissum tilvikum lækkar fólk jafnvel í tekjum ef það bætir við sig vinnu. Um það bil 25% íslenskra launa- manna eru með undir 95 þús. krónur i heildarlaun á mánuði og þegar grennslast er fyrir um skýr- ingar á launum af þessari stærð- argráðu í landi þar sem tekjur ýmissa embættismanna eru á aðra milljón á mánuði er skýringin sú að framleiðnin sé svo lítil, ekki sé unnt að hækka kaup vinnandi fólks nema framleiðnin vaxi. En meðan hér á landi viðgangast skattsvik upp á milljónatugi, að því er vísir menn giska á, þá liggja heldur ekki fyrir áreiðanlegar tölur um framleiðni. Ef hluti af verkefn- um fyrirtækis er ekki gefinn upp til skatts þýðir það einfaldlega að framleiðni þess fyrirtækis er sam- kvæmt skýrslum minni sem skatt- svikunum nemur. Það er sem sé ekki nóg með að eigandinn hagn- ist af svikunum heldur smíðar hann sér í leiðinni pottþétta rök- semd fyrir því að hann geti ekki greitt hærri laun. Framleiðni fyrir- tækisins sé einfaldlega svo lítil. Þó beinar launahækkanir og barátta fyrir þeim sé fremur á könnu stéttarfélaga en stjórn- málaflokka þá er það svo með okkur sem erum félagar í Alþýðu- bandalaginu að við viljum breyta þjóðfélaginu, breyta því á þann veg að þar ríki meiri jöfnuður og meiri ábyrgð samfélagsins á þeim sem höllum fæti standa. Til eru þeir sem telja að þessum markmið- um verði því aðeins náð að svokall- aðir félagshyggjuflokkar samein- ist. Satt er það að vísu að ég hefi oft óskað þess að til væri á ís- landi flokkur á vinstri væng sem væri raunveruleg ógnun við veldi Sjálfstæðisflokksins. En hvernig sem draumar um sameiningu eða samstöðu kunna að rætast er það ljóst að Alþýðu- bandalagið er í dag sá stjórnmála- flokkur sem berst af mestum heil- indum fyrir hagsmunum þeirra sem standa höllum fæti í þjóðfé- laginu. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalags. ■ f Öllum þeim, sem með veisluhöldum, skeitum, heimsóknum, símtölum, blómum og öðrum gjöfum, sýndu mér vináttu á hundrað ára afmæli mínu 18. september sl. þakka ég með hrærðum hug. fl frM Með góðum kveðjum til ykkar allra og ósk um blessun í lífí og starfí. Þórður í Haga. Halló Reykhyltingar! Þeir sem hittust 14. okt. ‘95 hittast aftur föstu- daginn 4. okt. í Ölveri. Allir velkomnir. Launamisrétti Sigríður Jóhannesdóttir Einmitt það sem miq vantaði ! h verju ^ ÁíewÍett f^cicLarcl er meót Leyfjti jjrentcirl í liei eimi Verð: 21 Sterkustu rökin fyrir aó kaupa HP DeskJet 820 Cxi prentara færðu þegar þú beró hann saman við aóra prentara. Prentaðu í lit eóa svart/hvítu á venjulegt Ljósritunarblaó meó HP 820 Cxi prentaranum - þú veist um leið að hann er rétti prentarinn! Prófaðu síðan að prenta sama skjalið á sambærilegan pappír meó öórum prentara. Þegar þú beró saman gæói, prenthraða og rekstrarkostnaó verður þér Ljóst að HP 820 Cxi prentarinn á í reynd engan keppinaut. Gerðu kröfur -HP DeskJet 820 Cxi uppfyllir þær! Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili ~ HEWLETT PACKARD 38.000 kr. m.vsk HP DeskJet 820 Cxi Tæknilegar upplýsingar: Prenthraði: alit að 6,5 blaðsíður á mín. í sv/hv, atlt að 4 blaðsíður á mín. i tit. Prentar undir Microsoft Windows (95, 3.1). 600x600 dpi í sv/hv. 600x300 dpi i tit. C-REt tækni og Cotor Smart sem hámarkar litagæðin. ® Tæknival ^ Tæknival ... ———— Hafnarfíröi HP býður glæsilegt úrval af bleksprautuprenturum allt frá 20.000 kr. Skeifunni 17 • Sími 550-4000 • Fax 550-40001 Netfang: mottaka@taeknival.is Reykjavíkurvegi 64 • Sími 550-4020 • Fax 550-4021 Netfang: fjordur@taeknival.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.