Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + SkaftI Bene- diktsson fædd- ist á Bjarnanesi í Nesjum 17. október 1911. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði hinn 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stafafellskirkju í Lóni 17. septem- ber. Þegar æviárum fjölgar verður það hlutskipti okkar, sem fáum þeim úthlutað, að kveðja vini og vanda- menn, sem á undan eru kallaðir yfir landamæri lífs og dauða. Þetta er lögmál sem allir verða að hlíta og örugg vissa. Á slíkum kveðju- stundum verður manni ljóst, hvað það er mikils virði að hafa fengið að kynnast góðu fólki og blanda við það geði. Frá Stafafellskirkju í Lóni var 17. september sl. gerð útför Skafta Benediktssonar, fyrr- um bónda Hraunkoti í Lóni. Um hann hafa þegar verið skrifaðar verðugar minningargreinar, þar sem ekkert er ofsagt. Hér verður leitast við að flytja fá- ein þakkarorð. Um miðja öldina fluttist ég úr foreldra- húsum að Hvalnesi í Lóni. Þar bauðst okkur, nýgiftum hjónum, að hefja búskap. Ég hafði verið svo lánsöm, að alast upp í umhverfi þar sem hjálpsemi og góðvild var ríkjandi og ekki leitt hugann mikið að öðruvísj mannlífi. í þessum efnum þurfti heldur ekki að kvíða, nýir sveitungar tóku okkur með vinsemd og margar hjálparhendur tilbúnar ef á þurfti að halda. Þar fylgdi Skafti í Hraun- koti þeim fremstu, að vísu um fjöl- skyldutengsl að ræða, þar sem Skafti var hálfbróðir mannsins míns. Slíkt þurfti þó ekki að vera til staðar þar sem Skafti var ann- ars vegar. Hann var ævinlega tilbú- inn, hvort sem skyldir eða vanda- lausir áttu í hlut, að koma til aðstoð- ar þegar þörf var á. Hann hafði hlotið í vöggugjöf margar góðar gjafir, allt lék í höndum hans og dugnaðinn skorti ekki til að nota meðfædda hæfileika, ásamt þeirri velvild sem til þurfti. Margt hand- takið átti hann hjá sveitungunum við byggingar og aðrar fram- kvæmdir. Fyrir það allt skal þakkað og ekki síður fýrir þá gleði og skemmtilegheit, sem ævinlega fylgdu honum. En fyrst og fremst var Skafti mikill heimilismaður. Þau hjónin, Skafti og Sigurlaug, náðu því að gera Hraunkot að glæsilegu mynd- arbýli, sem sómi var að fyrir fá- menna sveit. Þar naut sín myndar- skapur og dugnaður Skafta við að byggja upp og bæta og garðurinn hennar Sigurlaugar var einn af þeim fyrstu hér í sýslu, sem stóð undir nafni sem glæsilegur skrúð- garður. Sigurlaug er menntuð og fær tungumálamanneskja og las sér til í þeim efnum í erlendum ritum. Skafti studdi hana í öllu því starfi. Einnig nutu þau alla tíð aðstoðar Guðlaugar, systur Skafta, sem var á heimilinu og vildi því vel. Hún naut líka umönnunar og umhyggju Sigurlaugar eftir að heilsa hennar bilaði, eða þar til hún varð að fara á hjúkrunarheimili vegna veikind- anna. Á heimili þeirra dvaldist einn- ig síðustu mánuði ævinnar móðir Skafta, Kristín á Hlíð, sem andað- ist í Hraunkoti. Sigurlaug er lærð hjúkrunarkona og annaðist þessar konur af frábærri alúð og göfug- lyndi. Þá var Skafti líka alltaf tilbú- inn að rétta hjálparhönd. Hálfu öðru ári áður en Kristín kom í Hraunkot fluttist þangað Rannveig Sigurðardóttir frá Hlíð, en hún hafði frá árinu 1907 verið þar til heimilis og unnið þar af trúmennsku hjá Kristínu alla tíð. Árin hennar í Hraunkoti urðu 13 og þar andaðist hún háöldruð. Allan þennan tíma naut hún umhyggju og elskusemi Hraunkotsfólks, svo á betra varð ekki kosið. Þar lét Skafti sitt ekki eftir liggja. Eins og fram hefur komið í minn- ingargreinum, var Skafti einstak- lega barngóður og nutu þess öll þau börn sem dvöldu í Hraunkoti. Ég orðaði það, að Skafti myndi hafa fengið marga góða kosti í vöggug- jöf og það er víst. En móðir hans, Kristín á Hlíð, var mikilhæf kona, ein af þeim sem átti allan vettvang sinn á stóru heimili, vildi allra vanda leysa og tók upp á sína arma ýmsa sem áttu fárra kosta völ. Öll verk hennar voru unnin af myndarskap, vandvirkni og fórnfýsi. Frá henni finnst mér að Skafti muni hafa fengið allt sem til blessunar mátti verða. Eitt er víst, að þegar menn eins og hann kveðja, er sveitin fá- tækari. Sannarlega þurfa bændur að hafa menn eins og hann í sínum röðum, menn góðvildar og hjálp- semi. Sveit sinni vildi hann allt það besta, studdi með ráðum og dáð þá sem þar gengu fremstir til góðra verka. Glaður var hann þegar gamla fundarhúsið reis úr rústum og prýð- ir nú sinn reit. Það er ósk mín til Lónssveitar, að hún eignist áfram slíka menn, þá mun vel fara. Ég veit að Skafta fylgir þakk- læti og hlýjar kveðjur út yfir landa- mærin frá fjölmörgum vinum og vandamönnum. Að kynnast slíkum mönnum sem honum gefur' manni trú á tilveruna og að lífið sé þess virði að því sé lifað. í Hraunkoti er enn haldið áfram að rækta og fegra, en með Friðrik, uppeldissyni Sigurlaugar og Skafta, kom á heimilið faðir hans, Friðrik Jóns- son. Hann hefur gróðursett og plantað trjám í Hraunkotslandi, til mikillar prýði. Allt hefur þetta fólk átt sinn þátt í því að gera staðinn betri og fegurri. Gestrisni og höfð- ingslund hefur fylgt Hraunkots- fólki og hef ég og mitt fólk mikið að þakka í þeim efnum. Ég er þess fullviss, að á strönd- inni „fyrir handan hafið“ hefur verið tekið fagnandi á móti Skafta Benediktssyni. Þar sem réttlætið ríkir og öllu er til skila haldið mun hann fá ríkuleg laun fyrir allt sem hann vann til góðs fyrir þá sem fengu að kynnast honum. Sigur- laugu sendum við hjónin blessunar- óskir og alúðarþakkir fyrir allt gott, okkar fólki til handa. Frirra og Friðrik eru færðar óskir um allt gott og þakkir fyrir okkur. Megi blessun og farsæld fylgja Hraunkoti og öllum þar, um ókom- in ár. Blessuð veri minning Skafta Benediktssonar. Valgerður Sigurðardóttir, Höfn. SKAFTI BENEDIKTSSON ELÍN GUÐBRANDSDÓTTIR * * MAGNUSINA AÐAL- HEIÐUR BJARN- LEIFSDÓTTIR + Elín Guðbrandsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1. ágúst 1914. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 16. september síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 20. september. Að kveðja getur oft verið erfítt, sérstaklega þegar það er í hinsta sinn. Hinn 16. sept. síðastliðinn reikaði hugur minn óvenju mikið heim til íslands. Það var svo um kl. 18 að Chicago-tíma að foreldrar mínir hringdu með þær sorglegu fréttir að hún Elín hefði andast þá um nóttina. Enn og aftur er ég langt að heiman þegar ástvinur kveður þennan heim. Ég á erfítt með að trúa þessu. Hún Elín mín var ekki það lasin, þegar ég kvaddi hana á Islandi fyrir u.þ.b. tveimur mánuð- um. En það er nú eitt sinn þannig að Guð tekur okkur þegar okkar tími er kominn, og nú var Elínar tími kominn. Um leið og ég kveð Elínu í hinsta sinn vil ég nota tækifærið og minn- ast hennar í stuttu máli. Enda þótt Guðmundur föðurbróð- ir minn og Guðný miðdóttir Elínar tengdu fjölskyldu okkar, kynntist ég Elínu ekki fyrr en í janúar 1990, er ég leigði hjá henni herbergi. Næstu tvö árin og átta mánuði gerði Elín heimili sitt í Álfheimunum að mínu heimili líka. Við tengdumst fljótlega traustum vinaböndum sem entust allt til hins síðasta. Ég minnist Elínar sem hæglátr- ar, ljúfrar og traustrar konu, um leið lífsglaðrar og lífsreyndrar. Við sátum oft og spjölluðum um heima og geima. Elín hafði ferðast víða og hafði margar skemmtilegar sög- ur að segja, svo það_var oft glatt á hjalla hjá okkur í Álfheimunum. Já, hver hefði trúað því að ég, rúm- lega tvítug og Elín á áttræðisaldri hefðum getað spjallað og hlegið saman eins og það væri ekki nokk- ur aldursmunur á okkur. Að öllum öðrum ólöstuðum bak- aði Elín heimsins bestu kleinur. Hún dekraði einnig við mig eins mikið og hún komst upp með. Þegar ég var ekki að vinna á kvöldin átti hún það til að banka á dyrnar hjá mér og sagðist hafa svo mikinn mat að hún byði mér í kvöldmat. Það var ekki nokkur leið að segja nei, sér- staklega ekki eftir að matarilmur- inn var kominn um allt herbergið mitt. Ég sagði henni að hún dekr- aði mig of mikið. En þegar ég sá hversu mikið hún naut þess, var ég glöð að geta orðið henni að liði. Ég fékk sem betur fer að gjalda henni greiðann. Sjón hennar var farið að hraka mikið, og fór ég því stundum með henni eða þá fyrir hana út í búð. Svo eftir að ég eign- aðist bíl var mér mikil ánægja að því að Elín fékk að njóta þess. Hún kunni vel að meta hjálpsemi og greiðvikni. Ég var stolt af því að hafa Elínu viðstadda útskrift mína úr Fóstru- skólanum, en ég leigði einmitt hjá henni á meðan ég var í því námi. Ég flutti svo aftur til hennar í jan- úar síðastliðnum. En í þetta sinn svo hún gæti verið heima. Sjónin var orðin mjög léleg. Elín dáði heim- ili sitt í Álfheimunum og átti þá ósk heitasta að geta dvalið þar eins lengi og kostur væri. Mín var ánægjan að geta orðið þar að liði. Svo þegar að því kom að flytja í maí síðastliðnum, átti hún dálítið erfitt með að sætta sig við það: Og þegar ég heimsótti hana vant- aði ákveðinn lífsneista. Elín var þó skynsöm kona og reyndi að sann- færa sjálfa sig, og sættast við orð- inn hlut. Elsku Elín mín, ég vil þakka þér fyrir allt og allt, sérstaklega hlýju, vináttu og ljúfar samverustundir. Megir þú fara í Guðs friði. Ættingjum, vinum og öðrum að- standendum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi Guð veita ykkur styrk. Kær kveðja, Elísabet Signrðardóttir, yngri, Bandaríkjunum. Skilafrest- ur minn- ingar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Magnúsína Aðalheiður Bjarnleifsdóttir fæddist í Reylqavík 10. júní 1908. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 23. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 30. september. Magnúsína Aðalheiður Bjam- leifsdóttir, „hún amma“, var ekki skyld fjölskyldunni í Efstasundi en engu að síður varð hún „amma“ einn daginn þegar ijórar litlar stelp- ur misstu ömmu sína í bílslysi. Þá sagði Jara mamma þeirra: „Hættið þið þessu væli, hún Magga er hér, hún verður amma ykkar.“ Og viti menn, hún varð amma fyrir þessar stelpur sem voru Guðrún, Éyrún, Bergrún og Amrún, dætur Tona og Jöm. Elsku amma, í dag em lið- in mörg ár, síðan þú eignaðist okk- ur sem bamaböm en þú eignaðist ekki aðeins okkur, því að þegar tímar liðu þá eignaðist þú níu barna- bamaböm sem þú hefur ávallt rækt- að sem þín langömmuböm. Mér er minnisstætt þegar þú í janúar 1971 varst á leið með Dettifossi í siglingu eins og pabbi en þið vomð bæði að vinna á því skipi. Þú vissir að mig langaði til að vera sjálfstæð og búa sér með minni litlu fjölskyldu en dóttir okkar Guðna, Jara yngri, er fædd 25. nóvember 1971. Hvað gerðist? Þú hringdir í mig og sagð- ir: „Elsku Gulla mín, vilt þú ekki passa íbúðina mína fyrir mig- á meðan ég fer í þessa löngu sigl- ingu?“ Þarna var þér rétt lýst. Annað minningarbrot kemur upp í hugann. Sonur okkar Nonni (fædd- ur 1976), sem þá var þriggja ára, fór með mér í heimsókn í Ljósheim- ana. Hann átti aðra langömmu sem ávallt var í peysufötum og með lang- ar fléttur. Við hringdum bjöllunni hjá þér og til dyra kom eldhress amma nýkomin frá Lóló í Noregi. Þú varst að spila fjöruga tónlist af segulbandi og auðvitað að dansa eins og þér fannst skemmtilegast. Þessi heimsókn var löng og skemmt- um við okkur öll mjög vel. Þegar við komum út og vorum að taka lyftuna niður þá spyr sá þriggja ára: „Mamma, ertu alveg viss um að hún sé langamma? Er hún ekki bara amma?“ Móðirin spyr til baka: „Af hveiju spyrðu að þessu?“ „Jú, sjáðu til langömmur mála sig ekki, dansa ekki diskó og eru ekki með krullur." En svona varst þú alltaf, eins og skvísa. Nú er hún Jara yngri búin að giftast honum Einari og það gerðist 17. ágúst síðastliðinn. Amma mín, þú treystir þér ekki til að vera með okkur þann dag, en mikið var til þín hugsað. Það er aldrei talað um hana Möggu á okkar heimilum, heldur alltaf um ömmu eða langömmu, því amma, þú hefur alltaf reynst okkur öllum sem slík. Fyrir mér eru Lóló og mamma eins og systur. Veit ég að mamma hefur reynst þér eins og dóttir. Lífíð er stundum skrýtið. Hveijir búa í dag í þinni götu, Ljós- heimunum? Mamma, pabbi, Búdda, Eyrún, Rúnar og Arnar svo að þú sérð að þeirra er vel gætt. Eitt af þínum barnabörnum er farið á und- an þér, það er hún Bergrún okkar. Ég er viss um að hún var „þar“, til að taka á móti þér. Þú og hún eigið eftir að hafa það gott saman. Þegar ég og Sváfnir (sonur Berg- rúnar) komum síðast að heimsækja þig, þá varstu orðin mjög veik, þú þekktir mig ekki, en allt í einu reist þú upp við dogg og sagðir: „Hvað er þetta, er þetta ekki strákurinn minn?“ Þú og Sváfnir urðuð mjög tengd og það er Jöru ömmu að þakka að þau tengsl fengu að dafna, því hún skildi (eins og alltaf) hvað tengsl ykkar voru náin og sá um að þau rofnuðu ekki. Takk mamma. Elsku Lóló. Mikið er ég þakklát fyrir það að þið mamma séuð og hafíð alltaf verið góðar vinkonur. Þú gast tekið þessa stóru fjölskyldu og gert hana að þinni. Elsku amma. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér og loksins færð þú þína hvíld. Takk fyrir að vera amma og langamma okkar. Þínar dótturdætur, og barna- börn. Guðrún, Eyrún, Arnrún, Jarþrúður, Jón, Rúnar, Arn- ar, Ragnheiður, Sváfnir, Anton, Þórður og Svanlaug. t Eiginmaður minn, JÓN ÁSGEIR JÓNSSON, Bolungarvík, andaðist á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur þriðjudaginn 1. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Lína Dalrós Gísladóttir. t Eiginkona mín, SIGURFLJÓÐ ÓLAFSDÓTTIR, frá Vindheimum, Tálknafirði, siðast til heimilis að Svöluhrauni 6, sem lést laugardaginn 21. september, var jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. september. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Magnus Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.