Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Eldvarnir á skemmtistöðum gagnrýni svarað TILEFNI þessarar greinar er nýbirt athugun Brunamálastofnun- ar ríkisins um ástand veitingahúsa í Reykjavík, en niðurstöður hennar fundu sér leið í sjónvarpsfréttir í' vikunni sem leið. í niðurstöðum þessarar athugunar hallar mjög á Eldvamaeftirlit Reykjavíkurborgar og get ég ekki látið undir höfuð ^reggjast að svara nokkru þar um. Þótt ég telji niðurstöður stofnunar- innar af þessari athugun gefa ranga mynd af raunverulegu ástandi, ætla ég ekki að fara í hártoganir um réttmæti einstakra þátta hennar. Ég get hinsvegar ekki stillt mig um að nota tækifær- ið til þess að benda á veigamikla ástæðu ástæðu þess, að víða er pottur brotinn í brunamálum hér á landi. Hún felst að mínu mati í gildandi reglugerð um brunavarnir og brunamál, sem kom út árið 1978. Hún er þýðing á kafla úr dönsku byggingareglugerðinni frá 1972, þannig að í raun búum við að reglugerð sem að hugsun og inntaki er orðin hátt í 30 ára göm- ul. Ég vil reyna að skýra stuttlega tvö meginvandamá! sem þessi reglugerð skapar, en annað þeirra snertir óneitanlega meint ástand veitingahúsa í Reykjavík. Annar megingalli þessarar reglugerðar felst í aldri hennar, en hún er um margt illilega úrelt og gloppótt. í henni er hvorki að finna kafla um sjúkrahús eða heilsu- gæslustofnanir, né iðnaðar- og at- _ vinnuhúsnæði nema á einni hæð. íð auki er þetta hefðbundin for- skriftareglugerð, sem setur fastar reglur um t.d. stærðir brunahólfa og lengd rýmingarleiða, svo eitt- hvað sé nefnt. Á þeim árum, þegar þessi reglugerð varð til, hefur þetta tæpast verið til trafala. Forskrift- irnar settu margar skýrar reglur um hluti sem erfitt hafði verið að koma böndum á fram að því. Auk þess voru iðnaðarbyggingar al- mennt minni en nú tíðkast, og ein- faldari að gerð. Þess má geta að árið 1972 voru Skeifuhúsin í Reykjavík með stærstu atvinnu- byggingum í Reykjavík, um 3.500 fermetrar og þóttu stór. Nú er fjöldi — hygginga hinsvegar kominn í 5-10 þúsund fermetra flokkinn, og í nútíma samkeppni verða slíkar byggingar að taka mið af lipru og afkastamiklu framleiðsluferli. Þá er ekki síður veigamikil sú breyting sem orðið hefur í bygging- arlist á þeim árum sem liðin eru frá tilurð reglugerðarinnar. Sú breyting helst að mörgu leyti í hendur við breyttar þarfir og starfshætti, og eru skólarnir kannski besta dæmið um þetta. Það ætti að þykja eðli- legt að reglugerðir séu hönnuðum nothæf stoð í sinni vinnu, en verði þeim ekki að fótakefli eins og nýlega við hönnun Engjaskóla í Reykjavík. Því er það sjálfsögð krafa allra sem þessi mál varða, að reglugerðin verði aðlöguð þeim raun- veruleika sem við nú búum við. Hinn megingalli reglugerðarinnar felst fremur í hugsuninni sem býr að Bjarni Kjartansson Þessu hefur allnokkuð verið beitt við hönnun stærri bygginga sem reglugerðin nær illa yfir, en ekki um þær minni. Því veldur hærri hönnunarkostn- aður, auk þess sem reglugerðinni ber jú að hlíta svo langt sem ákvæði hennar ná. En hvað er til ráða með minni byggingar og fyrirtæki, þegar kröf- ur nútímans standa andspænis úreltri hugsun og ákvæðum reglugerðarinnar? Hjá Eldvarnaeftirliti Á veitingahúsum og skemmtistöðum, segir Bjarni Kjartansson, er það grundvallarmark- mið eldvarna að tryggja öryggi fólks. baki en í ákvæðum hennar og upp- byggingu. Með forskriftum er veru- lega dregið úr möguleikum bygg- ingaraðila til að setja sjálfstætt markmið um öryggi einstakrar byggingar. Þetta er bagalegt að þrennu leyti. í fyrsta lagi letur þetta hönnuði til frumkvæðis og skapandi lausna á eldvarnaþáttum bygginga, en það er alltof algengt að eldvarnir verði hindrandi þáttur í annars góðri hönnun. í öðru lagi letur þetta tryggingafélög til virks aðhalds í eldvarnamálum. Með auknum sveigjanleika reglugerðar gætu þau vart komist hjá því að tengja eigin skilmála um öryggis- mál við tryggingatöku og iðgjalda- taxta. í þriðja lagi getur þetta haft i för með sér að kostnaður við eld- vamir verður óþarflega hár. Það eru ekki ný sannindi að fyrsta krón- an sem fer til úrbóta skilar meiru en sú síðasta, og það verður ein- faldlega að halda kostnaði við eld- varnir í samræmi við þann ávinning sem af honum er. Gott dæmi um vandamál af þessum toga er verk- smiðjubygging á starfssvæði slökkviliðsins, og er burðarvirkið óeldvarin stálgrind. Kostnaður við bygginguna er aðeins lítill hluti þess sem vélbúnaður verksmiðjunn- ar kostar. Ógni eldur stálburðar- virki hússins eru miklu meiri verð- mæti þegar farin forgörðum. Vegna brunaálags á staðnum er ekki um annað að ræða en að leggja í verulegan kostnað við að eldverja stálburðarvirkið, því svo skal það vera samkvæmt reglugerðinni. Sé litið á heildardæmið vaknar óneit- anlega sú spurning hvort ekki sé í mikið lagt fyrir lítinn ávinning. Oft er hægt er að komast fram- hjá þessum ágöllum með því að gera sérstaka brunahönnun sam- hliða meginhönnun byggingar. CLARINS r* -m PARIS- SNYRTIVOR UKYNNING VERÐUR í SKIPHOLTS APÓTEKI FIMMTUDAGINN 3. OKTÓBER KL. 13 - 18 10% KYNNINGARAFSLATTUR SKIPHOLTS APÓTEK Skipholti 50C • 105 Reykjavík • Sími 551 7234 Reykjavíkuborgar er sú stefna ráð- andi að nota heilbrigða skynsemi. Er ég hér kominn að fyrrnefndu tilefni þessarar greinar, ágætum veitingahúsum okkar Reykvíkinga. Á veitingahúsum og skemmti- stöðum er það grundvallarmarkmið eldvarna að tryggja öryggi fólks. Við reglubundið eftirlit með skemmtistöðum eru því rýmingar- leiðir, neyðarlýsing og slökkvibún- aður þau atriði sem Éldvarnaeftir- lit Reykjavíkborgar leggur megin- áherslu á. Skyndiskoðanir eru gerð- ar á nokkurra vikna fresti, og ávallt á starfstíma skemmtistaðanna, þegar mikið er af gestum. Séu ágallar ekki alvarlegir er gefinn viku frestur til úrbóta, nema auð- velt sé að kippa þeim í liðinn strax. Séu hinsvegar alvarlegir ágallar á eldvörnum skemmtistaðar, er ein- faldlega bætt úr þeim strax, að þá að lögreglustjóri er beðinn um að rýma staðinn og loka honum! Ég tel óhætt að fullyrða að megin- markmiði um öryggi fólks sé náð á veitingastöðum á starfssvæði Slökkviliðs Reykjavíkur, sem einnig nær til Mosfellsbæjar, Seltjarnar- ness og Kópavogs. Það er að sjálf- sögðu aldrei hægt að tryggja að nokkur hlutur sé fullkominn, nema með því að yfirvöld sitji eins og illfygli á öxl alls almennings og fylgist með því sem hann gerir. Þykir víst mörgum nóg um nú þeg- ar. Ég lofaði því í upphafi þessarar greinar að fara ekki í hártoganir um réttmæti einstakra þátta í at- hugun Brunamálastofnunar. Ég kemst þó ekki hjá því að víkja lítil- lega að gerð innanhússklæðninga á veitingastöðum, en samkvæmt niðurstöðum Brunamálastofnunar er þeim öðru fremur ábótavant hér í Reykjavík. Að því gefnu að ofan- greindu meginmarkmiði um örugga rýmingu sé náð, ættum við að standa með tóman húskofa. Og nú fer reglugerðin að verða forvitnileg. Nái veitingahús 100 fermetra stærð skulu allar innanhússklæðn- ingar vera í svokölluðum flokki 1, það er óbrennanlegar. En verslun þarf ekki slíkan munað fyrr en hún nær 600 fermetra stærð. Ég ætla að vona að ekki sé of stórt spurt, af hverju tóm verslun sé svona miklu merkilegri en tómt veitinga- hús. Ætti að framfylgja þessu ákvæði skilyrðislaust yrði margt dálítið skrítið í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi til. Við getum ímyndað okkur nokkur af elstu og fallegustu timburhúsum borgarinnar sem nú hýsa veitingastaði. Mokum út úr þeim innréttingum og skrælum all- ar veggja- og loftaklæðningar inn í trégrind. Klæðum svo með gifsi og njótum kvöldstundar í andrúms- lofti liðinna alda. Þetta er aðeins eitt af mýmörgum dæmum, þar sem starfsmenn eldvarnaeftirlits verða að rata meðalveg heilbrigðrar skynsemi gagnvart ákvæðum meingallaðrar reglugerðar. Tel ég heillavænlegast að brunamála- stofnun fari sér hægt að veifa vísi- fingri gagnvart þeim störfum sem unnin eru af heilindum við erfiðar aðstæður. Hollara viðfangsefni væri að skapa eldvarnaeftirliti í landinu viðunandi starfsumhverfi með bættri reglugerð sem svarar tímans kalli. Væri þá skynsamlegt að hlusta á rödd þeirra sem verkin vinna. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Eldvarnaeftirliti iteykja víkurborgar. Á slóöum Feröafélags íslands ÞÓRISDALUR. Bjó Grettir hér? Þórisdalur Ég rumskaði um miðja nótt og rak höfuðið upp úr svefnpokanum. Við mér blasti ein fegursta sýn sem ég hef nokkru sinni augum litið. Almyrkt var, ekki skýhnoðri á lofti og heiðskír stjörnuhimininn' hvolfd- ist yfir mér. Þegar ég renndi augun- um til hliðar sá ég að jörðin var hrímuð umhverfis. Ég virti þetta fyrir mér dágóða stund, en fór svo að sofa aftur og svaf eins og steinn til morguns. Þetta gerðist nú um miðjan ág- úst og svefnstaður minn var í um þúsund metra hæð yfir sjó, á Hellis- höfða, sem er einn af nokkrum fjallatoppum á móbergshrygg sem liggur suður úr Langjökli, og nær á milli Geitlandsjökuls og Þórisjök- uls. Þetta var í ævintýralegri helg- arferð F’erðafélags íslands frá Kaldadal og inn á Þórisdalssvæðið. Ferðin byrjaði reyndar á vatns- sulli því að við óðum Geitá sem rennur þarna samhliða veginum. Kannski höfum við ekki valið auð- veldustu leiðina því að á vaðskónum vorum við um kílómetra langa leið yfir sandeyrar og ótal marga ála árinnar. Síðan lá leiðin inn með Prestahnúki, einkar áferðarfallegu líparítfjalli í jaðri Geitlandsjökuls. Þetta er ævintýraleg helgarferð, segir Ey- steinn Sigxtrðsson, frá Kaldadal og inn á Þóris- dalssvæðið. Þar sunnan undir er nokkuð langur dalur, sem á sumum kortum er reyndar nefndur Þórisdalur. Þar er margt að sjá, skriðjökla, jökulá, tæra bergvatnsá og býsna fjöl- breyttan gróður, að ógleymdu ómældu magni af gijóti af öllum gerðum. Við enda þessa dals kemur svo hryggurinn sem við þurftum að klífa upp á eftir nokkuð þungri skriðu, og þar uppi var svo náttstað- ur okkar. Við höfðum gert ráð fyr- ir að eiga náttból í helli þar uppi, en þegar til átti að taka var hann töluvert hruninn, en veðrið eins og best verður á kosið, svo að við ákváðum að sofa bara úti þarna uppi á toppnum. Ég svaf þar í svefn- poka mínum með hlífðarpoka utan um og átti ágæta nótt þó að hita- stigið færi víst undir frostmark. Um kvöldið gengum við á Þóris- jökul í gullfallegu veðri. Útsýni þaðan var frábært til allra átta og ekki spillti kvöldsólin sem undir lok- in dró skugga okkar um tugi metra á snjóbreiðunni. Austan við hrygg- inn blasti svo við dalur sem ég held endilega að hljóti að vera hinn eini og sanni Þórisdalur. Samkvæmt Grettis sögu bjó þar Þórir nokkur, blendingur, hálfur, maður og hálfur þurs, ásamt dætr- um sínum tveim, og hjá þeim var Grettir um vetrartíma í útlegð sinni. Má vera að þau hafi búið í hellinum efst á Hellishöfða. Dalurinn er í dag gjörsamlega gróðurlaus, ekkert nema gijótskriður og hamrar inn milli jöklanna beggja vegna, og stöðuvatn í botni, myndað af frá- rennsli skriðjökla. í framhaldi af honum til austurs og suðurs er svo annar dalur, breiðari með öðru stöðuvatni. Á miðöldum var því trúað að þarna væri byggð útilegumanna, nefndist dalurinn þá einnig Áradalur og af honum gengu þjóðsögur. Hvort eitthvað er til í þeim skal ég ekki segja en kaldranalegur hefur bú- skapur þeirra hjábarna veraldarinn- ar, sem þar hafa valið sér bústað, hlotið að vera. En náttúrufegurðin þarna inn frá er mikil og glæsileg. Höfundur er íslcnskufræöingur og áhugamaður um útilíf. í í í í i í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.