Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ALDA PÉTURSDÓTTIR + Alda Péturs- dóttir fæddist í Hafnarfirði 28. mars 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru El- ínborg Elísdóttir og Pétur Björnsson í «•» Hafnarfirði. Alda var yngst fimm systra. Systur henn- ar eru: Sesselja, f. 1917, gift Sófusi Bertelsen, Hulda Sigrún, f. 1919, d. 1982, gift Geir Gestssyni, Vigfúsína, f. 1925, d. 1925, og Ásdís, f. 1926, gift Vilhjálmi Sveinssyni. Árið 1950 giftist Alda Her- manni Valsteinssyni frá Akur- eyri og eignuðust þau þijá syni. Þeir eru: 1) Haukur, f. 1949, MIG LANGAR að minnast í fáum orðum vinkonu minnar sem er látin langt um aldur fram. Margs er að •»—-'áiinnast þegar litið er um öxl. Það var árið 1975 sem ég kynntist Öldu fyrst. Ég var að byija að vinna hjá BÚH í Hafnarfirði og var sett við sama borð og þær systurnar Alda og Setta. Þarna kynntist ég alveg einstakri konu. Konu sem lét sér annt um aðra. Það var sama hvort það var ég eða kakkarnir mínir, alltaf var hún reiðubúin að rétt fram hjálparhönd ef með þurfti. Alda var alltaf kát. Hún var há- vær og ég er hávær, tvær góðar •^piinan. Við gátum hlegið okkur 'máttlausar út af hveiju sem var. Alltaf vorum við eitthvað að bralla saman. Þær voru ófaár utanlands- ferðirnar okkar saman. Sú ferð sem stendur upp úr er ferðin til Mall- orca árið 1976. Mikil gleði og hlát- ur ríkti allan tímann. Það var í þessari ferð sem Alda fékk alnöfnu sína, Öldu Pétursdóttur. Þá var nú aldeilis slegið upp veislu. Ekki má gleyma fimmtudagskvöldunum góðu. Þá fórum við nokkrar saman úr vinnunni út að borða og síðan á tískusýningu á Skálafelli. Eigin- mennirnir voru farnar að gera grín að þessum tíðu ferðum okkar á þennan skemmtilega stað. Eða ferð- -»-viynar með Verkakvennafélaginu, þær voru ófáar og alltaf jafn skemmtilegar. Svona gæti ég haldið áfram. Elsku Hemmi, Reynir, Pétur, Haukur og fjölskylda. Ég og mín fjölskylda vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Mig langar að enda þetta með eftirfarandi orðum, en svona sá ég Öldu fyrir mér: giftist Margréti Fredriksen, þeirra synir eru Martin, f. 3. desember 1968, og Hermann, f. 24. janúar 1972. Her- mann á son, Martin, f. 16.9. 1994. Hauk- ur og Margrét slitu samvistum. Sambýl- iskona _ Hauks er Olöf Ásgeirsdóttir, hennar börn eru Hulda Sigmarsdótt- ir og Björn Sigmars- son. 2) Pétur Ágúst, f. 1955, er giftur Herdísi Brynjólfsdóttur, þeirra börn eru Alda, f. 18. september 1976, og Ægir, f. 29. júní 1979. 3) Reynir, f. 26. september 1959, ókvæntui; og barnlaus. Útför Öldu fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til Ijóss- ins. Verið glöð og þakklát fýrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir líf- inu.“ (Höf. ók.) Sæunn Sigursveinsdóttir. Elsku systir mín og vinkona. Þetta gerðist allt svo fljótt. Við Villi vorum nýkomin heim frá ísafirði þegar Reynir hringir til okkar og segir að þú hafir fengið heilablæðingu og sért á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það var ekki nema vika síðan við vorum hér öll fjöl- skyldan saman komin ásamt þér í 70 ára afmæli mínu. Ég þakka fyr- ir þessa síðustu stund sem við áttum saman. Alltaf varstu hrókur alls fagnaðar og margs er að minnast. Það hefur alla tíð verið mjög kært á milli okkar og þú hefur vakað og sofið yfir mér í mínum veikindum og reynst mér alltaf svo vel. Mikill samgangur var á milli okkar. Við vorum fjórar systurnar sem bjugg- um hér í Hafnarfirði og oft var kátt í afmælis- og jólaboðunum. Ég mun ævinlega geyma minn- ingu þína í hjarta mínu og huga og með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, elsku Alda mín. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég öllum aðstandendum. Ásta systir. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku, í þapar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfmn dag. 0, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfír dauðans ró, hvort er ég heldur hann; sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr) Mér er sagt að amma mín sé dáin. Hvernig sem ég hugsa um það þá er ég alltaf sannfærð um að næst þegar ég kem í bæinn verð- ur hún úti í glugga að bíða eftir okkur eins og hún var svo vön að gera. Ég get ómögulega skilið að ég eigi ekki eftir að hitta hana aftur. Ég man alltaf eftir því þegar hún sat með mig og var að segja mér sögur af mér þegar ég var lítil. Ég gat til dæmis hlustað á hana aftur og aftur þegar hún sagði mér frá því þegar ég fæddist. Þá voru þau stödd úti á Spáni og skáluðu fyrir mér þar. Við erum bara fjögur barnabörnin og ég er fyrsta og eina stelpan hennar, enda er ég svo heppin að bera nafnið hennar. Hún amma mín var búin að vera bakveik næstum alla sína ævi, en nýlega fór hún í uppskurð út af því og var hún á mjög hröðum bata- vegi. Sunnudaginn 22. september fóru þau, amma og afi, í heimsókn til Matta litla, eina barnabarna- barnsins sem þau eiga, og þá leið henni mjög vel og var öll hin hress- asta. En seinni partinn daginn eftir, þegar hún var að tala í símann við son sinn, pabba minn, gerðist það, svo óvænt og öllum algjörlega að óvörum. Hún fékk heilablóðfall. Ég áttaði mig ekki á því hvað væri að gerast, amma gat ekki dáið, ekki amma mín. Hvernig sem ég hugs- aði um það þá trúði ég þessu ekki, þetta hlaut að vera einhver mis- skilningur. Það var ekki fyrr en ég sá hana á spítalanum sem áfallið kom. Að sjá hana liggja þarna svo fallega með allar þessar slöngur og öll þessi tæki í kringum sig. Ég fékk áfall. Var þetta virkilega að gerast? Gat amma mín dáið? Þó að ég hafi vitað eftir þetta að hún kæmi ekki aftur trúði ég þessu samt ekki, ég hélt í einhveija von, von um að næst þegar ég kæmi í bæinn þá væri hún amma mín úti í glugga að bíða eftir okkur. Annað áfallið kom þegar mér var sagt að hún væri dáin. Dáin, hún amma mín var dáin og það var ekkert sem ég gat gert, ekkert. Það erfiðasta sem ég hef gert var að kveðja hana, það var eins og ég gæti haldið henni hjá mér, á lífi, ef ég kveddi hana ekki. Þetta gerðist allt svo hratt að mér fannst ég hafa misst af ein- hveiju. En hún fór og núna er hún hjá Guði þar sem henni líður vel. Samt mun hún aldrei fara frá okk- ur, svo Iengi sem við munum eftir HREIÐAR JÓNSSON + Hreiðar Jónsson fæddist í Bollakoti í Fljótshlíð 19. jan- úar 1918. Hann lést á Selfossi 14. september og fór útför hans fram frá Hlíðarendakirkju 21. september. KOMUM aðeins inn í garðinn, sagði Hreiðar. Tíu ára snáði bar óttablandna virðingu fyrir garðinum hennar Höllu í Árkvörn en fylgdi — og alla leið að rifsbeijarunnun- um sem sólskríkjurnar voru svo iðn- ar við að tína berin af. í þessari rifsbeijaveislu upplýstist að aldurs- munur veislugestanna var meiri en tuttugu ár. Dagar og vikur sam- kynnanna urðu að mánuðum og sumrum og stundum að fáeinum vetrardögum. Hreiðar var löngu ■njtórðin meginstoð þess búskapar sem » þau Páll og Halla ráku í Árkvörn. Hann var líka ótrúlega næmur, glettinn og skilningsríkur á hug okkar, barnanna, og umgekkst okk- ur með umhyggju og virðingu — og það var eins og hann ætti sjálfur yngri börnin sem skoppuðu til hans frá Eyvindarmúla. Þegar þessi fyrrum snáði lítur til baka rís minningin um Hreiðar upp úr eins og um kært foreldri á tíma- bili þegar það skipti verulegu máli. Minningar þyrpast að. Dagleg sam- skipti og einstakir viðburðir. Að morgni í heiðinni þegar kýrnar ekki finnast birtist Hreiðar — það virðast vera för innyfír Múlann. Tólf ára er hann ríðandi í för inn á Þórs- mörk með Hreiðari. Nú finnur þú fyrir okkur vöðin inn yfir vötnin, þið strákarnir nýbúnir að fara þau, — og hélt þó auðvitað öllu í öruggri hendi. Sautján árum seinna (í sept- ember 1969) eru þeir fyrstir til að aka frá Jökulheimum, norður með Vatnajökli til Nýjadals, ásamt þrem- ur öðrum. Alltaf sami öðlingur og sami hlýleiksmaður í samskiptum við nærstatt æskufólk. Svo kom hún Guðrún Sæmunds- dóttir inn í líf hans og þá kvað þar við nýja tón — nú var hann aldrei einn, og það_ var indælt að heim- sækja þau í Árkvörn og að Smára- túni 8 á Selfossi þar sem þau hafa búið síðustu árin. Það var nú síðsumars að Hreiðar fékk áfall sem varð honum að ald- urtila eftir skamma sjúkralegu en fram til þess var hann eins og allt- af, íhugull, traustur og ákveðinn og mikill atgervismaður til allra átaka. Snáðinn er löngu úr grasi vaxinn en honum er að leiðarlokum efst í huga hversu lánið lék við hann að fá að vera samtímis Hreiðari á þess- ari lífsins vegferð. Öllum vinum Hreiðars sendum við okkar innilegu samúðarkveðjur og alveg sérstak- lega þér, Guðrún Sæmundsdóttir. Gísli Olafur Pétursson og Ragna Freyja Karlsdóttir. henni mun hún alltaf vera til í huga okkar og þannig getum við tekið hana með okkur hvert sem er og alltaf haft hana hjá okkur. Amma fæddi þijá syni í sínu lífi og mun vonandi gefa þremur öðrum aðilum líf með líffærunum sem hún gaf að sér látinni. Elsku amma, við söknum þín mikið, það verður skrítið að lifa án þín en við vonum að þú hafir það gott þar sem þú ert og að Guð geymi þig og blessi. Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann legg- ur hönd sína á einhvern sem vér unnum. (Madame de Staél) Einlæg kveðja frá sonardóttur. Alda Pétursdóttir. Elsku amma mín. Að vita til þess að þú ert ekki lengur meðal okkar er virkilega sárt og erfitt að sætta sig við. All- ar þær minningar frá því ég var krakki um heimsóknirnar til þín og afa eru allar svo hlýjar og góðar. Þú varst alltaf svo góð við mann og ef beðið var um eitthvað var alltaf sama svarið: „Já, elskan mín.“ Þú gekkst mikið upp í því að gleðja aðra, þú áttir líka svo gott með að tala við fólk, því þú varst alltaf svo lífsglöð. Bros þitt og skemmtilegur hlátur þinn má segja að hafi einkennt þig, elsku amma mín. Ég reyni að hugga mig við allar þær góðu stundir sem ég átti með þér og að þú fékkst að sjá þitt fyrsta langömmubarn, hann Martin litla. Hvað þú ljómaðir í hvert skipti sem þú sást hann og ég mun alltaf tala um langömmu í Hafnarfirði við hann því hann mun aldrei gleyma þér. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig núna, elsku amma mín, því söknuður minn er svo mikill að orð fá því ekki lýst. Þú munt alltaf eiga stórt pláss í hjarta mínu. Elsku afi minn, þú hefur verið eins og klettur á þessum erfiðu tím- um og ég bið góðan Guð að gefa þér og Reyni, pabba og Pétri styrk í sorginni. Ég veit að amma er og mun alltaf fylgjast með okkur. Takk fyrir allt, amma mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hermann Hauksson. Ég vil minnast ömmu minnar í örfáum orðum. Ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig, allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Það er skrýtið að hafa þig ekki lengur hérna með mér en samt í trú minni verðum við alltaf saman, amma mín. Guð geymi þig og blessi. Guð gefi afa og Reyni, pabba og Pétri styrk á þessum erfiðu tímum. Martin Hauksson. Nú hefur hún Alda mín kvatt þennan heim. Mig langar að minn- ast hennar í kveðjuskyni. Við kynntumst þegar ég var að- eins 16 ára og var hún tengdamóð- ir mín í tæp 22 ár. Við áttum sam- an margar góðar stundir og reynd- ist hún mér vel þegar eitthvað bját- aði á. Þó að leiðir hafi skilið fyrir átta árum var hugur minn oft hjá henni. Hún var glaðlynd og hress kona sem stóð með sínum. Drengjunum mín- um reyndist hún góð amma og hafa þeir misst mikið. Hennar verður sárt saknað. Elsku Hermann minn, megi góð- ur guð styrkja þig og þína. Tímarnir breytast, tryggir vinir skilja, talað meir’ í þögn, en mæltum orðum. Allt það er við áttum saman forðum, aldrei um framtíð gleymska nái að hylja. (Ármann Kr. Ein.) Margrét A. Frederiksen. Þegar ég kynntist Öldu Péturs- dóttur kom hún mér fýrir sjónir sem ákveðin og snaggaraleg kona sem „gustaði" af hvar sem hún fór. Alda var heilsteypt kona sem hafði mót- andi áhrif á heimili sitt og annað umhverfi. Hún hafði ákveðnar skoð- anir á flestum málum og í verka- lýðsmálum var hún vel að sér enda búin að sitja margan fundinn og þingið. Hin síðari ár gat hún lítið sinnt þessu áhugamáli sínu vegna þrálátra veikinda í baki. Það vakti ánægju allra að sjá hversu miklar framfarir mátti sjá eftir vel heppn- aða skurðaðgerð, og þá ekki síst vinkvenna hennar úr verkalýðsbar- áttunni. Hún var öll að ná sér og hlakkaði til að takast á við hin ýmsu verkefni. Alda var komin í samband við vinkonurnar aftur og lífið blasti við. Hinn 15. september átti Ásta systir hennar stórt afmæli. Þar var samankominn mikill hluti fjölskyld- unnar sem henni var svo annt um að hittist og ræktaði samband sín á milli. Þar var hún í fullu „starfi“ við að útskýra hver var hvað og hver tilheyrði hveijum. Þetta síð- degi var henni og öðrum sem þar voru dýrmæt stund, svona eftir á að hyggja, því engum gat komið til hugar að þetta væri í síðasta sinn sem hún væri með okkur öllum saman. Það var kannski tilviljun að síð- asta ævikvöldinu eyddi hún í afmæl- isveislu hjá litla „skottinu“ sínu, eins og hún kallaði gjarnan litla barnabarnabamið sitt sem hún hafði svo gaman af og var svo stolt af. Það er sárt til þess að hugsa að hann Martin litli skuli ekki eiga þess kost að kynnast betur þessari hressu og kátu langömmu sinni. Elsku Hermann, missir þinn er mikill og ykkar feðga allra, megi góður guð styrkja ykkur og okkur öll í þessari miklu sorg. Við trúum því og treystum að faðir ljóssins gæti hennar fyrir okkur. Mig langar til að þakka tengda- móður minni fyrir það sem hún hefur verið í kynningu okkar með þessu Ijóði Matthíasar: Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekki um þig, ó móðir góð? - Upp þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís, hjá góðri og göfugri móður? (M. Joch.) Ólöf Ásgeirsdóttir. Með nokkrum orðum langar okk- ur að kveðja og minnast nágranna okkar, Öldu Pétursdóttur, sem er látin. Fyrir u.þ.b. fimm árum fluttust sex fjölskyldur í stigaganginn á Álfholti 2c. Mynduðust fljótlega sterk tengsl og vináttubönd milli íbúanna og höfum við átt margar ánægjulegar samverustundir. Við andlát Öldu hefur því verið höggv- ið stórt skarð í litla samfélagið okkar. Okkur finnst það undarleg tilhugsun að næst þegar við hitt- umst öll saman munu þeir feðgar Hermann og Reynir vera án Öldu sinnar. Missir þeirra er mikill, þeir horfa nú á eftir eiginkonu og móð- ur sem bjó þeim einkar fallegt heimili. Snyrtimennska, dugnaður og ákveðni var einkennandi fyrir Öldu. Hún barðist fyrir rétti annarra en var lítillát fyrir sjálfa sig. Hún var ávallt hress þrátt fyrir mótlæti en hafði átt við langvarandi bakveiki að stríða sem sá fyrir endann á þegar kallið kom. Elsku Hermann, synir, tengda- dætur, barnabörn og aðrir aðstand- endur, guð gefi ykkur styrk í sorg- inni. Megi minning Öldu lifa í hjört- um okkar. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fjölskyldurnar Álfholti 2c.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.