Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Utanríkisþjónustan Kostnaður flutninga 147 millj. frá 1991 KOSTNAÐUR af flutningi sendi- herra og annarra starfsmanna ut- anríkisþjónustunnar til og frá landinu og milli sendiskrifstofa erlendis á árunum 1991-1995 nam 131,7 millj- ónum króna, og 16,1 millj. kr. það sem af er þessu ári. Þessar upplýs- ingar koma fram i svari utanríkisráð- herra við fyrirspum Svavars Gests- sonar um hvaða reglur gildi um flutn- ing starfsmanna utanríkisþjón- ustunnar og hvaða kostnað ríkið hafí þurft að bera af flutningum þeirra milli landa á undanfömum árum. í skriflegu svari utanríkisráðherra kemur ennfremur fram að starfs- menn utanríkisþjónustunnar geti ekki vænzt þess að dvelja lengur en í átta ár samfleytt erlendis. „Verður að telja eðlilegt að þeir endumýi þá starfsreynslu sína í ráðuneytinu með dvöl á Islandi í þrjú til fjögur ár,“ segir síðan í svarinu, og að starfs- reynsla í ráðuneytinu sé hveijum starfsmanni nauðsynleg og óhjá- kvæmileg til að halda tengslum við land og þjóð. STARFSFÓLK Bakkasíldar í Vopnafirði hefur saltað síld í um 7.000 tunnur á haustvertíð- inni. Þar á bæ er saltað með gamla laginu og mannshöndin notuð við að hausa, slógdraga og salta. Aðalsteinn Sigurðsson hjá Bakkasíld segir að þetta sé trúlega siðasta vertíðin, þar sem þessi vinnsluaðferð er notuð. Hann segir að Bakkasíld sé eina fyrirtækið í landinu sem enn saltar með gamla laginu, þannig að nú hillir undir að þessi að- Saltað með gamla laginu á Vopnafirði ferð verði einungis til sýnis á hátíðarstundum í framtíðinni. Elstu krakkarnir í grunn- skólanum á Vopnafirði hafa einnig unnið hörðum höndum í söltuninni með skólanum og Morgunblaðið/Kristján samhliða því að vinna sér inn vasapeninga hafa þau fengið að kynnast þeim handtökum og þeirri stemmningu sem síldar- söltun fylgir. Á myndinni er starfsfólk Bakkasíldar að hausa og slóg- draga síld af fullum krafti. F.v. Erla Runólfsdóttir, Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Þórunn Ing- ólfsdóttir og Haukur Vigfússon. Á móti þeim standa Margrét Arthúrsdóttir og Sigríður Ró- bertsdóttir. Upplýsingafundur um verktöku á Keflavíkurflugvelli var haldinn í gær Mikill áliugi er ríkjandi hjá verktakafyrirtækjum EITT hundrað og fímmtán fulltrúar hátt í hundrað verktakafyrirtækja sátu í gær fund í Keflavík um verk- tökumál á Keflavíkurflugvelli. Varn- armálaskrifstofa utanríkisráðuneyt- isins og vamarliðið á Keflavíkurflug- velli efndu til fundarins, en þar var fjallað um forvalsreglur og útboðs- aðferðir vegna kaupa varnarliðsins á vörum, þjónustu og verklegum framkvæmdum. Verktakar á Keflavíkurflugvelli voru um áratugaskeið fáir og utvald- ir af utanríkisráðuneytinu. Á fáum árum hefur hins vegar orðið mikil breyting á. Utboð vegna verklegra framkvæmda fyrir vamarliðið, sem kostaðar eru af mannvirkjasjóði Atl- antshafsbandalagsins, voru tekin upp í fyrra. Um leið hófust útboð á kaupum vamarliðsins á ýmiss konar vöru og þjónustu. í vor sömdu ísland og Bandaríkin svo um að einkaréttur íslenskra aðalverktaka og Keflavík- urverktaka á verklegum fram- kvæmdum, sem kostaðar eru af Bandaríkjunum, yrði afnuminn í áföngum. Eftir nokkur ár munu því sömu reglur gilda um verktakastarf- NEYÐARSOFNUN fyrir flóttafólkiö í Saír Morgunblaðið/Björn Blöndal HÚSFYLLIR var í Matarlyst í Keflavík er fulltrúar verktakafyr- irtækja kynntu sér hinn nýopnaða markað á Keflavíkurflugvelli. semi á Keflavíkurflugvelli og annars staðar á landinu. Á fundinum í Keflavík flutti Grét- ar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofunnar, ávarp og Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi vamarliðsins, Q'allaði um Keflavík- urstöðina. Sveinn Þorgrímsson, verkfræðingur hjá forvalsnefnd vamarmálaskrifstofu, ræddi um forval þátttakenda í útboðum fyrir vamarliðið og starfsfólk varnarliðs- ins fjallaði um útboðsaðferðir, nýja þátttakendur í útboðum, útboðs- gögn, viðhaldssamninga, þjónustu- og vörukaupasamninga, samninga um verklegar framkvæmdir og ör- yggisreglur við verktöku. Grétar Már Sigurðsson rifjaði upp í samtali við blaðið að umboðsmaður Alþingis hefði síðla árs 1993 gefíð út álit um að þegar þau sjónarmið, sem varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna byggir á, og önnur lögmæt sjónarmið væru því ekki til fyrirstöðu, bæri utanríkisráðuneyt- inu á grundvelli jafnræðisreglna stjómsýsluréttar að veita þeim aðil- um, sem eftir því leituðu, heimild til að semja um verk við vamarliðið. Nýr markaður og aukin atvinnutækifæri „Þama komu skýr skilaboð frá umboðsmanni, sem ýmsir alþingis- menn tóku undir, um að almennar samkeppnisreglur á íslenzkum mark- aði giltu á vamarsvæðunum nema lögmæt sjónarmið væru því til fyrir- stöðu,“ sagði Grétar. „Nú má segja að hér sé orðinn til nýr markaður og aukin atvinnutækifæri fyrir fjölda nýrra aðila. Hin mikla þátttaka í fundinum er til marks um áhuga manna á að leita á þessi nýju mið.“ Einelti í skólum Rannsókn hafin á næsta ári BJÖRN Bjamason mennta- málaráðherra segir rannsókn á einelti í skólum á íslandi verða gerða á næsta ári, og muni umboðsmaður barna hafa umsjón með rannsókn- inni. Einelti í skólum var efni utandagskráramræðna á Al- þingi í gær, að frumkvæði Ólafs Þ. Þórðarsonar, þing- manns Framsóknarflokks. Ólafur sagði fréttir af norskri könnun á einelti í skól- um þar í landi, sem nýlega var greint frá í fjölmiðlum hér, hafa vakið sig mjög til umhugsunar um þetta vanda- mál. Einkum hafi það vakið óhug sinn, hve algengt einelti kennara gagnvart bömum virtist vera samkvæmt niður- stöðum norsku könnunarinn- ar. Hann taldi þó ekki for- sendur vera fyrir því að yfír- færa norsku niðurstöðurnar beint á íslenzkar aðstæður, þó oft hafí slíkt reynzt mögu- legt í norrænum samanburði. Því óskaði hann eftir því við menntamálaráðherra, að könnun yrði gerð á því á hans vegum, hvert umfang eineltis væri í íslenzkum skólum. í þeirri rannsókn skyldu allar gerðir eineltis vera kannaðar, þ.e. einelti sem nemendur beita nemendur, sem nemend- ur beita kennara og sem kennarar beita nemendur. Ekki nýtt vandamál Menntamálaráðherra minnti á, að þetta vandamál væri ekki nýtt, og töluvert hefði verið gert til að bregð- ast við því á undanfömum árum, m.a. með stofnun svo- kallaðra nemendavemdarráða og ekki sízt fræðslustarfí. Til dæmis hafi árið 1993 verið sérstaklega gerð kvikmynd til sýninga í skólum, ætluð til stuðnings þess fræðslu- og forvarnarstarfs sem fram fer í skólunum til að taka á vandamálinu. Skipverjinn sem lést SKIPVERJINN, sem drakkn- aði þegar hann féll útbyrðis af loðnuskipinu Faxa á mið- vikudag, hét Bjami Ómar Steingrímsson. Bjami Ómar var fæddur þann 23. júlí árið 1959. Hann bjó á Grettisgötu 84 í Reykja- vík. Bjami Ómar var ókvæntur og bamlaus. Trésmiður á Selfossi tapar máli gegn Rey kj avíkurbor g í Hæstarétti Gfróseðlar Hjálparsjóðs í bðnkum og sparfsjóðum. Vf o RAUÐI KROSS ISLANDS HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Reykjavíkurborg og Húsnæðisnefnd Reykjavíkur af kröfum trésmiðs sem sagt var upp störfum hjá Húsnæðis- nefnd vegna þess að hann var bú- settur á Selfossi. Héraðsdómur hafði dæmt manninum 330 þúsund kr. skaðabætur, auk vaxta og 120 þús- und kr. í málskostnað. Framkvæmdastjóri Húsnæðis- nefndar sagði íjórum trésmiðjum upp störfum í febrúar 1993, en all- ir voru þeir búsettir á Selfossi. Einn fjórmenninganna mótmælti upp- sögninni við borgarstjóra, einkum þar sem hann taldi búsetu sína hafa ráðið úrslitum um að til upp- sagnar var gripið gagnvart honum. Héraðsdómari taldi að þau sjónar- Ekki brotið gegn kjarasamningi mið sem lágu til grandvallar upp- sögn trésmiðsins væru ómálefnaleg og ákvörðun byggða á þeim brot á jafnræðisreglu stjómsýsluréttar. Hún hafi því verið ólögmæt og bæri að greiða manninum bætur. Ekki stjórnsýsluathöfn i dómi Hæstaréttar er vísað til þess að vinnuveitendur hafi að veru- legu leyti fijálst mat við uppsagnir launþega og geti m.a. borið fyrir sig fjárhagslegar ástæður og heildarhagsmuni fyrirtækja sinna. Samdráttur í trésmíðum á vinnu- stað stefnda hafi kallað á viðbrögð Húsnæðisnefndar Reykjavíkur og hafí þau ráðist af slíkum sjónarmið- um. „Ákvörðun húsnæðisnefndar var á sviði vinnuréttar en var ekki stjómvaldsathöfn í skilningi stjórn- sýsluréttar. Stefndi gat ekki vænst þess að staða hans gagnvart hús- næðisnefndinni sem vinnuveitanda væri önnur en sú sem fólst í kjara- samningi hans og almennt gildir á vinnumarkaði og að nefndin hefði takmarkaðri rétt að þessu leyti en aðrir vinnuveitendur,“ segir m.a. í dómnum. Fram kemur að í málinu hafí því ekki verið haldið fram að uppsögnin hafí brotið gegn kjara- samningi eða lögum á því sviði. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Hjörtur skilaði séráliti og vildi láta staðfesta hinn áfrýjaða dóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.