Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 18
: ti'Ácl Xí'Á / OM . r'Uj! í l ; c( > i 18 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 VIÐSKIPTI Fiskmarkaður Breiðafjarðar hf. Býður út 15 milljóna hlutafé ÚTBOÐ stendur yfir á nýju hluta- fé í Fiskmarkaði Breiðafjarðar hf., en ætlunin er að auka hluta- féð úr 30 milljónum í 45 milljónir króna. Hlutabréfin eru í upphafi sölutímabils boðin ágenginu 1,30, en gengið getur breyst á sölu- tímabilinu, sem nær til 21. febr- úar á næsta ári. Umsjón með út- boðinu hefur Fjárvangur hf., sem áður var Fjárfestingarfélagið Skandia hf. í útboðslýsingu kemur fram að með aukningu hlutafjár sé ætlunin að fjármagna nýbyggingu Fisk- markaðs Breiðafjarðar hf. í Ólafs- vík. Markaðurinn var stofnaður í nóvember 1991 og hófst eiginleg starfsemi með fyrsta uppboði fé: lagsins þann 8. janúar 1992. í fyrstu starfrækti félagið fiskmót- töku í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi, en í apríl 1992 hófst mótttaka á fiski í Rifi og í maí sama ár bættist Arnarstapi við, að því er fram kemur í útboðslýs- ingu. Frá því félagið hóf starfsemi hefur verið aukning á seldu magni í tonnum og söluverðmæti ár frá ári. Strax á öðru starfsári varð félagið næst stærsti fiskmarkaður landsins. Hagnaður áætlaður 6,3 milljónir Rekstrartekjur fiskmarkaðarins námu alls tæplega 103 miiljónum króna á sl. ári og hagnaður var um 3,5 milljónir. Fyrstu sex mán- uði ársins voru tekjurnar tæpar 58 milljónir og hagnaður um 5,5 milljónir. Eigið fé í lok júní nam um 35 milljónum. Rekstraráætlun gerir ráð fyrir 18 þúsund tonna sölu á þessu ári og hagnaði að fjárhæð 6,3 milljónir. Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1986 86 87 86 89 90 91 92 93 94 95 96 Erlendir ferðamenn í janúar - október 1996 fw « XtS 1. Þýskaland 32.984 17,9 ■4,3% 2. Bandaríkin 26.444 14,3 +7,6% 3. Danmörk 19.883 10,8 ■2,3% 4. Bretland 19.721 10,7 +36,8% 5.Svíþjóð .17,348 9,4 ■0,2% 6. Noregur 13 347 7,2 +5,7% 7. Frakkland 10.599 5,7 +19,0% 8. Holland 7.001 3,8 +21,3% 9. Sviss 4.954 2,7 ■20,6% 10. Finnland 3.731 2,0 ■5,0% Önnur 28.581 15,5 +20,6% 1 Samtals 184.593 100,0 +7,í> Erlendir ferðamenn sem hingað komu fyrstu tíu mánuði ársins voru 184.593 talsins eða um 7,1% fleiri en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingaeftirlitinu. Eins áður hefur komið fram á árinu hefur þróunin orðið sú að samdráttur er á fjölda ferðamanna frá nokkrum af stærstu markaðssvæðunum í Evrópu. Þannig hefur ferðamönnum frá Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi fækkað, en þar á móti kemur veruleg aukning frá Bretlandi, Hollandi og Frakklandi. Sunbeam fækkar starfsfólki Opin kerfi hf. sýna hlutabréfum í Nýherja hf. áhuga Efasemdir um tengslin innan Nýheija um helming Fort Lauderdale, Florida. SUNBEAM, hinn kunni bandaríski eldhústækjaframleiðandi, hyggst fækka störfum um 6.000 og þar með segja upp helmingnum af starfsfólkinu. Framleiðslusviðum verður fækk- að og 39 af 53 verksmiðjum lokað samkvæmt endurskipulagningu Al- berts Dunlaps stjómarformanns, sem kallaður er „Chainsaw Al“ í bandaríska viðskiptaheiminum og líkt við keðjusög. Með endurskipulagningunni er ætlunin að gera verulegt átak til að sækja inn á erlenda markaði og auka arðsemi fyrirtækisins. Verð bréfa í Sunbeam lækkuðu um 50 sent í 23,375 í New York, OPIN kerfi hf., umboðsfyrirtæki Hewlett Packard á íslandi, hafa sýnt áhuga kaupum á hlut í Ný- heija, sem er umboðsfyrirtæki IBM hér á landi. Stjórnarformaður Ný- heija segist hafa efasemdir um að rétt sé að fyrirtækin tengist nánum böndum þar sem þau séu stærstu fyrirtækin á stórtölvusviðinu á ís- landi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins líta sumir hluthaf- ar Nýheija svo á að Opin kerfi séu að reyna að ná undirtökum í fyrir- tækinu með óvinveittri yfirtöku. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Frosti Bergsson, fram- kvæmdastjóri Opinna kerfa að fyr- komið í málið af hálfu seljenda hlutabréfanna, þegar uppvíst varð um áhuga Opinna kerfa á þessum bréfum. Benedikt Jóhannesson stjórnar- formaður Nýheija staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hlut- hafar í Opnum kerfum hefðu haft áhuga á að eignast hlut í Nýheija. Hann sagði þó rangt að Opin kerfí hefðu gert tilboð í 51% hlutafjár Nýheija, honum væri a.m.k. ekki kunnugt um neitt slíkt tilboð. Stærstu fyrirtækin á sínu sviði Benedikt sagðist hafa efasemdir um að heppilegt væri að Nýheiji tengdist Opnum kerfum nánum böndum. „Það er ánægjulegt að þeir hjá Opnum kerfum skuli hafa áhuga og trú á Nýheija en það er ekki þar með sagt að rétt sé að blanda rekstri fyrirtækjanna tveggja of náið saman. Bæði fyrir- tækin eru ágæt og þau eru stærstu aðilarnir á stórtölvusviðinu á íslandi en ég held að samruni eða náið samstarf verði hvorki til góðs fyrir þessi fyrirtæki eða atvinnulífið í heild. Þá er þeirri spurningu ósvar- að hvort erlendir umbjóðendur fyr- irtækjanna, Hewlett Packard og IBM, sættu sig við að vera með sömu eða nátengd umboðsfyrir- tæki,“ sagði Benedikt. en þau hafa hækkað í verði síðan Dunlap varð stjórnarformaður í júlí þegar þau seldust á 12,25 dollara. Stefnt er að því að tvöfalda sölu fyrirtækisins í tvo milljarða dollara á ári fyrir 1999. Stórum hluta þess- arar aukningar á að ná utan Norð- ur-Ameríku og beinist athyglin að Asíu, Rómönsku Ameríku og Evr- ópu. Lögð er áherzla á aðgang að Kína, Thailandi, Malajsíu, Indónes- íu, Filippseyjum, Taiwan, Brasilíu og Ástralíu. irtækið ætti hlutabréf í ýmsum fyr- irtækjum eins og t.d. Flugleiðum og hefði nýlega sýnt því áhuga að kaupa hlutabréf í Nýheija. Sá áhugi ætti þó ekkert skylt við tilraun til óvinveittrar yfirtöku. Bakslag af hálfu seljenda Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er á þessari stundu alls óljóst hver framvindan verður, þar sem eitthvert bakslag mun hafa Þýzka ríkið hyggst selja hlut sinn í Lufthansa Frankfurt. Reuter. ÞÝZKA stjómin hefur ítrekað þann ásetning sinn að selja hlut þann sem hún á enn í Lufthansa AG eftir að hafa komizt að samkomulagi við framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins um að útlendingar megi kaupa hlut í félaginu, en ekki ná yfirráðum yfir því. Þýzka fjármálaráðuneytið segir að engin ákvörðun hafí enn verið tekin um sölu 36% hluts ríkisins að verðmæti 135 milljarðar króna eftir undirritun samningsins við yfirvöld í Brussel, þar sem því er heitið að erlendum hluthöfum verði ekki gert lægra undir höfði. Verð hlutabréf í Lufthansa lækk- aði um 55 pfenninga í 20.00 mörk eftir tilkynninguna. Digital á íslandi Vatnagarðar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 Umþóttunartími Samgöngumálastjóri ESB, Neil Kinnock, hefur sent þýzka sam- gönguráðherranum, Matthias Wiss- mann, bréf þar sem hann samþykk- ir tillögu Wissmanns um að þýzka stjórnin fái umþóttunartíma til að selja félagið. ESB vildi fá vissu fyrir því að Lufthansa yrði áfram í eigu Þjóð- veija. Salan hefur dregizt vegna ákvæða í alþjóðlegum samningum um að ríkisflugfélög verði að sýna fram á að innlendir hluthafar eigi meirihluta í þeim til að halda rétt- indum sínum. Margir um 200 tvíhliða loftferða- samninga Þjóðveija og annarra þjóða kveða á um að Lufthansa verði að vera undir stjóm þýzkra fjárfesta, en erfitt er að fullnægja því skilyrði ef viðskipti með hluta- bréf eiga að vera fijáls. Tillaga Wissmanns á að gera þýzku stjóminni kleift að kaupa aftur hlutabréf ef meirihluti Þjóð- veija í Lufthansa kemst í hættu að sögn ráðuneytisstarfsmanns. Þýzka fjármálaráðuneytið hefur sagt að það vilji ljúka einkavæðingu Lufthansa fyrir árslok 1997, einu ári síðar en áður hefur verið ráð- gert. Seinkunin stafar af útboði hlutabréfa í Deutsche Telekom í næstu viku. MORGUNBLAÐIÐ Daewoo- herferð í Frakk- landi París. Reuter. DAEWOO rafeindarisinn í Suður-Kóreu, hefur hleypt af stað auglýsingaherferð í blöð- um til að mæta harðri gagn- rýni á þá fyrirætlun að kaupa hið bágstadda franska ríkis- fyrirtæki Thomson Multi- media. Undir fyrirsögninni „Þekk- ið þið dverginn Daewoo?“, 34. stærsta fyrirtæki heims, reyn- ir fyrirtækið að vega á móti vaxandi gremju í Frakklandi vegna þess að „smáfyrirtæki" í Suður Kóreu skuli kaupa franskt fyrirtæki „í fremstu röð“ fyrir einn franka til málamynda. Einkavæðingarnefnd Frakklands tekur afstöðu til þéss í desemberbyijun hvort hún sættir sig við þá fyrirætl- un ríkisstjórnarinnar að selja hergagna- og rafeindavöru- fyrirtækið Thomson fyrir- tækjahópnum Lagardere fyrir einn franka eftir 11 milljarða franka (2 milljarða dollara) endurfj ármögnun. Lagardere mun selja Da- ewo Thomson Multimedia, sem framleiðir sjónvarps- og myndbandstæki og stendur framarlega á sviði stafrænnar myndbandstækni. Olíuverð dregur úr hagnaði BA London. Reuter. BRITISH AIRWAYS hefur skýrt frá því að hagnaður fyrir skatta fyrri hluta árs hafi aukizt um 9,3% í 470 milljónir punda, en segir að hagnaðurinn hefði orðið meiri ef ekki hefði komið til mikillar hækkunar á verði eldsneytis í ár. Flugfélagið sagði að þar sem farþegum hefði haldið áfram að fjölga að mun og framleiðni hefði aukizt hefði rekstrarhagnaðurinn aukizt um 10,5% ef ekki hefði komið til 51 milljónar punda auka- kostnaðar vegna hækkunar á verði eldsneytis og hættu á verkfalli flugmanna í júlí. „Efnahagshorfur í helztu löndum sem við störfum í eru yfirleitt uppörvandi sem fyrr og er því spáð að framboð og eftirspum muni halda áfram að aukast,“ sagði Sir Colin Marshall stjórnarformaður í yfirlýsingu. Verð hlutabréfa í BA var óbreytt, 549 1/2 pens. Sér- fræðingar sögðu að niður- staðan væri í aðalatriðum eins og búizt hefði verið við. Westing- house skipt í 2 fyrirtæki Pittsburgh. Reuter. WESTINGHOU SE Electric Corp., áður einum mesta mátt- arstólpa bandarísks iðnaðar, verður bráðlega skipt í tvö aðskilin fyrirtæki samkvæmt heimildum í Wall Street. Annað fyrirtækið mun grundvallast á iðnðnaðar- framleiðsludeildum gamla fyrirtækisins og hitt á fjöl- miðlasviðum þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.