Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 41 AÐSEMPAR GREINAR_ Til móts við nýjan niðurskurð í DAG, föstudaginn 15. nóvember, munu framhaldsskólanemar ásamt stúdentum, sér- skólanemum, iðnnem- um og öllum þeim er bera menntun fyrir bijósti standa upp hvar sem þeir kunna að vera klukkan tólf á hádegi. Tilgangurinn er að lýsa stuðningi við stefnu stjórnvalda í menntamálum en jafnframt undrun á því hvers vegna þau standa ekki við hin stóru orð. Það hefur margitrekað komið fram í orðum ráðamanna og álykt- unum stjórnarflokkanna að „for- gangsraða" beri í þágu menntunar við skiptingu ríkisútgjalda. En hvar eru efndirnar? Ævinlega þegar sú hugmynd kemur upp að skera nið- ur í ríkisfjármálum er röðin komin að menntakerfinu. Auðvitað gera námsmenn sér grein fyrir því að einhverstaðar þarf að skera niður, einhverstaðar verður að draga strikið til að ná hallalausum fjárlög- um. En við erum orðin þreytt á því að strikið sé ævinlega dregið yfir okkur. Við viljum auðvitað ekki þurfa að borga skuldir ríkissjóðs í framtíðinni en við viljum heldur ekki búa í vanþróuðu ríki þar sem menntun er álíka mikils metin af ráðamönnum eins og tannpína. Menntakerfíð, eins og það er í dag, jafnast á við Skeiðarársand, sund- urskorið og tætt. En þó er einn reginmunur þar á. Ríkisstjórnin var ekki nema nokkrar mínútur að veita 500 miljónir í lagfæringar á Skeiðarársandi, svo þær gætu gengið sem fljótast fyrir sig. Þetta er ekki upp á teningnum í mennta- kerfínu. Það hefur verið fjársvelt til margra ára og nú á enn og aft- ur að herða sultarólina. Samkvæmt ráðamönnum má rekja 20% hag- vaxtar síðustu ára beint til mennt- unnar. Menntun er arðbær fjárfest- ing. Það hefur sýnt sig hjá ríkustu þjóðum heims. Þær byggja auðlegð sína á þekkingu og menntun en ekki á misnotkun auðlinda. Viljum við dragast enn meira aftur úr í samkeppni þjóðanna? Annað mál sem brennur á okkur námsmönnum á framhaldsskóla- stigi er nýr skattur. Hinn svokall- aði „fallskattur" eða endurinnrit- unargjald mun að öllum líkindum hellast yfir framhaldsskólanemend- ur á næstunni. Vissulega mun þessi skattur að einhveiju leyti koma í veg fyrir fall vegna leti eins og markmið hans á að vera samkvæmt ijárlögum. Á hinn bóg- inn mun skatturinn koma niður á þeim sem minnst mega sín, sem eiga við námsörð- ugleika að stríða eða einfaldlega námsleiða. Námsleiði er nefnilega mikið vandamál í framhaldsskólum á ís- landi. Þjóðfélagið, for- eldrar og vinir kreijast þess að allir hafi stúd- entspróf, sama hvort þurrt bóknám hentar nemanda eða ekki. Það hefur líka verið eitt af loforðum ráða- manna að efla hlut- deild starfs- og verknáms en það ferst einhvern veginn alltaf fyrir þar sem það nám er hlutfallslega dýrara en bóknám. Fjöldinn allur af þeim sem nú eru að slæpast í skólum og ríkið hyggst græða 32 milljónir á er fólk sem er ekki á réttri hillu í náminu. Það væri nær að hjálpa þessu fólki til að komast í nám sem því hentar frekar en að rukka fyrir að falla í námi sem það hefur ekki áhuga á. Þjóðfélagið hefur heldur ekkert að gera við allt of marga með stúdentspróf, stúdentspróf sem svo gildir ekki neitt þegar á reynir. Þegar maður spyr hvers vegna ekkert sé gert? Af hveiju er ekki boðið upp á fjöl- breyttara eða áhugaverðar nám? Þá fæst alltaf sama svarið: „Það eru ekki til peningar.“ Það sem háir menntakerfínu eins og það er núna er peningaleysi. Það er ekki hægt að kenna leti um að fall í áföngum sé mikið. Ný og aukin gjöld á nemendur, ný refsiað- ferð mun aðeins verða til að auka vanlíðan nemenda og auka brott- fall úr skóla, ekki leysa nein vanda- mái. Ég hef betri hugmynd. Hún kann að hljóma fáránlega en það gerir hugmyndin um fallskattinn einnig. Ég hef heyrt því fleygt að í uppeldi, í skólum og á vinnustöð- um þar sem þarf að hvetja fólk áfram sé það mun vænlegri leið til árangurs að veita fólki verðlaun fyrir vel unnin störf heldur en að refsa því. Það er þekkt dæmi að lofa iðnaðarmönnum utanlandsferð ef þeir skili verki fyrir ákveðinn tíma, það hefur ekki tiðkast að draga af kaupinu fyrir hvern dag sem farið er fram yfír. Hvernig væri að taka frekar upp þess hátt- ar kerfi í skólunum frekar en refs- ingakerfi. Borga fólki 2.000 fyrir hveija 10 sem það fær í einkun, 1.500 fyrir 9 o.s.frv. Svoleiðis kerfí myndi hvetja nemendur miklu frek- ar til að standa sig. Við mótmælum því, segir Snævar Signrðs- son, sem ráðamenn ætla að gera í menntamálum. Undirskriftalistar hafa verið látnir ganga í öllum skólum lands- ins síðustu daga. Með því að kvitta undir þessa lista eru námsmenn að krefjast leiðréttingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og að krefjast þess að ráðamenn standi við orð sín, „forgangsraði“ í þágu menntunar. Við vonum að þeir sjái að menntun er arðbær ijár- festing sem beri að eyða í frekar en einhveija stundarhagsmuni sem munu ekki skila neinu í þjþðarbúið þegar til lengdar lætur. Á hádegi munu námsmenn á Reykjavíkur- svæðinu safnast saman á Austur- velli og afhenda formönnum stjórn- arflokkanna undirskriftalistana. Um allt land munu námsmenn einnig sýna samtöðu með aðgerðir hver í sínum skóla. Við teljum menntakerfið vera illa statt. Við höfum séð linuritin í tölfræðihand- bók um menntun sem menntamála- ráðuneytið gaf út í haust, hvemig þau hafa öll stefnt niður á við síð- ustu ár. Ráðamenn okkar eru í hrópandi mótsögn við sjálfan sig. Þeir segja eitt og gera annað. Við mótmælum því sem þeir ætla að gera en við lýsum yfír fullum stuðn- ingi við þá þegar þeir segjast vilja hag menntakerfisins sem mestan og bestan. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólanema. Kringlunni 8-12 •Sími 568 9066 - ÞarfcerÖu gjöfina - Snævar Sigurðsson Gæði, þjónusta, hreinlæti og góð kaup iimmuinmmm Kjólar, skokkar, peysur, vesti og skyrtur. Kápur og úlpur. Flott föt á stelpur og stráka. 15% afsláttur af MP sokkabuxum, ný mynstur. Opið laugardaga í nóv. til kl. 16.00 Sendura í póstkröfu - sendum bæklinga út á land ef óskað er. Nýtt kortatímabil BARNASTIGUR BRUM’S 0-14 SfÐAN 1955 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMl 552 1461 1996 ★ ★ 5 LEIKHUSKJALLARJNN Spenncmdi dagskrð í nðvember og desember! ★ Jólagrísahlaðborðið ★ Útgáfutónleikar ★ Bókamenntakvöld ★ Listaklúbbur ★ Stuð mgðStjórninni ofl. ofl. BRAUTARIIOLn Hverfísgötu 19 sími 5519636 fax 551 9300 r Utgcófudngur 16. nóvembei Lávarður heims fyrstð stóra sHáldsaga Úlafs Jolianns ((imm ár VAKA- HELGAFELL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.