Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ \ FRÉTTIR Fyrirtækin í Orfirisey um- flotin um tíma HVASSVIÐRI gerði nokkurn usla í Reykjavík og nágrenni í gær- morgun, en engar teljandi skemmdir hlutust af. Einu skemmdirnar, sem tilkynntar voru lögreglu, urðu þegar vinnupallar féllu á bíl við Laugaveg. Eina skráða tilfellið um meiðsli vegna veðurofsans varð þegar eldri kona fauk um koll. Hún kvartaði undan eymslum í mjöðm og var flutt á slysadeild. Vindhraðinn í Reykjavík var að meðaltali 9-10 vindstig í gær- morgun, en úr honum dró þegar leið að hádegi, þótt hraðinn ryki upp í skörpum hviðum. Þang og smásteinar gengu upp á götuna við Eiðisgranda, eins og oft gerist í hvassri suðvestanátt, en engin vandræði sköpuðust í umferðinni vegna þessa. Sjór gekk á land Á Hólmaslóð úti í Örfirisey gekk sjór á land og voru fyrirtæki þar nánast umflotin um tíma. Sjór flæddi inn í hús, en lögreglan hafði engar upplýsingar um skemmdir. Sjórinn lét einnig vita af sér í Skeijafirðinum. Slökkviliðið var kallað að húsi við Gnitanes og flæddi þar inn í kjallara. Húsið stendur nánast frammi á sjávar- kambinum. Slökkviliðið leitaði að- stoðar borgarstarfsmanna við að stemma stigu við flóðinu. Slökkviliðið þurfti að veita að- stoð víðar. Þakplötur losnuðu af húsi við Barmahlíð og öðru við Sólheima, en í báðum tilvikum var létt verk að hindra fok. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins var óvenju lítið um tilkynningar vegna foks. Hann sagði að fólk virtist hafa haft varann á. Morgunblaðið/Júllus LÖGREGLAN strengir borða og lokar þannig umferð á Örfirisey, þar sem fyrirtæki voru umflotin sjó. Veginum lokað Loka þurfti veginum um Kolla- §örð um tíma í gærmorgun, þar sem gijót kastaðist á land og upp á veg. Vegfarendur gátu þó notað gamlan veg, sem liggur hærra uppi í landi við Mógilsá. Þá var vegurinn að sandgryfjum í norðanverðum Kollafirði lokaður vegna mikils sandfoks. Morgunblaðið/Jón Svavarsson BORGARSTARFSMENN og íbúar þurftu að taka til hendinni þegar sjórinn leitaði inn, eins og í kjallara húss í Skjólunum. Níu til tíu vindstig og miklar rok- ur á milli VINDHRAÐI í Reykjavík í gær- morgun var að meðaltali 9-10 vind- stig, að sögn Einars Sveinbjörns- sonar veðurfræðings. Stórstreymt var í gærmorgun og gekk sjór því víða á land. Einar sagði að erfitt væri að meta hvenær hámark hvassviðrisins var. „Vindurinn hafði náð 9-10 stigum um kl. 6 um morguninn og hélt þeim styrk fram eftir morgni. Um hádegi hafði lítillega dregið úr, en rauk enn upp í éljum.“ Úr 40 hnútum upp í 83 Einar sagði að á Vestfjörðum hefði verið staðbundið mjög slæmt veður í fyrrinótt. „Víða voru 9-11 vindstig með morgninum og það sama má segja um Norðurland vestra. Einkenni þessa vinds fram- an af var hvað hann var byljóttur. Það komu miklar rokur. Sem dæmi má nefna, að á ísafjarðarflugvelli var meðalvindhraði 9 vindstig, eða 40 hnútar, en svo rauk hann upp í 83 hnúta í einstaka hviðum. Svona hegðar hann sér oft á þessum slóð- um í suðvestanátt." Einar sagði að í dag myndi lægja um allt land. Áfram yrði éljagangur á Vestur- og Norðvesturlandi en um helgina yrði hæg norðvestan- og norðanátt með kólnandi veðri. -----------♦ ♦ «----- Ekkert flug innanlands INNANLANSDFLUG Flugleiða lá niðri í gær, vegna hvassviðrisins. Síðdegis í gær var ljóst að ekk- ert yrði flogið til Vestfjarða, en þá var vonast til að hægt yrði að fljúga til annarra landshluta. Ekki lægði þó nóg til þess og endaði því með að innanlandsflugið lá alveg niðri. i Umræður um Ríkisendurskoðun og umboðsmann Alþingis Hlutverk stofnana Al- þingis skilgreint nánar FRUMVÖRP til laga sem miða að breytingum á löggjöf um Ríkisend- urskoðun og þingsköp eru nú á lokastigi vinnslu og munu verða kynnt þingflokksformönnum á næstunni. Þetta kom fram í máli Ólafs G. Einarssonar, forseta Al- þingis, er hann mælti fyrir starfs- skýrslu Ríkisendurskoðunar 1995 á þingi í gær. Sambærilegt frum- varp um breytingu á lögum um embætti umboðsmanns Alþingis er einnig væntanlegt. Ólafur sagði tilgang breyting- anna á lögum um Ríkisendurskoð- un vera fyrst og fremst þann að lýsa hlutverki og heimildum stofn- unarinnar með skýrari og fyllri hætti en gert er í gildandi lögum. í þessu sambandi vísaði Ólafur einnig til breytinga á þingskapar- lögum, sem nú er frumvarp í burð- arliðnum um. Farvegur fundinn til umræðna um skýrslur Hann sagði að meðal breytinga sem hann og forsætisnefnd þings- ins vildi sjá á þingsköpunum væri að stjórnsýsluendurskoðunar- skýrslum Ríkisendurskoðunar yrði fundinn fastur farvegur til umræðu á Alþingi. Til þessa væri heppilegast að stofna nýja fasta- nefnd Alþingis, sem hefði það hlutverk m.a. að fjalla um þessar skýrslur Ríkisendurskoðunar og leggja fram nefndarálit um þær þannig að þær geti komið til umræðu á þinginu með formleg- um hætti en ekki einungis í um- ræðum utan dagskrár eins og nú er. Benti Ólafur á að í þjóðþingum Norðurlandanna eru starfandi svo- kallaðar stjórnarskrár- og eftirlits- nefndir sem m.a. er ætlað að fjalla um stjómarskrárfrumvörp sem og að sinna sérstaklega eftirlitshlut- verki þingsins með framkvæmda- valdinu. Brezka ríkisendurskoðunin gerir úttekt á þeirri íslenzku í máli þingforseta kom einnig fram, að starfserhi Ríkisendur- skoðunar sjálfrar sé ekki undan- skilin óháðu eftirliti í því skyni að kanna hvort stofnunin gegni vel því hlutverki sem henni er ætlað. Ólafur greindi frá því að brezka ríkisendurskoðunin hefði í kjölfar- ið á þar að lútandi beiðni Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda frá sl. sumri tekið að sér að taka út starfsemi systurstofnunarinnar íslenzku, og til standi að vinna að þeirri úttekt heíjist á fyrri hluta næsta árs. Almennt gerðu þingmenn góðan róm að starfsskýrslunni og lýstu ánægju sinni með þá reynslu sem fengizt hefur af starfsemi Ríkis- endurskoðunar. Skýrsla umboðsmanns Alþingis Sömu sögu er að segja af um- ræðum um skýrslu umboðsmanns Alþingis 1995. Sólveig Péturs- dóttir, formaður allsherjarnefnd- ar, kynnti skýrsluna. í máli henn- ar kom fram að tillögur um nán- ari skilgreiningu á hlutverki og heimildum embættisins yrðu kynntar bráðlega í nýju lagafrum- varpi. Jóhanna Sigurðardóttir óskaði eftir nánari upplýsingum um í hveiju fýrirhugaðar breyt- ingartillögur fælust. Ólafur Ein- arsson svaraði því til fyrir hönd forsætisnefndar að ekki væri tímabært að greina frá efnisatrið- um frumvarpsins að svo stöddu en hét því að það yrði lagt fram á haustþingi. I I I I l i I i I I- Safn til minningar um Eystein Jónsson ILONGUBUÐ á Djúpavogi hefur verið opnað safn, Ráð- herrastofa Eysteins Jónssonar, til minningar um Eystein Jóns- son ráðherra og konu hans Sólveigu Eyjólfsdóttur. Þar eru til sýnis ýmsir persónuleg- ir munir og húsgögn úr skrif- stofu Eysteins og handunnir gripir eftirSólveigu. Það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, sem opnaði safnið ásamt Sigríði Eysteinsdóttur þann 13. nóvember en þann dag hefði Eysteinn orðið 90 ára. Við opn- unina fluttu ávörp þeir Halldór Ásgrímsson formaður Fram- sóknarflokksins, Vilhjálmur Hjálmarsson, Ólafur Ragnars- son sveitarstjóri og Eyjólfur Eysteinsson talaði fyrir hönd aðstandenda. Að sögn Ólafs Ragnarsson- ar, verður safnið í Löngubúð formlega tekið í notkun í júní næstkomandi þegar verk Rík- harðs Jónssonar myndhöggv- ara, hafa verið sett upp en hreppurinn hefur eignast safn hans, sem er á Grundarstíg í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.