Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fólk með fötlun Á TILTÖLULEGA fáum árum hefur þjónusta við fólk með fötlun á íslandi tekið stakkaskiptum til hins betra. Talsvert hefur miðað í þá átt að fólk með fötlun njóti jafn- réttis og sambærilegra lífskjara á við aðra þjóðfélagsþegna. Engu að síður bíða mörg brýn verkefni úr- Jausnar á þessu sviði. Langir biðlist- ar eftir búsetu hjá sumum svæðis- skrifstofum gefa vísbendingu um það. í málefnum fatlaðra eins og öðr- um málaflokkum í velferðarþjón- ustunni eru áherslur að breytast, jafnt hér á landi sem í nágranna- löndunum. Aukið umfang er nú miklum takmörkunum háð en leitað er nýrra leiða til að nýta sem allra best það fjármagn sem til ráðstöf- unar er. Aðferðir eins og samnings- stjórnun, árangursstjórnun og gæðastjórnun eru víða orðnar að virkum þætti í starfi þeirra stofnana sem vinna að velferðarþjónustu. Innri umbætur í starfi stofnana geta skilað miklu en lykillinn að árangursríkari vinnubrögðum í vel- ferðarþjónustunni er ekki síður að finna í möguleikum á öflugara sam- starfi þeirra stofnana sem hér um ræðir. Stundum heyrist sem svo að hver stofnun vísi á aðra þegar einstakl- ingar í þörf leita réttar síns í vel- ferðarkerfmu. Kannski eru slíkar raddir vísbendingar um skort á samræmingu og verkaskiptingu þjónustustofnana sem þörf er á að ' mæta með samræmdari aðgerðum. En jafnvel þótt ekki sjáist brotalöm í núverandi samstarfi er það verð- ugt og spennandi verkefni fyrir stofnanir í velferðarþjónustu að samnýta betur reynslu sína og þekkingu og feta saman nýjar leið- ir í samstarfi. í þessari grein verður stuttlega gerð grein fyrir einu slíku þróunarverkefni sem Félagsmála- stofnun Kópavogs og Svæðisskrif- stofa málefna fatlaðra á Reykjanesi standa að. Ofangreindar stofnanir hafa ný- lega treyst samstarfsgrundvöll sinn með stofnun samráðshóps sem vinnur að verkefnum varðandi þjón- ustu beggja stofnananna við sömu einstaklinga í Kópavogi, það er að segja þjónustu samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um málefni fatlaðra. Verk- efni samráðshópsins eru m.a: • Eftirlit með heildstæðu mati á þörf fyrir þjónustu fyrir ein- staklinga með fötlun og gerð þjónustuáætlana í framhaldi af því. í þessari grein verður stuttlega gerð grein fyr- ir einu slíku þróunar- verkefni sem Félags- málastofnun Kópavogs og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi standa að. og viðbótarþjónustu Svæðisskrif- stofu sem getur t.d. verið stoðþjón- usta í atvinnu- og búsetumálum. Hópurinn gerir því næst tillögu um þjónustuáætlun í samráði við ein- staklinginn. Áætlunin er síðan lögð fyrir yfirmenn stofnananna sem taka ákvörðun um framkvæmd. í tillögum hópsins er þess gætt að allar upplýsingar um innihald og umfang þjónustu liggi ljósar fyrir þannig að greinargóðar for- sendur liggi til grundvallar ákvörð- un um að veita þjónustu. Samráðshópur Félagsmálastofn- unar Kópavogs og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi er það nýtilkominn að ekki er tíma- bært að tíunda árangurinn. Hins vegar hafa þessar stofnanir um árabil verið í mjög árangursríku samstarfi hvað varðar liðveislu og atvinnumál fólks með fötlun. Það samstarf eða árangur þess var á margan hátt kveikjan að stofnun samráðshópsins. Hrafn Sæmundsson Hrönn Kristjánsdóttir Ævar H. Kolbeinsson • Mat á framgangi þjónustu- áætlana og endurskoðun á þeim. • Tillögur um forgangsröðun á þjónustu við fólk með fötlun. • Fyrirbyggjandi starf með fræðslu, ráðgjöf, stoðþjónustu og fleiru. Verkefni samráðshópsins tengj- ast því vinnuferli sem Félagsmála- stofnun Kópavogs og Svæðisskrif- stofa Reykjaness hafa komið sér saman um hvað varðar þjónustu við fólk með fötlun í Kópavogi. Sam- kvæmt því leita Kópavogsbúar sem óska eftir þjónustu vegna fötlunar fyrst til Félagsmálastofnunar þar sem gert er heildstætt mat á þjón- ustuþörfum þeirra. í slíku mati koma fram upplýsingar um aðstæð- ur og þarfir einstaklingsins sem gera allar áætlanir um þjónustu traustari og markvissari. Ef matið gefur til kynna að þjón- ustuþörfum einstaklingsins verði ekki eingöngu mætt með félags- þjónustu sveitarfélagsins, heldur sé einnig þörf fyrir þau sértæku úr- ræði sem svæðisskrifstofur geta boðið upp á, þá er erindið lagt fyr- ir samráðshópinn. Verkefni hópsins er þá að samhæfa á árangursríkan hátt félagsþjónustu sveitarfélagsins Fulltrúar stofnananna hafa einn- ig sameiginlega veitt liðveitendum fólks með fötlun stuðning og ráð- gjöf sem hefur stuðlað að skilvirkri og vandaðri þjónustu á þessu sviði. Fulltrúar stofnananna hafa reglulega í mörg ár heimsótt fyrir- tæki í Kópavogi og leitað eftir hent- ugum störfum fyrir fólk með fötlun auk þess að kynna möguleika þeirra og áhuga til starfa sem oft er van- metinn. Þetta framtak hefur skilað fjölmörgu fólki með fötlun vinnu. Markviss úttekt á störfum ásamt viðeigandi fræðslu og faglegum stuðningi í atvinnulífmu hefur gert fólki með fötlun mögulegt að starfa á almennum vinnumarkaði. Sá samstarfsgrundvöllur sem Félagsmálastofnun Kópavogs og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra hafa myndað er fyrst og fremst til- kominn vegna framtaks og áhuga starfsmanna þessara stofnana. Vilji til að skoða og reyna nýjar leiðir er oft lykillinn að framförum. Fjár- hagslegur tilkostnaður við sam- starfshópinn er ekki mikill en starf hans gerir kröfur til sveigjanleika í vinnubrögðum þeirra stofnana sem að honum standa. Þeim sem að þessu verkefni hafa komið er það hvatning til að takast á við fleiri verkefni af svipuðu tagi. Með því að samstilla vel þá þekk- ingu og reynslu sem er að finna innan samstarfsstofnana má ná meiri árangri en ella. Samvinna samstarfsstofnana í velferðarþjón- ustu er auðlind sem vafalaust má nýta betur. Þó ber ekki svo að skilja að hún sé allra meina bót og mörg brýn verkefni t.d. í málefnum fatl- aðra kalla á meira fjármagn. En árangursríkari samvinna getur skil- að sér í betri nýtingu á fjármagni. Hrafn cr atvinnumálafulltrúi hj& Félagsniálastofnun Kópavogs, Hrönn er þroskaþjálfi og ÆvarH. Kolbeinsson erfélags- fræðingur bjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, greiðir í Umhverfissjóð Verslunarinnar UMHVERFISSJOÐUR VERSLUNARINNAR Sjóðir á silfurfati Jón Ásbjörnsson UMRÆÐA um sameiningu fjárfest- ingarlánasjóða at- vinnulífsins í einn fjár- festingarbanka hefur enn einu sinni komist í hámæli. Þessi hug- mynd er ekki ný af nálinni og ýmsar út- færslur af henni hafa borist út í umræðuna. Samtök verslunarinn- ar hafa látið sig málið varða frá upphafi enda málið versluninni skylt ekki síður en iðnaði og sjávarútvegi. Samtök verslunar- innar styðja eindregið þá hugmynd að hinum opinberu fjárfestingarlánasjóðum, sem allir eru í eigu almennings, verði steypt í einn öflugan fjárfestingarbanka. í framhaldi af því væri svo eðlilegt að selja hlutabréf í bankanum á almennum markaði. Umræddir fjárfestingarlána- sjóðir hafa orðið til með fjárfram- lagi úr ríkissjóði, sumir með sér- stakri skattlagningu líkt og Iðnl- ánasjóður með álagningu Iðnlána- sjóðsgjalds. Öfugt við það sem margur kann e.t.v. að halda þá hafa fjölmörg verslunarfyrirtæki greitt iðnlánasjóðsgjald jafnvel áratugum saman. Þetta eru eink- um þau verslunarfyrirtæki sem eru með margvíslega þjónustu og við- gerðartengda starfsemi. Einnig má rifja upp að á meðan aðstöðu- gjald var enn innheimt af atvinnu- rekstri var það lægra hjá fyrirtækj- um í iðnaði á þeim forsendum að þau þyrftu jafnframt að greiða iðnlánasjóðsgjald. Á sama tíma greiddu verslunarfyrirtæki fullt aðstöðugjald hvort sem þeim bar að greiða iðnlánasjóðsgjald eða ekki. Meðal hugmynda sem borist hafa úr viðskiptaráðuneytinu er að til standi að stofna sérstakan nýsköpunarsjóð í eigu samtaka iðnaðarins og sjávarútvegs. I hann eiga að renna 40% af eigin fé þeirra þriggja sjóða sem rætt er um að sameina, þ.e. Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Fiskveiðisjóðs. Eigið fé þessara sjóða er í dag um 10,6 milljarðar króna. Því fengi hinn nýi sjóður rúma fjóra milljarða til ráðstöf- unar. Samtök verslun- arinnar hafa ekki ver- ið málsvari slíkra hug- mynda. Þvert á móti höfum við talið eðli- legast að mynda um sjóðina öflugt hlutafé- lag sem selt yrði al- menningi eins og áður segir. Taki hins vegar stjómvöld þá pólitísku ákvörðun að gefa þannig fjóra milljarða af almannafé til ákveðinna hagsmunahópa hlýtur verslunin að gera tilkall til þess að fá dijúga sneið af kökunni. í Ef skattgreiðslur einstaka greina skapa sjálfkrafa eignarhlut, segir Jón Ásbjörnsson, hlýtur eitt yfir alla að ganga. gegnum árin hafa nefnilega hundr- uð verslunarfyrirtækja þurft að greiða hið umrædda iðnlánasjóðs- gjald. Þar má nefna seljendur skrifstofuvéla og tölvubúnaðar, bifreiðaumboð, byggingarvöru- sala, raftækjasala, innflytjendur á netum o.fl. fýrirtæki. Lausleg áætlun bendir til að verslunarfyrir- tæki hafi frá stofnun Iðnlánasjóðs greitt til hans á annan milljarð króna. Enn skal ítrekað að samtök verslunarinnar hafa stutt þær hug- myndir að umræddir fjárfestingar- sjóðir verði einkavæddir. Hafi hins vegar skattgreiðslur einstakra at- vinnugreina fært þeim sjálfkrafa eignarhlut í sjóðum ríkisins hlýtur eitt yfir alla að ganga. Höfundur er formaður Islenskrar verslunar og Félags íslenskra stórkaupmanna. Magnús Oskarsson „Islenskt mál“ EF ALVARA er í öllu talinu um íslenzka tungu, verndun hennar og viðgang, ætti að gera nýútkomna bók að skyldulesn- ingu í framhaldsskólum landsins. Það er bókin íslenskt mál eftir Gísla Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennara á Akureyri, sem er úrval samnefndra þátta hans Morgunblaðinu á undan- förnum áratugum. Þessa þætti hef ég lesið að staðaldri og vissi fullvel hve snjallir þeir eru en samt kom bókin mér á óvart. Veit ég ekki aðgengilegri fróð- leiksnámu um íslenzkt mál. Hver sem er getur hvar sem er gripið niður í þessa bók og fundið eitt- hvað áhugavert. Ég sé fyrir mér íslenzkukenn- ara og nemendur með þessa bók. Ég vona að enn sé verið að kenna íslenzka málfræði og þá er ekki ónýtt að benda á og nota í kennslu bráðsnjalla og hnitmið- aða pistla höfundar um það efni. Daglegu máli þjóðarinnar eru gerð slík skil að það myndi stór- batna þótt ekki kæmist nema hluti af því, sem um það er að fínna í bókinni, í gagnið. Upprifj- un á stuttum vel völdum perlum íslenzkra bókmennta er til þess fallin að kveikja löngun í meira. Og enn má nefna skemmtunina og fyndnina í þessum þáttum. Er ég illa svikinn ef ekki má koma unglingum á bragðið með að lesa vísur og ljóð og jafnvel að yrkja, ef valið er í þá úr skemmtikveðskap bókarinnar. Rétt er það, þótt mikið sé sagt, að „íslenzkuþættir Gísla Jónsson- ar í Morgunblaðinu hafa verið ein helzta prýði þess...“ eins og Matthías Johannessen ritstjóri kemst að orði í formála. Alúðin og vandvirknin sem býr að baki hveijum þætti er einstök, þótt ekki liggi alltaf í augum uppi. Bókin Islenskt mál verður án efa sígild, en hún á erindi við okkur strax. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.