Morgunblaðið - 03.01.1997, Side 40

Morgunblaðið - 03.01.1997, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Umsjón: Arnör G. Ragnarsson Reykjavíkurmótið í sveitakeppni REYKJAVÍKURMÓTIÐ í sveita- keppni 1997 verður spilað með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár við góðar undirtektir spilara. Ef þátttaka fer yfir 22 sveitir þá verður skipt í 2 riðla (raðað verður í riðlana eftir meistarastigum + 5 ára stig). Spilaðir verða 16 spila leikir. Ef þátttaka fer ekki yfir 22 sveitir þá verður spiluð 10-16 spila raðspilakeppni og í lokin verður spiluð útsláttarkeppni með þátt- töku 8 efstu sveitanna. Spiluð verða sömu spil í öllum leikjunum í hverri umferð og árangur hvers pars verður metinn í fjölsveitaút- reikningi. Eftir að riðlakeppni er lokið spila 4 efstu sveitir í hvorum riðli (sigur- vegarar hvors riðils velja sér and- stæðing úr hinum riðlinum sem enduðu í 2.-4. sæti) útsláttar- keppni þar til ein sveit stendur eftir sem hlýtur titilinn Reykjavík- urmeistari í sveitakeppni 1997. Á sama tíma spila þær sveitir sem enduðu í 6.-8. sæti í sínum riðli 16 spila raðspilakeppni um síðustu 3 sætin á íslandsmót (Reykjavík á rétt á 13 sveitum í undanúrslit íslandsmóts 1997). Keppnisdagar miðað við þátt- töku 32 sveita eru þannig: Laugardaginn 4. janúar umferðir 1-4 sunnudaginn 5. janúar umferðir 5-7 miðvikudaginn 8. janúar umferðir 8-9 fimmtudaginn 9. janúar umferðir 10-11 þriðjudaginn 14. janúar umferðir 12-13 miðvikudaginn 15. janúar umferðir 14-15 Úrslitakeppnirnar fara síðan fram eftirtalda daga: 16. janúar 8-liða úrslit (40 spil, fjórir 10 spila hálfleikir) 18. janúar, undanúrslit (48 spil, fjórir 12 spila hálfleikir) 19. janúar, úrslit (64 spila leikir, fjórir 16 spila hálfleikir) 18.-19. janúar 16 spila raðspilakeppni um síðustu 3 sætin í undankeppni Islandsmóts 1997. Ef gestasveitir spila í Reykjavík- urmótinu gilda öll úrslit á mótí þeim en þeim verður slönguraðað neðan frá til að skekkja ekki styrk- leikaröð Reykjavíkursveita í riðlun- um. Reiknaður verður fjölsveitaút- reikningur og spiluð verða forgefin spil. Keppnisgjald er 18.000 kr. á sveit. Skráningarfrestur er til föstudagsins 3. janúar 1996 kl. 16. Tekið er við skráningu hjá Brids- sambandi íslands (Jakob s. 587 9360). Bikarkeppni Suðurlands 1996-7 Úrslit í 1. umferð urðu þessi: Sv. Sigfúsar Þórðarsonar, Selfossi 167 Sv. Hjálmfriðar Sveinsdóttur, Vestm.eyjum 74 Sv. Auðuns Hermannssonar, Selfossi 133 Sv. Mapúsar Halldórssonar, Hvolsv. 73 Dregið hefur verið í 2. umferð og spila eftirtaldar sveitir saman: Sigfús Þórðarson - Hjórleifur Jensson/Karl Gunnlaugsson Kristján Már Gunnarsson - Ólafur Steinason/Sverrir Þórisson Auðunn Hermannss. - Kjartan Aðalbjömss. Brynjólfur Teitsson - Garðar Garðarsson/Halldór Gunnarsson Leikjum í 2. umferð skal lokið í síðasta lagi sunnudaginn 23. febr- úar 1997. Bridsfélag Hvolsvallar og nágrennis Hinn árlegi jólatvímenningur Bridsfélags Hvolsvallar og ná- grennis var haldinn laugardaginn 28. desember. Spilaður var baró- meter með þátttöku 16 para. KÁ á Hvolsvelli gaf verðlauna- gripi auk vöruúttekta fyrir kr. 5.000, kr. 3.000, og kr. 2.000 fyr- ir 3 fyrstu sætin. Úrslit urðu þessi: Aðalsteinn Sveinsson - Stefanía Skarphéðinsd. 87 Haildór Gunnarsson - Kristján Mikkelsen 52 Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 46 „Au pair“ - England íslensk fjölskylda í Norður-Englandi óskar eft- ir barngóðri, reyklausri „au pair“ frá og með janúar 1997 til að sjá um tvö börn, 4ra ára og 8 ára, auk léttra heimilisstarfa. Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 587 9279. „Au pair“ f Luxemborg íslensk fjölskylda í Luxemborg óskar eftir „au pair“, á aldrinum 18-22ja ára, fram í júní. Verður að hafa bílpróf og má ekki reykja. Möguleiki á frönsku- eða þýskunámi. Hafið samband í síma 564 1336. Vélstjóri óskast 1. vélstjóri óskast á Snæfell SH 740, sem fer til veiða við Namibíu eftir áramót. Réttindi VF-2. Upplýsingar veitir yfirvélstjóri í símum 897 1540 og 565 3979 á kvöldin. Kennarar Kennara vantar að Varmahlíðarskóla í Skagafirði í hlutastarf. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, sendist til skólastjóra, Páls Dagbjartssonar, fyrir 10. janúar nk. Skólastjóri. Forstjóri Löggildingarstofu Starf forstjóra Löggildingarstofu er laust til umsóknar. Löggildingarstofa er ný ríkisstofn- un sem tekur við hlutverki því er Löggilding- arstofan og Rafmagnseftirlit ríkisins hafa áður gegnt. Forstjóri skal hafa lokið háskólaprófi á sviði er tengist starfsemi stofnunarinnar. Hann mun stýra faglegu starfi stofnunarinnar og hafa umsjón með rekstri hennar. Um laun og starfskjör fer eftir ákvörðun kjara- nefndar. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu hafa borist viðskiptaráðu- neytinu fyrir 31. janúar 1997. Lögð er áhersla á að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. mars 1997. Skipað verður í stöðuna til fimm ára. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Þorgríms- son, deildarstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, í síma 560 9070. Viðskiptaráðuneytið, 31. desember 1996. Verkstjóri - fiskvinnsla Traust fyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu leitar að ábyggilegum verkstjóra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Stjóri - 97", fyrir 7. janúar 1997. Til allra, er selja tóbak f smásölu Ný verðskrá tóbaks tekur gildi frá 1. janúar 1997. Smásöluverð skv. skránni er lág- marksverð. Smásala tóbaks er frjálst að selja tóbak á því verði sem hann óskar, svo framarlega sem hann fer ekki með verð á tóbaki niður fyrir tilgreint lágmarksverð. Frá og með 1. janúar hækkar heildsöluverð tóbaks að meðaltali um 2%. Öll viðskipti með tóbak verða staðgreiðsluviðskipti frá sama tíma. Um leið fellur niður sá afsláttur, sem veittur hefur verið af staðgreiðsluvið- skiptum til þessa. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Jólatrésskemmtun VR Verzlunarmannafélag Reykja- víkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna á Hótel íslandi sunnudaginn 5. janúar nk. kl. 15.00 . Miðaverð er kr. 600 fyrir börn og kr. 200 fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu VR í Húsi verslunarinnar, 8. hæð, og við inngang- inn. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma félags- ins 568 7100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Kvöldskóli Innritað verður í Kvöldskóla Fjölbrautaskól- ans Breiðholti: Laugardaginn 4. janúar kl. 10.30-13.30. Þriðjudaginn 7. janúar kl. 16.30-19.30. Fimmtudaginn 9. janúar kl. 16.30-19.30. Skólameistari. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA Upphaf vorannar 1997 Kennarafundur verður haldinn mánudaginn 6. janúar kl. 9.30. Nýnemar eiga að sækja tölfur sínar milli kl. 10.00 og 11.00 og kl. 11.00 verður fundur þeirra með skólameistara og umsjónarkenn- urum. Aðrir nemendur eiga að sækja töflur sínar kl. 11.00-15.00. Einungis þeir, sem hafa greitt nemendagjöld, fá tölfur. Sjúkraliðar í framhaldsnámi eiga að koma í skólann miðvikudaginn 8. janúar kl. 10.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðju- daginn 7. janúar og verður þá kennt sam- kvæmt sérstakri stundaskrá. Fjarvistir verða skráðar frá fyrsta degi. Skólameistari. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, ísafirði, þriðjudaginn 7. janúar 1997 ki. 14.00 á eftirfarandi eign: Brautarholt 6, Isafirði, þingl. eig. Kristján B. Guðmundsson, gerðar- beiðendur Bæjarsjóður Isafjarðar, Elías Gíslason, Heiðar Sigurðs- son, Landsbanki íslands, (safirði og Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Engjavegur 3, 0101, Isafirði, þingl. eig. Elín Sigríður Jónsdóttir og Óðinn Gústafsson, gerðarbeiðandi Isafjarðarbær, mánudaginn 6. janúar 1997, kl. 11.30. Ólafstún 12, Flateyri, þingl. eig. Hjálmur ehf., gerðarbeiðendur Ás- björn Ólafsson ehf. og Innheimtustofnun sveitarfélaga, mánudaginn 6. janúar 1997, kl. 15.00. Sláturhús á Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Sláturfélagið Barði hf., gerðarbeiðendur Stofnlánadeild landbúnaðarins og sýslumaður- inn á ísafirði, mánudaginn 6. janúar 1997, kl. 14.00. Vallargata 3, norðurendi, Flateyri, þingl. eig. Heimir Þór Pétursson, gerðarbeiðandi Sölvi Levi Pétursson, mánudaginn 6. janúar 1997, kl. 15.15. Sýslumaöurinn á isafirði, 2. janúar 1997. SHACI auglýsingar KENNSLA Nuddskóli Nuddstofu Reykjavíkur Svæðameðferð (Kennslutími kvöld og helgar). Vorönn 1996. Nám hefst á eftirtöldum kennslustöðum: Reykjavík 8. janúar Akureyri 15. janúar Egilsstöðum 22. janúar Hringdu í síma 557 9736 eða 462 4517 og við sendum þér upplýsingabækling. FÉLAGSíÍF Landsst. 5997010416 I Rh. kl. 16.00. Blab allra landsmanna! |líiqr0ílTOl»llílí>Íti - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.