Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Enn um Borgar- fjarðarbraut FRAM er komin ný eða réttara sagt endur- útfærð tillaga af svo- kallaðri efri leið um „Rudda“ á Borgarfjarð- arbraut, Varmalækur- Kleppjámsreykir. Það var vegagerðin sem fól Hönnun hf. að skoða og endurmeta gögn um endurbyggingu Borg- aríjarðarbrautar, V armalækur-Klepp- jámsreykir. Verkefnið fólst í: „Yfirfara hönn- un Vegagerðarinnar og bera saman fram komna kosti. Skoða aðstæður á vettvangi. Kynna sér athugasemdir, sem fram komu við mat á umhverfisáhrifum. Setja fram og meta nýjar lausnir, ef um þær er að ræða. Frumhanna og kostnaðarmeta nýjar lausnir. Skila greinargerð og taka þátt í kynningu á niðurstöð- um.“ Þegar skýrsla þessi er lesin áfram koma fram nokkrar stað- reyndir _sem vert er að skoða. I mati á heild- arkostnaði stendur: „Með veglínu á efra vegstæði yrði nýver- andi Stóra-Kroppsveg- ur áfram slæmur og í lélegu vegasambandi við Borgarfjarðarbraut. Það sama má segja um Flókadalsveg, ef neðri leiðin yrði farin. Kannski má leggja þessi aðgengismál að jöfnu og að þetta hafi lítil áhrif á mat á kostum og göllum efri og neðri leiðar.“ í samanburði á veglínum kemur fram að efri leið er 40 m hærri en neðri leið og mestur halli er 6% á Bemhard Jóhannesson Borgarfjarðarbraut er ekki einkamál okkar Reykdælinga, segir Berhard Jóhannesson, og verðum við því að líta út fyrir túngarðinn hjá okkur. efri leið en 3,6% á neðri leið. Kostn- aður með hliðarvegum, tengingum og heimreiðum er á efri leið 243 mkr. en 212 mkr. á neðri leið. Þarna munar 31 milljón. Kostir og gallar nýrrar veglínu: „Að okkar mati er leið 1 (neðri leið) nálægt því að vera gallalaus hvað varðar vegstæði.“ Og áfram segir í skýrslunni: „Leið 3 (ný efri leið) er hins vegar um 15% dýrari og nær tæplega sömu veggæðum og leið 1 (neðri leið). Syðri endi Stóra- Kroppsvegar er tengdur nýjum vegi þar sem hann er á 5 m hárri fyll- ingu.“ Vegamálastjóri Helgi Hallgríms- son fer þess á leit við Egil Bjarna- son ráðunaut að gera mat á: „Bótum vegna beins tjóns og óhagræðis við ISLENSKT MAL ÞAÐ ER ekki deginum ljósara að kvenheitin Huld og Hulda séu af einum uppruna, þótt merking þeirra hafí líklega að meira eða minna leyti runnið saman í vitund okkar. Lítum fyrst á Huld. Það er ekki heiti á raunverulegum mennskum konum fyrr en á 20. öld. En til voru Huldar sögur, þar sem Huld er drottningarheiti, og sagt er að Sturla Þórðarson höfuðskáld hafi sett saman söguna af Huld tröll- konu. Þetta nafn setjum við um- svifalaust í samband við sögnina að hylja og höldum að sögumar hafí flallað um einhvers konar huldukonur. Nú líða aidir, og ekki skíra Ís- lendingar dætur sínar nafninu Huld fyrr en á okkar tímum. Nafnið var ekki til í neinu mann- tali fyrr en eftir 1910. Rík ástæða er til að ætla að fyrsta Huld á íslandi hafí verið dóttir Sigurðar skálds á Amarvatni, fædd 1913. Nafninu hefur vegnað nokkuð vel. Árin 1921-50 vom 20 meyjar skírðar svo, og miklu fleiri síðar og þá einkum að síðara nafni. í þjóðskrá 1989 vom 262, þar af hétu 240 Huld síðara nafni. Vafa- laust skynja menn í nafni þessu einhvers konar leyndardóm, kannski álfakyns. Víkur þá sögunni að lengra nafninu Hulda. Verður nú allt miklu flóknara og margra skýr- ingarleiða að gæta. Þar er þá fyrst til að taka, að nafnið er tökuheiti, þó íslensku- legt sé. Ætli það sé ekki, eins og í norsku, komið til okkar úr sænsku eða dönsku, og þangað úr þýsku. En fyrst skulum við minnast Hulduljóða Jónasar Hallgrímssonar frá fyrra hluta 19. aldar. Nú verður hér á nokkur hlykk- ur og litið á lýsingarorðið hollur. Mörg lík orð samsvara því í skyld- um málum, t.d. í dönsku huld = vinveittur, gotn. unhulþo = ill- vættur. Til var í fornu máli sögn- in að holla = vera hjálpsamur. Víkur nú sögunni suður á bóg- inn. Frau Holle = konan heilla- dís, er kunn úr þýskum ævintýmm og þá verndari heimilanna. Það var einnig til í gerðunum Holda og Hulda. Síðastskráða gerðin barst inn í sænsku og ensku og svo til okkar sem fyrr var skrifað. Og skulum við þá aftur minnast Hulduljóða Jónasar. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 881.þáttur Árið 1870 var Hulda þó enn ekki skírnarnafn á íslandi, en síð- rómantíkin tók það upp á arma sína, og 1910 voru komnar 57, þar af fæddar í Reykjavík 12, Eyjafjarðarsýslu einnig 12 og 11 í Þingeyjarsýslu. Unnur Bene- diktsdóttir Bjarklind kom svo fram undir nafninu Hulda, ný- rómantísk, og var vel tekið, er hún tók að birta Ijóð sín skömmu eftir aldamótin. Kemst nú Hulda í tísku, og vom 648 meyjar skírð- ar svo árin 1921-1950. Nú eru í þjóðskrá mikið á annað þúsund. Skylt er að geta annarra skýr- inga á nafninu. Til er í sænsku huld= fögur, elskuleg; og af því telja sumir að til hafí orðið Huld- rike og síðan Ulrike, en umsjónar- maður heldur að Ulrike sé fremur dregið af úlfur og væri Úlfrík eða Úlfrikka á máli okkar. Þá er til biblíunafnið Hulda(h), kvengerð af Heled, merking óvís. Sjá Króníkubók 2 og Konunga- bók 2. Af kvenheitinu Hulda bjuggu svo nútímamenn til karlheitið Huldar, og heita svo milli tíu og tuttugu, fleiri síðara nafni. Ungar og fátíðar era samsetningamar Huld(d)ís og Huldrún. ★ Laufarunnar lögðust niður, ljinir þiggja ró. Arla Gunnar bregða biður blundi rekka þó. Nú kemur loksins eitthvað ann- að en ferskeytla, enda kominn tvíliður í enda fmmlínanna og stúfur (eitt atkvæði) í enda síð- línanna og þær ekki nema þijár kveður. Þetta er ferskeytluætt IV, skammhenda. Innrímið er ein- falt, aðalhendingar í frumlínun- um. Þetta er því skammhenda frumhend. Laufi er sverð, laufarunnar og rekkar menn. Vísan er úr Hænsna-Þórisrímum eftir Svein Sölvason sem kynntur var til þessa leiks fyrir skemmstu. ★ Umsjónarmaður þakkar Vík- veija þessa blaðs drengilega lið- veislu (16. jan.) þar sem hann fann maklega að því tali að sínota orðin ásættanlegur og óásættan- legur í stað viðunandi og óviðun- andi. Því miður er orðið ásættanlegur í tísku. Það virðist eftir fréttum að dæma vera þýðingartilraun fyrir enska orðið acceptable. í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs, þar sem ég kenni jafn- an snilldartök Jóhanns S. Hannes- sonar, kemur glöggt fram að ís- lenskan er „orða fijóust móðir“, eins og Hjálmar Jónsson Eyfírð- ingur sagði. Ég set hér þýðingar úr þessari bók á orðinu acceptable („líkleg- ur til þess að verða vel þeginn“): aðgengilegur, boðlegur, tækur, bærilegur, þolanlegur, sæmi- legur, viðeigandi. Hér höfum við því úr nógu að moða, sbr. og áður viðunandi, og hugsið ykkur mun- inn á að segja: þetta er ótækur kostur (eða óaðgengilegt) í stað- inn fyrir það sem Víkveiji tiltók. Ótækur er náttúrlega að því leyti betra, að þar er aðeins eitt for- skeyti, en tvö í óaðgengilegt. Reynum að nýta okkur auð málsins, en læsast ekki hraunföst í tuggum og klisjum. ★ Við Gunnar Konráðsson á Ak- ureyri erum t.d. ósköp þreyttir á ofnotkun sagnarinnar að skoða um hvers kyns mál sem þurfa athugunar við. Einkum er þetta áberandi í máli forráðamanna af ýmsu tagi. Nú er bón okkar Gunnars að menn gleymi ekki alveg öðrum orðum í svipaðri merkingu, því að af nógu er að taka. í stað þess „að skoða málin“ allt endalaust mætti stundum kanna, athuga, íhuga, hugleiða, huga að, hyggja að, velta fyrir sér og jafnvel gaumgæfa. ★ Hlymrekur handan kvað: „Það er vitlaust að vantreysta pði, slíkt veldur bara andstreymi og puði, því að guð ræður öllu,“ sagði Helgi við Höllu, „og hættu svo þessu tuði.“ Auk þess var ógóð fyrirsögn hér í blaðinu 31. f.m. Þar stóð: „Brosmildur Jeltsín“, en hefði bet- ur verið: Jeltsín brosmildur, sbr. 879. þátt. Og Ólafí Aðalbjömssyni á Akureyri þykir eins og fleimm ærið homskakkt, þegar dagskrár- gerðarmenn í útvarpinu breyta al- kunnu bæjamafni Hæringsstaðir í „Hræringsstaðir". búskap á Stóra-Kroppi." í skýrslu Egils Bjarnasonar kemur fram að 1,1 ha af ræktuðu landi spillist, og hvað varðar annað óhagræði segir: „Þar sem talið er að umferðarþungi verði ekki meiri en 300 bílar á sólar- hring yfir sumartímann verður að líta svo á að undirgöng leysi óhag- ræði á viðunandi hátt.“ I bréfi Helga Hallgrímssonar til samgönguráðherra Halldórs Blöndal kemur fram í meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, „að stjórnvald skuli því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun, þegar lög- mætu markmiði, sem að er stefnt, verði ekki náð með öðm og vægara móti“. Og áfram skrifar vegamálastjóri: „Að öðru leyti má segja, meginatriði í niðurstöðunum skipta hér máli; samanburður milli neðri leiðar og efri leiðar sýnir, að neðri leið er a.m.k. 30 milljónum kr. ódýrari í stofnkostnaði eða um 15%. Neðri leiðin er einnig frekar hagstæðari fyrir umferðina bæði með tilliti til kostnaðar og öryggis." Og lokaorð vegamálastjóra, Helga Hallgrímssonar, eru: „Að mati Vega- gerðarinnar hlýtur að vera tekið til- lit til kostnaðar þjóðfélagsins og hagsmuna almennra borgara, þegar meta á hið lögmæta markmið skv. 12. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993. Hér ber einnig að líta til þess, að mat á bótum vegna óhagræðis bænda er einungis lítill hluti af kostnaðarmun leiðanna." Lokaorð Borgarfjarðarbraut er ekki einka- mál okkar Reykdæla og verðum við að líta út fyrir túngarðinn hjá okk- ur. Undirstaða undir farsælan bú- skap er meðal annars að samgöngur eru í góðu lagi. Þeir einstaklingar sem oftast fara um veginn við erfíð- ustu aðstæðurnar eru skólabörnin og ber okkur að tryggja þeim greið- ar og góðar samgöngur. Það er mik- ið talað um sparnað nú á tímum og ég tel að 30 mkr. sé betur varið til annarra framkvæmda í samgöngu- málum Borgfirðinga. Því samgöngu- mál em langt á eftir hér eins og öllum er kunnugt. íbúar Reykholts- dalshrepps hafa látið í ljós skoðanir sínar og er vilji mikils meirihluta þeirra að farin verði neðri leið (leið 1). Er hér skorað á meirihluta hreppsnefndar að fara að vilja um- bjóðenda sinna og standa ekki leng- ur í vegi fyrir eðlilegum samgöngu- bótum í héraði. Ég tel að þrátt fyrir mikla vinnu og vilja þá er og verður neðri leiðin ávallt besti og ódýrasti kosturinn þegar tillit er tekið til allra þátta málsins og efnisleg rök látin ráða, en ekki blindingjaleikur. Höfundur er garðyrkjubóndi í Sólbyrgi í Reykholtsdal. Á að halda áfram að virkja Laxá? LANDSVIRKJUN hefur undanfarin miss- eri leynt og ljóst sóst eftir að hækka stíflu sína í gljúfri Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu til að auka afl og bæta rekstur Laxárvirkjunar. Það þætti ekki frétt- næmt nema vegna þess, að breytingar á rennsli árinnar eru bannaðar með lögum. Eins og menn rekur eflaust minni til stóðu illvígar deilur um virkjun árinn- ar á 7. áratug aldarinn- ar, sem lauk með laga- setningu um vemdun Mývatns og Laxár árið 1974. Hom- steinn þeirra laga er ofangreint ákvæði um bann við breytingum á rennsli straumvatna og vatnsborði stöðuvatna á svæðinu nema til vemd- unar og ræktunar. Áform um nýjar virkjunarfram- kvæmdir í ánni sæta því nokkrum tíðindum, en ljóst er að af þeim getur ekki orðið nema með þvl að breyta lögunum eða líta á stíflubygginguna sem ræktunar- eða verndaraðgerð. Varla er við því að búast að Al- þingi sækist eftir því að breyta laga- greininni eða setja sérlög um hækkun stíflunnar í Laxá. Lagagreinin er öflug staðfesting á því, að Mývatns- og Laxársvæðið sé ætlað til annarra nota en aukinna vatnsaflsvirkjana. Brottfall greinarinnar myndi setja allt samstarf umhverfísmálayfírvalda og orkufyrirtækja í uppnám og mætti túlka svo, að verndun merkra nátt- úmsvæða væri ekki einu sinni hægt að tryggja með lögum. Og þróun þeirra mála annars staðar á landinu er áhyggjuefni. Orkufyrirtækin ganga eins langt og þeim er stætt í virkjanagerð, og náttúruperlur á borð við Þjórsárver, Dettifoss og Eyja- bakka em á teikniborðum þeirra, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þrautalendingin hlýtur þá að vera að líta á stíflubygginguna sem rækt- unaraðgerð. Og lausnin virðist í sjón- máli. Með því að hækka stífluna má minnka sand í farvegi árinnar neðan virkjunarinnar. Einhver líkindi eru á því, en engin vissa, að það bæti upp- eldisskilyrði fyrir lax og silung í Áð- aldal. Þörf er á þó nokkmm rann- sóknum áður en af þessu gæti orðið. Nánast öll atriði sem máli skipta era enn ókönnuð. Uppeldisskilyrði lax- físka í Laxá í Aðaldal em lítt þekkt, t.d. hefur fæða þeirra ekki verið at- huguð. Óveijandi væri að hyggja ekki að slíku áður en staðið væri fyrir svo rót- tækum umhverfisbreyt- ingum sem stöðvun sandburðar er. Laxá í Aðaldal er ein gjöfulasta laxveiðiá iandsins þrátt fyrir að botn hennar hafi verið sandi orpinn öldum saman. Sand- magn í Laxá í Aðaldal hefur ekki verið kortlagt og heldur ekki hve mik- ill sandur berst með ár- vatninu. Ömggt er, að áin grefur sig niður ef sandburður í henni minnkar, og er því nauð- synlegt að spá fyrir um hve mikil breytingin verður og einnig að hafa samanburð til að geta metið árangur stíflugerðar síðar meir. Landsvirkjun hefur varið miklum fjármunum til landgræðslu á upp- takasvæðum sandsins við Krákárlæki Öll atriði sem máli skipta eru, að mati Ama Einarssonar, enn ókönnuð. í þeim tilgangi að minnka sandburð- inn í ánni. Engar mælingar vom gerð- ar á sandburði í ánni áður en aðgerð- ir þessar hófust, og því er ekkert vitað um árangur uppgræðslustarfs- ins. Vísbendingar em um, að sand- burður í Kráká hafí minnkað, en hún rennur í Laxá sem kunnugt er. Ef til vill hefur uppgræðslan þegar gert stífluhækkun í Laxárgljúfri óþarfa! Og enn er ósvarað spurningunni um það hve há stífla í gljúfrunum þyrfti að vera til að draga úr sandi í Laxá í Aðaldal. Þótt ræktað land færi ekki undir vatn eða mannabyggð væri stefnt í voða í Laxárdal með myndun lóns ofan við stífluna, er skylt að taka tillit til þeirrar landslagsbreytingar sem þar yrði. Laxá fellur þama í ein- um streng í mýndarlegri hrauntröð, og í ánni em fallega grónir hólmar sem fæm undir vatn. Þetta landslag er hið fyrsta sem blasir við ferða- mönnum, sem koma í dalinn og gefur forsmekkinn að því sem einna feg- urst þykir ofar í dalnum. Höfundur er forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Arni Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.