Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997. MORGUNBLAÐIÐ I MINNINGAR JÓNAS MAGNÚSSON + Jónas Magnús- son var fæddur í Hólmahjáleigu í Austur-Landeyjum 8. mars 1936. Hann lést á St. Jósefssp- ítalanum í Hafnar- firði 2. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Jónasson, bóndi þar og síðar verkamað- ur á Selfossi, og kona hans Sesselja Kristín Halldórs- dóttir. Bræður hans eru Halldór skrif- stofumaður á Selfossi, f. 1937, kvæntur Erlu Kristjánsdóttur, og Ragnar form. Blindrafél. íslands, f. 1944, kvæntur Guð- leifu Sveinsdóttur. Fjölskyidan fluttist til Selfoss 1945 og hefur Jónas búið þar síðan. Jónas kvæntist árið 1958 Aðalbjörgu Haraldsdóttur frá Stokkseyri, f. 1.11. 1938. For- eldrar hennar eru Haraldur Oddgeirsson og Jóna Karen Guðjónsdóttir sem er látin. Aðalbjörg og Jónas eignuðust þrjár dætur sem eru: 1) Sess- elja Margrét, f. 4.10. 1955, skrifstofum. hjá sýslum. á Sel- fossi, var gift Óskari Björns- syni, eiga þau tvær dætur, Aðalbjörgu og Ernu Karen. 2) Jóna Bára, f. 28.9. 1958, húsm. á Sel- fossi, gift Asbirni Hartmannssyni múrara og eiga þau þrjú börn, Ester Hafdísi, Berglindi Ósk og Jónas. 3) Ester Hafdís, f. 2.8. 1960, d. 22.9. 1979. Jónas hóf ungur störf hjá Mjólkur- búi Flóamanna, lærði mjólkuriðn og útskrifaðist sem mjólkur- fræðingur 1958. Eftir það starfaði hann hjá MBF í hálfan annan áratug, en söðlaði þá um og fékk sér vörubíl og hóf vörubílaakstur sem hann stundaði í allmörg ár, en síðan gerðist hann framkvæmda- stjóri Vörubílsljórafélagsins Mjölnis. Þegar hann lét af því starfi 1987 gerðist hann öku- kennari, en síðustu tvö árin hefur hann starfað hjá Um- ferðarráði sem prófdómari í ökuprófum. Útför Jónasar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Oft er undarlegt hvernig örlög lífsins ráðast. Að því höfum við leitt hugann síðustu daga eftir að átaka- stríði okkar kæra vinar og mágs, Jónasar Magnússonar, við vágest dauðans er nú lokið. Eftir hetjulega og æðrulausa baráttu lífsins afla varð þó dauðinn sem líknsöm móðir er yfir lauk. Grimm getur hönd dauðans verið, en náðugur samt friður hvíldarinnar þegar öll mann- leg ráð hafa verið reynd til þrautar og kærleiksfúsar líknarhendur hjúkrunarfólks hafa unnið sín verk. Jónas var þægilegur maður í umgengni, alúðlegur og yfirvegað- ur. Hann var hins vegar mjög ákveðinn í skoðunum sínum og hugsjónum og fór ekki í grafgötur með neitt það, sem hann taldi betur mega fara í lífi lands og lýðs. Því var hann tilbúinn að fylgja skoðun- um sínum eftir og fagnaði ærlegri " *■ og uppbyggilegri rökræðu um mál- efni líðandi stundar. Að baki var þó alltaf hinn hægláti og ljúfi Jón- as. Hann var ósérhlífinn, traustur og drífandi í því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem varðaði hin margháttuðu félagsstörf sem hann tók að sér á lífsleiðinni eða hugsjón- ir sem hann unni. Hann var því iðulega valinn til forustu- og trún- aðarstarfa í þeim mörgu félagasam- tökum sem hann tók þátt í og kunni því vel að fá þannig tækifæri til að láta að sér kveða í önnum hinna virku daga. Dagur er að kvöldi kominn og margs væri hægt að minnast nú er æviröðull hefur runnið í sæ, en hver og einn ástvinur og samferða- maður geymir með sjálfum sér helg- ustu minningar og þakkarefni frá lífí og samvistum við Jónas. í huga okkar vakna margar minningar sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna daga og vekja líka vonandi með okkur áræði til að taka til fyrir- myndar og eftirbreytni þá góðu eig- inleika og persónugerð sem minn- ingarbrotin vitna um. Við minnumst jólaboðanna góðu hjá foreldrum okkar og siðar systkinunum þar sem gleði og eindrægni ríkti. Þar leyndi sér aldrei einlæg gleði og fögnuður Jónasar. Og þá sem endranær kom svo vel í ljós hve börnin í fjölskyldunni leituðu til hans. Hann þurfti ekki að laða þau til sín. Þau komu sjálf og fundu svo greinilega hlýju og einlægni Jónas- ar. Fátt vitnar betur um innri mann okkar en einmitt hlýjan til ungviðis- ins. Jónas var í hópi þeirra sem eiga slíkan vitnisburð í lífí og minn- ingu bamanna í fjölskyldunni. Það ásamt geislandi persónuleika gerði hann að sterkum fjölskyldumeðlimi. Við minnumst líka ástar hans á landinu. Hann unni ferðalögum inn- an lands heils hugar og vitjaði landsins reglulega. Nú síðast var hann búinn að útbúa sig vel til funda við fjarlægar slóðir iandsins fagra. Ferðaáhugi hans vitnaði fyrst og fremst um dálæti hans á fegurð sköpunarverksins og lífí fólksins um hinar dreifðu byggðir. Við minnumst þess líka hve Jónas unni því heitt og innilega að vera í glöðum vinahópi á góðum stundum þar sem fögnuður og kátína ríkti. Allt það vitnaði um áhuga Jónasar á lífinu sjálfu og góðum gjöfum þess. Síðast en ekki síst minnumst t Einlægar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU GUÐJÓNSDÓTTUR frá ísafirði. Sérstakar þakkir flytjum við öllu starfs- fólki öldrunarlækningadeildar Landspít- alans í Hátúni 10b fyrir þeirra einstöku umhyggju og umönnun. Geirlaug Karlsdóttir, Hörður Sófusson, Guðjón B. Karlsson, Dagný Karlsdóttir, Erling Bang, Auðunn Karisson, Fríður Jónsdóttir, Sigurður Karlsson, Hallfríður Jónsdóttir, Anna Karlsdóttir, Erlendur Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. við hjálpsemi hans við fjölskylduna og alla þá sem hann gat reynst bróðir í raun. Öll þau handtök og viðvik vitna um góðan dreng í raun og sann. Nú þegar komið er að skilnaðar- stundu þökkum við fyrir líf og sam- fylgd með Jónasi mági okkar og biðjum þess að öll þau öfl sem með lífinu vinna geri hin góðu fordæmi hans að lifandi veruleika í lífi okkar sem eftir stöndum. Hafðu þökk fyr- ir góða samfylgd og gott fordæmi. Við þökkum einnig frábæru starfs- fólki St. Jósefsspítala í Hafnarfírði fyrir frábæra umönnun og líkn við mág okkar. Guð launi fyrir þá þjón- ustu og kærleika. Lífíð er reynsluganga og sáning- artími. Það sannar öll reynsla. Það varðar miklu að stefnan á lífsleið- inni sé heilsteypt og að sá akur, sem sáð er í sé frjór og gefi af sér þrosk- aðan ávöxt. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að búa yfir sólar- sýn, góðu hjartalagi og trú á gildi verðugra málefna. Yfír þeim kost- um bjó Jónas alla tíð. Sterk fjölskyldubönd eru blessun í lífi hverrar manneskju. Fjölskylda Jónasar hefur alltaf verið bundin sterkum böndum vináttu og kær- leika. Við biðjum Aðalbjörgu, börn- um og barnabörnum blessunar og friðar. Minningin um góðan dreng og fullvissan um hinsta sigur lífsins afla er sú sól á komandi tíð sem víkur á brott skuggum og glæðir með okkur traust og þakklæti. Með það í huga getum við nú kvatt Jón- as um leið og við gerum orð Einars Ben. að okkar: Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. í æðri stjómar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Erlingur Haraldsson, Jón Karl Haraldsson. Jónas frændi er dáinn. Erfítt er að trúa því að við sjáum hann aldr- ei aftur í jólaboðunum, fjölskyldu- útilegunum eða bara í sínum venju- legu heimsóknum á heimili foreldra okkar með Löllu konu sinni. Þó svo að við værum frændsystkini Löllu en í raun ekkert skyld honum var hann okkur sem besti frændi, hann einfaldlega tók okkur sem sínum, svo einstakur var hann. Við minn- umst þess sérstaklega hversu jóla- boðin urðu skemmtilegri þegar hann mætti á staðinn, alltaf hress og kátur og lífgaði upp á samkom- una. Við okkur krakkana var hann ótrúlega þolinmóður á jóladag þeg- ar allir vildu læra að spila. Hann settist hjá okkur, rólegheitin upp- máluð með skemmtilegt bros á vör og kenndi okkur listina að spila því Jónas var mikill spilamður og spáði mikið og spekuleraði um leið og hann útskýrði fyrir okkur galdurinn að vinna. Jónas hafði þann eigin- leika að hann kom fram við okkur krakkana eins og fullorðna. Hann spjallaði við okkur um lífið og tilver- una auk þess sem hann fylgdist með okkur vaxa og þroskast og auðvitað var brosið á sínum stað. Svo kom að þvi að við í hópnum sem eldri erum bjuggum okkur undir það að taka bílpróf. Auðvitað kom ekkert til greina annað en að læra hjá Jónasi, en hann starfaði um árabil sem ökukennari. Eins og í öllu sem hann tók sér fyrir hendur var hann rólegheitin uppmáluð þeg- ar óstyrkur 17 ára unglingurinn settist í fyrsta sinn undir stýri. Hann brosti bara sínu blíðasta sem róaði okkur og gaf okkur aukið sjálfstraust. Við þau okkar sem yngri eru var Jónas ur sem hálf- gerður afí. Gott var að koma til hans, setjast í kjöltu hans og láta skeggið kitla sig. Við frændsystkinin minnumst Jónasar Magnússonar sem einstaks manns sem mun ávallt eiga sér stað í hjörtum okkar. Við teljum okkur vera mjög lánsöm að hafa kynnst honum og eigum margs að minnast um góðan mann sem kvaddi alltof fljótt. Elsku Lalla okkar, Sesselja, Jóna Bára og fjölskyldur, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Steingrímur, Karen, Aslaug, Hrönn, Ingigerður, Guðjón og Bryndís. Kæri vinur. Alltaf erum við mannanna börn jafnóviðbúin þegar góðir vinir kveðja þennan heim, það mátti þó búast við þessu hjá þér, þú varst búinn að vera svo mikið veikur. Við sem eftir erum sitjum hljóð og hnípin en vitum að þetta er leið okkar allra. Við vorum undarlega samstíga í gegnum lífið, þú og þín góða kona, Lalla og við hjónin. Ung byrjuðum við öll búskap í Smáratúninu, þar stigu eldri bömin okkar sín fyrstu spor. Síðan hófust byggingarfram- kvæmdir við Engjaveginn, nánast hlið við hlið, þar sem við höfum búið síðan. Margar minningar koma upp í hugann á þessum stundum, t.d. vera okkar í Lúðrasveit Selfoss og allar skemmtanir og ferðalög sem því tilheyrðu. Einnig vomm við ásamt fleiri eiginmönnum, fylgdar- sveinar eiginkvenna sem stofnuðu saumaklúbb, „Saumaklúbbinn hennar mömmu“. Við viljum minn- ast verunnar í sumarbústaðnum í Þrastarskógi, þegar hópurinn var allur saman í síðasta skipti. Mjög gott var að eiga góða ná- granna sem alltaf var hægt að leita til ef eitthvað bjátaði á og bömin vom nánast heimagangar í hvom húsinu sem var. Jónas minn, við hjónin viljum sérstaklega minnast bjartrar júní- nætur sl. sumar þegar þið Lalla komuð til okkar í sumarbústaðinn og dvölduð hjá okkur, þá varst þú ennþá hress og kátur enda var spil- að alla nóttina uns sólin var komin upp. Það er ómetanlegt að eiga góðar minningar um góða samferðamenn gegnum lífíð, það gefur okkur sem eftir lifum styrk í sorginni. Nú við heimkomu þína emm við viss um að Ester Hafdís hefur tekið á móti þér fagnandi. Kæra vinkona Lalla, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og vonum að þið öll öðlist nægan styrk í sorg ykkar. Ragnheiður og Stefán. Mér var bmgðið sl. sunnudag þegar ég frétti látið hans Jónasar, enda þótt veikindi hans undanfarið hefðu verið þess eðlis að við þessu hafi mátt búast frekar fyrr en seinna. En sem betur fer leyfum við okkur að lifa í voninni og reikna með að allt fari á besta veg, en áttum okkur svo allt í einu á að úr stundaglasinu hefur runnið hrað- ar en okkur granaði. Jónas Magnússon var einn þeirra manna sem em lifandi þátttakendur í því samfélagi sem þeir hrærast í. Hann tók þátt í margskonar félög- um hérna á Selfossi og var alls stað- ar virkur og færðist ekki undan að leggja sitt af mörkum, enda víðast kjörinn til trúnaðarstarfa í þeim félögum. Það eru tæpir tveir áratugir síðan ég kynntist Jónasi að marki. Það var vorið 1978 að við áttum sam- leið á framboðslista Alþýðuflokks- ins fyrir fyrstu bæjarstjórnarkosn- ingarnar hér í bæ. Ég var þá kjör- inn bæjarfulltrúi en Jónas varð varamaður minn og var það næstu átta árin. Af þessu leiddi að hann var sá maður sem ég hafði mest samskipti við á þessum vettvangi enda var hann líka formaður félags okkar í fjögur ár og síðar fulltrúi í flokksstjórn. Betri samstarfsaðila var ekki hægt að hugsa sér því hann var hreinskilinn, en öfgalaus, réð alltaf heilt og grunnt á gamanseminni. Af þessum kynnum okkar leiddi síðan frekari kynni milli fjöl- skyldna okkar og hafa þau öll ver- ið á einn veg. Hugulsemi þeirra er mikil. Við sérstaka atburði í fjöl- skyldu minni svo sem fermingar, stúdentaútskriftir o.þ.h. barst allt- af kveðja frá þessari fjölskyldu í formi blóma eða annarra gjafa. Og þá ekki bara frá þeim Löllu og Jónasi, heldur einnig frá dætrun- um. Og ekki þurfti alltaf viðburði til. Minnist ég þess að einhveiju sinni birtist hann á tröppunum hjá okkur með þennan fallega Ölfusár- lax í hendi. Hafði hann átt dag í ánni og þótti rétt að láta okkur njóta af ávöxtunum. Við Jónas höfum einnig átt sam- leið í Frímúrarareglunni þar sem við höfum verið sem næst jafn- lengi. Þar vann hann gott starf og gegndi undanfarin ár einu af helstu trúnaðarstörfunum í stúku okkar. Þarna eins og annars staðar var hann góður félagi sem sárt er sakn- að. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Jónasi samfylgdina um leið og ég votta Löllu, dætmnum, tengdasyni, barnabömum og öðrum ástvinum innilega samúð mína og fjölskyldu minnar. Steingrímur Ingvarsson. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Nú þegar við kveðjum kæran vin okkar, Jónas Magnússon, setur okkur hljóð, þó ekki komi okkur á óvart andlát hans eftir undanfarin veikindi. Þó við séum aldrei viðbúin að missa vin eða sætta okkur við dauðann þá vitum við að þetta er leið okkar allra því allt líf sem fæð- ist deyr. Leiðir okkar hafa legið saman í meira en 40 ár, eða síðan við ásamt Löllu, konunni hans, stofnuðum saumaklúbb sem hefur haldið sam- an allan þennan tíma og aldrei hef- ur neitt skyggt á þennan einstaka vinskap sem þá hófst. Ýmislegt hefur þessi hópur tekið sér fyrir hendur gegnum tíðina, farið í leikhús, ferðalög, i útilegur með bömin okkar og þegar þau höfðu stofnað sín heimili og eigiiast böm héldum við stórfjölskyldumót með öllum hópnum sem var orðinn myndarlegur. Ekki má heldur gleyma þorrablótunum okkar sem við héldum síðustu ár, það síðasta á heimili þeirra Jónasar og Löllu, fyrir réttu ári. Alltaf vom þau hjón- in einstakir félagar. Það hefur skarðað í hópinn. Við kveðjum þig elsku vinur og þökkum þér samfylgdina, við vitum að þú átt góða heimvon. Elsku Lalla. Við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam- úð og biðjum Guð að gefa ykkur styrk. Flýt þér, vinur, í fegra heim, kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgr.) Saumaklúbburinn og makar. í annað skiptið á rúmlega tveim- ur mánuðum er höggvið stórt skarð í tiltölulega fámennt starfslið Um- ferðarráðs. í lok síðasta árs kvödd- um við félaga okkar til margra ára, Guðjón Guðmundsson próf- dómara hinstu kveðju og í dag horfum við á eftir þeim góða dreng, Jónasi Magnússyni sem ráðinn var prófdómari hér hjá stofnuninni fyr- ir tæplega tveimur áram. Ég tel að það hafi verið mikið lán fyrir Umferðarráð að fá að njóta starfs- krafta Jónasar, þótt starfstíminn hafi því miður reynst styttri en nokkurn grunaði þegar hann með sinni rólegu og fáguðu framkomu tók sér stöðu í starfsmannahópn- um. Jónas hafði um árabil stundað ökukennslu við góðan orðstír og var fljótur að tileinka sér þá starfs- hætti sem góðum prófdómara þykja sjálfsagðir og lögð er áhersla á hjá okkur. A sama hátt og í ökukennslu reynir í starfi prófdóm- ara mjög á hæfileika þeirra sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.