Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁGÚSTINGI SIG URÐSSON + Ágúst Ingi Sigurðsson fæddist í Reykjavík 15. október 1957. Hann lést á heim- ili sínu 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sel- fosskirkju 11. janúar. Það dimmdi snögglega yfir á tíma llóss og friðar sunnudaginn 5. jan- úar þegar sú fregn barst til okkar að hann mágur okkar og vinur væri dáinn og enn þann dag í dag getum við varla trúað því að hann sé horf- inn úr lífi okkar, en við vildum samt minnast hans með nokkrum línum. Það eru margir búnir að minnast hans með ýmsu móti og er örugg- lega ekkert ofsagt í þeim greinum þótt við tíundum það ekki frekar, en á hinn bóginn var hann Gústi eins og hann var að venju kallaður meðal okkar, mikið meira en bara mágur og svili því hann var svo mikill vinur og félagi okkar fjöl- skyldna þar sem okkar leiðir lágu kannski meira saman en annarra og mikið fyrir það að við ferðuð- umst saman 1988 til Spánar sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir það að við eignuðumst öll böm árið eftir með eins og tveggja mán- aða millibili. Má þá segja að enn meir hafi vináttuböndin styrkst, því bömin þijú gerðu samverustundim- ar fleiri en ella. Það er stórt skarð höggvið í okkar vinahóp því við átt- um margar góðar stundir saman í útilegum, sumarbústöðum og ýms- um mannamótum og var alltaf glatt yfir Gústa, sama hvað á dundi. Hugrún mín, Siggi, Bjamey og Selma, við verðum að halda áfram að ferðast í sumarbústaði, útilegur og annað þessar fjölskyldur og minnast þeirra góðu stunda sem við áttum með Gústa því við vitum að hann verður með okkur innst inni. Hugrúnu, Sigga, Bjameyju, Selmu og öðmm aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur með von um að Guð gefi ykkur styrk til að takast á við lífíð. Ölver, Þorsteinn og Qölskyldur. Apótek Apótek, miðsvæðis í Reykjavík, óskar eftir lyfjatæknum og/eða vönu afgreiðslufólki til starfa. Vinnutími frá kl. 19.00-24.00 virka daga og að hluta til um helgar. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „Kvöldvinna - 131“, fyrir 12. febrúar. Sjúkrahús Akraness Röntgentæknir óskast til starfa frá og með 1. apríl nk. Gæti hafið störf fyrr. Framtíðarstarf, 100% staða, 50% vaktir. Upplýsingar gefa yfirröntgentæknir eða skrif- stofustjóri í síma 431 2311. REYKIALUNDUR Endurhæfingarmiðstöð Hjúkrunarfræðinga vantar í eftirtaldar stöður: Geð/verkjasvið. 5 daga deild, unnið á tví- skiptum vöktum, engar nætun/aktir, unnið þriðja hvert sunnudagskvöld. Miðtaugakerfissvið. 7 daga deild, mjög fáar næturvaktir, unnin þriðja hver helgi. Hæfingar- og gigtarsvið. 7 daga deild, unn- in þriðja hver helgi, mjög fáar næturvaktir. Þroskaþjálfa vantar að sambýlinu Hlein. Unnið á þrískiptum vöktum og þriðja hver helgi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 566 6200. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Aðalfundur AFS á íslandi AFS á íslandi heldur aðalfund laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Fundurinn verður hald- inn í húsnæði Fulbright, Laugavegi 26,2. hæð (gengið inn frá Grettisgötu). Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Hefðbundin aðalfundarstörf. Léttar veitingar í fundarlok. AFS Á ÍSL4NDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti Sendiráð - bifreið Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir tilboðum í Cherokee Laredo Jeep, árgerð 1991. Bifreiðin, sem er dökkblá að lit, er ekin 91.500 km. Bifreiðin verður til sýnis í sendi- ráðinu, Laufásvegi 21, dagana 10., 11. og 12. febrúar frá kl. 10:00 til 12:30. Tilboðsblöð liggja frammi í móttöku sendi- ráðsins. Lokuðum tilboðum skal skila inn fyrir kl. 17:00 fimmtudaginn 13. febrúar. KENNSLA Prjónanámskeið Byrjendur - framhald. Myndprjón, tvíbandaprjón, peysuprjón o.fl. Hekl. Upplýsingar í síma 555 4385 um helgina og virka daga frá kl. 9-11 fyrir hádegi. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð þeim sjálf- um sem hér segir: Ránarbraut 22, (búð 0101, Skagaströnd, þingl. eig. Strönd hf., bygg- ingarfélag, eftir kröfu Byggingarsjóðs verkamanna, föstudaginn 14. febrúar 1997, kl. 10.30. Kaldakinn 1, Torfalaakjarhreppi, þingl. eig. Finnur Karl Björnsson, eftir kröfum Islandsbanka hf., Lífeyrissjóðs Norðurlands og Stofn- lánadeildar landbúnaðarins, föstudaginn 14. febrúar 1997, kl. 13.00. Blönduósi, 7. febrúar 1997. Sýslumaðurinn á Blönduósi. Uppboð Fimmtudaginn 13. febrúar nk. fer fram framhaldsuppboð á eftirtöld- um eignum, sem haldið verður á þeim sjálfum: Kl. 14:00 Bakkabraut 16, Vík í Mýrdal, þinglýstir eigendur Sigurður Guðjónsson og Brynhildur Sigmundsdóttir, að kröfum Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaga á Suðurlandi, Húsnæðisstofnunar ríkisins, Rekstrar- félags Álafoss, Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Vátryggingafé- lags islands. Kl. 15:30 Langholt, Skaftárhreppi, þinglýstur eigandi Jarðasjóður ríkisins, ábúendur Helgi Backmann og Marta G. Gylfadóttir, að kröfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal, 6. febrúar 1997. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Bláskógar 7, Egilsstöðum, þingl. eig. Dagur Kristmundsson, gerðar- beiðandi Gúmmívinnslan hf., 13. febrúar 1997 kl. 13.30. Hamrabakki 12, Seyðisfirði, þingl. eig. Seyðisfjarðarkaupstaður, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður verkamannadaga, 14. febrúar 1997 kl. 15.30. Leirubakki 4, Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Guðmundsson og Einar Hólm Guðmundsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, sýslumaðurinn á Seyðisfirði og Vátryggingafélag Islands, 14. febrúar 1997 kl. 10.00. Árstígur 6, Seyðisfirði, þingl. eig. Gunnar Haukur Sveinsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður rikisins og sýslumaðurin á Seyðisfirði, 14. febrúar 1997 kl. 15.00. Árstígur 11, Seyöisfirði, þingl. eig. Jón Hilmar Jónsson, gerðarþeið- andi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 14. febrúar 1997 kl. 14.30. Öldugata 13, e.h. Seyðisfiröi, þingl. eig. Geir Stefánsson, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður rfkisins, 14. febrúar 1997 kl. 14.00. 7. febrúar 1997. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði. V' Aramótaspilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu á morgun, sunnudaginn 9. febrúar, kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur o.fl., o.fl. Gestur kvöldsins, Árni Sigfússon, borgar- fulltrúi, flytur ávarp. Aðgangseyrir kr. 600. Allir velkomnir. FERÐAFELAG % ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Hressandi gönguferðir! Sun. 9. feb. kl. 10.30: 1) Skíðagönguferð á Mosfells- heiði (yfir Kjöl ef færð leyfir). Gönguhraði við allra hæfi. Fararstjóri: Sigríður Þorbjarnar- dóttir. 2) Stórstraumsfjöruferð á Hval- fjarðareyri. Létt gönguferö á Hvalfjarðareyri. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Verð kr. 1.200, frítt fyrir börn m/fullorðnum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. BAHÁ’Í OPIÐ HÚS Laugaidagskvöld kl. 20:30 Potricia Brizuela talar um Tilgang lífsins KafH veltlngar. Alfabakka 12.2. hceð sími 567 0344 Pýramídinn - andleg miðstöð Vegna mikillar að- sóknar er okkar góði huglæknir,, Jón Rafnkelsson frá Hornafirði, kominntil baka og starfar í nokkra daga í Pýramídan- um. Pýramídinn, Dugguvogi 2, símar 588 1415 og 588 2526. Sólstöðuhópurinn gengst fyrir fyrirlestri í Norræna húsinu laugardaginn 8. febrúar 1997. Þurfa börnin okkar aukið frjáis- ræði? Velt verður upp ýmsum spurn- ingum er snerta uppeldi barna og þá samfélagsmypd er við búum við. Hendum við ábyrgð- inni á milli okkar, heimili, skóli, stjórnvöld? Hver eru markmiöin með uppeldi okkar? Fyrirlesarar verða þau Edda Björgvinsdóttir, leikari, lllugi Jökulsson, rithöf- undur og Þórkatla Aðalsteins- dóttir, sálfræðingur. Pallborðsumræður, hljómlist o.fl. Fyrirlesturinn hefst kl. 14.00. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 500. Dagsferð 8. febrúar kl. 10.30: Skíðagöngunámskeið á Klambratúni. Mæting við Kjarvalsstaði. Ekkert þátttöku- gjald. Allir velkomnir. Dagsferð 9. febrúar kl. 10.30: Raðganga Útivistar, 3. áfangi, Stafnes - Haugs- endar. netslóð: http://www.centrum.is/utivist Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Gestapredikari: Amber Harris frá Bandaríkjunum. Amber er viðukenndur predikari fagnaðarerindisins, söngkona og lagahöfundur. Árið 1978 kall- aöi Guð Ámber til að þjóna sér sem trúboði og hvar sem hún kemur flæða gjafir heilags anda svo sem þekkingarorð, spádóm- ar og fleira. Allir hjartanlega velkomnir. KENNSLA Viltu læra gerð myndbanda? Áttu myndbandsupptökuvél? Vissirðu að einmenningstölvan þín er í raun mynd- og hljóð- vinnsluver fyrir eftirvinnslu myndbanda? Námskeið í myndbandagerð hefst miðvikudaginn 12. febrúar. Iðntæknistofnun, sími 587 7000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.