Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 45 og okkar fjölskyldur eftir að búa í miklu nábýli í 24 ár og að starfa saman við kaupfélagið í tæp 30 ár. Af þessu er ljóst að ég þekkti Krist- ján mjög vel og langar mig að minn- ast hans með nokkrum orðum. Sem unglingur starfaði Kristján eitt sumar hjá frænda sínum Kjart- ani Ólafssyni við búskapinn í Ey- vindarholti og annað sumar var hann léttadrengur á ms. Helgafelli og sigldi m.a. til hafna í Svíþjóð og Rússlandi. Siglingamar heilluðu unga drenginn og varð honum oft tíðrætt um það, en ekki áttu þær þó eftir að verða hans hlutskipti. Eftir að skyldunámi lauk stund- aði Kristján nám í tvo vetur í hér- aðsskólanum að Núpi í Dýrafirði, að því loknu hóf hann störf hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvols- velli, fyrst sem verslunarmaður við afgreiðslustörf og síðar sem bif- reiðastjóri. Hann vann við vöra- flutninga hjá kaupfélaginu til árs- loka 1986, en þá réðst hann til Suðurverks á Hvolsvelli og vann hjá því fyrirtæki við akstur á stóram vörabílum víðs vegar um land, allt til æviloka. Kristján var einkanlega farsæll og laginn bflstjóri og varð yfirleitt aldrei fyrir óhappi á sínum langa starfsferli. Kristján kvæntist ungur eftirlif- andi konu sinni Erlu Jónsdóttur frá Nesjavöllum. Þau eignuðust einn son, sem Magnús hét. Hann var mjög efnilegur maður og góður námsmaður. Eftir að hann lauk stúdentsprófi stundaði hann nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann í Tromsö í Noregi. Hann andaðist þar 1. febrúar 1991, 26 ára að aldri. Fráfall hans var mikil sorg fyrir alla sem hann þekktu, en mest fyrir for- eldrana, en harm sinn bára þau með aðdáanlegri stillingu og dugnaði. Kristján var mjög glaðvær maður að eðlisfari og vinsæll, bæði meðal vinnufélaga sinna og annarra sem hann kynntist. Hann var félags- lyndur og starfaði nokkuð að fé- lagsmálum en mest á vegum Björg- unarsveitarinanr Dagrenningar á Hvolsvelli. Hann var formaður hennar um sinn og vann mikið ásamt mörgum öðram í sjálfboða- vinnu við byggingu myndarlegs húss sem er hennar aðsetur. Einnig var hann stofnfélagi og virkur fé- lagsmaður í Kiwanisklúbbnum Dímon, allan þann tíma sem hann starfaði. Við sem höfum búið lengi á Hvolsvelli söknum öll Kristjáns mik- ið. Hann var eiginlega jafngamall þorpinu okkar, því þegar hann fæddist hér 1942 era íbúðarhúsin á Hvolsvelli aðeins sjö talsins. Auk þess er hann vaxinn af þeirri rót sem átti stóran þátt í því að byggja upp þorpið. Eftir ótímabært fráfall hans ber þorpið okkar ekki alveg saman svipmót og það gerði áður þegar hann var meðal okkar. Kristján átti við erfið veikindi að stríða síðustu mánuðina, sem hann bar með mikilli karlmennsku og æðruleysi en þá naut hann um- hyggju og ástúðar konu sinnar og systkina í ríkum mæli. Eg og fjölskylda mín þökkum Kristjáni langa samfylgd og vináttu og vottum Erlu og öðram ástvinum hans innílegustu samúð. Ólafur Ólafsson. Kristján heimsótti ég fyrst fyrir um 10 árum en þá voram við góð- vinur minn Borgþór, bróðir Krist- jáns, við veiðar í Rangá og gistum á Hvolsvelli hjá þeim Kristjáni og Erlu. Kristján hafði þá á orði að v honum þætti að því heiður að hýsa i í sínu húsi tvo prófessora. Þama ^ var Kristján að skírskota til lang- skólamenntunar okkar félaganna en ekki stöðu og oft minntumst við á þetta síðar meir. Á þessum tíma var Magnús heitinn, sonur Krist- jáns, við sjómennsku og hugði á nám í sjávarútvegsfræðum. Þar sem ég starfaði á skyldu sviði náð- um við Kristján vel saman og höfð- um um nóg að spjalla. Á þeim áram sem síðan era liðin i hef ég oftsinnis hitt Kristján og | i kynnst dugnaði hans, velvilja og gestrisni. Hann hefur mætt erfið- leikum lífsins og á tiltölulega stutt- um tíma mátti hann sjá á bak for- eldrum sínum og einkasyni. Þrátt fyrir það lét hann ekki bugast. Kristján var og fram á síðustu stundu mikil hetja í baráttunni við þann illvíga sjúkdóm sem nú hefur á skömmum tíma náð að sigra hann. Kristján vildi ekki vorkunnsemi og þegar ég hitti hann síðast taldi hann sig vera á batavegi. Því miður reyndist það tálvon ein. Með þessum fátæklegu línum þakka ég Kristjáni samfylgdina og bið að hann njóti friðar. Mikill harmur er á ný kveðinn að hinni góðu fjölskyldu sem að honum stendur. Eríu, Svanfríði, Borgþór og öðrum aðstandendum votta ég samúð við fráfall hans. _ Ólafur. Gamla gatan okkar hefur misst einn íbúa sinn. Það er raunar ekk- ert nýtt en hann Kristján hefur átt heima við Hvolsveginn svo til alla ævi. Hann fæddist austur á Selja- landi á heimili föðurforeldra sinna. Á móti honum tóku margar hlýjar hendur. Vel man ég fæðingardag Kristjáns 30. september 1942. Haustið var á næsta leiti, aðeins hafði hemað á polli nóttina áður. En gleðin yfir fæðingu drengsins var svo mikil að það var næstum eins og vorkoma. Hér á Hvolsvelli vora þá svo fáir íbúar að nánast voram við sem ein fjölskylda. Allir glöddust við fæðingu hvers barns, sem bættist í hópinn. Hingað kom Kristján þegar foreldrar hans byij- uðu búskap sinn hér við Hvolsveg- inn. Fyrst sá ég Kristján í faðmi móður sinnar Laufeyjar Guðjóns- dóttur, við mér blöstu brosandi augu og hlýtt bros, sem ég og aðr- ir samferðamenn nutu. Ég veit ekki hvort við tökum alltaf eftir hvað hlýtt bros er gefandi, en það breyt- ir oft hversdagsleikanum. Böm Magnúsar Kristjánssonar og Lauf- eyjar Guðjónsdóttur voru þijú er upp komust, en dreng misstu þau nýfæddan. Eins og Kristján varð mér kær vora þau það einnig Svan- fríður og Borgþór, enda næstum enginn dagur fullkominn ef þau sáust ekki á okkar heimili, og dýr- mætt að eiga Laufeyju að næsta nágranna, svo oft sem hún gladdi okkur með léttum hlátri, notaleg- heitum og gamanmálum. Góða æsku áttu þessi börn. Þegar Krist- ján hafði lokið skólagöngu á Hvols- velli fór hann í Núpsskóla í Dýra- firði. Áður en hann lagði upp í þá ferð kom hann og kvaddi okkur. Að skilnaði gaf hann mér mynd af sér og vænt þótti mér um myndina af brosandi fallegum dreng og geymi ég hana vel. Þegar foreldrar Kristjáns og systkini fluttu til Reykjavíkur varð hann eftir á Hvolsvelli, enda hafði hann þá reist sér íbúðarhús og stofnað heimili með sinni traustu konu. Þau höfðu eignast soninn Magnús, sem varð þeim mikill gleðigjafí, vel gefinn og góður drengur. Sár var sorg þeirra er þau misstu hann í blóma lífsins. En áfram hélt lífíð og reynt var að horfa fram á veginn. Á síðstliðnu sumri, þegar ljóst varð að Kristján var orðinn sjúkur, vonaði ég að hann stæði það áfall af sér, eins og svo oft í barnæsku er hann harkaði af sér og stóð upp aftur eftir fall á skautum eða hjóli. En sú von brást og við blasir stað- reyndin. Ég og íjölskylda okkar þökkum samfylgdina, mörgu morgnana er hann leit til okkar og léttir hlátrar hljómuðu og spaugs- yrðin. Þá var oft ferðahugur í hon um. Hann var duglegur ferðamaður og hafði mikla ánægju af að ferð- ast um landið okkar. Nú er hann lagður upp í aðra ferð, ferðina, sem allra bíður og fullvíst er að vel verð- ur tekið á móti honum. Ég bið góðan guð að styrkja Erlu á sorgarstund. Innilegar sam- úðarkveðjur til systkina Kristjáns og allra sem þótti _vænt um hann. Margrét J. ísleifsdóttir. • Fleiri minningargrcinar um Kristján Örn Magnússon bíða birt- ingar og munu birtast í blnðinu næstu daga. HILDUR SOLVEIG ARNOLDSDÓTTIR + Hildur Sólveig Amoldsdóttir (Hilde S. Henckell) fæddist í Hamborg í Þýskalandi 6. ág- úst 1939. Hún lést á Landspítalanum 27. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 4. febrúar. Kær vinkona mín er horfin af heimi. Því er erfitt að taka. Minn- ingarnar streyma um hugann. Við áttum samleið um langan aldur, meirihluta ævinnar. Haustið 1956 kom ég einn haust- dag inn í stofu á neðstu hæð húss Menntaskólans í Reykjavík. Þar sátu fyrir nokkrar stúlkur og þekkti ég enga þeirra fyrir. Atvikin höguðu því svo að sessunautur minn varð stúlka sem reyndist eiga heima við sömu götu og ég, m.a.s. í húsinu á móti. Það var Hilde Henckell. Þessi skemmtilega tilviljun markaði upp- haf fjögurra áratuga vináttu. Við fylgdumst að í skólann dag hvern og aftur heim. Fljótlega fóram við að vera saman öllum stundum, læra saman - eða þykjast gera það - sitja langtímum á Laugavegi 11, fara í bíó og spjalla um alla heima og geima. Við kynntumst fleiri stelpum í bekknum og á þessu skeiði varð til svokallaður saumaklúbbur. Hann var eftirminnilegur og sérkennileg- ur - kapítuli útaf fyrir sig - og varð ekki langlífur en milli sumra sem í honum vora hefur haldist til þessa dags traust vinátta. Við Hilde urðum heimagangar hvor hjá annarri og kynntist ég þá fjölskyldu hennar. Ævinlega var manni tekið eins og hvítum hesti og þar komst ég í kynni við heim sem varð mér hugstæður og bar með sér andblæ meginlandsmenn- ingarinnar. Móðir hennar; María, var - og er - óvenju töfrandi mann- eskja og svo var um eldri systur hennar, Helgu Guðrúnu, sem þá var í fimmta bekk i Menntaskólanum í Reykjavík og pabbi hennar Arnold siðfágað ljúfmenni. Saga þessarar fjölskyldu var óvenjuleg því þau höfðu verið í Þýskalandi í hinni ógnþrangnu atburðarás heimsstyij- aldarinnar síðari, búið í Hamborg og lent í lífsháska hvað eftir annað og mæðgurnar komist til Danmerk- ur með ævintýralegum hætti í stríðslok og þaðan til íslands. Æskuárin á Hraunteignum liðu svo í ró og yndi. Vinátta okkar var mér mikils virði, samverastundir góðar, hvort sem við vorum tvær saman eða með öðram vinkonum okkar en allra bestar vora þó stund- irnar með foreldram hennar og systur. Þar bar margt á góma. Ekki var kynslóðabili fyrir að fara þarna því þau hjónin töluðu við okkur eins og fullvirðismanneskjur og jafningja, en margvísleg lifs- viska fléttaðist eðlilega inn í samtöl- in og kom manni til góða síðar. Heimilislíf þessarar fjölskyldu á Hraunteig 20 einkenndist af glað- værð og ástúð. Vinir systranna virt- ust alltaf velkomnir enda vora þeir tíðir gestir. En svo dundi reiðarslag- ið yfir. Helga systir hennar fórst í flugslysi árið 1963. Engin orð geta lýst því hversu mjög það áfall fékk á Hilde og foreldra þeirra. Allir ættingjar þeirra og vinir hörmuðu hana líka ákaft og gera enn. Mér fannst Hilde ekki verða söm mann- eskja eftir það - enda varla von. Sérstakt ástríki var milli systranna. Hilde ákvað eftir stúdentspróf að gerast kennari og fór í stúdenta- deild Kennaraskóla íslands. Eftir það kenndi hún í Langholtsskóla í fimm ár. Ekki var það starf unnið af kæraleysi eða tómlæti frekar en annað sem hún tók sér fyrir hendur um dagana. Ýmsar minnisstæðar sögur sagði hún mér af nemendum sínum þar. Síðustu árin kenndi Hilde við Safamýrar- skóla og sýndi nemend- um sínum þar þá ein- stöku umhyggju og fómarlund sem hún átti yfír að ráða, jafn- vel svo að stundum hvarflaði að manni að hún gengi of nærri sér. Hilde og Siguijón gengu í hjónaband 1968 og eignuðust dóttur sína rúmu ári síðar og var ánægju- legt að fylgjast með vexti hennar og þroska. Tæpum fimm árum síðar fæddist þeim svo sonur- inn Hjalti. Bömin voru henni lífs- fylling og uppspretta gleði. Ekki var kastað til höndunum við upp- eldi þeirra og bera þau þess fagurt vitni. Atvikin sem röðuðu okkur hlið við hlið í menntaskólanum forðum og andspænis hvor annarri við Hraunteiginn settu okkur á fullorð- insárum niður við Háaleitisbraut og síðustu 17 árin eða svo hafa eigin- menn okkar unnið á sama stað. Hér hafa þau alist upp systkinin Helga Guðrún og Hjalti en reyndar átt hálft líf sitt fyrir austan fjall á Sandlæk þar sem fjölskyldan á sitt annað heimili og nákomna ættingja. Á báðum stöðum hefur orðið til lít- ið samfélag eindrægni og vináttu. Þannig var alltaf allt í kringum Hilde. Enga manneskju hef ég þekkt sem var einlægari í góðvild sinni og hjálpsemi við aðrar mann- eskjur. Ef hún varð vör við eitthvað sem á bjátaði var hún ekki í rónni fyrr en hún var búin að kippa því í lag. Þannig var hún strax kornung og dró ekki úr með áranum. Undanfarin ár höfum við tekið okkur ýmislegt skemmtilegt fyrir hendur í félagi við eiginmenn okkar og stundum fleiri vini og eigum margra ánægjustunda að minnast, m.a. ferðalaga innan lands og utan. Þegar Hilde þurfti að gangast undir uppskurð fyrir rúmu ári rétt eftir fráfall pabba síns varð fjöl- skyldu og vinum mjög hverft. Svo virtist sem allt hefði gengið að ósk- um og vonirnar vora bjartar í vor. Þeim mun sárari voru vonbrigðin þegar fór að halla á hina hliðina. Það er þungbært - en minningam- ar tekur þó enginn frá manni. Hilde tók veikindum sínum af fágætri hugarorku og æðraleysi. Siguijón og bömin, Helga Guðrún og Hjalti stunduðu hana af ást og alúð sem engin orð fá lýst. Að leiðarlokum þakka ég áratuga vináttu og óbilandi tryggð. Við Vik- ar samhryggjumst ástvinum hennar af öllu hjarta. Vilborg Sigurðardóttir. t Elskulegur eiginmaftur minn, KRISTJÁN ÖRN MAGNÚSSON, Hvolsvegi 28, Hvolsvelli, verður jarðsunginn frá Stórólfshvols- kirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Sætaferft verftur frá Bifreiðastöð íslands í Reykjavik kl. 11.30. Erla Jónsdóttir. t Þakka auftsýnda samuð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KARLS SVEINSSONAR frá Hvammi, Laugarnesvegi 106, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Hátúni lOb. Hákonía Gísladóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARÐAR VILHJÁLMSSONAR, Dvergabakka 8. Kristin Pálmadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR SIGFÚSSONAR húsasmíðameistara frá Gröf á Höfðaströnd. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Bára Sigrún Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.