Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLA.ÐIÐ FRÉTTIR Hreinsun hefst líklega eftir helgi EFTIR helgina verður yóst hvern- ig staðið verður að hreinsun í fjör- unni þar sem flutningaskipið Víkartindur strandaði, og þá mun væntanlega einnig liggja fyrir hvernig staðið verður að því að bjarga farminum sem eftir er í skipinu. Karl Lúðvíksson hjá Skipa- tækni, sem hefur verkefnaumsjón fyrir hönd tryggingafélags Ví- kartinds, sagði að sennilega yrði gert út um það á mánudaginn hvernig að hreinsuninni verður staðið, en undanfarið hefur verið unnið að gerð kostnaðaráætlana og leitað tilboða í verkið. „ Að öðru leyti er í gangi hérna hreinsun og samtíningur á dóti og er það á vegum heilbrigðis- og umhverfisaðila hér á svæðinu og svo reyndar undir umsjón okkar í fjörunni í kringum skipið," sagði Karl. Hann sagði að enn sem komið væri hefði einungis verið haldið til haga gámum og þess háttar en ekkert væri farið að hreinsa neitt lauslegt úr fjörunni nema þá olíu- ílát og önnur efni sem heilbrigðis- yfirvöld hafa verið að tína til og verður því verki haldið áfram í dag. Unnið var að því í gær að dæla þeirri olíu sem dælanleg er úr Víkartindi, en unnið er að undir- búningi þess að dæla svartolíunni úr skipinu. Nauðsynlegt verður að hita hana upp áður en það verð- ur framkvæmanlegt. Morgunblaðið/Golli GÁMUM[ og fleiru sem rekið hefur úr Víkartindi hefur verið safn- að saman, en hreinsun á fjörunni hefst væntanlega eftir helgina. Gámum á þilfari skipsins hefur fækkað mikið, eins og sést við samanburð við litlu myndina sem tekin var skömmu eftir strandið. Dæmdir fyrir smygl á amfeta- míni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvo menn, Kristján Hauksson, 34 ára, og Gísla Val- geirsson, 39 ára, í fjögurra og þriggja ára fangelsi fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni. Þriðji maðurinn, 32 ára, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann var „burðardýr" í innflutningnum. í febrúar í fyrra var 32 ára mað- ur handtekinn á Keflavíkurflugvelli og fundust 375,8 grömm af amfeta- míndufti og 808 amfetamíntöflur í fórum hans. I ljós kom að maðurinn hafði tekið við fé af Kristjáni, hitt Gísla í Amsterdam og fengið afhent amfetamín fyrir féð. Hann átti að fá 300 þúsund krónur fyrir ferðina. Kristján var ákærður fyrir að hafa verið frumkvöðull og skipu- leggjandi innflutningsins og lagt á ráðin með meðákærðu um fram- kvæmd brotsins. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa haft rúmlega 105 grömm af amfetamíni í fórum sínum þegar lögreglan handtók hann. í dómi héraðsdóms segir að al- kunnugt sé að amfetamín sé hættu- let fíkniefni. Efnismagnið í þessu máli hafí verið til þess fallið að valda mörgum mönnum böli og heilsutjóni. Bent er á að Kristján hafi hlotið 13 refsidóma, þar af 12 fyrir hegningarlagabrot. Með hlið- sjón af sakarferlinum og málavöxt- um sé hæfileg refsing hans 4 ára fangelsi. Gísli á einnig talsverðan sakarferil að baki, hefur hlotið 11 dóma, aðallega fyrir hegningar- og fíknilagabrot og þykir dómara refs- ing hans hæfileg fangelsi í 3 ár. Dómi Hæstaréttar íslands í deilu um misjöfn laun konu og karls misjafnlega tekið Jafnrétti sterkara en kjarasamningar Talsmenn vinnuveitenda og stéttarfélaga eru á öndverðum meiði vegna dóms Hæstaréttar, sem telur ríkið hafa brotið gegn jafnréttislögum. Ragnhildur Sverrísdóttir leitaði viðbragða, skoðaði dóminn og rifjaði upp eldri dóm Hæstaréttar í svipuðu máli, þar sem niðurstaða réttarins var önnur. HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudag ríkið fyrir brot á jafnréttislögum. Málið snerist um konu í stéttarfélaginu Útgarði, félagi há- skólamanna, sem starfaði sem annar tveggja útsendingarstjóra hjá Sjón- varpinu. Hinn útsendingarstjórinn var karlmaður, sem þáði laun sam- kvæmt kjarasamningi Rafiðnaðar- sambandsins og voru grunnlaun hans talsvert hærri en hennar. Óumdeilt var, að launamunurinn stafaði af ólíkum ráðningarsamningum, sem byggðust á mismunandi kjarasamn- ingum. Af hálfu ríkisins var bent á, að í kjarasamningum væri ekki einungis samið um grunnlaun, heldur einnig um aðra þætti kjara, eins og lífeyr- is-, orlofs- og veikindarétt. Ekki væri því rétt að taka aðeins mið af launaþættinum, heldur yrði að gera heildarsamanburð á öllum kjörum útsendingarstjóranna til þess að unnt væri að staðhæfa, að konan hefði búið við lakari kjör. Hæstiréttur sagði að ríkið hefði betri aðstæður til að gera grein fyrir samhengi í launasamningum ríkisins og sam- kvæmt almennum sönnunarreglum stæði það ríkinu nær að sýna fram á að hlutlægar ástæður hefðu ráðið launamuninum. Það hafi ekki verið gert, en mismunandi kjarasamningar gætu ekki einir sér réttlætt launa- mismun karla og kvenna. Féllst dóm- urinn því á, að ríkið hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafn- an rétt karla og kvenna, þar sem kveðið er á um að konum og körlum skuli greidd jöfn laun og þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Var ríkinu því gert að greiða konunni rúmar 230 þúsund krónur, auk dráttarvaxta frá ágúst 1995. Þessi dómur Hæstaréttar er and- stæður dómi, sem rétturinn kvað upp 5 mars 1982. Það mál snerist um konu, sem var starfsmaður á Kópa- vogshæli og tók laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélagsins Sóknar. Enginn ágreiningur var í málinu um að hún vann störf, sem voru sambærileg og jafnverðmæt störfum gæslumanns. í störf gæslu- manna voru ráðnir karlmenn og kjör þeirra réðust af samningum BSRB. Hæstiréttur benti á, að það hefði því farið eftir kynferði á hvaða kjörum starfsmenn voru ráðnir. Hins vegar hefði konan, frá setningu jafnréttis- laga árið 1976, haft rétt til sama starfsheitis og sömu launa. Það leiddi þó ekki til þess, að hún gæti krafíst þess að hún nyti Iauna sem gæslu- maður, en að öðru leyti færu ráðning- arkjör hennar sem fyrr eftir kjara- samningi Sóknar. Hún gat því ekki bæði notið réttinda innan Sóknar og krafíst þess að um laun hennar færi eftir kjarasamningum BSRB. Borgardómur gaf tóninn 1979 Það vekur athygli, að dómur Hæstaréttar frá 1982 gekk gegn dómi undirréttar í málinu í mars 1979. Fjölskipaður borgardómur taldi þá tilhögun, að greiða fólki í sama starfí ýmist eftir kjarasamn- ingum Sóknar eða BSRB, brot á jafn- réttislögum. Skipti engu máli, að tvö stéttarfélög semdu um kaup og kjör ófaglærðs fólks á ríkisspítölunum, þar sem skilja yrði jafnréttislög svo, að vinnuveitanda væri skylt að sam- ræma stöðuheiti, þegar um sambæri- leg störf væri að ræða. Dómsformaður borgardóms árið 1979 var Hrafn Bragason, sem var einn fímm dómenda í Hæstarétti á fimmtudag. Einn kj arasamningur? „Ég held að Hæstiréttur sé að segja að það þurfi að vera einn kjara- samningur í landinu. Það er jú eng- inn munur á launum karla og kvenna samkvæmt þessu og væntanlega getur þá karl í sama starfí og konan stundaði, haldið því fram með sama hætti að sér sé mismunað á grund- velli kynferðis," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. „Hæstiréttur er þá að segja, að það þurfí að vera sami kjarasamningur fyrir sömu störf. Hann er hins vegar líka að fínna að málatilbúnaði ríkis- ins, því ríkið hafí ekki sýnt fram á hinn fjárhagslega mismun sem fólst í öðrum kjörum, þ.e. að ríkið hafí ekki sýnt fram á að meiri bamsburð- arréttur, lengra orlof og betri líf- eyriskjör jöfnuðu muninn á kauptöxt- um. Þessi dómur setur því launa- kerfí ríkisins í fullkomið uppnám og sérstaklega lífeyriskjörin." Útilokað að taka hátíðlega „Það er útilokað að taka þennan dóm of hátíðlega, til þess er hann allt of vitlaus," sagði Þórarinn. „Það liggur fyrir að munurinn á kjörunum hefur ekkert með kynferði að gera, svo væntanlega hefði karl í sömu stöðu getað fengið sömu niðurstöðu. Þá er Hæstiréttur að draga mjög mikið úr því forræði, sem stéttarfé- lögin hafa verið talin hafa á samn- ingsumboði félagsmanna sinna. Samtök vinnuveitenda hljóta að velta fyrir sér hvernig þau eigi að bregð- ast við, þegar Hæstiréttur hefur sagt að ekki megi vera munur á beinum kjörum. Nú virðist ekki á það að treysta að stéttarfélögin hafí heimild til að gera samninga." Ánægjuleg tíðindi Birgir Bjöm Sigutjónsson, fram- kvæmdastjóri Bandalags háskóla- manna, lítur málið nokkuð öðrum augum en Þórarinn og sagði að dóm- ur Hæstaréttar hlyti að vera geysi- lega ánægjuleg tíðindi og hafa merkilegar afleiðingar. „Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að vinnu- veitandi beri þá ábyrgð, að vinni tveir starfsmenn algjörlega sambærileg störf megi ekki mismuna þeim í grunnlaunum. Sá fyrirsláttur vinnu- veitanda að segja þá hvorn í sínu stéttarfélaginu, þar sem launakjör eru með misjöfnum hætti, hlífir vinnuveitanda ekki við því að bæta kjör konunnar til jafns á við karl- manninn." Birgir Bjöm sagði að í þessu máli hefði verið samkomulag milli aðila að skoða einungis grunnlaunin. „Auðvitað kemur margt fleira til í starfskjörum. Aðilar voru hins vegar sammála um að láta ekki á það reyna, en kannski gerist það síðar.“ Ekki bara réttindi, líka skyldur Aðspurður hvort hann teldi ekki að líta þyrfti á starfskjörin í sam- hengi, miðað við t.d. að lægri taxta- laun ríkisstarfsmanna hafi verið skýrð með meiri lífeyrisréttindum, sagði Birgir Bjöm að ríkisstarfsmenn hefðu ekki skrifað upp á þá réttlæt- ingu lægri launa. „Opinberir starfs- menn eru bæði með réttindi og skyld- ur langt umfram aðra launamenn. Á síðasta ári voru þeir sviptir mestu af réttindunum, öðru en lífeyrisrétt- indum, án þess að bætur kæmu fyr- ir. Eftir standa hins vegar skyldurn- ar, sem hafa í raun aúkist. Þetta var hins vegar ekki til skoðunar í þessu máli. Hæstiréttur taldi það greinilega ekki skipta höfuðmáli og aðilar máls- ins komu sér saman um að fara ekki ofan í það.“ í ( ( I I I t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.