Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 13 Hagstætt ár hjá Kælismiðjunni Frosti - hagnaður nam um 17,5 milljónum króna Umtalsverð veltuaukning HAGNAÐUR af rekstri Kælismiðj- unnar Frosts hf. nam um 17,5 millj- ónum króna á liðnu ári. Félagið er rekið bæði í Reykjavík og á Akur- eyri og var aðalfundur þess haldinn á Akureyri í gær. Fram kom i skýrslu Jónatans S. Svavarssonar framkvæmdastjóra að liðið ár var Kælismiðjunni Frosti á flestum sviðum hagstætt. Rekstr- artekjur voru 535 milljónir króna og jukust um 28% frá árinu á undan þegar þær voru 417 milljónir. Tekj- ur vegna nokkurra stórra verkefna sem ekki var lokið um síðustu ára- mót eru ekki færðar sem tekjur á því rekstrarári, en þær eru samtals að upphæð um 140 milljónir króna. Væri tekið tillit til þeirrar veltu sem tilkomin var á síðasta ári nemur veltuaukning fyrirtækisins um 62% milli áranna 1995 og ’96. Gert er ráð fyrir veltuaukningu og betri afkomu á árinu 1997 en var í fyrra. Hagræðingaraðgerðir sem gripið var til í lok síðasta árs skila sér í auknum hagnaði á þessu og komandi árum auk þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að aukinn stöðugleiki í fyrir- tækinu bæti reksturinn. Stór verkefni í Chile Fram kom í skýrslu fram- kvæmdastjóra að áhugi er fyrir vör- um og þjónustu fyrirtækisins en hátt tæknistig og skjót viðbrögð réðu þar mestu um. Á liðnu ári vann félagið að stóru verkefni í Chile, stórum lausfrysti sem settur var upp í lok síðasta árs, og hafa verið gerð tilboð í fleiri frysta í Chile auk þess sem tilboð í annan frystibúnað er í gangi. Unnið var að fjölmörgum stórum verkefnum innanlands einnig. Jónatan segir í skýrslu sinni ekki forsendur til að spá fyrir um veltu á markaði í Chile eða öðrum Suður-Ameríkulöndum, en ljóst að tækifærin séu fyrir hendi. Hlutafé var aukið í félaginu á liðnu ári og var það í árslok 50 IW [æ.lismiðjan Frost hf. Úr reikningum ársins 1996 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 535,1 417,1 +28,3% Rekstrargjöld 503,7 414.2 +21.6% Rekstrarhagnaður án tjárm.kostnaðar 31,4 2,9 +986,7 Fiármaanskostnaður (4.4) (5.5) -20,8% Hagnaður (tap) fyrir skatta 27,1 (2,6) Reiknaðir skattar (9,6) (2,2) +336.4% Hagnaður (tap) ársins 17,5 (0,7) - EfnahaQsreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting | Eignir: 1 Veitufjármunir 334,1 153,1 +118,2% Fastafjármunir 71,5 67,6 +5,8% Eignir samtals 405,6 220,7 +83,8% 1 Skuldir oq eigið fé: \ Skammtímaskuldir 280,8 136,0 +106,4% Langtímaskuldir 47,7 26,3 +81,2% Eigið fé _. 7721„ 58,3 +32,2% Þar af hlutafé 49.5 49,5 0% Skuldir og eigið fé samtals 405,6 220,7 +83,8% Kennitölur 1996 1995 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 31,0 2,1 1.376% milljónir króna. Hluthafar voru á það sem af er þessu ári hefur það þeim tíma 69 talsins. Gengi hluta- tvöfaldast. Lítið framboð er á hluta- bréfa í félaginu var í árslok 2,5 en bréfum í félaginu. Menntaskólinn á Akureyri Steingrím- ur opnar málverka- sýningu STEINGRÍMUR St. Th. Sig- urðsson, myndlistarmaður opnar málverkasýningu á Sal Menntaskólans á Akureyri mánudaginn 17. mars kl. 15.00. Steingrímur fagnar 30 ára afmæli sínu sem atvinnu- listarmaður um þessar mundir og sýnir af því tilefni 30 mynd- ir í MA. Myndirnar eru af ýmsum gerðum og eru allar nýjar nema myndin af móður Stein- gríms, Halldóru Ólafsdóttur, sem er á öllum hans sýning- um. Jafnframt mun Stein- grímur lesa úr sjálfsævisögu sinni sem hann lauk við að skrifa í Hnífsdal í byijun nóv- ember sl. Bókin heitir Lausn- arsteinn og kemur út um Jóns- messuna. Steingrímur var fenginn norður til að fræða nemendur MA um lif og list en eins og hann segir sjálfur, er engin list án lífs og heldur ekkert líf án þess að listin komi þar við sögu. Jón Bergmann sýnir í Galleríi + Akureyri JÓN Bergmann Kjartansson opnar myndlistarsýnginu í Galleríi + í Brekkugötu 35 á Akureyri laugardaginn 14. mars. Sýningin er opin um helgar, laugar- og sunnudaga, frá kl. 14 til 18 og stendur til 31. mars. Jón Bergmann fæddist í Reykjavík 1967 og er búsettur þar. Hann hefur haldið 4 einkasýningar áður, tvær á íslandi og tvær í Hollandi. Hann hefur tekið þátt í sam- sýningum í Englandi, Hollandi og á Islandi. Jón Bergmann sýnir málverk og úrklippur úr tímaritum og kallast hvorttveggja „Hlutar“, samanber hluti úr og hluti af. Morgunblaðið/Kristján BJÖRN Jósef sýnir Örnu Kristjánsdóttur, sem kom á sýslumannsskrifstofuna í gær að sækja um vegabréf, myndröð af ávöxtum eftir Laufeyju Margréti Pálsdóttur en þau eru á ganginum við tollinn. SAMKOMULAG var nýlega gert milli 11 myndlistarmanna á Ak- ureyri og sýslumannsembættisins og Héraðsdóms Norðurlands eystra um að listamennirnir legðu til málverk á veggi hússins sem hýsir embættin gegn ákveðnu gjaldi. Yfir 30 málverk hafa verið hengd upp í af- greiðslu- og biðsölum embætt- anna og á skrifstofum starfs- manna og verða þau þar í þrjá Málverk á veggjum mánuði í senn, en þá verður þeim skipt fyrir önnur. „Mér fannst veggirnir hérna tómlegir og því væri lyörið að gera eitthvað til að lífga þá við,“ sagði Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður en hann er hvatamað- ur að samkomulaginu við mynd- listarmennina. Sýslumaður kann- aði áhuga meðal myndlist- armanna og tóku þeir vel í það að setja verk sín á veggi þessarar embætta. Samkomulagið er til eins árs, en sem fyrr segir verður skipt um málverk á þriggja mán- aða fresti. Morgunblaðið/Hólmfríður Góð aflabrögð við Grímsey BÁTARNIR hafa verið að moka inn þokkalegum þorski við Grímsey. Aflabrögðin hafa verið góð frá áramótum þegar gefur á sjó, en á köflum hefur tíðin verið rysjótt og á tímabili heyrði til undantekninga að hægt væri að róa tvo daga i röð. Hannes Guðmundsson gerir út netabátinn Sæbjörgu EA með sonum sínum og verka þeir allan aflann sjálfir. A myndinni er Hannes að huga að fiskinum. Hermannsmót HERMANNSMÓT, sem er bikarmót í flokki 15 til 16 ára og fullorðinna, verður í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Keppt verður í stórsvigi og svigi. 1 dag, laugardag, verður stórsvig karla og svig kvenna. Á morgun, sunnudag, verður stórsvig kvenna og svig karla. Verðlaunaafhending verður kl. 16 að Skíðastöðum. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimili kl. 11. Öll börn hjartanlega velkomin. Fimm ára böm og foreldrar þeirra sérstaklega boðuð til kirkjunnar. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Æskulýðsfundur í kapeilu kl. 17. Biblíulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Mömmumorgun, miðviku- dag frá kl. 10 til 12 í safnaðarheim- ili. Föstuguðsþjónusta kl. 20.30 sama dag. Sr. Helgi Hróbjartsson prédikar. Flutt verður lítanía. Fyr- irbænaguðsþjónusta kl. 17.15 á fimmtudag. GLER ARKIRK J A: Barna- samkoma kl. 11 á morgun. For- eldrar hvattir til að koma með bömum sínum. Messa kl. 14. Krikjukaffi kvenfélagsins Bald- ursbrár í safnaðarsal eftir messu. foreldrar fermingarbama hvattir til að mæta með bömum sínum. Boðið upp á bamagæslu og bama- samveru meðan messað er. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20.30. Ath. breyttan tíma. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 18.10 á þriðjudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kvöldvaka í kvöld, laugardags- kvöld kl. 20.30. Veitingar og happdrætti. Sunnudagaskóli á morgun, sunnudag kl. 11. Ungl- ingaklúbbur kl. 17. Almenn sam- koma kl. 20. Heimilasamband kl. 16. á mánudag. Turid og Knut Gamst, yfirforingjar Hjálpræðis- hersins á íslandi og Færeyjum, verða gestir á þessum samkom- um. Krakkaklúbbur kl. 17. á mið- vikudag. Biblía og bæn kl. 20.30. Ellefu plús mínus á fimmtudaginn kl. 17. Allir hjartanlega velkomnir. HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli í Miðhvammi kl. 11 á morgun. Foreldrar eru hvatt- ir til þátttöku með bömum sínum. Kyrrðar- og bænastund kl. 20. Tónlist, hugvekja og fyrirbænir, fyrirbænaefni berist til sóknar- prests fyrir stundina. HVÍTASUNNUKIRJAN: Safnaðarsamkoma, brauðsbrotn- ing á morgun, sunnudag kl. 11. Almenn samkoma kl. 14. Mikill og fjölbreyttur söngur. Allir hjart- anlega velkomnir. Mánudags-, miðvikudags, og föstudags- morgna eru bænastundir frá kl. 6 til 7. Vonarlínan; sími 462-1210, símsvari allan sólarhringinn með orð úr ritningunni sem gefa hugg- un og von. KAÞÓLSKA kirkjan, Eyrar- landsvegi 26, Messa í dag, laug- ardag kl. 18. og á morgun, sunnu- dag kl. 11. KFUM og K: Kristniboðssam- komur laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 20.30. í Sunnuhlíð. Ræðumaður sr. Helgi Hróbjarts- son kristniboði, en hann segir m.a. frá starfi sínu í útlöndum. Allir velkomnir. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Kirkjukaffi eftir messu. Starf fyrir 12 ára næsta þriðjudag kl. 13. Mömmumorgunn kl. 10 til 12 á miðvikudag. SJÓNARHÆÐ: Almenn sam- koma á Sjónarhæð kl. 17 og sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 fellur niður. Ástjamarfundur á mánudag fellur einnig niður. Unglingafundur verður á Sjónar- hæð kl. 20.30 á fóstudagskvöld. LltLA HÚSIÐ VERSLUN MED KRISTILEGAN VARNING Bækur Biblíur Barnaefni Kassettur Geislaplötur Opiðkl. 16-18 Súui 462 4301 • Slrandgötu 13a • Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.