Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 23
MATARGESTIR í úrslitakeppninni skiptust oft á diskum til að ná að bragða á sem flestum réttum. ar ekki síður en á hvíta tjaldið og hefur haslað sér völl með grúa tölvuleikja. Árni Matthíasson skoðaði úrvalið. 15. MARZ 1997 23 Disney risafyrirtækið stefnir inn á tölvurn- Morgunblaðið/Kristinn VÍNÞJÓNAR verða að huga að ýmsu. Kristjana Sveinbjörnsdóttir á Nausti, er lenti í þriðja sæti, vandar sig við að opna flöskur sínar og Daði Agnarsson á Argentínu, kynnir gestum eitt vínanna er hann valdi með matseðli galakvöldverðs á Grillinu, þar sem úrslitin fóru fram. Það var því sniðug ákvörðun að láta keppendur í úrslitum mat- reiðslukeppninnar glíma við grísa- læri til tiíbreytingar. Það heppnað- ist í öllum tilvikum vel og í sumum tilvikum frábærlega. Einnig er vel til fundið að láta keppendur elda fyrir opnum tjöld- um þannig að gestir geti fylgst með vinnubrögðum þeirra í eldhúsinu. Islenskir þjónar hafa ekki síður en matreiðslumenn stöðugt verið að auka metnað sinn en lítið hefur þó farið fyrir vínþjónum til þessa og hugtakið í raun verið nær óþekkt. Kennsla í vínfræðum og vínþjónustu er orðinn stöðugt stærri þáttur þjónanámsins en enginn veitinga- staður hefur til þessa ákveðið að leyfa einum þjóni að sérhæfa sig al- farið í vínþjónustu. Vínþjónar, sem kallaðir eru sommelier á alþjóðavettvangi, eru hins vegar starfandi á öllum bestu veitingastöðum Evrópu, Bandaríkj- anna og víðar. Vínþjónninn sér um að velja vín viðkomandi veitinga- staðar og fylgist hann vel með markaðnum og því sem þar er að gerast. I veitingasalnum sér hann síðan alfarið um allt er snýr að vín- inu með matnum. Hann afhendir gestum vínlistann, svarar öllum spurningum er þeir kunna að hafa, ráðleggur með val á víni og tekur loks niður pöntun og afgreiðir vínið til gestsins. Þjónustan á víninu er því algjörlega aðskilin þjónustu á öðrum veitingum. Það reynir því mikið á þekkingu vínþjónsins og mikilvægt að hann hafí jafnt góða fræðilega þekkingu á vínum, reynslu og næmi fyrh- samsetningu matar og víns. Að auki verður hann að sjálfsögðu að gjörþekkja alla rétti á seðli veit- ingastaðarins, þannig að hann geti fundið út réttu vínsamsetningarn- ar. En fleira kemur til. Ekki þýðir bara að velja bestu samsetninguna heldur þá sem best á við viðkom- andi tækifæri, þ.e. hverjir eru gest- irnir (ung hjón, ferðamenn eða kaupsýslumenn), hvert er tækifær- ið, andrúmsloftið og hvað eru gest- irnir reiðubúnir að borga mikið fyr- ir vínið. A allt þetta reyndi í vínþjóna- keppninni, sem er liður í alþjóðlegri keppni af þessu tagi, og stóðu kepp- endur sig allir með prýði. Það er því vonandi einungis spurning hvenær einhver veitingastaður leggur metn- að í að vera með fyrsta starfandi vínþjónninn á Islandi. EKKERT fyrirtæki er eins vel í stakk búið að framleiða tölvu- leiki fyrir böm og Disney ris- inn, með allt sitt kvik- og teikni- myndasafn. Það getm- því vart komið á óvart að fyrirtækið skuli halda út á þennan markað, sem getur gefið vel af sér ef rétt er að málum staðið. Disney-menn nýta sér teikni- myndaefni í leikjavinnslu sem von- legt er en legga ekki síður áherslu á fræðslugildi en afþreyingu, bæði til að geðjast foreldram, sem kaupa leikina og svo til að auka notagildið, því ef ekkert er til að glíma við ann- að en hlaupa og hoppa þreytast börnin snemma á leikjunum. Nýlegar kvikmyndir eru áberandi í leikjasafni Disney, eða í það minns- ta þeim hluta þess sem Japis, um- boðsaðili Disney-leikja, hefur flutt inn. Þar má nefna þrjá leiki tengda Leikfangasögu, tvo tengda ævintýr- inu um Simba, konung ljónanna, tveir leikir eru byggðir á sögunni um hringjarann í Frúarkirkju, einn er til um dalmatíuhundaflokkinn fríða og einnig eru til leikir um indíánastúlk- una Pocahontas og Bangsímon. Ekki má svo gleyma leik sem nýtir Andr- és önd sem ninjahermann. Þessir leikir eru mjög ólíkrar gerðar; ýmist er um að ræða svo- nefnda Animated Storybook, sem er ætluð börnum sem geta lesið og þá ensku, gefið út fyrir Bandaríkja- markað fyrst og fremst. í Animated Storybook er helst ætlast til þess að bömin smelli sig áfram ef svo má segja, því á nánast hverri skjámynd er fjölmargt við að vera sé mús við höndina. Sitthvað er og um þrautir og einfaldari leiki, viða myndskeið sem ekki eru í myndunum sjálfum og ýmisleg lestrarkennsla. Það sem Disney-menn kalla Acti- vity Centre er öllu leikjakenndara, þó leikirnir séu sem forðum ná- tengdir myndunum sem þeir byggja á. Þannig má nefna að í leiknum sem byggður er á Konungi ljónanna er bráðsniðug litabók, þar sem hægt er að lita myndir af söguhetjunum og prenta síðan út, raðspil og ýmsar þrautir, aukinheldur sem í leiknum má semja tónlist á rifjafón, leika afríska leiki og þjálfa sig í enskri réttritun. Öllu meiri áhersla er lögð á leikina í Leikfangasögugerðinni þó þar sé líka hægt að lita og leika sér, en einnig eru stærðfræðiþjálfun í boði, leikfangagerð, þrívíddarþraut, tónsmíðar og margt fleira. Af þess- um leikjum tveimur er sá síðamefndi öllu veigameiri, þó sá fyrri henti vís- ast vel fyrir yngri böm. Hríngjarinn ag Tímnn ag Púmba í þeim Disney-skammti sem hér er gerður að umtalsefni eru eiginleg- ir leikir þeir sem byggðir eru á sög- unni um hringjarann í Frúarkirkju og frumskógarævintýrum Tímons og Púmba, en þeir félagar eru aukaper- sónur í ævintýrinu um Konung ljón- anna. I síðamefnda leiknum, sem kallast einfaldlega Framskógaleikir Tímons og Púmba, eru fimm leikir, skotleikur, flóðhestastökk, ropleikur, kúluspil og pödduraðleikur. Einfalt er að komast inn í leikina og þeir vissulega ágæt afþreying fyrir yngri kynslóðina. Töluvert meira er lagt í leikinn sem byggist á upsagrýlunum þremur úr myndinni um Esmeröldu og kroppinbakinn. Þar í eru leikimir einnig fimm, en meiri umbúnaður og veigameiri leikir sem gera meiri kröfur til vélbúnaðar. Ki'öfurnar era samt ekki meiri en svo að þeir sem ráða að minnsta kosti yfir 33 MHz 486-tölvu eru í góðum málum, svo fremi sem þeir séu með hljóðkort, geisladrif og 8 MB innra minni. Að lokum skal getið svonefndra Video Game Action-leikja þeirra Disney-manna sem segja frá raunum Andrésar andar í einskonar ninja- gervi og annar sem byggist á þrekraun Woodys sem frelsar Buzz vin sinn úr hremmingum illmennis í leik sem byggist á persónum Leik- fangasögu. Báðir eru þessir leikir heldur klénir og blikna í samanburði við þá sem áður eru taldir. Sérstak- lega er leikurinn um Andrés önd misheppnaður og gamaldags, en þeir færu líklega báðir betur í leikjatölvu. Svninaarhelcji í Lífslist ^ FramanHi hi icnnnn ■■WMMHBHHHHi■■Btm Sýning á verkum frá t Leiriðju Hafdísar I SYNIR MÁLVERK LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRA KL. 11:00 - 17:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.